Morgunblaðið - 28.01.1977, Side 29

Morgunblaðið - 28.01.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 29 Verztunum í einka eign f ækkar á landsbyggðinni SMÁSÖLUVERZLUNUM I einka- eign hefur fækkað mjög á undan- förnum árum úti á landsbyggð- inni, á meðan kaupfélögin vfir- taka sffellt stærri hluta þeirrar verzlunar. Er nú svo komið, að aðeins ein verzlun i einkaeign, sem heitið getur verzlun á borð við kaupfélag, er á öllu svæðinu frá Hveragerði til Hafnar f Hornafirði. Þetta kom fram f ræðu, sem Gunnar Snorrason, for- maður Kaupmannasamtaka ts- lands, hélt á ráðstefnu K.t. um málefni smásöluverzlana. Miklir erfiðleikar hafa verið við rekstur smásöluverzlana víða á landsbyggðinni og hafa ýmsar or- sakir verið taldar fyrir þeim. Ur- elt verðlagslöggjöf, vandkvæði á flutningum og kostnaður við auk- ið birgðahald og lftil velta vegna fámennis hafa verið nefndar meðal ástæðnanna. Þá hefur ójöfn aðstaða einkafyrirtækja g'agnvart samvinnufélögunum skapað þeim siðarnefndu einok- unaraðstöðu á sumum stöðum. En það er ekki bara einka- verzlunin, sem á í erfiðleikum, heldur einnig kaupfélögin. Umræður hafa þvf verið innan samvinnuhreyfingarinnar ekki síður en samtaka kaupmanna um það hvernig bæta megi hag verzl- unar i dreifbýlinu. Á ráðstefnu kaupfélaga, sem haldin var á siðast liðnu ári að Bifröst í Borgarfirði, komu fram tillögur um leiðir til að styrkja verzlun úti á landi, meðal annars með því að veita henni 2% af þeim sölu- skatti, sem hún innheimtir. Kaupmannasamtökin telja hins vegar þess háttar styrki ekki koma til greina eins og er, að þvi er kom fram hjá Gunnari Snorra- syni. Kvað hann það ekki koma til mála að fara út á þá braut fyrr en samvinnurekstur og einkarekstur standa jafnfætis i skattgreiðslum, en mikið misrétti er á milli þess- ara rekstrarforma. Gaf hann dæmi í meðfylgjandi töflu um hvernig mismununinni er háttað. Samvinnufélögum er heimilt að leggja í stofnsjóð 2/3 af hreinum tekjum auk 25% i varasjóð. Hlutafélög fá hins vegar aðeins að leggja 25% af hreinum tekjum i varasjóð og því eru skattskyldar tekjur þeirra og þar af leiðandi skattgreiðslur mun hærri en hjá samvinnufélögum þó svo að hreinar tekjur séu þær sömu. Kvað Gunnar það ekki koma til greina að styrkja verzlanir úti á landi með fjárframlögum fyrr en þessari mismunun hefur verið eytt. Skattgréiðslur félaga: Samvinnufélög greiða 13% en hlutafélög 40% SAMANBURÐUR á skattgreiðslum samvinnufélaga og hlutafélaga. Gengið er út frá því við samanburð- inn að bæði félögin hafi sömu tekjur, þ.e. eina milljón. Samvinnufélag Hlutafélag Hreinar tekjur 1.000.000 1.000.000 Stofnsjóðstillag % samkvæmt heimild 666.700 Mismunur 333.300 1.000.000 Varasjóðstillag 25% samkvæmt heimild 83.300__250.000 Skattgjaldstekjur 250.000 750.000 Tekjuskattur og útsvar 53% 132.500_397.500 Eiginf j ármyndun 867.500 602.500 Raunveruleg skattgreiðsla samvinnufélagsins er því 13,25% af hreinum tekjum en hlutafélagið greiðir 39,75%. Sömu reglur hafa gilt fyrir sam- eignarfélög og hlutafélög og skattgreiðslur þeirra því hliðstæðar. Einkafyrirtæki, sem ekki eru tekin með í þessari töflu greiða þó hlutfallslega hæstu skattana, þar sem þeim er ekki heimilt að leggja í varasjóð. í þessu dæmi yrðu raunskattgreiðslur einkafyrirtækis 51% af