Morgunblaðið - 28.01.1977, Side 23

Morgunblaðið - 28.01.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 23 Sveinn Benediktsson: Markadsfréttir í NÝÚTKOMNU drefii- bréfi Félags ísl. fiskmjöls- framleiðenda skrifar Sveinn Benediktsson um markaðsfréttir og fleira og fer það hér á eftir: Markaðurinn á fiskmjöli hefur verið sveiflukenndur eins og oft áður frá því að síðasta Dreifibréf FÍF nr. 11/1976, dags. 8. des. 1976, kom út. Listi Viðskiptaráðu- neytisins um veitt útflutnings- leyfi fyrir mjöl og lýsi I desember gefur góða hugmynd um hver markaðsþróunin hefur verið. Sama gildir um þau viðbótarleyfi, sem út hafa verið gefin fram til 20. jan. 1977. Fylgir listi um þau sérstaklega. Vegna óvissunnar á mjölmörk- uðunum hafa margir helstu kaup- endur fiskmjöls viljað forðast að semja um kaup á fiskmjöli langt fram í tímann og kosið að liggja með sem minnstar birgðir. Flestar fóðurblöndunarstöðvar (compounders) hafa óskað að kaupa mjölið laust I skipi, komið I affermingar höfn, og sumir neita að kaupa annað en laust mjöl. Fiskmjölssölur til Póllands Aðaltíðindin f mjölsölumálum Íslcndinga á þessu ári eru samn- ingarnir um fyrirframsölu á loðnu- og þorskmjöli til Póllands. Miðvikudaginn 12. jan. 1977 sömdu fjórir íslenskir út- flutningsaðilar um sölu á loðnu- mjöli og þorskmjöli til Póllands. Kaupendur voru pólska inn- kaupastofnunin Rybex í Stettin og samdi verslunarsendinefnd, undir forystu frú Halinu Korkúk um þessi kaup, ásamt pólska verslunarfulltrúanum á íslandi hr. Tadeusz Wianeski. Þeir útflytjendur, sem stóðu að samningsgerðinni, voru: Sölu- deild sjávarafurða SÍS, Ólafur Jónsson, framkv.stj. ásamt Magnúsi Friðgeirssyni; Andri h/f, Haraidur Haraldsson og Gunnar Ólafsson; Ólafur Gfslason & Co h/f, Guðmundur Gunnlaugs- son og Richard Hannesson og Bernhard Petersen h/f, Gunnar Petersen. Magn það sem um samdist var: 12.300 tonn (1000 kg) loðnumjöl á $ 6.95 fyrir einingu i tonni greið- anlegt upp i 68 og 70%, 5.350 tonn (1000) kg) þorskmjöl á $ 7.05 greiðanlegt upp í 65 og 68%, 500 tonn (1000 kg) loðnumjöl bættust við siðar. Pólverjar kaupa mjölið á grund- velli cost and freight pólska höfn og afferma mjölið á sinn kostn- að. Afskipun á loðnumjölinu fari fram I febr. — marz, en á þorsk- mjölinu í febr. — apríl 1977. Upplýsingar, sem bárust frá Noregi og viðar að, styrktu samningsaðstöðu íslendinga með- an á samningaumleitunum við Pólverja stóð. Þar sem Pólverjar höfðu í mörg ár verið aðalkaupendur fiskmjöls frá Islandi, að undanteknu árinu 1976, er heildarsamningar tókust ekki og útflutningur á fiskmjöli þangað minnkaði stórlega, miðað við það, sem áður hafði verið, ber að fagna þvi, að samningar skuli hafa tekist að nýju á miklu magni fyrir gott verð. Heildar fyrirframsölur á loðnu- mjöli nema nú um 40.200 tonnum og um 6.500 tonnum á þorskmjöli etC' 20/1/77. Úr „Oil World“ No. 1/XX 7. jan. 1977 Lauslega þýtt. Hinar tiðu breytingar sem urðu á verðlagi á fóðurvörum á 4—5 siðustu mánuðum ársins 1976 og settu svip sinn á markaðsþróun- ina, héldu áfram um hátíðarnar og fyrstu viku þessa árs. Samt hefur það farið svo i nærri hvert skipti sem verðið hef- ur hækkað litið eitt, að verðið hefur ekki fallið aftur niður í það lágmark, sem það var i áður, held- ur þokast upp á við. En hækkunin hefur verið hægfara. Tímarnir hafa breyst og kunna að breytast enn á ný. Á vörumarkaðnum i Chicago hefur verð á fyrirfram- sölum hækkað um 6—7% á soja- mjöli, 4—5% á sojabaunum og á maís og hveiti um svipaðan hundraðshluta og á