Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 2R»r0unbI«bíb i0r0nmM®l>ííi> FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 Fá áhorfendur að fylgjast með tveim- ur skákeinvígjum ? SKAKS.VMBANDI Islands ht-fur horizt bréf frá aðilum í Sviss, sem sjá munu um framkvæmd áskor- endaeinvígis Brasilíumannsins Mecking og Rússans Polugaevsky, en einvígið á að fara frani í borginni Luzern í Sviss. I bréfinu er óskað eftir samvinnu við íslendinga, sem verði í því fólgin að fyrrnefnt einvígi og einvígi þeirra Spasskys og Ilorts fari fram á sama tíma og teflt verði sömu daga. Síðan verði leik- irnir sendir milli landa með telex þannig að nánast megi segja að áhorfendur á tslandi og í Sviss fylgist með tveimur áskorenda- einvígjum í einu. Krafla: Dýralækn- ir kannar aðbúnað starfsfólks FYRIR nokkrum dögum kann- aði Árni Kárason dýralæknir, starfsmaður heilhrigðiseftir- lits rfkisins, aðbúnað starfs- fólks við Kröfluvirkjun. I sam- tali við Morgunblaðið sagði Árni, að i ferðinni hefði hann einnig athugað umgengni og aðbúnað í mötunevti staðarins. Þar hefðu verið tekin nokkur sýni, sem hefðu verið sett f rannsókn á Akureyri, en niðurstöður af rannsóknunum lægju ekki fyrir enn „Þetta er afar skemmtileg hug- mynd, sem við munum athuga mjög gaumgæfilega," sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksam- bands íslands, í samtali við Morg- unblaðið f gær. Einar sagði að dagskrá Svisslendinganna væri aðeins frábrugðin dagskrá einvíg- isins hér, þeir áformuðu að byrja annan dag og þar ætti ekki að tefla á nákvæmlega sömu viku- dögum og hér. „Við munum at- huga hvort ekki er hægt að sam- ræma þessi atriði," sagði Einar. „Einvígið hér heima verður vissu- lega skemmtilegra fyrir áhorf- endur ef þeir geta fylgst með hinu einvíginu jafnóðum á sýn- ingartafli. Þetta þarf ekki að vera svo mikill aukakostnaður, því gert er ráð fyrir því að leikirnir verði sendir á klukkutíma fresti til að byrja með en síðan hver einasti leikur jafnóðum þegar líða tekur að lokum skákanna." Einar gat þess að lokum, að í ba’klingi, sem mótshaldararnir í Sviss hafa gefið út, væri minnst á það aö Reykjavík væri borg, sem komizt hefði á allra varir vegna einvígis Fischers og Spasskís. Væri núna ætlunin að vinna Luzern svipað nafn. Ljósmynd Friðþjófur Tékkar sigruðu Islendinga í iandsleik f handknattleik í gærkvöldi með 17 mörkum gegn 14. Myndin sýnir Ágúst Svavarsson reyna skot að tékkneska markinu. Sjá nánar um leikinn bls. 38 og 39. Rangárvallasýsla: Almennir dansleikir bannaðir á þorranum SVSLUMAÐURINN í Rangár- vallasýslu, Björn Fr. Björnsson, hefur að höfðu samráði við lög- reglumenn f sýslunni sett bann á það að almennir dansleikir fari fram í sýslunni það sem eftir er af janúar og febrúar. Sýslumaður sagði i samtali við Mbl. í gær, að nú stæðu þorrablót sem hæst og treystu lögreglu- menn sér ekki til þess að halda uppi löggæzlu þar jafnhliða al- mennum dansleikjum. „Það hef- ur verið mjög mikið af almennum dansleikjum að undanförnu og hefur fólk gott af því að hvíla sig á þeim á meðan þorrablótin standa yfir,“ sagði sýslumaður. Sagði sýslumaður að lokum, að þetta hefði verið gert áður, enda væri þetta sá tími serh veður og færð væri með versta móti, þótt annað hefði reyndar verið upp á teningnum í vetur. Loðnuaflinn kominn yfir 100 þúsund tonn Tóbaki fyrir 100 þúsund krónur stolið INNBROT var framið í frystihús- ið ísbjörninn á Seltjarnarnesi i fyrrakvöld. Farið var inn í sölu- búð, sem er í húsinu og þaðan var stolið 40 lengjum af sígarettum, að söluverðmæti um 100 þúsund krónur. Ennfremur var stolið ein- hverju af sælgæti. Málið er í rann- sókn. Loftur Baldvinsson EA tilkynnti ÍOO þúsundasta tonnið LOÐNUSKIPIN byrjuðu að kasta að nýju á miðunum útaf Austfjörðum um klukkan 18 í gær og klukkan 22 í gærkvöldi höfðu fjögur skip tilkynnt afla, samtals 1330 lestir. Þeirra á meðal var Loftur Baldvinsson EA, sem samkvæmt skrám loðnunefndar tilkynni 100 þúsundasta loðnutonnið á þessarri vertíð. Norðanstrekkingur var á loðnumiðunum í gærkvöldi, 6 vindstig og áttu bátarnir erfitt með að athafna sig. Veður lægði á loðnumiðunum út af Austfjörðum í fyrrakvöld og héldu loðnuskipin þá úr höfn. Bátarnir, sem fyrst komu í loðn- una byrjuðu að kasta fyrir mið- nætti og rétt eftir miðnættið