Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 Kostur bókarinnar er eink- um sá, að hérkoma stilein- kenni og vinnubrögð þessa málara Ijóslega fram, frá einni myndröð til annarrar, ásamt þeim breytingum sem hver og ein myndröð virðist kalla fram og er áfangi á þróunarferli listamannsins. Með sanni má segja að Erró byggi upp myndheim sinn á þeim forsendum, að ekkert sé honum óviðkom- andi, — hann gripur inn í viðfangsefni samtimans, stokkar þau upp og tengir ýmsum horfnum tíma- skeiðum. Hann handleikur hinar mannlegu kenndir, — siðspillingu skipar hann við hlið hernaðar og einræðis, vafalítið út frá þeirri forsendu að hvorttveggja vegi að rótum andlegs þroska. Hann staðsetur þannig rudda- fengið klám við hlið einræðis en annars vegar hrikalegar vígvélar við hlið undurfag- urra erótískra mynda japanskra meistara. Hér eru andstæður og þó um leið hliðstaöður i trylltum leik öfga og hraða og höfða til glund- roða tímanna, er fæstir vita sitt rjúkandi ráð né hvað morgundagurinn kunni að bera í skauti sér. — Við lifum á tímum umróts á flest- um sviðum mannlegs um- hverfis og menningar, en i mörgum tilvikum stefnulaust og án fyrirheits um annað en niðurbrot og tortímingu þess sem var og er. Eðlilega koma pólitísk við- horf timanna fram i myndum Erró í allri sinni margbreytni, — skopstæling hins ameriska og vestræna neyzluþjóðfélags. í mynda- flokki sýnir hann kínverska alþýðu með Maó í farar- broddi í alþekktu vestrænu umhverfi, þar sem t.d. sér til skýjakjúfa New-York borgar i bakgrunni, eða t.d. Sigur- bogans í París, dómkirkjunn- ar í Milanó eða önnur slík monumental tákn vestrænn- ar menningar. Hér má trúlega kenna póli- tik og snertipunkt hugsjóna ýmissa, en ég held þó að hér taka í röðum sömu mynd- gerð af fyrirsætu í listaskóla eða af sama málverki jafnt fjalli, fyrirsætu, kyrrlífs mynd eða stef við gluggamótív o.fl Annað tveggja eru þessi vinnubrögð honum ásköpuð, eða hann hefur tileinkað sér þau út frá gefinni forsendu í listaskóla, en ég held þó, að hér sé um samruna að ræða, að hann hafi fljótlega upp- götvað að slik vinnubrögð dygðu honum best á þroska- braut. Bókinni fylgir ekki formáli né úttekt á lífi listamannsins, hirðir um afdrif verka sinna eða treystir á minni sitt í þeim efnum. Hér heima hefur lengi staðið til að skrá- setja verk Kjarvals frá upp- hafi, en framkvæmdir hafa látið á sér standa — hér getur að líta einn möguleika varðandi framkvæmd slíks verks. Þótt þessi bók um Erró sé um margt nytsamleg, og mjög til glöggvunar á þró- unarferli listamannsins, þá er ég ekki með öllu sáttur við uppsetningu hennar. Hér er oftlega mjög þröngt um „Hið tvöfalda óp" (1967). Hér staðsetur Erró hraða og skelfingu nútímans við hina frægu mynd Edvards Munchs, „Ópið", frá 1895. UM ERRÓ BÓK myndir, einkum æskumynd- irnar, og eru t.d. yfir 30 myndir á sömu síðunni á stundum og prentast þær mismunandi vel, og sumar jafnvel illa, þannig að þær gefa ranga hugmynd um frummyndirnar. Fjöldi mynda, er ég þekki af eigin sjón, kemur hér illa út i prentun og er einungis svipur hjá sjón, einkum er það bagalegt að litir skuli ekki fylgja. Hefði verið æski- legt að hafa meira svigrúm um myndirog hafa sýnishorn af einstökum á heilsíðum i lit. Bókin staðfestir þó með mikl- um ágætum frábæra vinnu- gleði listamannsins, einkum ef þess er gætt hve margar myndanna eru af stærstu gerð (2x3 m) með þúsundum smágerðra myndeininga margvislegra fyrirbæra. í pósti þeim er beið min er ég kom erlendis frá fyrir síð- ustu jól var pakki er innihélt veglega bók um heildarverk myndlistarmannsins Guðmundar Guðmundssonar — ERRÓ til þessa, gefin út af bókaforlaginu Pre — art í Mílanó haustið 1976 Auk þess fylgdi sendingunni tylft mjög vandaðra póstkorta í lit af verkum hans frá ýmsum timum. Ekki mun þörf að kynna þenna víðkunna myndlistar- mann, nema ef vera kynni þeim hérlendum er ábyrgð bera á því að hafa sniðgengið hann sem listamann, en að þvi mun ég aftur