Morgunblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 BREZKI FLOTINN SIGLDI ALLS 48 SINNUM Á ÍSL. VARÐSKIP í ÞRIÐJA ÞORSKASTRÍÐINU eftir TRYGGVA GUNNARSSON FYRSTU dagar októbermánaðar ársins 1975 voru að baki og allt var i óvissu um hvort til samninga kæmi við Breta um áframhaldandi veiðiheimildir til handa skipum þeirra innan hinnar nýju 200 milna fiskveiðilögsögu tslands. Þjóðverjar héldu uppteknum hætti og stunduðu veiðar innan 50 mílna fiskveiðilögsögunn- ar án nokkrrra heimilda. Segja má að hanskanum hafi verið kastað í „þriðja þorskastríðinu" með ræðu þeirri, sem Anthony Crosland, umhverfismálaráð- herra Breta og þingmaður Verkamanna- flokksins i Grimsby, flutti borgarafundi i kjördæmi sínu 4. október. Hanskanum kastað Crosland sagði í ræðu sinni, að breskir sjómenn ættu samkvæmt alþjóðalögum skýlausan rétt á að veiða upp að 12 milum við lslandsstrendur, ef ekki yrði búið að ganga frá nýjum fiskveiðisamningi milli Íslands og Bretlands fyrir miðjan nóvem- ber en samningurinn um veiðar breskra togara innan 50 milna landhelginnar rann út 13. nóvember. Ráðherrann lýsti því einnig yfir ,að Bretar yrðu og myndu veiða fyrir innan 50 milurnar, þeir ættu rétt á sanngjörnum aflakvóta. Bretar hefðu fullan rétt á að halda áfram veiðum á svæðum, sem hefðu verið þeirra hefðbundnu mið um 500 ára skeið og íslenska ríkisstjórnin þyrfti ekki að fara í neinar grafgötur um að breska stjórnin væri ákveðin í að tryggja bresk- um sjómönnum þann rétt. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð- herra sagði um þessi ummæli Croslands að þau væru alvarleg tilraun til að stór- spilla fyrir samningum og vísaði því al- gjöriega á bug að Bretar ættu einhver hefðbundin mið hér við land. Daginn eftir að Crosland gaf fyrrnefnda yfirlýsingu lýstu talsmenn brezka utanrikisráðu- neytisins því yfir að þau sjónarmið, sem komið hefðu fram í yfirlýsingu ráðherr- ans væru stefna bresku ríkisstjórnarinn- ar. 1 framhaldi af þessum orðum bresku talsmannanna sagði Geir Hallgrimsson forsætisráðherra að samkomulag við Breta væri að sínum dómi ólíklegt, ef samkomulagsvilji þeirra gengi ekki lengra en túlka mætti af ummælum Cros- lands. 32 klukkustundir að fljúga umhverfis landið Fiskveiðilögsaga tslands var færð út i 200 sjómilur á miðnætti aðfaranótt 15. október 1975 og stækkaði þá fiskveiðilög- sagan úr 216 þúsund ferkílómetrum í 758 þúsund ferkilómetra. Landhelgisgæslu tslands biðu nú stóraukin verkefni og þó heill mánuður væri til stefnu, þar til samningurinn um veiðar bresku togar- anna innan 50 mílna landhelginnar félli úr gildi, lá þegar fyrir að starfsmenn Gæslunnar yrðu að kljást við vestur-þýska togara fyrstu dagana eftir útfærsluna en mjög iítið er um skip annarra þjóða á Islandsmiðum á þessum árstíma. Flaggskip íslenska varðskipaflotans, Týr, hélt út að hinni nýju 200 mílna fiskveiðilögsögu daginn fyrir útfærsluna, búið nýjum og fullkomnum ratar, sem auðvelda átti varðskipsmönnum leikinn við veiðiþjófana. 1 skipakosti Landhelgis- gæslunnar á þessum timamótum voru fimm varðskip en það sjötta, Öðinn, var í klössun i Danmörku og kom ekki til starfa á Islandsmiðum fyrr en i desember- mánuði. Þá réð Gæslan yfir einni Fokker- flugvél, TF-SÝR. Til að lýsa þeim auknu verkefnum, sem starfsmenn Gæslunnar urðu nú að glíma við má nefna að varð- skip, sem fer frá Reykjavík út að 200 milna landhelgislínunni í vestur frá Reykjanesi þarf að fara um það bil 463 km leið. Ef flugvél Gæslunnar fer umhverfis landið og flýgur eftir beltum sem eru með 50 sjómilna millibili tekur það vélina 32 