Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 27 — Markaðs- fréttir Framhald af bls. 23 móttökuskilyrða i landi. Ef ekkert er að gert, munu veiðiskipin að jafnaði halda með aflann til þeirra hafna, sem næst eru veiði- svæðunum og skapast þar svo að segja strax löndunarbið skipa, sem lægju i höfn dag eftir dag svo að aflinn skemmist eða eyði- leggst. Til þess að hindra þessa þróun er nauðsynlegt að auka vald loðnunefndar með lagasetningu frá því sem nú er. Strax og nauðsyn krefur að áliti loðnunefndar, verður nefndin að hafa heimild til þess að beina skipum til fjarliggjandi löndunar- hafna, m.a. með aðstoð flutninga- styrkja. Verður nefndin að hafa skýlausa heimild til þess að loka um tiltekinn tíma fyrir móttöku á vissum höfnum og beina veiði- skipunum annað, f þvf skyni að dreifa lönduninni og koma með því fleiri verksmiðjum f gang strax í upphafi vetrarloðnu ver- tíðarinnar. Með þvf yrði hindruð eyðilegging aflans og heildarafli flotans yrði stóraukinn ásamt betri nýtingu verksmiðjanna, betri loðnu til vinnslu og betri og verðmeiri afla. Vér skorum þvi á yður, hæst- virtur ráðherra, að hlutast til um það, að samþykkt verði á Alþingi í þessum mánuði frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 102 1972 um skipulag um löndun á loðnu til bræðslu, í þeim tilgangi sem að framan greinir. Virðingarfyllst, í stjórn Félags íslenzkra fiskmjölsframleiðenda Sveinn Benediktsson formaður Jónas Jónsson varaformaður Sigurður Markússon forstjóri Sjávarafurða- deildar SÍS.“ Stjórnarfrumvarpið um aukin völd loðnunefndar, sem starfað hefur frá 1973 undir forystu Gylfa Þórðarsonar, deildarstjóra í Sjávarútvegsráðuneytinu, og Andrésar Finnbogasonar, skip- stjóra, fulltrúa LÍÚ, við ágætan orðstfr, — var lagt fram. i greinargerð með frv. er tekið fram, að það sé flutt að beiðni FÍF og með samþykki LÍU og Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Mjög annasamt var hjá Alþingi síðustu daga fyrir jól og notuðu þá tveir alþingismenn, sem lítið sem ekki höfðu kynnt sér mála- vöxtu, tækifærið til þess að hindra afgreiðslu frumvarpsins. Afleiðingin hefur orðið sú, að loðnan hefur safnast fyrir hjá verksmiðjum þeim, sem næst eru veiðisvæðinu, en ekki dreifst á verksmiðjurnar í landinu með atbeina loðnunefndar. Eins og ástatt er, þá er dreif- ingin skilyrði fyrir sem beztri heildarhagnýtingu og til hagsbóta fyrir alla aðila. Nú virðist svo, að öllum aðilum sé að verða þetta ljóst. 0 Sigurður RE 4 landaði s.l. sunnud. 16. jan. 1056 tonnum af loðnu, sem skipið hafði fengið djúpt út af Þistilfirði. Haraldur Ágústsson var skipstjóri. Mun þetta vera mesti afli, sem borist hefur að landi í einu. Hinn 20. jan. kl. 16 var skipið undir stjórn sama skipstjóra komið til Siglu- fjarðar á nýjan leik með fullfermi um 1047 tonn. Loðnan mun nú vera um 1 * l 2A% fitumeiri en á sama tíma f fyrra og fitumeiri en hún hefur verið á þessum tíma allt frá 1973. Verðlagsráð sjávarútvegs- ins mótmælir ummælum forseta sjómannasam- bandsins. Allir fulltrúar Verðlagsráðs sjávarútvegsins, en þeir eru kjörnir af samtökum útvegs- manna, sjómanna og fiskverk- enda, hafa ritað ritstjóra Þjóðvilj- ans bréf vegna forsiðuviðtals Þjóðviljans i fyrradag við Óskar Vigfússon, forseta Sjómannasam- bands íslands. í viðtalinu segir Óskar m.a. að „sú 9% meðaltals- fiskverðhækkun ..., sem samið var um á dögunum" sé blekking og færir eftirfarandi rök fyrir því að: „Aðalhækkunin i nýja verð- inu er á þeim fiski, sem ekki veiðist, eins og stórþorski og með slíkri verðlagningu er hægt að fá út 9% meðalhækkun, sem segir ekkert i sjálfu sér“. i öðru lagi segir i viðtalinu: „Og alveg eins er með loðnuverðið .. í loðnuverðinu virðist alls ekkert tillit tekið til þeirrar gífurlegu hækkunar, sem orðið hefur á loðnumjöli síðan i fyrra.