Morgunblaðið - 28.01.1977, Síða 2
2
Skipafélagið Bifröst:
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977
Vidrædur við Utvegs-
bankann um viðskipti
Landsbankinn hafði ekki áhuga á viðskiptum við félagið
SKIPAFÉLAGIÐ Bifröst hf„ sem
stofnað var nýlega vegna fyrir-
hugaðra kaupa á bflaflutninga-
skipi, stendur nú I viðræðum við
Útvegsbankann um að bankinn
verði viðskiptabanki félagsins.
Þérir Jónsson, forstjóri Sveins
Egilssonar hf., sem er stjórnar-
formaður Bifrastar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
félagið hefði fyrir nokkru ritað
bankastjórum Landsbankans
bréf og óskað eftir viðtali við þá
vegna hugsanlegra viðskipta.
Hefði bankinn svarað sfmleiðis
og tilkynnt að hann hefði engan
áhuga á viðskiptum við félagið og
þvf væri engin þörf á fundi
bankastjóranna og forráðamanna
Bifrastar. Sagði Þórir að Lands-
bankinn hefði svarað þvf til, þeg-
ar hann var beðinn um skýringar
á afstöðu sinni, að hann þyrfti
engar skýringar að gefa.
Gengið frá fisksamn-
ingum við Sovétríkin
UNDAIVARNA daga hafa staðið
yfir f Sovétrfkjunum viðræður
milli Sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins og Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna annars vegar og
fulltrúa Prodintorg f Moskvu hins
vegar um sölu á fslenzkum fiski
til Sovétrfkjanna á næsta ári. Var
gert ráð fyrir að samningar yrðu
undirritaðir f gærkvöldi, en full-
trúar íslenzku fyrirtækjanna,
þeir Árni Finnbjörnsson frá SII
og Ólafur Jónsson frá sjávaraf-
urðadeild Sambandsins eru
væntanlegir heim um helgina.
S amkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað
sér, verður einkum lögð áherzla á
af tslands hálfu að selja Rússum
karfa, ufsa og heilfrystan fisk, en
þetta eru þær tegundir sem mest
hafa verið seldar til Sovétrfkj-
anna á sfðustu árum. Þó er talið
að það magn sem selt verður af
heilfrystum fiski verði verulega
minna en á s.l. ári.
ísland á 1% af fiskiskipum heimsins:
Skipastóllinn alls
178.066 lestir
Að sögn Þóris sneri Bifröst sér
strax til Útvegsbankans þegar
þessi svör Landsbankans lágu fyr-
ir, en aðeins þessir tveir bankar
mega annast erlend bankavið-
skipti. Gengu forráðamenn Bif-
rastar á fund bankastjóra Útvegs-
bankans s.l. miðvikudagsmorgun
og sagði Þórir að von væri á svari
bankans fyrir helgina, því stuttur
tími væri til stefnu, en Bifröst
þarf að gefa seljendum skipsins
ákveðið svar fyrir mánaðamót,
hvort af kaupunum verður. Sagði
Þórir að skipið kostaði 342
milljónir króna og þyrfti að borga
hluta af kaupverðinu fljótlega.
Hluthafar væru nú orðnir liðlega
100 að tölu, eða fleiri en búist var
við í fyrstu, og innborgaðar
110—120 milljónir af 150 milljón
króna hlutafé. Félagið þyrfti því
ekki á lánum að halda hjá bönk-
um heldur það eitt að viðskiptin
væru í gegnum bankana eins og
krafizt er með erlend viðskipti.
Sagði Þórir að þegar þetta væri
haft í huga, væri afstaða Lands-
bankans til Bifrastar ekki auð-
skilin. „En sem betur fer eru
fleiri en einn banki i landinu,"
sagði Þórir.
Hann sagði að lokum, að nú
væri allt kapp lagt á það að ganga
frá skipakaupunum fyrir mánaða-
mótin. Jafnframt væri unnið að
öðrum undirbúningi og virtist
mikill áhugi á þvi að nýta skipið,
m.a. hefðu aðilar í Færeyjum sýnt
áhuga á flutningum með skipinu.
Ekki væri ákveðið hvar skipið
hefði aðstöðu hér á landi, en nú
sem stæði kæmi Hafnarfjörður
helst til greina.
Ewfim Geller Gena Sosonko
Geller jafn Sos-
onko á toppnum
eftir 10 tíma tafl
Friörik hafnaöi í 5. sœti
og Guömundur varö 10.
Wijk-Aan-Zee, Hollandi,
frá Berry Withuis,
fréttaritara Mbl,
RÚSSNESKI stórmeistarinn
Ewfim Geller sýndi það hér f
dag að baráttuhugurinn er sá
sami þótt árin séu orðin 51. 1
sfðustu umferð Hoogovenskák-
mótsins mætti hann Júgó-
slavanum Nicolac við skákborð-
ið og eftir 10 klukkustunda bar-
áttu tókst honum að knýja fram
vinning og ná þar með efsta
sætinu ásamt fyrrum landa sfn-
um Gena Sosonko, sem nú býr f
Ilollandi. Báðir hlutu þeir 8
vinninga en þriðji varð stór-
meistarinn Timman með 7'A
vinning, en hann vann það
frækilega afrek að vinna 5 sfð-
ustu skákir sfnar f mótinu.
