Morgunblaðið - 28.01.1977, Side 21

Morgunblaðið - 28.01.1977, Side 21
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 21 Hjalti Gestsson, formaður Fóðuriðnaðarnefndar: Graskögglafram- leiðsla rúmlega tvö- faldist innan 5 ára — ALLAR þær upplýs- ingar og tilraunaniður- stöður, sem við höfum fengið, benda til þess að við getum framleitt hér heima verulegan hluta af því kjarnfóðri, er við not- um og að verulegum hluta með innlendri orku, sagði Hjalti Gests- son, ráðunautur á Sel- fossi, f samtali við blaðið í gær. Hjalti er formaður nefndar, sem landbún- aðarráðherra skipaði á sl. sumri í framhaldi af samþvkkt síðasta Bún- aðarþings til að gera heildaráætlun um efl- ingu fóðuriðnaðar á ts- landi, er fullnægt geti að mestu fóðurbætisþörf landbúnaðarins. Það kom fram hjá Hjalta, að nefndin hefur ekki enn lokið frágangi á endan- legum tillögum sínum, en Hjalti sagðist gera ráð fyrir að nefndin legði frumtillögur fyrir næsta Búnaðarþing, sem kem- ur saman 22. febrúar n.k. Hjalti sagðist ekki geta greint frá tillögum nefndarinnar, en fjölmörg atriði hefðu komið til skoðunar hjá nefndinni. I skipunarbréfi nefndarinnar var þess getið að nefndin skyldi í tillögum sínum stefna að því að hraða uppbyggingu græn- fóðurverksmiðja og athuga möguleika á hagnýtingu af- gangsorku og jarðvarma við rekstur þeirra. Um þetta atriði sagði Hjalti að nú væri unnið að stækkun á einni verksmiðj- unni, Stórólfsvallabúinu við Hvolsvöll, og ætti sú verk- smiðja að stækka úr 2500 lesta afköstum í 5000 lestir. Þá væri ákveðið að hefja byggingu tveggja graskögglaverksmiðja, i Saltvík við Húsavík og í Hólm- inum í Skagafirði og væri áætl- að að* afkastageta hverrar þeirra yrði um sig 5000 lestir á sumri. Sagði Hjalti að með þessu ætti árleg grasköggla- framleiðsla að aukast úr um 7500 smálestum í milli 16 og 18 þúsund smálestir -og það væri skoðun nefndarinnar að þess- um framkvæmdum þyrfti að verða lokið innan fimm ára. Aðspurður um kostnað við byggingu verksmiðjanna tveggja á Norðurlandi, sagði Hjalti að talað væri um að bygg- ingarkostnaður hvorrar um sig yrði talsvert á annað hundrað milljónir króna en Hjalti tók fram að þessar verksmiðjur hefðu ekki endanlega verið hannaðar. Um möguleika á nýtingu af- gangsorku til þessarar fram- leiðslu, sagði Hjalti, að rann- NÚ ERU starfræktar í landinu fimm graskögglaverksmiðjur og framleiddu þær á sl. sumri 7536 smálestir af graskögglum og 330 smálestir af grasmjöli. Þá eru starfræktar í landinu tvær heykökuverksmiðjur, sem framleiddu í sumar 431 smá- lest. Fjórar af graskögglaverk- smiðjunum eru í ríkiseigu, en ein verksmiðjan, í Brautarholti á Kjalarnesi, er í eigu bræðr- anna Jóns og Páls Ólafssona. Heykökuverksmiðjurnar tvær eru í eigu bænda og búnaðar- sambanda. Eins og kom fram í blaðinu í gær, bendir flest til að fóðurgildi graskögglanna hafi hingað til verið vanmetið um allt að 20%. Morgunblaðið ræddi f gær við tvo grasköggla- framleiðendur, þá Stefán Sig- fússon, framkvæmdastjóra Fóður- og fræframleiðslunnar í Gunnarsholti, og Pál Ólafsson í sóknir á því sviði hefðu hingað til verið takmarkaðar og hefði þar mestu ráðið hátt verð á rafmagni til þessarar fram- leiðslu. Nú væri búið að lækka verð á afgangsorku