klst að fara hringinn. Klippt á v-þýskan togara á öðrum degi frá útfærslunni Dagana fyrir útfærslu landhelginnar höfðu vestur-þýsku togararnir náð góðum afla á Reykjaneshryggnum en á hádegi 15. október tók íslenskt varðskip að stugga við sjö þýskum togurum, sem þar voru. Þegar togaramennirnir urðu varðskipsins varir hífðu þeir vörpurnar og héldu allir togarnir nema 3 út fyrir landhelgismörk- in. Þessir þrír togarar héldu allt upp að 12 sjómílna mörkunum við Surtsey og virtist tilgangur þeirra vera sá einn að ögra varðskipsmönnum. Niu vestur-þýskir togarar voru að veiðum úti fyrir Austur- landi en þeir hifðu strax og varðskip nálguðust þá. Þýska rikisstjórnin hafði daginn áður gefið út þá yfirlýsingu að hún ætlaði að láta aflétta löndunarbanni á islenskum fiskskipum í höfunum í V- Þýskalandi en stjórnin dró þá ákvörðun sina til baka og var talið að fréttir um aðferðir íslensku varðskipanna hefðu breytt afstöðu vestur-þýskra ráðamanna. Þessi ákvörðun var þó endurskoðuð á ný og löndunarbanninu aflétt og Vestur- Þjóðverjar óskuðu eftir viðræðum við íslenzku ríkisstjórnina um lausn fiskveiði- deilu þjóðanna. A öðrum degi frá þvi að landhelgin var færð út i 200 sjómilur skar varðskip pok- ann aftan úr vestur-þýska togaranum Altona NC-473 og var það 100 togarinn, sem fékk að kenna á klippum varðskips- manna frá þvi að landhelgisgæzlan tók Iþær í notkun. Þennan dag stugguðu varð- skipin við þremur vestur-þýskum togur- um en að kvöldi 16. október var enginn v-þýskur togari við veiðar innan 200 miln- anna. Það næsta, sem fréttist til vestur- þýsku togaranna var að þeir höfðu hafið veiðar við Færeyjar og Grænland en þess var ekki langt að biða að vestur-þýsku togaramennirnir tækju að reyna að laum- ast inn fyrir 200 mílurnar og öðru hvoru fram undir mánaðamót fundu starfsmenn Landhelgisgæslunnar þýska togara fyrir innan mörkin sem umsvipalaust var beint út fyrir mörkin aftur, Þann 28. október koma samningamenn vestur-Þjóðverja til Islands, en ekki náðist samkomulag i þeim samningaviðræðum. Þurfum að fá fleiri skip A fyrstu dögunum eftir útfærsluna i 200 sjómilur voru landsmenn enn minntir á hversu illa íslenska Landhelgisgæslan var tækjum búin á þessum timamótum og i viðtali við Morgunblaðið 22. október segir Guðmundur Kjærnested, skipherra á Tý: „Þetta er orðið geysilega erfitt starf og ef við eigum að verja landhelgina með ein- hverjum árangri þurfum við að fá fleiri skip.“ Rikisstjórnin var um þessar mundir að kanna möguleika þess að fá leigðan skuttogara til gæslustarfa og sem kunnugt er fékk landhelgisgæslan léða tvo skut- togara til gæslustarfa. Sá fyrri, Baldur, bættist í varðskipaflotann í janúar, en sá seinni, Ver i mars. Hattersley boðar vernd togaranna Um 50 breskir togarar voru um þessar mundir við veiðar á Islandmiðum sam- kvæmt þeim samningi, sem þá var í gildi um veiðar þeirra. Auk þess voru hér við löglegar veiðar nokkrir færeyskir og belgískir togarar. I ræðu í neðri málstofu breska þingsins hinn 29. október sagði Roy Hattersley, aðstoðarutanríkisráð- herra Breta, að breska stjórnin myndi sjá togaraflota sínum fyrir vernd, ef sam- komulag Breta og Islendinga um fiskveiði- mál, sem rynni út 13. nóvember, yrði ekki endurnýjað og þessi ummæli Hattersleys túlkuðu bresk blöð á þann veg að flotinn væri tilbúinn til farar á Islandsmið eins og siðar varð raunin á. Breska ljónið vildi þó ekki sýna vígtennurnar strax og næst berast þær fréttir frá Bretlandi að breska ríkisstjórnin sé að leita að birgðaskipum til verndar breskum togurum á Islands- miðum, þegar