Morgunblaðið - 16.01.1977, Side 3

Morgunblaðið - 16.01.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANÚAR 1977 3 Geta myndsegulbönd leyst sjónvarpsvanda- málið á miðunum? SAMKVÆMT áætlun, sem gerð hefur verið um dreifingu sjón- varps, mun það kosta um það bil hálfan annan milljarð króna að koma sjónvarpssend- ingum út á hin hefðbundnu mið fslenzkra fiskiskipa um- hverfis landið. t þvf sambandi hafa menn velt þvf fyrir sér, hvort ekki gæti verið ódýrara og hagkvæmara að setja um borð í fslenzk skip myndsegul- bandstæki, sfðan sé dagskrá sjónvarpsins tekin upp á mynd- segulbönd og þau send um borð f skipin. Slíkt myndsegulband mun vera til í nokkrum íslenzkum skipum, en tækið kostar um hálfa milljón króna. Rafn Johnson, forstjóri Heimilis- tækja h.f., sem selur slík tæki, teiur að slíkt kerfi yrði mun ódýrara en að koma á fót send- ingum út á miðin og sagði hann í viðtali við Morgunblaðið að vel mætti hugsa sér, að sjón- varpið kæmi á fót þeim þjón- ustulið, að dreifa slikum mynd- segulböndum til íslenzkra skipa. Gætu menn þá sent inn þær spólur, sem menn væru búnir að skoða og fengið nýjar í staðinn með nokkurra daga millibili, eða þegar viðkomandi skip kæmi i höfn. Rafn sagði að sá óhemjukostnaður, sem lagð- ur yrði í dreifingu sjónvarps- efnis úr strandstöðvum myndi aldrei geta náð til allra skipa, hvar sem þau væru staðsett og þegar skipin væru komin eitt- hvað frá landi, yrði að setja upp dýr stefnuloftnet og annan út- búnað til þess að ná sending- unni. Jafnframt væri ekki tryggt að allir skipverjar hefðu möguleika á að sjá dagskrána þá er hún er send út. Hins vegar væri unnt að skoða það efni, sem áhöfnin fengi á mynd- segulböndum, þegar það hent- aði viðkomandi. Hver spóla, sem efnið er tekið upp á kostar um 25 þúsund krónur, en hana má nota alloft, þannig að Rafn taldi þetta ekki vera mikinn kostnað fyrir útgerðarfyrir- tæki. Rafn kvað þessi myndsegul- bönd gefa kost á litmyndum. Ekki taldi hann nauðsynlegt að senda allar fréttasendingar sjónvarpsins, þar sem þær yrðu orðnar of gamlar og sjómenn- irnir hefðu þegar fengið þær úr útvarpi. Hins vegar væri hægt að sýna þeim á segulbandi alla áhugaverða þætti. Með þessu kvað Rafn unnt að spara stórfé fyrir rikið i stofnkostnaði end- urvarpsstöðva og koma upp kerfi, sem fullnægði kröfum sjómannanna enn betur. Sveinn Ingólfsson á Skaga- strönd, sem gerir út Arnar, hef- ur frá því i fyrra haft segul- bandstæki um borð í skipi sinu og tekur hann upp heima hjá sér dagskrá sjónvarpsins og eru böndin siðan send um borð. Hann kvað þetta hafa gefizt mjög vel, en þeir þurfa að hafa tvö tæki annað um borð og hitt til þess að annast upptökuna i landi. Skipið kemur i land á um það bil viku fresti til 10 daga og er þá skipzt á spólum. Þegar þessi tæki voru keypt fyrir ári kostuðu þau um eina milljón króna. Hafa þeir aðeins miðlað áhöfninni íslenzku sjónvarpsefni, en hins vegar munu möguleikar á að gerast áskrifendur að ýmsum þáttum erlendis og ganga menn þá í sérstaka klúbba til þess að verða sér úti um það efni. Sveinn kvað þetta kerfi hafa reynzt vel hvað við kemur fræðslu- og kvikmyndir, en áhuginn sagði hann mestan á fréttum yfirleitt. Eru þær orðn- ar allt of gamlar, þegar þær koma út á sjó. „Því er undan- tekning ef ég tek þær upp,“ sagði Sveinn, sem sagðist jafn- framt velja úr helztu menning- arþættina eins og hann komst að orði. Þá minntist Sveinn á það að í hvert skipti sem brælir, liggja um 10 til 40 skip í vari t.d. undir Grænuhlíð. Er það rétt andspænis Bolungarvík, en þrátt fyrir það eiga þessi skip ekki möguleika á að sjá sjón- varp þar. Taldi Sveinn að það væri litil fyrirhöfn að beina geislanum þangað. Sveinn Ingólfsson kvað þetta framtak útgerðarinnar hafa