vikja síðar i þessum pistli. Hvað sjálfa bókina áhrærir, þá er hér um að ræða eins konar skrásetningu verka hans i svart-hvítum Ijós- myndum, auk 6 siðna við- bætis í lit (48 myndir). Svart- hvítu myndirnar skipta hundruðum, nálgast jafnvel þúsundið ef ekki gott betur, og er hér saman komið greinargott yfirlit yfir at- hafnasemi listamannsins á myndlistarsviði, frá hinum fyrstu tilraunum að Kirkju- bæjarklaustri á Síðu árið 1944, er hann var á þrett- ánda ári, og fram til allra síðustu ára. Það er sláandi, er maður flettir bókinni, hve snemma hann hefur farið að gera myndaraðir af hvers konar fyrirbærum í umhverfinu og í skreytilist, hvort heldur að hann vinnur sjálfstætt heima fyrir eða teiknar og málar eftir fyrirmyndum í listaskól- um. Hann á það til að endur- Hinn frækni Erró (1971). en hins vegar er gerð grein fyrir helztu sýningum hans fram til þessa og vísað er til þess sem ritað hefur verið um hann, og greint frá lær- dómsferli hans. Bókin er þannig öðru frem- ur þverskurður af athafna- semi hans í myndlistinni frá upphafi vega, og fjarri þvi að vera þröngt úrval verka hans þó að sjálfsögðu hafi ekki allt komið hér til skila. Slik bók er einstök að því er íslending snertir, og hugsunin hér að baki einnig. — Erró virðist hafa látið taka myndir af nær hverju verki er frá honum hefur farið, en hann er ekki einn um það í heimi mynd- listarinnar, svo sem sjá mátti á sýningu Hundertwassers á Listahátiðinni hér, og fleiri munu þar til heyra. Sá hópur mun þó öllu stærri, sem lítt Mynúllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON sé frekar um að ræða til- hneigingu listamannsins til að tefla fram andstæðum. Maður saknar þó óneitanlega margs áþreifanlegs i nútimanum í þessari póli- tisku parodíu Erró, þeirra hluta sem hafa verið og eru að gerast í Evrópu og víðs- vegar varðandi mannleg samskipti og tjáningarfrelsi listarinnar. í bók þessari kemur það glöggt fram að Erró er tví- mælalaust fyrstur íslendinga til að útfæra myndir i pop- stíl, bæði i klippmyndum, þar sem fyrirbæri neyzluþjóð- félagsins eru tíunduð: ,,Serie, collage, Paris 1958 (25x32 cm að stærð)" — og í mynd- röðinni ..Mécamasks" (vél- brúður), París 1959, sem er eins konar sambland af pop- súrrealisma og assemblage. Eru í bókinni 128 myndir af collage-seriunni og 28 af Mécamasks. í þessari bók koma þannig fyrir ýmis atriði er maður var ekki jafn kunnugur áður, og varpar bókin því skýrara Ijósi á þróunarferil listamannsins og það er höfuðkostur hennar. — Það var gæfa Erró að hann átti að baki haldfasta undirstöðumenntun er hann kom til Parísar en þá hafði hann stundað nám 2 ár í Reykjavík, 2 i Ósló og 3 ár í Flórenz og Ravenna, auk þess sem hann lagði viða land undir fót til að víkka svið þekkingar sinnar. Er hann kom til Parisar til dvalar um óákveðinn tima árið 1958 hafði hann þegar lagt grunn- inn að myndheimi sínum þótt hann síðar væri mörg ár að þroska hann og möta og að baki voru einkasýningar víða á Ítalíu, Reykjavík, Jerúsalem, Tel Aviv og Haifa. Hann féll ekki að fótum listhefðar Parísar held- ur hélt sinu striki gegnum þykkt og þunnt. En viður- kenningin lét á sér standa í heimsborginni og það var ekki fyrr en Parisarskólinn neyddist til að viðurkenna önnur nýlistar gildi en heima- tilbúin á seinni helmingi sjötta áratugarins að hróður Erró tók verulega að blómstra, — enda var hann nær eina gilda svar Parisar- skólans gegn amerísku og ensku poppi i myndlistinni. Á síðustu árum hefur varla verið gefin út sú bók um nýlistir að Erró sé þar ekki getið og í sumum skipar hann veglegt rúm. í beinu framhaldi af þessu hefur sú spurning orðið æ áleitnari á undanförnum árum hvort samlandar þessa frækna listamanns hafi miklu lengur ráð á að hafna algjör- lega list hans — hvaða verð- mætagildi eru þeim heilög ef ekki er einu sinni tekið minnsta tillit til viðurkenning- ar á alþjóðavettvangi né heimsfrægðar? Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.