og við það bættist að tilraunir sýndu að hægt væri með forþurrkun með raforku að lækka rakastig heys- ins úr um 80% i 20%, þannig að ekki þyrfti að nota olíu nema á síðustu stigum framleiðslunn- ar. Hjalti tók fram að hjá því yrði ekki litið að eins og gras- kögglaframleiðslunni væri háttað nú, væri notuð við hana dýr innflutt olía. Fóðuriðnaðarnefndinni var einnig falið að kanna mögu- leika á að auka áhrif bænda og samtaka þeirra á stjórn og rekstur verksmiðjanna og um það atriði sagði Hjalti, að nefndin hefði ekki gengið frá endanlegum tillögum í þeim efnum, en það væri mjög mik- ilsvirði að bændur sjálfir hefðu áhrif á gang mála að einhverju leyti, enda þótt þeir, sem út- Brautarholti, og leitaði álits þeirra á hvaða þýðingu þær nýju niðurstöður, sem nú virð- ast liggja fyrir, hefðu á þróun þessarar iðngreinar hér á landi. Stefán ^Sigfússon i Gunnars- holti sagði að sér væri efst í huga, að þessar nýju niðurstöð- ur staðfestu þann grun, sem menn hefðu haldið fram á undanförnum árum, að fóður- gildi graskögglanna væri meira en tilraunaniðurstöður hefðu sýnt. Bændur hafa, sagði Stefán, haldið þessu fram, en ástæðuna gátu menn ekki fund- ið. Nú væru menn búnir að finna ástæðuna, sem væri að graskögglarnir nýttust betur en rannsóknir sýndu, þegar þeir væru notaðir með heyi, sagði Stefán. — Á næstu árum hlýtur að verða að halda áfram tilraunum með graskögglana og blöndun deila fjármagninu, yrðu þó einnig að hafa eitthvað með þessi mál að gera, sagði Hjalti. Aðspurður um að hve miklu leyti innlent kjarnfóður gæti komið í stað innflutts, sagði Hjalti, að nú væru flutt inn árlega um 60 þúsund tonn af kjarnfóðri og til þeirra inn- kaupa færi á þriðja milljarð króna í gjaldeyri. — Við vitum ekki enn að hve miklu leyti innlenda fóðrið getur komið i stað hins erlenda, en hingað til hefur einkum verið um það tal- að að graskögglarnir og innlend fóðurefni geti komið í stað inn- flutts kjarnfóðurs handa naut- gripum og sauðfé. Nú telur Gunnar Bjarnason, forstöðu- maður Fóðureftirlits ríkisins, að við getum blandað grasmjöli efna í þá, þannig að við Islend- ingar getum sjálfir framleitt það kjarnfóður, scm við þurf- um, sagði Stefán. Fram kom hjá Stefáni, að kögglarnir hefðu hingað til verið verólagðir mið- að við fóðurgildi og þessar nýju niðurstöður kæmu því til að stórbæta samkeppnisaðstöðu þeirra gagnvart innfluttu kjarnfóðri. Tók Stefán fram að íslensku graskögglarnir yrðu að keppa við sölu á kjarnfóðri, sem flutt væri inn tollfrjálst á sama tíma og graskögglafram- leiðendur þurfa að borga allt upp í 15% toll af vélum og olíu til framleiðslu sinnar að yið- bættum söluskatti af þessum vörum. — Erlendur þáttur í framleiðslukostnaði kögglanna er milli 25 og 30% og það er okkar mesta hagsmunamál til að verða fyllilega samkeppnis- færir, að fá álögur á rekstrar- vörur okkar lækkaðar. Þetta er eini atvinnuvegurinn hér á allt að 15% í fóðurblöndur handa alifuglum og svinum. Þetta er alveg nýtt og þarf að kanna. Við þurfum umfram allt að auka tilraunir, bæði með fóðrun með kögglum og íblönd- un innlendra fóðurefna. Ef við einbeitum okkur að þessu verk- efni er ekki annað að sjá en við getum farið með innlenda fóðr- ið allt upp í helming af því