Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 Tékkarnir gengu mjög vel út á móti tslendingum í vörninni. Þarna fær Þorbjörn Guðmundsson ómjúkar viðtökur, en Plechacek, Satrapa og Björgvin bfða eftir framvindu mála. Ljósm. Friðþjófur. Fá, en slæm mistök skópu sigur Tékkanna ISLENZKA LIÐIÐ ATTI AGÆTA LEIKKAFLA OG MARKVARZLA ÓIAFS VAR OFT STÓRKOSTLEG Islendingar urðu að bíta í það súra epli í gærkvöldi að tapa fyrir Tékkum í landsleik í handknattleik f Laugardaishöllinni, 14—17. Auðvitað er það engin skömm fyrir okkur að tapa fyrir þessu liði, sem er tvímælalaust f hópi þeirra betri í heiminum um þessar mundir, en það var samt sem áður dálftið erfitt að kyngja þeim bita eftir sigurinn yfir Pólverjum á þriðjudagskvöldið. Það er skoðun undirritaðs að tékkneska landsliðið sé ekki eins sterkt og það pólska, en í leiknum í gærkvöldi léku Tékkar mjög skynsamlega og jafnframt skemmtilega, eins og þeir gera jafnan, — sóttu mikið að íslenzku leikmönnunum þegar okkar menn voru í sókn, og héldu uppi gífurlegum hraða í varnarleik sínum. Markvarzla Marian liirner sem var f tékkneska markinu í seinni hálfleik var líka framúrskarándi, þótt tæpast væri hún eins góð og hjá Ólafi Benediktssyni f íslenzka markinu, en Ólafur átti þarna einn af sínum stórleikjum og varði oft ótrúlega vel — tók t.d. tvö vítaskot. Þessi markvarzla Ólafs hefði átt að nægja íslenzka liðinu til þess að sigra í leiknum, en því miður fór það ekki svo. Það sem islenzka liðinu varð um landsleikjum, og því verður öðru fremur að falli í leiknum í gærkvöldi voru slæm mistök sem leikmönnum urðu á í sókninni. Hvað eftir annað kom það fyrir að knötturinn var bókstaflega send- ur í hendur tékknesku leikmann- anna, sem þökkuðu fyrir sig með því að bruna upp og skora. Eins og svo oft áður þegar andstæðing- urinn kemur með skyndiupp- hlaup sátu fslenzku leikmennirn- ir eftir — þó tókst að stöðva fleiri skyndiupphlaup í þessum leik heldur en t.d. f Pólverjaleikjun- um á dögunum. Verstu mistökin urðu þegar is- lendingar voru að reyna hraða- upphlaup, og er greinilegt að okk- ar menn hafa ekki náð nægjan- lega góðum tökum á þeim ennþá, þrátt fyrir stöðugar æfingar. En hraðaupphlaup eru mikilsverð vopn í handknattleik — það höf- um við bærilega séð í undanförn- að horfa á það með blinda auganu þótt eitthvað fari úrskeiðis hjá okkar mönnum meðan þeir eru að ná valdi á þeim. Mest er um vert að þetta atriði verði komið í betra horf þegar til kastanna kemur í Austurriki. Góð hreyfing hjá vörninni Vörn íslenzka liðsins var vel og skynsamlega leikin i leik þessum þegar á heildina er litið. Hún kom nokkuð út á móti Tékkunum og reyndi að trufla hlaup þeirra og leikkerfi og heppnaðist það allvel. Hins vegar mynduðust svo stund- um slæmar gloppur i vörnina, sem kostuðu mörk, en þetta var þó alls ekki eins áberandi og í fyrri leiknum við Pólverja. Yfir- leitt var góð hreyfing og mikil barátta í vörninni hjá okkar mönnum, og þeir greinilega búnir að læra á dómarana — hversu langt þeim var óhætt að ganga án þess að fá reisupassann. Dæmdu dómararnir þennan leik á svipað- an hátt og á móti Pólverjunum — leyfðu mikið, en tóku ákveðið á sumum brotum, t.d. eins og þegar línumenn hrintu frá sér, eða var- izt var fyrir innan. Stundum fannst manni þeir ekki dæma nóg á Tékkana þegar þeir keyrðu Björgvin Björgvinsson niður, en þegar íslenzku varnarmennirnir. tóku á svipaðan hátt á móti í vörninni, ver heldur ekki dæmt, þannig að segja má að dómararnir hafi verið mjög samkvæmir sjálf- um sér í leiknum sem vitanlega er fyrir mestu. Jafn fyrri hálfieikur Fyrri hálfleikur leiksins