Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 BREZKI FLOTINN SIGLDI ALLSi SINNUM VARÐSKIPi ÞRIÐJA ÞORSKASTRIÐI á þorskastríðinu stóð en tilgángur þeirra var að njósna um ferðir varðskipanna og gefa breska verndarflotanum upplýsingar um staðsetningu þeirra. Við upphaf þcrskastríðsins lá við að Nimrodþota og gæsluvélin SÝR rækjust á úti fyrir Þistil- firði, þegar Nimrodvélin kom skyndilega út úr þéttu hriðarkófi. Fyrsta ásiglingin Fyrstu sólarhringana eftir komu frei- gátnanna á miðin dró ekki til stórtíðinda. Varðskipin reyndu eftir megni að stugga við togurunum og þegar færi gafst var klíppt á togvíra þeirra. Togaraflotinn hélt sig að mestu í hnapp úti fyrir Norð- Austurlandi og var vandlega gætt af tveimur til þremur freigátum og fimm til sex öðrum verndar- og eftirlitsskipum. Einstöku togari sagði skilið við hópinn en fslensku varðskipin eltu þá uppi og ráku þá í hópinn aftur. Þegar vika var liðin af desembermánuði fór harka að færast í átökin á miðunum. Varðskipum tekst á skömmum tima að klippa á togvira þriggja togara, þrátt fyrir varnaraðgerðir bresku verndarskipanna. Laugardaginn 6. desember siglir breskur dráttarbátur á varðskipið Þór, rétt eftir að það hafði klippt á togvira eins togarans og urðu nokkrar skemmdir á þyrlupalli Þórs. Rétt eftir ásiglinguna var Þór umkringdur af herskipinu Brighton og fjórum dráttar- bátum. Ekki voru skipherra íslendinga og Bretar á eitt sáttir um atburðarásina þarna og sögðu Bretarnir að skipherrann á Þór, Helgi Hallvarðsson, hefði látið taka ofan af byssu varðskipsins en Helgi þver- tók fyrir það. 1 tengslum við þennan ágreining lét yfirmaður freigátnanna á lslandsmiðum þau orð falla að freigáturn- ar hefðu leyfi til að svara skotum varð- skipanna. Ekki voru liðnir nema þrír dag- ar frá því að Þór hafði orðið fyrir hinni hörðu áreitni freigátunnar og dráttarbát- anna, þar til hann klippti aftan úr öðrum breskum landhelgisbrjóti. Og sá, sem nú lenti í klippum varðskipsmanna missti þar aðra vörpu sína í þessu þorskastríði, því Týr hafði klippt á togvíra hans 18. nóvem- ber. Þetta þorskastríð hafði nú tekið nokkuð aðra og harðari stefnu en árið 1973, þegar barist var um 50 sjómílna landhelgina. Þegar breski flotinn kom á miðin við Island 19. maí 1973 gerðust togvíraklipp- ingar varðskipanna mun strjálli en verið hafði áður. Varðskipið Óðinn klippti t.d. ekki á togvir allt frá 16. april og fram til 12. ágúst, en þó var klippt á samtals 15 togvíra frá 19. maí og til 13. nóvember er samið var um bráðabirgða samkomulagið. Þegar hér var komið sögu í „þriðja þorska- stríðinu" i byrjun desember höfðu is- lensku varðskipin halastift 10 breska tog- ara frá 13. nóvember. Það var því ekki að furða þó bresku sjóliðsforingjarnir reyndu fyrir sér með ýmsa tækni til að skera á klippur varðskipanna, þó lítið gengi. Þrír dráttarbátar sitja fyrir Þór Næstu dagar þorskastriðsins mótuðust mjög af hröðum árásum breska verndar- flotans á varðskipið Þór. Það var engu líkara en yfirmenn verndarflotans ætluðu að laska Þór svo mjög að hann yrði ónot- hæfur til gæslustarfa. Þessi aðför hófst með því að freigátan Falmouth reyndi ítrekað að slá íshnífum sínum í Þór að kvöldi 9. desember. Hámarki náðu aögerð- ir verndarflotans gegn Ðór, þegar þrír dráttarbátar, Loydsmann, Star Aquarius og Star Polaris sátu fyrir Þór er hann kom út frá Seyðisfirði laust eftir hádegi 11. desember. Þór var að koma frá því að grennslast eftir duflum, sem fundist höfðu á reki inni á Seyðisfirði. Land- helgisgæslan fékk upplýsingar að þrír breskir dráttarbátar væru grunnt út af mynni Seyðisfjarðar og var Þór sendur á staðinn til að grennslast fyrir um gerðir dráttarbátanna. Dráttarbátarnir voru að- eins rúmlega eina sjómilu frá landi og því innan 3 sjómílna landhelgi Islands. Taug var á milli Star Aquarius og Lloydsman þegar varðskipið kom að þeim og gáfu varðskipsmenn þeim merki um að nema staðar. Þessum óskum varðskipsmanna svöruðu yfirmenn dráttarbátanna með því að sigla á Þór. Star Aquarius fyrst en Lloydsman