samkomulagið félli úr gildi 13. nóvember. Tveimur dögum áður en samkomulagið fellur úr gildi er haft eftir Austin Laing, framkvæmdastjóra brezkra togaraeigenda, að Bretar ætli að halda áfram veiðum eins og áður og hann segist eiga von á árekstrum. Fyrstu Bretarnir halastýfðir A miðnætti aðfaranótt 13. nóvember 1975 runnu út samningar þeir, sem Islendingar höfðu gert við Breta, Belga, Færeyinga og Norðmenn um fiskveiði- réttindi þessara þjóða innan 50 mílna landhelginnar. Alger óvissa riki um hver yrðu viðbrögð bresku togaraskipstjóranna fyrsta sólarhringinn eftir að samningur- inn féll úr gildi. Talsmenn bresku ríkis- stjórnarinnar tilkynntu þann 13. nóvem- ber að þau þrjú verndarskip, sem breska stjórnin hafði þá tekið " ' ,*ð vernda togara á ísland- kkki „Vorum að berjast fyrir því, sem koma skyldi" — Sannarlega átti ég ekki von á þvf að at- burðir fyrri ára ættu eftir að endurtaka sig við þessa útfærslu ( 200 mllur. Ég hélt að Bret- inn hefði eitthvað lært af fyrri þorskstrlðum. Um leið og breski flot- inn kom á miðin fór allt I bál og brand. Þeir byrjuðu með hörku og við svöruðum I sömu mynt, sagði Helgi Hall- varðsson skipherra, er við ræddum við hann i tilefni af þvf að I dag er eitt ár liðið frá útfærslu fslensku fiskveiðilög- sögunnar 1200 mflur. — Efst er mér 1 minni frá þessu strfði, þegar þrfr bresku dráttarbát- anna sátu fyrir Þór I mynni Seyðisf jarðar. Þetta var hreinlega idjótfskt, þvf þeir réð- ust á mig innan land- helgi tsfands og ég sá ekki annan kost en grfpa til byssunnar. Það var hreinlega tilgangur þeirra að koma mér á botninn. Helgi Hallvarðsson — Þessar endurteknu ásigiingar freigátnanna á varðskipin settu allt úr skorðum hjá Bretan- um, þvf freigáturnar voru ekki skip til að standa f slfkum stórræð- um. Varðskipin þoldu þessar ásiglingar Bret- anna til muna betur en þeirra eigin skip og við getum séð það best á þvf að eftir að freigátan Gurhka sigldi á Þór, urðum við að fara inn til þriggja daga viðgerð- ar en Gurhka var f slipp f 9 mánuði. — Verkefni Gæslunn- ar hafa aukist gffurlega við þessa útfærslu og þó við þurfum vonandi ekki að fara út f annað þorskastrfð, þurfum við að beita kröftum okkar að verndun miðanna við landið. Þessi gæsla verður að vera tvfþætt, annars vegar að passa upp á grunnslóðina og hins vegar djúpslóðina. Þarna er ekki bara við erfenda veiðimenn að kljást, þvf tsfendingar eru sjálfir ekki saklaus- ir af landhelgisbrotum. — Landhelgisgæslan hlýtur að byggjast upp jöfnum höndum á skip- um og flugvélum. Skip- in verða aldrei úrelt en vitanlega þarf að leggja aukna áherslu á flugið. Svæðið, sem Gæslan þarf að komast yfir, er orðið það vfðáttumikið að án góðs flugvélakosts er öll gæsla óhugsandi. Nýja flugvélin, sem væntanleg er innan tfð- ar kemur þar f góðar þarfir en til að þyrlan, sem nú er notuð, nýtist okkur að fullu, þarf hún að hafa útbúnað til að miða út skipin og gefa varðskipunum upplýsingar um stað- setningu skipa. — Það var ánægju- legt að standa f þessum slag. Við fundum að við vorum að berjast fyrir þvf, sem koma skyldi eins og f fyrri þorska- strfðum. Andstæðingur- inn var eins og áður breska Ijónið, sem ekki vildi sætta sig við breyttar aðstæður. Þeir menn, sem stóðu að út- færslunni fyrir hönd okkar Islendinga voru og eru hetjur. Þeir tóku ekki einasta fyrsta skrefið fyrir Islendinga heldur fyrir aðrar þjóð- ir einnig og nú tala Bretar hvað hæst um út- færslu sinnar eigin landhelgi, sagði Helgi að lokum. HARÐASTA ÞORSKASTRÍÐ Á ÍSLANDSMIÐUM TIL ÞESSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.