Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 Ingibjörg Jóns- dóttir—Minning í dag er til hinstu hvílu borin ástkær tengdamóðir mín, Ingi- björg Jónsdóttir, Grettisgötu 96, en hún andaðist i Landspítalan- um 23. þ.m. Ingibjörg var fædd að Álfhól- um i Landeyjum 20. júli 1887 og voru foreldrar hennar sæmdar- og dugnaðarhjónin Sigríður Sigurð- ardóttir og Jón Nikulásson. Ingi- björg ólst upp á Álfhólum í stór- um systkinahópi, en árið 1920 giftist hún Inga Gunnlaugssyni frá Kiðjabergi í Grimsnesi. Bjuggu þau 2 fyrstu árin í Dan- mörku, þar sem Ingi hafði verið við nám og í Kaupmannahöfn eignuðust þau sitt fyrsta barn, Sigurð. Árið 1922 flytjast þau heim og hefja búskap að Berg- þórshvoli í Landeyjum, en fllyt- jast árið 1925 að Vaðnesi í Gríms- nesi, þar sem þau bjuggu I 20 ár. Þeim varð 4 barna auðið, sem öll eru á lífi. Þau eru Sigurður, Gunnlaugur, Sigurjón og Soffía. Ingibjörg var rómuð af öllum er til þekktu fyrir dugnað. Hún gekk allan sinn búskap að hverju verki, sem þurfti að sinna, hvort heldur það var úti eða inni. Hún aðstoð- aði mann sinn við heyskap á sumrin og skepnuhirðingar á vetrum, enda lék allt i höndum hennar. Mér er sagt, að ekki hafi þurft að sækja dýralækni að Vað- nesi þau 20 ár, sem tengdaforeldr- ar mínir bjuggu þar. Ingibjörg var gædd þeim eiginleika að vita hvað að var og bæta úr þvi. Einn- ig kom það fyrir að hún var sótt af næstu bæjum til aðstoðar, ef eitt- hvað var þar að. Ingibjörg var sérlega hjálpfús og vildi allra götu greiða og átti hún ekki langt að sækja þá góðu kosti, hún vand- ist þeim á uppvaxtarárum sínum i foreldrahúsum, þar sem gjafmildi og hjálpsemi sátu jafnan í fyrir- rúmi. Ingibjörg lærði karlmanna- fatasaum i Reykjavik og nutu margir góðs af þeirri kunnáttu hennar í gegnum árin. Einnig prjónaði hún marga flíkina á litlu prjónavélina sína og gaf þær flík- ur oftast til ættingja og vina. Árið 1945 hættu þau Ingi og Ingibjörg búskap í Vaðnesi og fluttust til Reykjavíkur. Þar áttu þau lengst af heima á Grettisgötu 96, ásamt Soffíu dóttur sinni. Var Soffía styrk stoð foreldra sinna, þegar aldurinn færðist yfir þau og kraftarnir tóku að þverra. Annaðist hún móður sína af ein- stakri alúð og gaf henni hverja stund, sem hún átti frá sínum skyldustörfum. Ég átti því láni að fagna að búa hjá tengdamóður minni um tíma og hafði hún þá oft orð á þvx, hve vel sér hefði liðið I Danmörku og söng þá stundum danska þjóð- sönginn þvl til staðfestingar, en þótt Ingibjörg ætti góðar minn- ingar frá Danmörku, þá elskaði hún samt Island og allt sem fs- lenskt var. Mest dáði hún íslenska vorið, blómin f haganum, fugla- sönginn og kvakið í lóunni. Það heyrði ég oft á henni, að á vorin hefði hún ekki þurft mikið að sofa þau ár, sem hún bjó I Vað- nesi, þá vildi hún vaka og vera úti, vinna á túnum eða líta eftir ánum um sauðburðinn. Mér finnst, að í þá daga hafi húsmóðir- in i í Vaðnesi heyrt grasið gróa, svo nátengd var hún náttúrunni og umhverfi sfnu. Ingibjörg var mjög sterk per- sóna, sem vissi hvað hún vildi, hún vildi hjálpa og gefa öllum, sem hún vissi að voru hjálpar þurfi, en aftur ámóti var érftt að ætla að gefa henni gjafir. Hún átti alltaf nóg, sagði hún. Á henni sannaðist spakmælið — ,,sá hefur nóg, sér nægja lætur“, því í Vað- nesi var enginn auður. Það var fátækt alþýðuheimili, eins og flest önnur á landinu á árunum 1925 til 1945. En Ingibjörg var jákvæð gagnvart lífinu og undi glöð við sitt, eins og Davíð Stefánsson segir í einu ljóa sinna: (ilæðir nokkur gloði mciri vl, <*n gleðin yfir því að vera til og vita alla vængi hvfta fá, sem vfðsýniðog eilffðina þrá. Ingibjörg var farin að þrá hvíld- ina, þá hvíld, sem henni hefur nú hlotnast. Hún skilaði þessu lífi löngum starfsdegi og var orðin lúin. Nú tekur hún til starfa á nýjum og bjartari heimkynnum, með endurheimt sitt fyrra starfs- þrek. Far þú I friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Helga Guðmundsdóttir Hvf skyldi ðg yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? — Upp, þú minn hjartans óður! Þvf hvað er ástar og hróðrar dfs, og hvað er engill úr Paradfs hjá góðri og göfugri móður? Svo kvað lárviðarskáldið Matt- hias um móður sina látna. Nú Það var í byrjun Þorra, nánar tiltekið um óttubilið, sem Bryn- jólfur Jóhannesson skildi við þennan heim. Þorrinn er sá árstími sem löng- um reyndist landsmönnum þyngstur f skauti þegar lífsbarátt- an var hvað hörðust fyrr á árum. En það var hin erfiða lífsbarátta og baráttan við náttúruöflin sem fyrst og fremst mótuðu Brynjólf. Hann fæddist að Litlu Sela- klöpp I Hrísey, 8. nóvember 1891. Foreldrar hans voru Jórunn Jó- Afmælis- og minningar- greinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvl, að af- mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast I slðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til Ijóða eða sálma skal höfundar getið. Grein- arnar þurfa að vera vélrit- aðar og með góðu Ifnubili. — Þýðing Sval- barða og Bar- entshafs Framhald af bls. 12. Barentshafi hernaðarlegs eðlis, og þeir hagsmunir fara greinilega ört vaxandi þegar litið er til hinnar gífurlegu hernaðarupp- byggingar og aukinna flotaum- svifa Sovétmanna á þessum slóð- um, eins og rakið hefur verið hér að framan. I október var undirritaður í Ösló samningur um gagnkvæmar fiskveiðar Norðmanna og Sovét- manna. Hafi Norðmenn fram að þeim tíma gert sér vonir um að slíkur samningur yrði til þess að greiða fyrir samkomulagi á öðr- um sviðum og bættri sambúð á norðurslóðum, eru þær vonir að hljóma þessi sömu orð frá börn- um Ingibjargar, sem nú eru I sárri sorg við móðurmissinn. Og þá er vitanlega margs að minnast einkum frá 20 ára dvöl i Vaðnesi, þegar börnin voru að alast upp i skjóli foreldra sinna, sem þar bjuggu þá góðu búi. Ingibjörg var fædd að Álfhól- um í Landeyjum 20. júli 1887, dóttir hjónanna Jóns Nikulásson- ar, bónda og formanns þar, og Sigríðar Sigurðardóttur frá Mið- koti. Hún var ein úr níu barna hópi, en nú er aðeins eitt þeirra á lífi, Valdimar, sem býr á Álfhól- um eftir föður sinn. Árið 1920 fluttist Ingibjörg til Kaupmannahafnar ásamt tilvon- andi eiginmanni sinum Inga Gunnlaugssyni frá Kiðjabergi. Þau giftust þar sama ár, en flutt- ust heim til íslands aftur 1922 og settust að á Bergþórshvoli og bjuggu þar í 3 ár, þar til þau fluttust 1925 að Vaðnesi í Gríms- nesi þar sem þau bjuggu í 20 ár sem fyrr getur. Börnin þeirra eru Sigurður, skrifstofustjóri á pósthúsinu í Reykjavik, kvæntur Ernu Jóns- dóttur, Gunnlaugur, bygginga- meistari I Hafnarfirði, kvæntur Helgu Guðmundsdóttur, Sigur- jón, lögregluþjónn, kvæntur Soff- iu Jónsdóttur og Soffia, fulltrúi á Hagstofunni, gift Tryggva Árna- syni. Eiginmaður Ingibjargar lést 10. hannsdóttir frá Kvíabrekku í Ól- afsfirði og Jóhannes Jörundsson frá Hrísey en hann var einn af börnum Hákarla-Jörundar. Konu sinni Sigurveigu Svein- bjarnardóttur kynntist Brynjólf- ur á Árskógsströndinni þar sem hann ólst upp. Var það honum mesta gæfa, því ljúfmennsku hennar og góðsemi var við brugð- ió. Þau hjónin settust aó i Hrísey og varð þeim 8 barna auðið: Jór- unn, Ásta, Jóhannes (sem lézt fulltíða maður), Sigtryggur, Sig- urður, Hallfriður, Sóley og Fjóla. Þótt börnin væru mörg og lífsbar- áttan hörð var gestrisni rómuð í Brynjólfshúsi. Úr eldhúsinu lagði ilm af nýbökuðu brauði og þar var oft þröngt setinn bekkurinn. Brynjólfur stundaði sjó- mennsku og sjómaður var hann alla tið. Þar naut hann sín bezt; í baráttunni við náttúruöflin, að draga björg í bú. Skerpa, athygli og þrautseigja. Aldrei mátti slaka á ef vel átti að fara. I viðskiptum var heiðarleiki hans einstakur. Hefði hann gefið loforð, skyldi staðið við það, hvað sem það kost- aði. Á þeim árum sem fátækt var svo mikil að fólk átti vart til hnífs og skeiðar var betra en ekkert að eiga að menn eins og Brynjólf sem aldrei lét bugast. Eitt sinn sem oftar hafði hann farið á sjó- inn og skotið hnísur. Þegar í land kom voru svo margir meira þurf- andi en hann að heim