“ Af þessu tilefni vill Verðlags- ráð koma eftirfarandi á framfæri: 1. Meðalfiskverðshækkun við síðustu verðákvörðun er áætluð 9,7 %, hvort sem miðað er við afla- samsetninguna 1975 eða 1976, og er þá ekki tekið tillit til sérstakr- ar hækkunar á verði 2. fl. stór- ufsa, sem var verulega umfram þetta mark. Verð helztu fisk- tegunda breyttist sem hér segir: 1. Þorskur 9%, 2. Ysa 24%, 3. Ufsi 5% (að auki sérstök hækkun á 2. fl. stórufsa), 4. Karfi 5% og 5. Steinbítur 9%. Aðrar tegundir hækka yfirleitt um 9,7%, nema langa 35% og keila 45 en 61 %, ef veitt er á línu. Að öðru leyti en fram kemur um ufsaverð var ekki um að ræða breytingar á verðhlutföllum eftir stærðar- eða gæðaflokkum. Þannig hækkar allur þorskur um 9% í verði, sem eins'og að framan greinir er minna en áætluð meðal- hækkun fiskverðs. 2. Við verðákvörðun á loðnu til bræðslu á vetrarvertfð 1976 var miðað við verðlag afurða, sem þá var um 4.55 dollarar fyrir hverja eggjahvítueiningu mjöls, og um 325 dollarar fyrir hvert tonn af lýsi. Við verðlagningu nú var miðað við 6,91 dollara fyrir hverja eggjahvítueiningu mjöls eða 420 dollara lýsisverð. Meðalverð á komandi vertíð má áætla um 6 krónur hvert kíló og að auki verða greiddir 18 aurar í flutningasjóð. Sambærilegt verð á vetrarvertíð 1976 hefði verið um 3,75 krónur og að auki 7 aurar í flutningasjóð fyri hvert kílo. Ennfremur má benda á, að á sfðustu vertíð voru greiddir um 36 aurar fyri hvert hráefniskiló, úr Verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins, en nú er gert ráð fyrir að um 80 aurar verði greiddir i sjóðinn á þessari vertíð, Bréf þetta er undirritað af: Jóni Sigurðssyni Ingólfi Ingólfssyni Tryggva Helgasyni, Jóni R. Magnússyni, Helga Þórar- inssyni, Kristjáni Ragnarssyni, Páli Guðmundssyni, Ingimar Einarssyni, Gunnari Ólafssyni og Guðmundi Kr. Jónssyni. Leiðréttingar í sfðasta Dreifibréfi nr. 11/ 1976, dags. 8. des. 1976, urðu 4 slæmar prentvillur: Á bls. 4 í 10. línu að ofan leið- réttist SV í NV. Í greininni: Fundur um tækni- mál fiskmjölsiðnaðarins hefur misprentast nafn Emilfu Martins- dóttur efnafræðings í 8. línu að ofan. i sömu grein á bls. 4 í 10. línu að ofan hefur misprentast úr í stað út. 1 greininni: Breyta verður um stefnu f fjármálum og fram- kvæmdum þjóðarinnar, hefur fallið niður að geta þess, að Jón Páll Halldórsson var framsögu- maður Laga- og félagsmálanefnd- ar um tillögu þá, sem samþykkt var á sfðasta Fiskiþingi i einu hljóði með atkvæðum allra full- trúa á Fiskiþingi, er lauk i lok nóvembermánaðar 1976. Framleiðsla og Fiskmjölsútflutningur Norðmanna 1976 og 1977. Skv. upplýsingum frá Noregi á gamlársdag 1976 nam heildar- framleiðsla Norðmanna á fisk- mjöli á árinu 1976 um 450.000 tonnum, þar af var loðnumjöl um 320.000 tonn. Var heildarfram- leiðsla Norðmanna af fiskmjöli um 50% meiri á árinu 1976 en 1975. Fýrsta loðnan á vetrarvertið- inni hjá Norðmönnum veiddist hinn 13. jan. 1977. Ekki er þess vænst að loðnuveiðarnar hjá Norðmönnum hefjist fyrir alvöru fyrr en sfðast í janúar.. Birgðir Norðmanna af fiskmjöli voru áætlaðar f ársbyrjun 1976 114.000 tonn og í árslok 102.000 tonn. Inn- anlandsnotkun var áætluð 18.000 tonn. Til ráðstöfunar til útflutn- ings voru þvi 522.000 tonn plús birgðarýrnun á árinu 12.000 tonn. Allt þetta mjöl mun nú vera selt eða tekið frá fyrir vissa kaupend- ur. Áætlun um fiskmjölsútflutn- ing