kjarnfóðurmágni, sem við höf- um orðið að flytja inn, Sagði Hjalti að lokum. Fóðurgildi grasköggla og kjarn- fóðurs bor- ið saman Á NÆSTUNNI hefjast á vegum Rannsóknastofnunar landbún- aðarins tilraunir með notkun grasköggla til fóðrunar. Það er Landgræðsla rfkisins, sem legg- ur RALA til aðstöðu til tilraun- arinnar og verða notaðir til hennar 32 holdanautkálfar. Ætlunin er að kanna með til- raun þessari hið eiginlega fóð- urgildi grasköggla. þegar þeir eru notaðir til fóðurs samhliða heyi. Rannsóknum þessum stjórnar Gunnar Sigurðsson, fóðursérfræðingur hjá RALA, og er ætlunin að þar verði gerð- ur samanburður á grundvelli fóðrunar annars vegar með graskögglum og heyi og hins vegar innfluttu kjarnfóðri og heyi. landi, sem ekki býr við toll- vernd, sagði Stefán að lokuni. Páll Ólafsson í Brautarholti, sagði að bændur hér á landi hefðu á undanförnum árum notað grasköggla í meira mæli en bændur erlendis og það benti til að bændur hér hefóu séð að kögglarnir væru gott fóð- ur. Nú lægi fyrir allt aó 10 ára gamlar tilraunir sýndu að fóð- urgildi graskögglanna væri mcira en rannsóknir hefðu staðfest og það væri því auðvelt að reikna út þær milljónir, sem verksmiðjurnar hefðu tapað á þessu vanmati. Tók Páll fram, að þetta sýndi fram á hversu aðkallandi væri að veitt yrði fjármagn til að gera meiri rann- sóknir á fóðurgildi grasköggla með tilliti til að spara innflutt kjarnfóður. — Ahugi stjórnvalda á mál- efnum þessarar framleiðslu hefur hingað til verið heldur Framhald á bls. 31 Eini atvinnuvegurinn án tollverndar: Aðkallandi að veita f jármagni til rannsókna á fóðurgildi grasköggla — segja graskögglaframleiðendur Varðskipið Öðinn dregur Gunnhildi af strandstað um hádegisbilið 1 gær. Ljosm.: Heimn Stigsson. Stóð á þurru í f jörunni Óðinn náði GunnMdi út VÉLBÁTURINN Gunnhildur GK, strandaði á Bæjarskeri, skammt undan Sandgerðishöfn um mið- nætti 1 fyrrinótt. Hásjávað var þegar báturinn strandaði og á fjörunni stóð hann að mestu á þurru. Báturinn skemmdist lítið sem ekkert, nema hvað smávegis leki kom að honum, og héldu skipverjar kyrru fyrir um borð. Varðskipið Óðinn kom svo á strandstað i gærmorgun og dró Gunnhildi út á flóðinu um hádegi í gær. Hélt báturinn eftir það til Hafnarfjarðar þar sem kanna átti skemmdir nánar. Gunnhildur, sem er 56 lestir að stærð, var að koma úr róðri þegar óhappið var. Lenti báturinn upp á Bæjarskeri eins og fyrr segir, sem er alllangt fyrir sunnan innsigl- inguna til Sandgerðis og um leið helzta vörn hafnarinnar í Sand- gerði. Strax eftir strandið var björgunarsveitin i Sandgerði ræst út, og að sögn Jóns Júlíussonar fréttaritára Mbl. i Sandgerði, þá fylgdust björgunarsveitarmenn með liðan skipverja þar til bátur- inn var dreginn. Smávegis leki kom að bátnum, en dælur höfðu vel undan. Yfirlýsing frá Vilhelm Ingólfesyni AÐ GEFNU tilefni vil ég undirritaður taka fram, að rakarastofa min, sem ég rek unfir nafninu Villi rak- ari, verður hér eftir sem hingað til starfrækt á horni Lönguhlíðar og Miklu- brautar. Þetta starfsheiti er skráð sem firmanafn hjá Firmaskrá Reykjavikur og öðrum allsendis óheimilt að nota það. Virðingarfyllst Vilhelm Ingólfsson hárskerameistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.