til- kynnti fyrsti báturinn um full- fermi, eða 500 lestir, til loðnu- nefndar, en alls fengu 18 skip 6200 lestir af loðnu í fyrrinótt. Fóru skipin öll á Austfjarðahafn- ir en þar hafði losnað nokkurt rými fyrir loðnu í brælunni síð- ustu daga. Þessir bátar tilkynntu um afla í fyrrinótt: Örn KE 500 lestir, Ás- berg RE 370, Magnús NK 270, Skarðsvík SH 350, Húnaröst ÁR 260, Ársæll KE 180, Helga 2. RE 320, Sigurður RE 600, Grindvík- ingur GK 600, Helga Guðmunds- dóttir BA 380, Gullberg VE 4Ó0, Sigurbjörg ÓF 210, Freyja RE 230, Eldborg GK 400, Pétur Jóns- son RE 620, Náttfari ÞH 230, Bylgjan VE 80 og Kárí Sól- mundarson RE 200 lestir. Hassmálin: Einum sleppt UNGUM manni var í gær- dag sleppt úr gæzluvarð- haldi, en hann hafði setið inni í nokkra daga vegna rannsóknar nýja fíkniefna- málsins. Annar ungur mað- ur, sem settur var inn um leið og hinn vegna sama máls, situr ennþá í gæzlu- varðhaldi. Þá situr ennþá í gæzluvarðhaldi ungur maður, sem settur var inn vegna fikniefnamálsins mikla, sem kom upp s.l. haust. Þegar Mbl. ræddi í gær við rannsóknarmenn, var ekkert nýtt að frétta af gangi rannsóknanna. Strokufanginn” reyndist vera mað- ur 1 skoðunarferð Walter Mondale til Islands á laugardag Ræðir við Geir Hallgrímsson á Keflavíkurflugvelli WALTER Mondale, varaforseti Bandarfkjanna, er væntanlegur til Keflavfkurflugvallar n.k. laugardagskvöld. Mun hann stanza hér stutta stund á leið frá Evrópu til Japan. Ráðgert er að Geir Hallgrfmsson forsæt- isráðherra hitti varaforsetann á flugvellinum og þeir eigi með sér stuttan fund. Walter Mondale er nú að ferðalagi um Vestur-Evrópu. Hann heldur þaðan á laugar- daginn tíl Japans. Á leiðinni mun flugvél varaforsetans millilenda á Keflavíkurflug- velli. Er ráðgert að þeir Mondale og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra eiga með sér Walter Mondale, varaforseti Bandaríkjanna. stuttan fund í flugstöðvarbygg- ingunni, líklega 20 mínútna fund. i för með varaforsetanum eru 10 menn, flestir þeirra ráð- gjafar, og munu einhverjir þeirra taka þátt f fundinum. Auk Geirs Hallgrímssonar taka Hendrik Sv. Björnsson, ráðu- neytisstjóri i utanríkisráðu- neytinu, og Björn Bjarnason, skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu, þátt í fundinum. Héðan heldur varaforseti Bandaríkjanna til Alaska og er ráðgert að flugvél hans taki hér eldsneyti til ferðarinnar. LÖGREGLUNNI I Reykjavík bár- ust um hádegisbil f gær tvær til- kynningar með stuttu millibili frá fólki, sem taldi sig hafa séð til ferða strokufangans Cristophers Barba Smith á Hverfisgötunni. Náði annar aðilinn númeri bif- reiðarinnar og gátu báðir lýst bif- reiðinni mjög vel, en hún var VW „rúgbrauð. Var gerð mikil leit að þessari bifreið og tilkynnt um þessar upplýsingar til lögreglu- stöðva í nágrenni Reykjavíkur. Um klukkan 18 í gær fannst bifreiðin siðan í Hveragerði, en kom þá í ljós að hér var á ferð fólk, sem tæpast er i nokkrum tengslum við strokufangann. Voru hér á ferð bandariskur starfsmaður á Keflavikurflug- velli, móðir hans, íslenzk kona og lítið barn. Eftir að rætt hafði ver- ið við fólkið var þvi leyft að halda ferðum sínum áfram, en þau voru að koma úr skoðunarferð um Þingvelli, með móður Bandaríkja- mannsins. Að sögn Páls Eirikssonar, varð- stjóra lögreglunnar i Reykjavik, koma yfirleitt nokkrar tilkynn- ingar á dag frá fólki, sem telur sig hafa séð til strokufangans. Er í flestum tilfellum kannað hvort mögulegt sé að þarna hafi „Korkurinn“ verið á ferð, en enn sem komið er hafa þessar ábend- ingar ekki leitt til handtöku mannsins. Bandaríkjamaðurinn, sem ók bifreiðinni, er leitað var að í gær, var allsvipaður stroku- fanganum, með yfirskegg og sól- gleraugu. Loðnubátar í árekstri Tveir loðnubátar, Svanur og Keflvíkingur, rákust á í mynni Berufjarðar fyrir þrem dögum. Var annar báturinn á innleið, en hinn á útleið. Að sögn Þórarins Pálmasonar á Djúpavogi er ekki með vissu vitað hvað olli árekstrinum, en liklega munu skipstjórar bátanna hafa misskil- ið hvor annan, Svanur þurfti að leita til Djúpavogs eftir árekstur- inn en rifa kom á bátinn, og fór siðan til Neskaupstaðar þar sem fullnaðarviðgerð fór fram. Kefl- vikingur mun hins vegar hafa skemmst litillega og hélt báturinn áfram á miðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.