i gær- kvöldi var mjög jafn og mun bet- ur leikinn af hálfu beggja liða en seinni hálfleikur. Bæði liðin reyndu að nýta sóknir sinar sem bezt þau máttu og voru sumar sóknarloturnar æði langar. Jafn- an var þó góð ógnun í sóknar- leiknum, og mikill hraði, þannig að leikurinn var skemmtilegur á að horfa. Til að byrja með voru það Tékkar sem höfðu forystuna, en undir lok hálfleiksins snerist dæmið við og islendingar náðu yfirhöndinni, þó ekki nema einu marki. Var staðan 10—9 í hálfleik og því óhætt að segja að bjartsýni gætti hjá áhorfendum í Laugar- dalshöllinni. Afleitur seinni hálfleikur En sannast sagna var fslenzka liðið eins og umskiptingur i seinni hálfleik. Má vel vera að þreytu hafi verið farið að gæta, enda hefur verið mikið álag á landsliðs- mennina við æfingar og leiki und- anfarna daga. Undirritaður hygg- ur þó að þyngra hafi vegið að Tékkarnir léku vörn sína mun framar í seinni hálfleiknum, en þeir höfðu gert í hinum fyrri, og einhvern veginn var það þannig að íslendingarnir megnuðu ekki að snúa sig.inn á milli þeirra. Var sóknarleikurinn hjá okkar mönn- um oft nokkuð þröngur og hrað- inn datt niður. Mörg skot sem reynd voru í hálfleiknum voru hálf vonleysisleg, og átti tékk- neski markvörðurinn ekki í mikl- um erfiðleikum með þau. Segir það sína sögu að íslendingar skor- uðu ekki nema eitt mark í seinni hálfleik á annan hátt en úr vita- kasti. Á 10 minútna kafla i hálf- leiknum fengu Tékkarnir svo hreinlega þrjú mörk gefins frá íslendingum, með þvi að sending- ar misheppnuðust og má mikið vera ef það hefur ekki verið þessi klaufaskapur sem gerði út um leikinn. Ólafur illa fjarri Það er sennilega sama hvað hver segir. Sú staðreynd blasir við að landslið okkar getur ekki án Ólafs H. Jónssonar verið. Og sennilega er Axel Axelsson einnig nauðsynlegur maður. Ólafur er ódrepandi baráttujaxl sem oftast er grimmastur þegar mest á reyn- ir, og með slikan mann innan- borðs er ekki ósennilegt, að ís- lendingar hefðu unnið leikinn í gærkvöldi. Og Axel Axelsson er nauðsynlegur — ekki sem burðar- ás i liðinu, heldur maður sem getur komið inná og hvílt aðra leikmenn. Það er nefnilega ómót- mælanlegt að alltof litil breidd er í liðinu. Það staðfestir landsliðs- þjálfarinn Janusz Cervisnki líka með því að nota hreinlega ekki neitt suma leikmenn sem valdir eru í liðið. Þannig kom t.d. Bjarni Guðmundsson ekkert inn á í leiknum í gærkvöldi og Viggó Sig- urðsson ekki nema örstutta stund. Nútíma handknattleikur er orð- inn þannig að ekki veitir af að hafa 12 menn i liði. Auðvitað verður alltaf ákveðinn kjarni sem er mest inná, en liðið má ekki veikjast til muna þegar þeir þurfa að fara útaf. Það var t.d. áberandi í þessum leik hversu Geir Hall- steinsson dalaði þegar á leikinn leið enda enginn furða. Það þarf meira en lítið til þess að standast það álag sem á honum er. Góðir möguleikar Leikurinn i gærkvöldi gefur síður en svo ástæðu til svartsýni. Okkar lið er í sókn en um leið í mótun. Eina verulega áhyggjuefnið er að tíminn fram að keppninni í Austurrfki sé of stuttur til þess að það nái að „smella saman“. Margt gerði liðið ágætlega í leiknum í gærkvöldi, og það var þó sérstaklega ánægju- legt að fylgjast með vörninni og markvörzlu Ólafs Benediktsson- ar, en Ólafur á nú orðið varla slakan leik. 1 kvöld mæta Islendingar Tékk- um aftur f Laugardalshöllinni, og hefst leikurinn kl. 20.30. Við höf- um góða möguleika á að vinna þann leik og vonandi fá okkar menn góðan stuðning frá áhorf- endum. Áfram ísland þarf'að hljóma kröftuglega i Höllinni i kvöld. —stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.