sojabaunum. Við teljum, að grundvöllurinn fyrir þeim hækkunum, sem orðið hafa, muni enn haldast næstu vik- ur. Hinsvegar verður að fylgjast vel með þeim atriðum, sem áhrif hafa i gagnstæða átt og verða þau skýrð nánar siðar I þessari grein- argerð. Síðan í haust og hátiðavikurnar þrjár hefur heildar notkun á soja- baunum haldið áfram að vera meiri en hún var á síðasta upp- skerutimabili. Því lengur sem meiri notkun varir en næsta uppskerutímabil á undan, því meira verður að hækka verðið til þess að jafnvægi náist. Sennilegt er talið, að birgðir í Bandarikjunum af sojabaunum í byrjun þessa árs muni vera orðn- ar um 250 milljón bushels (1 bushel = 35,24 lftrar) eða 1/5 hluta lægri en þær voru i árslok 1975, og bendir það I átt til hækk- unar. Þessa birgðaáætlun má telja sæmilega nákvæma, en end- anlegt magn fæst ekki staðfest fyrr en 25. janúar. Heildarráðstöf- un á sojabaunamjöli heimafyrir i Bandarikjunum og til útflutnings er enn að aukast, skv. síðustu skýrslum. Þegar litið er á hinar miklu birgóir af sojabaunaoliu, er aug- ljóst mál að draga verður úr notk- uninni með þvi að hækka verðið. Hin mikla hækkun, sem orðið hef- ur á þessu uppskerutimabili virð- ist ekki hafa verið nægileg til þess að draga úr neyslunni í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. Eftir lækkunina í september og október, sem stafaði að mestu leyti af því að ráðagerðir Efna- hagsbandalagsins (EEC) um inn- flutningstolla voru gefnar upp á bátinn, er sennilegt -að nýjar birgðir i V-Evrópu hafi aukist að mun eða jafnvel verulega í nóvembermánuði. Brasilia mun að likindum ekki hafa neinar sojabaunir til afhend- ingar fyrstu tvo mánuði þessa al- manaksárs. Það er óvist, hvort fyrirheit þeirra rætist um að upp- skeran hefjist snemma á árinu og útflutningurinn i marzmánuði. Á fyrstu tveimur mánuðum s.l. árs voru flutt út frá Brasiliu nærri 300.000 tonn af sojabaunum. Þannig mun raunveruleg einka- sala á fóðurvörum hverfa aftur til framleiðenda í Bandarikjunum i a.m.k. næstu tvo mánuði. Einnig hefur það mikla þýð- ingu, að allan þennan tima verða farmar af fóðurvörum til Sovét- ríkjanna að koma frá Banda- ríkjunum og líklegt er, að um mikið magn verði að ræða, þar sem mjög litið af þessum vörum hefur verið afgreitt þangað enn sem komið er, þrátt fyrir sölur á miklu magni á s.l. ári. (Afgreiðsl- an virðist hafa tafist af ýmsum ástæðum, sem gerð hefur verið grein fyrir í fyrri Dreifibréfum FÍF á s.l. hausti). Þegar á heildina er litið virðist óliklegt að atriði þau, sem stuðla að lækkun, séu svo þung á meta- skálunum, að þau snúi hækkun í lækkun á næstu 6 til 8 vikum. Telja má liklegra að verðið styrk- ist.“ 0 Núverandi markaður á fððurvörum og horfur Lauslega þýtt úr „Oil World“ No. 2/XX hinn 14. jan. 1977. Þar sem búist er við þremur þýðingarmiklum skýrslum um þessi mál í Bandaríkjunum innan tveggja vikna, virðist nú gæta meiri varkárni á heimsmörkuðun- um en verið hefur um skeið. Það lítur út fyrir, að margir, sem taka þátt í verzlun á mörkuð- unum séu smeykir um eða jafnvel vonist eftir þvi, að viss atriði kunna að verða i þessum skýrsl- um, sem gætu snúið við því hækk- andi verðlagi, sem gætt hefur að undanförnu. Satt er það, að með öllu er óvist, hver þróunin verður, hún kynni að verða til lækkunar. Uppskeruhorfur gætu a.m.k. leitt til lækkunar. Einnig hefur það áhrif, hve miklu verður sáð af sojabaunum, og birgðir af hveiti hafa áhrif á verólagið. Hin mikla minnkun, sem varð I s.l. viku á notkun sojabauna i Bandarikjunum, gæti