hreinum tekjum. Hagvöxtur í norskri blaðaútgáfu í fyrra HAGVÖXTUR varð f norskri dag- blaðaútgáfu á árinu 1976 og varð aukning bæði á auglýsingaveltu og blaðasölu. En þrátt fyrir gðð- æri eiga þó mörg blöð við mikla erfiðleika að etja, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra samtaka norskra blaðaútgefenda, Knuts Fossum. Það eru sérstak- lega minni blöðin 1 stærstu borg- unum, sem eiga við erfiðleika að etja vegna hækkana á launum, pappfr og framleiðslukostnaði. Árið 1976 var mikið framfaraár hvað snerti prentunar og fram- leiðslutækni og hafa 120 blöð tek- ið upp offset-prentun. Er álitið að það muni bæta hag þeirra þegar fram i sækir þegar árangur hag- fræðinganna er kominn í ljós. Þá hefur það einnig orðið blöð- unum til hagsbóta að þau hafa myndað með sér innkaupasamtök. Blöð Jafnaðarmannaflokksins mynduðu slík samtök til hagræð- ingar i rekstri fyrir mörgum árum en nú hafa mörg fhaldsblöð og óháð blöð farið að dæmi þeirra. Sameiginleg dreifing og samstarf um auglýsingar hefur einnig átt sinn þátt í góðri afkomu. I Noregi eru nú 156 blöð en 130 þeirra fá ríkisstyrk í einhverri mynd. Aðeins fá blöð hafa hætt að koma út og er það líklega mest ríkisstyrknum að þakka, en að- stoð rikisins er bæði veitt með beinum fjárframlögum og með auglýsingum, sem greitt er fyrir. Samtök norskra blaðaútgefenda ' gengust fyrir auglýsingabaráttu á síðasta ári, sem þeir kölluðu ,,dag- blöð i samfélaginu". Markmiðið var að vekja athygli á stöðu dag- blaða í samfélaginu og hvetja til lesturs fleiri en eins blaðs til að fá betri mynd af atburðum líðandi stundar. Frumvarp Benedikts Gröndals: Utanríkismála- stofnun íslands BENEDIKT Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, hefur lagt fram frumvarp til laga um Utanríkis- málastofnun Islands. Stofnun þessi skal vera óháð rannsóknar- og fræðslustofnun, til að auka þekkingu og skilning þjóðarinnar á utanríkis- og öryggismálum. Stofnunin safni og dreifi hvers konar upplýsingum um þessi mál og stundi rannsóknarstörf á sviði þeirra, komi upp heimildarsafni og standi fyrir útgáfu. Utanríkismálastofnun Islands skal vera óháð stefnu stjórnvalda í utanríkis- og öryggismálum og gæta óhlutdrægni gagnvart mis- munandi skoðunum um þessi mál. Stjórn hennar skipi 14 menn, kjörnir hlutfallskosningu af ut- anríkismálanefnd Alþingis og einum fulltrúa frá Seðlabanka ts- lands. Stjórnin kýs sér formann, varaformann og ritara, og skipa þeir framkvæmdastjórn. Kjör- tímabil stjórnarinnar er þrjú ár. Hún skal vera ólaunuð. Kostnað við rekstur l'tanríkismálastofn- unar greiðir Seðlabanki tslands af tekjum af gjaldeyrisviðskipt- um. Seðlabankinn endurheimtir helming upphæðarinnar frá við- skiptabönkum, sem verzla með erlendan gjaldeyri. Verði ágrein- ingur milli stjórnar stofnunar- innar og Seðlabankans um upp- hæð rekstrarkostnaðar eða annað í því sambandi, sker ríkisstjórn úr. Greinargerð með fruntvarpinu hljóðar svo. „Enda þótt utanríkis- og örygg- ismál hafi oft borið á góma i sjálf- stæðisbaráttu íslendinga og um þau verið hugsað, hefur þjóðin ekki farið með þessi mál sín nema 37 ár. Því miður verður að viður- kenna, að þessi framhaldskafli sjálfstæðisbaráttunnar hefur mótast af sundurlyndi og ólíkum skoðunum á grundvallaratriðum. 