Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19.0KTÓBER 1976 „Verndum bömin” I VELFERÐARÞJÓÐFÉLÖGUM verða sífelldar endurbætur á sviði tækni, sem miða að þvl að létta okkur daglegu störfin. Alls- konar rafmagnstæki þykja nú orðin ómissandi á hverju heimili, og kröfurnar um bætt vinnuskil- yrði og aukin þægindi vaxa I réttu hlutfalli við velmegunina. Sam- fara tækniþróuninni eykst líka slysahættan. Sérstaklega á þetta við um börn, sem ekki hafa næg- um þroska yfir að ráða til að gera sér ljósa hættuna. í yfirlýsing- unni um rétt barnsins, sam- þykktri af allsherjarþingi samein- uðu þjóðanna, stendur m.a.: að barnið, vegna síns líkamlega og andlega vanþroska, þurfi sérstaka vernd og sérstakar verndarað- gerðir. Ein hinna tíu greina sem kveða á um grundvallarréttindi barna segir: að „mannkynið sé skyldugt til að veita barninu það besta, sem hægt er að bjóða því upp á“. Vissulega vildum við öll skrifa undir þessa yfirlýsingu. Hún á við á hverjum einasta degi í tæknivæddum samfélögum, engu slður en I þróunarlöndun- um. En höfum við rétt barnsins i huga, þegar við skipuleggjum hið ört vaxandi þéttbýli og umhverfi barna, eða þjóðfélagsþróunina yf- irleitt? Hefur okkur ekki yfirsést takmarkanir barnsins til að skilja og aðlagast tækniþróuninni og hraðanum? Höfum við ekki skotið allri ábyrgð yfir á foreldra barn- anna? Þessar spurningar leita á, þegar athugaðar eru skýrslur um f jölda slysa, er verða á börnum. Það kemur I ljós, að árið 1974, var komið með samtals 6154 börn á aldrinum 0—10 ára á Slysavarð- stofu Borgarspítalans, það er segja u.þ.b. 17 börn á dag að með- altali. Þetta er óhugnanlega há tala og mörg harmsagan að baki hennar. Þessi háa tala segir okkur líka, að það getur ekki verið, að nægilegt tillit sé tekið til barna I umhverfi okkar. Þarf það I raun- inni að vera svona hættulegt að vera barn I nútímaþjóðfélagi? Hvað er hægt að gera til úrbóta, hvernig má fækka slysum á börn- um? Við athugun á umferðarslys- um, kemur I ljós sú gleðilega stað- reynd, að slysum á börnum I um- ferðinni hefur fækkað. Skýringa á þvl er e.t.v. að leita I aukinni fræðslustarfsemi á vegum Um- ferðarráðs og skólanna. Einmitt sú staðreynd að sýnt er, að hægt er að snúa þróuninni við og minnka slysatiðnina, varð L.l.B. hvatning til að leggja sitt af mörk- um, til að beina athygli fólks að slysahættum I daglegu llfi barns- ins. En hvernig verður best unnið að sllku? Besta vörnin er auðvitað að byrja brunninn áður en barnið er dottið ofan I hann. Til að geta unnið fyrirbyggjandi starf þarf vitneskju um, hverjar séu algeng- ustu orsakir barnaslysa og hvar slysin verða. Hér á landi er enginn einn aðili, sem fjallar um öll þau slys er verða á börnum. 1 nágrannalönd- um okkar eru starfandi ráð, er vinna allt árið um kring að upp- AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 3n«r0unl>I«tiiþ lýsingasöfnun um slysahættur, og koma þeim upplýsingum slðan á framfæri við rétta aðila. Slysa- varðstofa Borgarspítalans skráir öll slysatilfelli. sem þangað koma, og þá um leið orsakir þeirra. Það er líka einasti aðilinn hér, sem hefur nákvæmar upplýsingar um barnaslys. Hins vegar hefur starfsliðið þar, eins og marg oft hefur komið fram I fjölmiðlum, afar erfiða vinnuaðstöðu og alls enga möguleika á að vinna fyrir- 1 skólum eða á barnaheimilum urðu 361 slys á börnum. Uti urðu 3533 slys á börnum. Slysavaldur: Af völdum falls eða byltu urðu 3071 slys á börnum. Af völdum eitrunar urðu 412 slys á börnum. Af völdum bruna, hita, kulda urðu 164 slys á börnum. I umferð slösuðust 263 börn. Þessar tölur eru frá árinu 1975 og miðast við börn á aldrinum 0—10 ára. Ekki ber að líta á þess- ar niðiirstöður sem endanlegar, nánari urvinnslu er væntanlega þörf. byggjandi starf. Okkur var mjög vel tekið á slysavarðstofunni, og fúslega veittur aðgangur þar að tölulegum upplýsingum fyrir s.l. ár, og fara helstu niðurstöður hér á eftir. Algengustu slysstaðir og slysavaldar. Slysstaður: I heimahúsum urðu 2638 slys á börnum. Á komandi dögum munu birtast I dagblöðunum nokkrar greinar, er fjalla munu nánar um þá slysa- flokka, sem algengastir eru. Jafn- framt verður reynt að benda á einfaldar leiðir til úrbóta. Vonum við að þessar upplýsingar veki fólk til umhugsunar um stöðu barnsins i þjóðfélaginu. Munið að gott fordæmi hinna fullorðnu er áhrifameira en ótal umvandanir. Sýnum öll fyrirhyggju og búum umhverfi okkar þannig úr garði að allir, á hvaða aldri sem þeir eru, fái notið öryggis þar. PHILCO ÞVOTTAVÉLAR frábærqæöi 1. Heitt og kalt vatn inn — sparar tíma og rafmagnskostnað. 2. Vinduhraði allt að 850 snún/mín — flýtir þurrkun ótrúlega. 3. 4 hitastig (32/45/60/90°C) — hentar öll- um þvotti. 4. 2 stillingar fyrir vatnsmagn—orkusparnaður. 5. Viðurkennt ullarkerfi. 6. Stór þvottabelgur — þvær betur fulla vél. 7. 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu —tryggri rétta meðferð alls þvottar. 8. Stór hurð — auðveldar hleðslu. 9. 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni. 10. Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls þvottar. 11. Nýtt stjórnborð skýrir með táknum hvert þvottakerfi. 12. Fullkomin viðgarðarþjónusta — yðar hagur. II #i 3FALTSAPUHÓLF Einfalt merkjamál er skýrir hvert þvottakerfi. PHILCO ÞURRKARI Sparið rými: Þurrkarinn ofan á þvottavélina og handhægt útdregið vinnuborð á milli. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 SÆTÚNI 8 —16555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.