Friðrik Ölafsson varð fimmti f
röðinni með 6 vinninga en
Guðmundur Sigurjónsson varð
tfundi með 4 vinninga og er það
miklu lakari árangur en búast
mátti við af honum.
I 11. og síðustu umferðinni
urðu úrslit þessi:
Guðmundur—Böhm lA:‘/í
Friðrik—Kavalek ‘A:lA
Kurajica—Sosonko ‘A:‘A
Nicolac—Geller 1:0
Timman—Miles 1:0
Ligterink—Barczay 'A:'A
Lokastaðan í stórmeistara-
flokknum varð þessi:
1—2. sæti Sosonko og Geller,
Framhald á bls 22.
Norðurlandaráðsþing um
mánaðamót marz
Forsætisnefndin ákvad dag-
setninguna á símaráðstefnu
ISLENDINGAR eiga nú tæplega
1% af öllum fiskiskipastóli
heimsins, sem er heldur minna
en f byrjun árs 1976. Kemur þetta
fram f „Skrá yfir íslenzk skip
1977“, sem Siglingamálastofnun
rfkisins gefur út. Þann 1. janúar
s.l. áttu íslendingar alls 987 skip,
sem eru alls 178.066 lestir að
stærð, en þann 1. janúar 1976
töldust 995 skip, alls 175.207 rúm-
lestir, vera í fslenzka flotanum.
Hefur þvf skipum fækkað um 8 á
s.l. ári, en hins vegar hefur rúm-
lestatala flotans aukist um 2.859
lestir.
Þilfarsskip undir 100 lestum
eru 600, samtals 18.146 lestir.
Fiskiskip, 100—499 lestir, eru alls
257, samtals 58.765 brl. og fiski-
skip 500—999 brl. eru alls 26,
samtals 20.245 lestir, en ekkert
íslenzkt fiskiskip er mælt stærra
en 1000 brúttórúmlestir. Alls eru
þilfarsskipin 882 að fjölda og sam-
tals 97.156 brl. að stærð. Hefur
þilfarsskipum fækkað um 16 á s.l.
ári'og fiskiskipastóllinn minnkað
um 1.823 lestir. Liggur aukning
heildarrúmlesta tölunnar því ein-
göngu í þeim nýju vöruflutninga-
skipum, sem hafa verið keypt til
landsins.
Hjálmar R. Bárðarson siglinga-
málastjóri segir í formála bókar-
innar, að elzta skip sem er skráð á
íslandi sé frá 1905. Það er 3 brl
þilfarsbátur, sem áður var opinn,
en var sett þilfar á 1976 og komst
þannig á skrá yfir þilfarsskip. Það
skip, sem síðast var elzt á skrá,
var lfka smíðað 1905, en það var
Frægur ÍS 269, 5 brl„ er var talið
Framhald á bls 22.
FORSÆTISNEFND Norður-
landaráðs hefur ákveðið að 25.
þing ráðsins skuli haldið f Hel-
sinki hinn 31. marz n.k. og standi
til 3. aprfl. Upphaflega átti að
halda þingið dagana 19. til 24.
febrúar en þvf var frestað vegna
tilmæla frá dönskum stjórnvöld-
um út af kosningum sem þar
standa fyrir dyrum.
Af hálfu Islands á Ragnhildur
Helgadóttir sæti í forsætisnefnd
Norðurlandaráðs, og var framan-
greind ákvörðun tekin á fundi
nefndarinnar á þriðjudagsmorg-
un sl. sem fram fór símleiðis. „Ég
— apríl
veit ekki til þess að slíkur fundur
hafi verið haldinn áður í nefnd-
inni,“ sagði Ragnhildur í samtali
við Mbl. I gær, „en þetta tókst
engu að siður ágætlega. Fundar-
stjórinn sat i Danmörku og maður
heyrði síðan í hverjum fundar-
manna hvort heldur hann talaði
frá Ösló, Stokkhólmi eða Helsinki
og helztu vandkvæðin voru eigin-
lega þau að gefa fundarstjóranum
merki að maður vildi komast að.“
Óréttlátt að laga gloppur skatta-
laga á kostnað einstæðra foreldra
- segir Jóhanna Kristjónsdóttir,
form. FEF, um skattalagafnimvarpið
SKATTBYRÐI einstæðra for-
eldra hækkar, þegar skoðuð eru
dæmi ríkisskattstjóra, sem birt-
ust í Morgunblaðinu f gær, þar
sem samanburður er gerður á
gildandi skattalögum og frum-
varpi fjármálaráðherra. Stafar
þessi hækkun einkum af þvf, að
meðlagagreiðslur einstæðra
foreldra eru samkvæmt frum-
varpinu taldar til skattskyldra
tekna, en samkvæmt gildandi
lögum hafa einstæðir foreldrar
þá sérstöðu, að meðlagagreiðsl-
ur eru ekki skattskyldar.