verið ákaflega vinsælt um borð í Arnari. Á 12 til 14 spólum fær áhöfnín i hvert skipti um 10 klukkustunda myndefni. Hið eina sem hann setti út á þetta var að spólurnar væru of dýrar, hver kostar 25 þúsund krónur og getur tekið upp klukku- stundar efni. Er unnt að nota hana frá 50 og upp í 100 skipti. Einstaka efni er spilað oftar en einu sinni, svo sem t.d. iands- leikir og eru þá spólurnar oft fljótar að fara eins og Sveinn sagði. Um það, hvort þetta kerfi gæti verið framtiðarlausn í sambandi við sjónvarpssend- ingar út á miðin — sagði Sveinn, að sér hefði oft fundizt þetta æsa upp i sjómönnum sjónvarpssult. „Þeir eru kannski úti i 8 daga og á þess- um dögum er 20 klukkustunda dagskrá. Ég sendi þeim ekki nema helminginn og aldrei fréttir. Missa þeir því af tals- verðu. Hafa þeir því talað mikið um það að sendingar þyrftu að komast út á miðin beint." Kínverskar myndir 1 Norræna húsinu „MYNDIR frá Kína“ er heiti fyrirlestrar, sem dr. fil. Olov Isaksson, forstöðumaður við Ilistoriska Museet f Stokkhólmi, heldur f Norræna húsinu ð mánu- daginn, 17. janúar. Með fyrir- lestrinum verða sýndar litskugga- myndír. Dr. fil. Olov Isaksson er hér á landi f boði Norræna hússins og heldur hann tvo fyrirlestra þar. Isaksson er þekktur á tslandi m.a. vegna bókarinnar Is och Eld, sem út kom 1971 og 1973 . Bók þessa samdi hann f tengslum við Islandia, Ijósmyndasýningu, sem hefur farið um öll Norðurlönd og Framhald á bls. 47 Nefnd skipuð til að gera úttekt á loðnu- og lifrarbræðslum Sjávarútvegsráðuneytið hefur skipað sérstaka nefnd til að gera úttekt á loðnu- og lifrarbræðslum f landinu. Hlutverk nefndarinnar er að gera heildaráætlun um af- kastaþörf loðnuverksmiðja, sem byggð er ð áætlun um hráefnis- öflun miðað við þann loðnuveiði- skipaflota, sem nú er til staðar, svo og á ástandi loðnustofna. Þá skal nefndin gera tillögur um stækkun og breytingar þeirra verksmiðja sem fyrir eru kanna möguleika á að minni verk- smiðjur, sem unnið geta feitfisk, verði hagnýttar til loðnuvinnslu og gera tillögur um byggingu nýrra verksmiðja, stærð þeirra, gerð og staðarval. í fréttatilkynningu frá sjávar- útvegsráðuneytinu segir, að við gerð heildaráætlunar sem þessarar verði áherzla lögð á að samræma sem bezt veiðar og vinnslu i þeim tilgangi að stytta flutningsleiðir. Jafnframt er nefndinni falið að kanna hvar lifrarbræðslur eru starfræktar nú og hvar sé þörf fyrir nýjar með það fyrir augum að nýta alla lifur svo sem kostur er. Aherzla verður lögð á að nefndin hraðí störfum sinum og skili áliti svo fljótt sem unnt er en í nefndina voru skipaðir eftir- taldir menn: Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, formaður, Ingólf- ur Ingólfsson vélstjóri, Július Stefánsson, verkfræðingur og Þorsteinn Gislason skipstjóri. Með fyrirhyggju tekst enn að gera draumaferðma að veruleika Aðeins 6—8 þúsund króna sparnaður á mánuði er allt sem þarf til að komast í-eftirsóttustu sólarferðirnar t suðurlondum — - ÚTSÝNARFERÐIR — en þær selj- ast upp löngu fyrirfram — þvi að allir mæla með Útsýnarferðum Spánn: Costa del Sol: Costa Brava: Ítalía: Lignano: Apr. 6., 17. Mai 8., 29. 20 11. Júni 19. 10. 1 . 22. Júli 3., 17., 24., 31. 1., 15.. 29. 6 . 13 , 20., 27. Agúst 7., 14., 21., 28. 12., 19., 26 3., 10., 1 7., 24., 31. Sept. 4., 11., 18., 25. 2., 9 7 Okt. 9. Kanaríeyjaferðir vikulega Vikuferðir til London á þriðjudögum og laugardögum Ódýrar Ódýrar helgarferðir til Kaupmannahafnar Glasgow ferðir Flugfarseðlar um allan heim, gefnir út af kunnáttufólki, sem tryggir hagstæðustu fargjöld og beztu þjónustu. Fe rða sk rif stof a n ÚTSÝN Einkaumboð á Islandi: Tjæroborg - American Express. Austurstræti 17, sími 26611

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.