Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 11 Ungur stýrimaður í Ólafsvík hefur fundið upp útbúnað við lagningu netatrossa, sem hefur í för með sér að hún verður mun hættuminni en áður hefur verið, svo sem Morgunblaðið skýrði frá nú fyrir helgi. Á þessari mynd sést uppfinningamaðurinn Höskuldur Magnússon, stýrimaður á mb. Stefáni Kristjánssyni SH, leggja netagrjót- ið að rennu, sem flytur síðan grjótið útbyrðis i lagningu. Japanir færa út í 200 mílur Tokyo, 26. janúar. Reuter JAPANSKA stjórnin sendi Sovét- stjórninni mótmælaorðsendingu f dag og krafðist þess að sovézkir togarar hættu að losa úrgangsefni f sjóinn og skemma þar með japönsk veiðarfæri. Starfsmenn japanska utanríkis- ráðuneytisins segja að með orð- sendingunni hafi verið sendar ljósmyndir sem sýni sovézk skip losa úrgangsefni eins og blikkdósir í sjóinn. Fyrr í dag samþykkti japanska stjórnin að leggja fram frumvarp innan skamms um útfærslu japönsku landhelginnar úr þremur mílum í 12 mílur. Reiðir japanskir fiskimenn losuðu á föstudag úrgangsefni sem þeir sögðu að væru úr sovézk- um skipum og kröfðust þess að landhelgin yrði fljótlega færð út í 12 mílur. Mamouru Shigemitsu sendi- herra Japans i Moskvu, segir að útfærslan í 12 milur muni ekki hafa alvarleg áhrif á viðræður sem ráðgert er hefjist milli fulltrúa landanna í Moskvu 15. marz. Shigemitsu hefur verið kallaður heim til Tokyo til skrafs og ráðagerða. Hann sagði japönsku fréttastofunni Kyoko að Rússar væru reiðubúnir að fallast á útfærslu japönsku land- helginnar i 12 mílur. Hins vegar segir sendiherrann að umræðurnar muni fyrst og fremst fjalla um afstöðu Japana til útfærslu sovézku fiskveiðilög- sögunnar i 200 milur. Norræn veflist á Kjarvalsstöðum ÚRVAL norrænnar veflistar mun á næstunni verða til sýnis á Kjarvals- stöðum. Verða þar sýnd 116 verk eftir 95 listamenn frá öllum Norðurlandanna, þ.á m. eru verk eftir 6 íslendinga. Verður sýning þessi opin frá 29. janúar til 20. febrúar n.k., og meðan á sýningu stendur munu Flugleiðir veita fólki utan af landi sérstakan helgarafslátt á fargjöldum í fréttatilkynningu frá listráði Kjarvalsstaða segirað Norðurlandabúar hafi lagt stund á veflist frá örófi alda. Hafi það í fyrstu verið af ríkri nauðsyn, þ e til að skýla líkamanum fyrir veðri og vindum, en síðar til augnayndis eða til heiðurs Guði. Nú er svo komið, að hvert um sig eiga Norðurlöndin listamenn í greininni Það mun hafa verið fyrir tveimur árum að vinnuhópur veflistarmanna í Danmörku kom saman til að leggja drög að stórri sýningu sem gæfi fyllri hugmynd um það sem væri að gerast í veflist á Norðurlöndum, en hópnum fannst að listasöfn sýndu listgreininni lítinn sóma. Þessi sýning skyldi siðan fara um öll Norðurlöndin. Auglýst var eftir verkum og bárust alls 665 og úr þeim voru svo valin þau 1 16 sem sýnd eru. Alls sendu 1 6 fslenzkir listamenn verk, en úr þeim voru valin verk eftir 6 höfunda, sem þykir hátt hlutfall. Þessi sýning hófst í Listasafninu í Álaborg, fór þaðan til Höviködden listamiðstöðvarinnar í Ósló, þaðan til Listasafnsins i Málmey, síðan til Waino Aaltonen-listasafnsins i Ábo, en þaðan kemur sýningin hingað að Kjarvalsstöðum Héðan fer hún svo til Listaskálans í Þórshöfn. Hafa gagnrýnendur allsstaðar lokið miklu lofsorði á þessa sýningu. Menntamálaráðuneytið og menntamálaráð styrktu hana, en undirbúning og upþsetningu önnuðust þær Ásgerður Búadóttir, Þorbjörg Þórðardóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Ragna Róbertsdóttir. Sem fyrr segir verður sýningin opin frá 29 janúar til 20. febrúar, á venjulegum opnunartima Kjarvalsstaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.