síðar tvisvar. Eftir fyrri ásiglingu Lloyds- man skaut varðskipið Þór viðvörunarskoti en þegar dráttarbáturinn sinnti ekki við- vöruninni og lagði aftur til atlögu við Þór, skaut varðskipið í Lloydsman kúluskoti og fór kúlan í bóg dráttarskipsins. Þar með lauk viðureigninni og dráttarbátarnir héldu til hafs i kjölfar Star Polaris, sem þegar í upphafi fór á haf út. Við þessa harkalegu árás dráttar- bátanna kom leiki að vélarrúmi Þórs og 18 metra af þyrluþilfari voru í rúst auk þess sem einn varðskipsmanna slasaðist á hendi. „Þetta er hlutverk dráttarbátanna á lslandsmiðum," sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar um þennan atburð og ríkisstjórn lslands ákvað að kæra ásiglingar bresku dráttar- bátanna á Þór innan viðurkenndrar land- helgi bæði fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsráðinu. Fyrstu skotin i þessu þorskastíði höfðu nú riðið af og bresku freigáturnar sáust næsta dag vera á viðstöðulausri siglingu um miðin með mannaðar fallbyssur. Fjög- ur varðskip voru á miðunum og breski sjóherinn sendi aukið lið á Islandsmið en togurunum fækkaði nú ört og um miðjan desember voru þeir orðnir 16. Togaranna var eins og áður sagði vel gætt af 8 verndar- og aðstoðarskipum og voru þá tveir togarar á hvert verndarskip. Freigáta truflar siglingu ísl. rannsóknarskips Varðskipunum tókst öðru hvoru að gera bresku veiðiþjófunum skráveifu en næsta tíðindalaust var þó á miðum brezku togaranna yfir jólahátíðina. Strax fyrstu „Svarta skýrslan hafði mikil áhrif á okkur" — ÞETTA þorskastrlð varð miklu harðara en tvö þau fyrri. Bretar sýndu strax 1 upphafi vfgtennurnar og við vor- um staðráðnir I að verja nýju landhelgina eins og kostur væri. Vitneskjan um ástand fiskstofnanna sem birtist okkur f Svörtu skýrslunni hafði mikil áhrif á okkur, sem unn- um I Gæslunni. Ahrifin voru persónulega á hvern einstakling en ekki á Gæsluna, sem slfka. Menn voru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að verja miðin og sáu nú hvað var 1 húfi. sagði Gunnar Ölafsson skipherra, er við ræddum við hann þar sem hann var að störfum 1 stjórnstöð Landhelgisgæzlunnar 1 gær. — Bretinn hefur alltaf verið að sækja 1 sig veðrið ( undan- gengnum þorskastrlð- um. t öðru strfðinu byrjuðu þeir ásiglingar á varðskipin þegar við Æ)k Gunnar Ólafsson fórum að klippa. Þeir sáu að þetta var eina aðferðin sem þeir gátu beitt gegn varðskipun- um. Freigáturnar fóru þó illa út úr þessum ásiglingum sfnum á okkur, en dráttarbátana vildum við helst ekki hitta fyrir. Þeir voru hæggengari en varð- skipin en byggðir þannig að þeir gátu stórskaðað varðskipin kæmu þeir höggi á þau. — Verkefni Land- helgisgæslunnar koma ekki til með að minnka á næstunni þó þau verði ekki eins fréttnæm og f þroskastrfðinu. Auk hinnar hefðbundnu landhelgisgæzlu má fastlega gera ráð fyrir að starfsvettvangur Gæslunnar færist f vax- andi mæli yfir á fleiri svið. Mikið er talað um aukíð eftirlit með mengun og ekki er við öðru að búast en þess verði óskað að Is- lendingar taki að hluta þátt f eftirlitsflugi með haffs á norðurslóðum. — Aðstaðan hjá okkur hér f stjórn- stöðinni er mjög bág- borin og þrengslin mikil. Vegalengdirnar sem Gæslan verður að fara við eftirlit sitt eru orðnar það miklar að það er frágangssök að láta skipin um þetta ein. Fiugvélakost Gæslunnar verður þvf að auka eins og kostur er. — Fólk má ekki eigna okkur starfsmönnum Gæslunnar allan heiðurinn af þeim sigri, sem náðist. Þetta er sig- ur allrar þjóðarinnar. Ösk mfn um framtfðina verður sú að við getum einir fengið að nýta fiskimiðin innan land- helginnar fyrir fiski- skip okkar og þjóðinni allri til heilla. Land- helgisgæzlan getur ekki lagt upp laupana þó við höfuð fengið 200 mflurnar og þvf má ekki gleyma að enn er þörf á betri aðstöðu henni til handa. siiis* Deila ísss®: „„ fvrir 3 , ákveftnari Vrxxxn a» al þyrluþiU^i ' a íundi Íslandsmtðnm ^lVltUTV iiasi n.vfríti„ t a« Ink „sjOpróíum ... „ÓTTAÐIST MJÖG AÐ ÞÓR YRÐI SÖKKT" .. ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.