1 þessum ágreiningi felst hætta fyrir þjóðina, sem rík ástæða er til að reyna að draga úr i framtíð- inni. Millirikjamál og öryggismál eru völundarhús, sem vart verður skilið nema með miklum upplýs- ingum og mikilli rannsókn. Hverri sjálfstæðri þjóð er því nauðsyn að gera sérstakt átak til að fylgjast með þeim málum og öðlast þær upplýsingar, sem nauð- synlegar eru til skynsamlegrar skoðanamyndunar og mótunar stefnu á þessu sviði. Flestar eða allar þjóðir eiga eina eða fleir rannsóknar- og upp- lýsingarstofnanir á sviði utanrík- ismála. Þessar stofnanir hafa fyrst og fremst það hlutverk að safna saman á einn stað upplýs- ingum og hafa þær aðgengilegar fyrir hvern þann sem á þeim þarf aó halda. Jafnframt geta stofnan- ir þessar annast rannsóknarstörf eða stuðlað að því, að einstakling- ar og stofnanir taki sér fyrir hendur slíkar rannsóknir. Stofnanir þessar gegna marg- víslegum verkefnum. Þær koma upp safni bóka, blaða, tímarita og annarra heimilda, sem getur ver- ið mikils virði. Þær gefa út bæklinga eða tímarit, sem verða vettvangur fyrir stefnur og strauma í utanrikis- og öryggis- málum viðkomandi þjóða. Þær geta að auki rannsakað og komið á framfæri nýjum hugmyndum á sviði utanríkismála og þannig orð- ið að miklu gagni. Sem dæmi um slíka stofnun er- lendis má nefna Utanríkismála- stofnun Noregs. Hún byrjaði með 3 starfsmenn, en þeir eru nú 35. Fé er veitt til stofnunarinnar á fjárlögum, en hún heyrir undir menntamálaráðuneytið til að leggja áherslu á, að hún sé óháð utanríkisráðuneytinu og ekki verkfæri þess. Sú stofnun kostaði 1973 um 30 milljónir íslenskra króna og hefur mikla rannsóknar- og útgáfustarfsemi. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir sjálfstæðri stofnun, sem ekki verði háð stefnu ríkisstjórnar Benedikt Gröndal hverju sinni og gæti fyllstu ohlut- drægni gagnvart mismunatidi stefnum og skoðunum Islendinga á utanríkismálum. Sá kostur hef- ur verið valinn að láta banka landsins sjá fyrir kostnaði stofn- unarinnar, og er það byggt á því að gjaldeyrisviðskipti eru utan- ríkismál. Ýmsar hugmyndir geta komið til greina um skipun stjórnar fyr- ir slika stofnun. Virðist þó raun- hæfast að viðurkenna hlut stjórn- málanna, sérstaklega af því að þar koma á einn eða annan hátt fram flest sjónarmið Islendinga í utanríkismálum. Oddamaðurinn frá Seðlabanka islands er að sjálf- sögðu vegna þess, að sá banki og gjaldeyrisbankarnir eiga að greiða kostnaðinn. Komi til ágreinings um kostnaðarupphæð, er gert ráð fyrir að áfrýja megi málinu til ríkisstjórnar. Hvað starfslið snertir, má gera ráð fyrir forstöðumanni, er ann- ast geti rannsóknarstörf, aðstoð- armanni, er annast geti bókavarð- arstörf, og ritara. Rekstur slíkrar skrifstofu rnundi kosta um 7 milljónir króna. Er síðan rétt að gera ráð fyrir a.m.k. 2 milljónum til viðbótar til að koma upp bóka- safni og kosta sérstakar fræðslu- aðgerðir, útgáfu, fundi o.fl., þann- ig að hér verði um að ræða rúm- lega 9 milljón króna kostnað, og er ekki ástæða til að auka það verulega í næstu framtíð, nema hvað nemur verðbreytingum. Gera má ráð fyrir, að stofnunin geti aflað sér nokkurs fjár sjálf, sérstaklega til að standa undir tilgreindum verkefnum." tÞinGi AiMnci iMnci niMnci

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.