Morgunblaðið - 28.01.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 28.01.1977, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 MÁL Sérfræðingar í málum Austur- landa nær hafa fyrir löngu gert grein fyrir skipulagi Svarta september, þessa hóps sem 22. nóvember 1971 lýsti sig ábyrgan fyrir morðinu á Wasfi Tai, for- sætisráðherra Husseins Jórdaníu- konungs í Kairo. Og hefur lagt sig niður við hina skelfilegu baráttu- aðferð, sem hafði svo dapurlegan endi í hryðjuverkum á Ólympíu- ieikunum í Munehen. Yfirmaður samtakann, þegar sá atburður gerðist í Míinchen, var M. Mohamed Youssef Najar (viðurnefndur Abou Youssef), stjórnandi Fatah- leyniþjónustunnar. Annar í vaidaröðinni, og raunar heilinn í öllu saman, var AIi Hassan Salameh, sonur sheiksins fyrrver- andi með sama nafni, sem hélt veginum milii Jersúsalem og Tel Aviv í Palestínustyrjöldinni, þar til 1948 að hann flúði með félög- um sínum. Stjórnandi aðgerðanna í Mtinchen var Fakhri EI Omari (sem ekki tókst að komast inn í Ólympíuþorpið). Foringi þess liðs var Mohamed Massalhad (sem féll á flugvellinum). Fyrir utan Abou Youssef stjórnar annar maður Svarta semtepmber, Salah Khalaf, sem er nr. 2 í Fatah- samtökunum og ber viðurnefnið Abou Ayad. Daginn fyrir hryðju- verkin í MUnchen er Abou Ayad í Sofíu. Og með honum Abou Daoud. Abou Daoud er þá 35 ára gam- all. Hann er fæddur í Silwan, skammt frá Jerúsalem, í húsi úr tilhöggnum steini, sem foreldrar hans búa enn í. Faðir hans er garðyrkjumaður hjá borgarstjóra Jerúsalemborgar, Teddy Kolleks. Hann kenndi fyrst jórdönsku í ríki Hússeins, en fluttist til Saudi- Abou Daoud, einn af foringjum byltingarsamtakanna Fatah, er hér í fylgd með Chou-En-Lai frá frönskum sjónarhóli Morðingjarnir tveir biðu dúðair úlpum f skuggan-| um. t janúarmánuði dimmir mjög fljðtt í Parfs, ogj nú var klukkan 7 að kvöldi. Monsieur Mahmoud Saleh kom út úr búðinni sinni, „Arababúðinni“, við I Saint-Victor götu númer 2 í Latfnuhverfinu, og dró járntjöldin fyrir gluggana að utan. Mennirnir tveir færðu sig hægt nær. Atta skot- hvellir rufu kyrrðina f götunni, M. Saleh féll sam- an, fallinn fyrir tveimur 11 mm byssukúlum í| höfuðið. Rannsðknarlögreglumennirnir, sem komu á stað-l inn nokkrum mínútum sfðar, gengu ekki að þvíl gruflandi að þessi þáttur f flokkastrfði myndi, áðurl en margir dagar liðu, verða orðið að pðlitískri sakamálshringiðu, og enda í stjðrnmálalegu upp-' hlaupi. Því þessi friðsami bðkabúðareigandi, sem drepinn var 3. janúar, var f raun mikilsmegandi Palestínumaður. Þriðjudaginn 4. janúar fðr M.| Ezzedine Kallak, fulltrúi Palestfnuaraba PLO þess á leit við utanríkisráðuneytið á Quai d Orsay, að leyfi yrði veitt fyrir því að opinber sendinefnd frá Beyrouth kæmi til að vera við jarðarförina. Franska stjðrnin féllst á það og gaf sendiráði sínu I f Libanon skipun um að árita vegabréf fyrir full-i trúa PLO. Ræðismaðurinn í Beyrouth fðr vandlegaj að fyrirmælum og áritaði á staðnum vegabréfin tvö,, sem Palestínumenn komu með til hans. Annað er á nafni íranska borgarans Youssefs Raji, fæddur í Bagdad 16. maí 1937. En myndin á vegabréfinuí sýnir sterka andlistdrætti, þykkt yfirvaraskegg og' mikinn hrafnsvartan makka Mohameds Daouds Oudeh E1 Halitzi E1 Silwali. Svo sem allir aðrir foringjar palestfnuaraba ber hann viðurnefni, sem myndað er af fornafni elzta sonar hans: Abou Daoud, þ.e.a.s. faðir Daouds. