Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 21 Annað hljóð frá Þjóðverjum Örfáum dögum siðar eru þeir Einar Ágústsson og Gunnar Thoroddsen sem sat viðræðufundi um landhelgismál á þessum tima vegna veikinda Matthiasar Bjarna- sonar, komnir út til Bonn til viðræðna við Hans-JUrgen Wischnevski aðstoðarutan- rikisráðherra Vestur-Þýzkalands. Þá á sama tíma hrópa brezkir togarasjómenn á Islandsmiðum á herskip, en samninga- nefnd Þjóðverja slakar verulega á kröfum sínum í Bonn. Hinn 24. nóvember er svo samkomulag við Þjóðverja lagt fyrir Al- þingi, þar sem Þjóðverjar skulbinda sig til þess að veiða ekki meira en 5 þúsund tonn af þorski. Daginn eftir tilkynnti William Rodgers, flotamálaráðherra breta, að hann hefði „með harm í huga, ekki með bræði, heldur með trega“ ákveðið að senda flotann gegn islenzkum varðskipun- um. Geir Hallgrimsson hvatti í ræðu á Alþingi þjóðina til órofa samstöðu og ein- ingar. I samningaviðræðunum, sem Is- lendingar höfðu átt við Breta höfðu þeir boðið þeim 65 þúsund tonn af þorski á ári. Með hliðsjón af ákvörðun Breta um að senda herskip á Islandsmið ákvað islenzka ríkisstjórnin að afturkalla tilboð sitt og var því lýst yfir að það yrði ekki boðið að nýju, enda var þá komin út svokölluð „svört skýrsla", sem sýndi fram á mun verri stöðu þorskstofnsins við Island en áður hafði verið vitað. NATO-fundur í uppnám vegna atburða á íslandsmiðum 11. desember var utanríkisráðherra- fundur Atlantshafsbandalagsins haldinn í Brtlssel. Einar Ágústsson sat fundinn og ræddi þar m.a. við Luns um landhelgis- málið, en jafnframt var ákveðinn fundur með James Callaghan, utanrikisráðherra Breta. Hans-Ditrich Gencher utanrikisráð- herra Þjóðverja lýsti þar yfir því að Þjóð- verjar hefðu gefið eftir í deilunni við Islendinga vegna hins mikilvæga hlut- verks landsins í vörnum vestrænna þjóða. Beindi hann sérstaklega orðum sinum til Callaghans og skoraði á hann að taka upp viðræður við Islendinga. Þennan sama dag gerðu dráttarbátar og birgðaskip fólskulega árás á varðskipið Þór í mynni Seyðisfjarðar, svo að varðskipið varð að skjóta föstum skotum til þess að verja sig. Luns lýsti þvi þá yfir að brezku skipin gerðu aðeins illt verra á Islandsmiðum og Einar og Callaghan áttu einkafund í Brtlssel. Einar sagði i viðtali við Morgun- blaðið að. ekkert raunhæft hefði komið fram á fundinum, þeir hefðu aðeins mót- mælt hvor við annan. Geir Hallgrímsson sagði að ofbeldi Breta lýsti virðingarleysi þeirra fyrir lögum og rétti. Þennan atburð kærðu Islendingar fyrir Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna svo og NATO-ráðinu. Leikurinn æsist og stjórnmála- slit nálgast Árið 1976 var rétt hafið, er ásiglingar herskipanna á varðskipin hófust af miklu offorsi. Andromeda sigldi á varðskipið Þór og rikisstjórn Islands lýsti því að ef brezku skipin héldu uppteknum hætti neyddust Islendingar til þess að slíta stjórnmálasambandi við Breta. En Geir Hallgrimsson forsætisráðherra hafði varla sleppt orðinu, fyrr en Brezka freigátan Leander — strax tveimur dögum siðar sigldi á Þór. Joseph Luns ákvað þá að koma til Islands og Jafnframt lýsti Banda- rikjastjórn sig fúsa til þess að veita aðstoð. Eftir áreksturinn við Leander var ákveðið að taka ákvörðun um stjórnmálaslit að loknum sjóprófum. Luns sagði, er hann kom til íslands, að hann vonaðist til þess að geta bægt frá því hættuástandi, sem myndazt hefði við ís- land, en siðan átti hann fund með Callaghan i Brússel sem þangað kom til þess að sitja fund Efnahagsbandalags Evrópu. lslendingar lýstu þvi næst yfir því að kölluðu Bretar ekki út flotann, myndi stjórnmálasambandi slitið. Allt virtit nú benda til þess að svo yrði, en þá gerðist hið óvænta — Bretar drógu brezka flotann út fyrir og Wilson bauð Geir Hall- grímssyni til London til viðræðna. Á sama tima ræddi Frydenlund við Hattersley i Osló og brezk blöð hrópuðu „uppgjöf'. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra og Harold Wilson heilsast úti fyrir Downingstræti 10 er Geir kom þangað til viðræðna 27. janúar 1976. Fundur Wilsons og Geirs Hallgrímssonar Menn fögnuðu þessari þróun mála. Tals- menn stjórnarandstöðunnar á Alþingi töldu það vera sigur Islendinga að flotinn hafði farið út fyrir fiskveiðilögsöguna, enda kom á daginn, að þar myndaðist hið sérkennilegasta ástand, togararnir veiddu, en hlýddu varðskipunum um leið og þeim var fyrirskipað að hifa inn veiðar- færin. Viðræðufundurinn fyrsta daginn var óvenju Iangur og undruðust menn það mjög. Á meðan á fundinum stóð klippti varðskipið Týr á togvíra brezks togara. En þrátt fyrir langa og stranga fundi varð ekkert samkomulag í London og Geir Hall- grímsson fór erindisleysu. Ríkisstjórn ís- lands lýsti því að hugmyndir Breta um lausn væru óaðgengilegar, en ríkisstjórn- in lýsti sig reiðubúna til viðræðna um samkomulag til skamms tíma. Callaghan lýsti því jafnframt yfir að Bretar tækju tilboði um viðræður um skammtímasamn- inga og 5. febrúar lýsti utanrikisráðherra Breta því að hann væri reiðubúinn að fara til Islands. Þennan sama dag klippti varð- skipið Baldur á togvíra brezks togara og svar Breta var að senda brezka flotann inn fyrir mörkin á ný. Geir Hallgrimsson sagði um þessa ákvörðun: „Þessi ákvörðun er hörmuleg og fljótfærnisleg og raunar óskiljanleg. Aðgerðir varðskipsins Bald- urs áttu sér stað á friðunarsvæði og Bret- Sjá nœstu síðu A Frí útifundinum gegn pýzku samnmgunum *«<»* Fri útifundinum gegn brezku samningunum Mótmæli, sem lítið varð úr UTLENDINGUR, sem mikil kynni hafði haft af fslending- um, sagði eitt sinn, að þeir væru menn stundarinnar. Þeir gætu gert mikið veður út af hlutum, en sfðar rynni þeim reiðin. Kannski má segja slfkt um suma tslendinga, a.m.k. þá, sem mótmæltu þýzku samning- unum á útifundi á Lækjartogi 27. nóvember I fyrra. Fundur- inn var ekki fjölmennur sé hann borinn saman við aðra fundi. Samkvæmt mati lögregl- unnar tóku um 4 þúsund manns þátt f fundinum og til saman- burðar má geta þess að sams konar áætlun um útifund 1973, er mótmælt var flotafhlutun Breta, hljóðaði upp á 25 þús- und manns. Fundarboðandi til þessa fundar gegn þýzku samningun- um var Samstarfsnefnd um verndun landhelginn'ar eins og hún var kölluð. Þessi sama nefnd boðaði til útifundar á sama stað hinn 2. júnf sfðastiið- inn og þá til þess að mótmæla samningunum við Breta. Þann fund sóttu samkvæmt mati lög- reglunnar um 2.500 manns og það þótt fundarboðendur hafi verið nefndin, sem áður er nefnd, en að henni stóðu sam- tök á borð við Alþýðusamband lslands, Sjómannasamband Is- lands, Verkamannasamband fs- lands, Farmanna- og fiski- mannasamband fslands, Félag áhugamanna um sjávarútvegs- mál, Alþýðubandalagið, Al- þýðuflokkurínn, og Samtök frajálslyndra og vinstri manna. En þótt stjórnarandstaðan hafi verið á móti samningun- um, voru allir þingmenn henn- ar það ekki. Sem dæmi má nefna að einn þingmanna Al- þýðuflokksins lýsti þvf, er brezku samningarnir voru kunngerðir, að hann styddi samkomulagið. Jafnframt hafði þingmaður Alþýðuflokks- ins, sem mótmælt hafði þýzku samningunum rétt um þann mund, er samið var við Breta, lýst þeirri skoðun sinni, að reynslan hefði kennt sér að það hefði verið rangt að vera á móti þeim samningum. Þeir hefðu reynzt til hagsbóta fyrir fslend- inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.