Norðmanna 1977 er 356 þús. tonn. Menhadenveiðar I árslok 1976 voru engar birgðir af menhaden-lýsi óseldar. Ný ver- tfð hefst ekki fyrr en i aprillok 1977. Menhaden-lýsi, þó aðeins takmarkað magn, af framleiðslu ársins 1977 er boðið á $ 425 per tonn cif. Rotterdam með afhend- ingu i júní/ júlí. Ansjðvetuveiðar Perúmanna Upplýsingar um aflabrögð og framleiðSlu og verðlag á fisk- mjölsframleiðslu Perúmanna hafa verið mjög á reiki siðustu mánuði ársins 1976. í tímaritinu „Oil World“, sem út kom 14. jan. 1977, er gerð grein fyrir þvi, að svo virðist að í opinberum skýrsl- um frá Perú sé misræmi. Segir tímaritið að lokum: „Þetta þýðir að skv. upplýsing- um um árið 1976 þá er framleiðsl- an minni en upp hefur verið gefið eða útflutningurinn og/eða birgð- irnar f árslok of lágar." Simað er frá Lfma 12. jan. 1977, að skv. fyrri ríkisstjórnarályktun hafi sjávarútvegsráðherrann Francisco Mariotegui Angulo rearadmiral tilkynnt: 1) stöðvun á ansjóvetuveiðum frá 18. janúar 1977 kl. 12 á hádegi. 2) Fimmta veiðisvæðið frá Atico til Ilo er ekki meðtalið, þessvegna má halda áfram veiðum á svæðinu frá 17. breiddarbaug suðlægrar breiddar til suðurmarkalínunnar og skapa með þvi möguleika til hagnýt- ingar á aflanum til iðnaðar. Talið er að ansjóvetan hafi ver- ið mjög blönduð kræðu og þessi ráðstöfun sé gerð í þvf skyni að hlífa stofninum við ofveiði. Lfklega verður veiði á Perúsvæðinu öllu ekki leyfð fyrr en eftir miðjan marz n.k. 0 Gæði á sólblómaolíu f Sovét- ríkjunum hafa orðið lakari en vænst hafði verið. Hefur reynst nauðsynlegt að kaupa að ein- hverju leyti aðrar jurtaoliur í staðinn frá Bandaríkjunum og S- Ameriku. 0 Sfðustu fregnir herma, að Pakistan leiti eftir kaupum á allt að 75.000 tonnum af sojaolíu. Einnig er sögð veruleg eftirspurn eftir sojaolíu frá Kfna og Ind- landi. Egyptaland óskar eftir kaupum á 12—30.000 tonnum af sólblómaolíu og bómullaroliu. Þá er einnig eftirspurn eftir smjör- kálsolfu. Verðið á jurtaolíum hefur enn hækkað, en f kjölfarið jafnframt dregið úr eftirspurn í bili a.m.k. Siðustu daga eru litlar sem engar breytingar á lýsisverði. 0 Heildar fiskmjölsframleiðslan á árinu 1976 reyndist um 109 þús. tonn eða nokkru meiri en gert hafði verið ráð fyrir í haust. Stafar það aðallega af veiði i nóv. og des. mánuði. Utflutningur fiskmöls var um 100 þús. tonn. 0 Alls hafa verið seld fyrirfram af framleiðslu komandi vetrar- vertiðar: Fiskmjöl tonn af 13.700 loðnumjöli 1.000 fiskmjöli 3.750 fiskmjöli 1.600 loðnumjöli 2.000 fiskmjöli 12.300 loðnumjöli 5.350 þorskmjöli 500 loðnumjöli Kaupendur v/o Prodintorg, Moskva v/o Prodintorg, Moskva Ungverjaland V-Þýzkaland England Pólland Pólland Pólland Fyrirframsölur á loðnumjöli nema nú um 40.200 tonnum og af þorskmjöli etc. 6.500 tonnum sam- tals, en ekki hafa ennþá verið veitt útflutningsleyfi fyrir öllum þessum sölum. 20/1/77 Sv. Ben. Kvenstúdentafélag íslands Hádegisverðarfundur verður haldinn laugar- daginn 29. janúar. í Lækjarhvammi Hótel Sögu og hefst með borðhaldi kl. 12:20. Fundarefni: Ingibjörg Benediktsdóttir, sakadómsfulltrúi ræðir um nokkur atriði varðandi áfengislöggjöf- ina og framkvæmd hennar. Stjórnin. Sýning á sunnudag í Sigtúni kl. 3 Samkvæmis — hár og — fatatizkan kynnt. Einnig nýjustu samkvæmisdansar. Samband hárgreiðslu og hárskerameistara. S______________________________________________________4 Bjódum nú dönsk kjólföt í öllum algengustu stœrðum,einnig vesti, slaufur og annað það, sem þeim fvlgir. KÓRÓNA Herrahúsið Aðalstræti4, Herrabúðin við Lækjartorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.