fór hann tómhentur þann daginn. En þess- ari hlið flikaði Brynjólfur aldrei. engu orðnar. Ekki liðu nema fá- einir dagar frá undirritun sam- komulagsins þegar Sovétmenn hófu á ný eldflaugaæfingar sínar á hinum umdeildu svæðum í Bar- entshafi og skömmu siðar hófst í málgögnum Kremlstjórnarinnar harðvítug ádeila á stefnu norsku stjórnarinnar og einstaka norska stjórnmálamenn og aðra áhrifa- menn. Hefur þessi herferð helzt minnt á það, sem svæsnast varð á tímum „kalda stríðsins". I Izvestíu og fleiri blöðum var ráðizt á meðlimi norsku Nóbelsnefndarinnar með miklum fruntaskap, sennilega til að vinna gegn því að friðarverð- laun Nóbels yrðu veitt einhverj- um, sem Sovétstjórnin gæti ekki fellt sig við. 1 samskiptum Norðmanna og Sovétmanna á liðnum árum hefur febrúar 1973 eftir þungbær veik- indi. Málleysingjarnir misstu mikið, þegar Ingibjörg fluttist frá Vað- nesi. Enginn var sem hún að ann- ast þá, er vanda bar að höndum, hvort sem var við fæðingu eða önnur veikindi. Var hún líka oft sótt af næstu bæjum, er slíkan vanda bar að, og var hann oftast leystur með prýði. Og nú er hún öll þessi blessaða kona, og hún hefur lokið dags- verki sinu með heiðri og miklum sóma. Börnum sínum var hún sönn móðir, hamingjusöm móðir og eiginkona. Hún trúði guði og frelsara sín- um fyrir öllu, vonaði allt og um- bar allt. Og börnin hennar þakka henni svo undra margt á lifsleiðinni og margir fleiri, þar á meðal ég, sem þessar línur skrifa, um leið og ég sendi þeim og öðrum vandamönn- im innilegar samúðarkveðjur. Og að endingu kveð ég Ingi- björgu, vinkonu mína, með þessu sálmaversi, sem þýtt hefur S. Egilsson. Nú legg ég augun aftur 6, Guð, þinn náðarkraftur mfn veri vörn f nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. I guðs friði. Jón Gunnlaugsson Hann lét aðra um að vera þá góð- sömu og gjafmildu. Árið 1948 flytur Brynjólfur til Reykjavikur ásamt konu sinni sem lést 2 árum seinna. Hann var þá orðinn heilsutæpur og börnin flest farin suður. En á hverju sumri eins lengi og heilsan leyfði fór hann til Hrfseyjar þar sem hann geymdi trilluna sfna. Sjó- mennskan var honum í blóð borin og hann fór endurnærður að hausti suður aftur. Það var á óttunni sem hann reis úr rekkju til róðra á trillunni sinni norður í Hrisey og það var á óttunni sem hann fór í róðurinn síðasta, saddur lífdaga á 86. ald- ursári. Minningarnar eru eftir um traustan, heiðarlegan og yfirlætis- lausan mann sem ekki mátti vamm sitt vita i neinu. Við kveðj- um Brynjólf Jóhannesson með virðingu. Jónína S. Lárusdóttir. ekki farið á milli mála, að þar eigast við smáríki annars vegar og stórveldi hins vegar. Ljóst er að Sovétmenn beita Norðmenn nú auknum þrýstingi, og vekur sú staðreynd upp þá spurningu hvort þetta sé upphafið að næs'u kapitula í „Finnlandiseringunni" alræmdu. Um leið hlýtur sú spurning að koma upp á yfirborðið hver sé tilgangurinn með þessari aug- ljósu útþenslustefnu, hvað sé verið að ásælast og hvað sé verið að tryggja. Gæti verið, að Svalbarði, sem um aldaraðir hefur verið „einskismannslandið" úti í hafs- auga, sé það ekki lengur, heldur hafi það nú verið gert að herstöð og sé á valdi „nýju zaranna“ í Kreml? — ÁR. Fósturbróðir minn GUÐBJÖRN JÚLÍUS PÉTURSSON, Arnarhóli, V Landeyjum, andaðist í Landakotsspitala 2 7 janúar Fyrir hönd vina og vandamanna. Sigurbjorg Guðmundsdóttir. + Sonur okkar og bróðir ÁSGEIR STEFÁNSSON andaðist á Fjórðungssjúkrahúsínu á Akureyri 25 janúar s.F Ida Þórarinsdóttir.Stefán Ásgeirsson frá Gautsstöðum og systur hins látna. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður mmnar. tengdamóður, systur og ömmu, GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR, Sólvallagötu 2, Hrisey, Ottó Þorgilsson, Svandís Gunnarsdóttir, Oddný Einarsdóttir og sonardætur. + Þakka samúð pg vinsemd við fráfall JÓNS KR. ÞORSTEINSSONAR, húsasmfðameistara, Skjólbraut 6, Kópavogi. Inga Þorsteinsdóttir. Brynjólfur Jóhannes- son — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.