Morgunblaðið hafði i gær
samband við Jóhönnu
Kristjónsdóttur, formann Fé-
lags einstæðra foreldra, og
spurði hana um víðhorf félags-
ins við þessum ákvæðum skatt-
lagafrumvarpsins. Jóhanna
sagði:
„Nefnd innan félagsins vinn-
ur nú að því að kynna sér nýja
skattalagafrumvarpið niður i
kjölinn. Við tökum ekki bara
góð og gild þau dæmi, sem rik-
isskattstjóri hefur unnið. Hins
vegar virðist ljóst að einstæðir
foreldrar bera mjög skarðan
hlut frá borði. Mun félagið að
sjálfsögðu gera viðeigandi ráð-
stafanir til þess að koma sjónar-
miðum sínum á framfæri við
fjárhags- og viðskiptanefnd Al-
þingis jafnskjótt og fyrsta um-
ræða um frumvarpið hefur far-
ið fram. Frumvarpinu verður
að umræðunni lokinni væntan-
lega visað til fjárhags- og við-
skiptanefndar neðri deildar Al-
þingis og mundum við þá fara
fram á fund með nefndinni og
kynna sjónarmið okkar.“
Jóhanna sagði, að sér sýndist
vega töluvert, að meðlag verður
samkvæmt frumvarpinu skatt-
skylt hjá þeim sem hafa for-
ræði barnsins, en sá sem greiðir
meðlagið fær það frádregið frá
tekjum. og að námsfrádráttur
Jóhanna Kristjónsdóttir
breyttist t.d. mjög einstæðum
foreldrum i óhag. „Á þessum og
fleiri atriðum verðum við að
krefjast leiðréttinga. Það er t.d.
forkastanlegt að bera ávallt
saman einstæða foreldra og
hjón. Talað er um, að einstætt
foreldri með 3 börn, og hefur
1.500 þúsund krónur í tekjur,
fari jafnvel betur út úr breyt-
ingunni en hjón með 3 börn. Þá
er ekki tekið með í dæmið, hvað
það þýðir, að einstætt foreldri
hefur eitt aflað sömu tekna og
hjón tvö til samans. Til þessa er
aldrei neitt tillit tekið. Ef síðan
á að helminga tekjur hjá hjón-
um, sýnist ekkert koma í stað-
inn, einstæðum foreldrum til
góða. Er þetta argasta ósann-
girni og þá einkum og sér í lagi,
þar sem ráðamenn viðurkenna
þetta óréttlæti. Ég hef að vísu
ekki ástæðu til að búast við
neinum viðbrögðum að svo
stöddu, en félagið mun láta öll-
um illum látum tii þess að koma
sjónarmiðum sínum á fram-
færi.“
Að lokum sagði Jóhanna, að
sér fyndust þessi ákvæði frum-
varpsins vera í hróplegri mót-
sögn við yfirlýsta stefnu ráða-
manna. „Þeir segjast vera að
bæta úr misræmi og leiðrétta
alls konar gloppur skattlag-
anna, en eiga að gera það á
kostnað hóps í þjóðfélaginu,
sem fyrir utan annað ber
tvöfalda ábyrgð, bæði siðferði-
lega og félagslega, þá finnast
mér það ekki vinnubrögð, sem
réttlætanleg eru.“
Að þvi er Þorvarður Jónsson,
yfirverkfræðingur hjá Landssim-
anum, tjáði Morgunblaðinu I gær
er einmitt starfandi um þessar
mundir norræn vinnunefnd sem
starfar að þvi að fullkomna sima-
ráðstefnur af því tagi, sem forsæt-
isnefndin átti. Til að koma slíkum
ráðstefnum í kring er notaður sér-
stakur búnaður og kvað Þorvarð-
ur Landssímann einmitt hafa
fengið lánaðan slíkan búnað fyrir
nokkru og Sjónvarpið þá reynt að
koma á símaráðstefnu, en það
ekki tekizt sem skyldi af tækni-
legum ástæðum.
Frímínútnagæzl-
an í kjaranefnd?
AÐ SÖGN Sigurðar Helgasonar,
deildarstjóra i menntamálaráðu-
neytinu, hefur ráðuneytið ritað
fjármálaráðuneytinu bréf með
ósk um að það feli kjaranefnd að
fjalla um það hvort framhalds-
skólakennurum beri skylda til að
gæta nemenda sinna i friminút-
um eður ei. Sagði Sigurður að
kennarar væru reiðubúnir að
hefja gæzlu í fríminútum að nýju,
ef málið yrði sent i kjaranefnd.
Samkvæmt upplýsingum Sigurð-
ar mun það vera nokkuð misjafnt,
hvort kennarar hafi gæzlu í frí-
mínútum, sumir gera það en aðrir
ekki.