leitt til verðlækkunar, og heitara veður í Mið-Vesturrikjunum gæti haft I för með sér hláku, sem ryddi is af fljótum og ám. Því er einnig hald- ið fram að verði þessi lækkunar- þróun ráðandi um verðlagið, þá muni tæknilegar ástæður breyt- ast jafnhliða og margir sem eigi birgðir umfram þarfir, kjósi að losna við birgðir, sem afhendast eiga síðarmeir. Áætlanir um framtiðarverðlag myndu þegar í stað benda til lækkunar. Það er engan veginn vist, að hugleiðingar þær, sem fram koma um væntanlegar skýrslur í lok síðustu málsgreinar hér að fram- an, verði svartsýnar um verðlag, svo sem búist hefur verið við. Skýrslurnar kynnu að breyta litlu sem engu eða jafnvel ýta undir hækkun verðsins. (Hitabylgja sú, sem greint var frá á „kornbeltinu“ svokallaða í Bandarikjunum, var mjög skammvinn, því siðan hafa gengið þar í garð einhverjar hinar mestu frosthörkur með snjókomu, sem þar hafa þekkst). Ennfremur segir i „Oil World“: Það verður að telja víst, að birgðir af sojabaunum, sem ætlað- ar eru til afhendingar síðar, séu svo takmarkaðar að leiða muni til hækkunar. 0 Skv. bréfi frá IAFMM, dags. 21. des. sl. hefur Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) hafnað tillögu um að leggja innflutningsgjald á jurtaolíur, en um það mál hefur verið mikil togstreita. 0 Seld hafa verið fyrirfram um 7.000 tonn af loðnu- karfa- og spærlingslýsi fyrir S 415—425 tonnið cif, að mestu leyti til Bret- lands og Hollands. Loðnuveióarnar frá ársbyrjun 1977 Fyrsta loðnan á þessu ári veidd- ist hinn 5. janúar á eftirtalin fjög- ur skip um 40 sjómílur NNA af Kolbeinsey: Hilmir SU 171 530 tonn, löndunarstaður Siglufj. Eld- borg GK 13 540 tonn, löndunar- staður Siglufj. Sæbjörg VE 56 270 tonn löndunarstaður Siglufj. Gisli Árni RE 375 530 tonn, löndunar- staður Siglufj. Samtals 1.870 t. Hinn 19. jan. kl. 24 höfðu veiðst um 60.000 tonn á um 50 skip. SR hafa borist um 35.000 tonn eða um 60% af aflanum. Frá þvi að loðnugöngunnar var vart hefur hún þokast áustur á bóginn og var um 50 sjóm. NNA af Fonti á Langanesi að kveldi hins 19. janúar. Þrær verksmiðjanna frá Siglu- firði austur um til Reyðarfjarðar eru að fyllast og talið að loðnu- skipin muni leita löndunar á suðurfjörðunum eystra á morgun (20. jan.) og suður um land. Það hefur verið mjög til baga, að frumvarpið um aukið vald loðnunefndar til ráðstöfunar á loðnuaflanum var ekki afgreitt fyrir jól. Félag ísl. fiskmjölsframleið- enda (FlF) hafði sent sjávarút- vegsráðuneytinu i umsjá Matt- híasar Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra eftirfarandi bréf, dags. 10. desember 1976, i þvi skyni að forða löndunaröngþveiti hjá loðnuflotanum, vegna þess að aflageta flotans er margfalt meiri en svarar til vinnslunnar i landi: „Nú er komið í ljós að bræðslu- skipið Norglobal fæst ekki leigt til landsins til loðnubræðslu á vetrarvertið eins og tvö undanfar- in ár. Jafnframt er ljóst, að þátt- taka í veiðum mun stóraukast, m.a. vegna miklu hærra verðs á loðnuafurðum en á s.l. vetrarver- tið loðnu. Fyrirsjáanlegt er, að mikið mis- ræmi verður milli aflagetu þess flota, sem loðnuveiðar stundar og Framhald á b!s. 27 Veislumatur, hvaða nafni sem hann nefnist: Kaldireða heita réttir, Kalt borð, Kabarett, Síldarréttir, Smurt brauð, Snittur o.fl. Sendum í heimahús Leigjum út sali fyrir mannfagnaði og fundarhöld Þorramaturinn okkar er göður Ath.: Tökum niður pantanir í Þorramat, með eða án síldarréttanna okkar frægu. ÚTGARÐUR í Glæsibæ 86220 :

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.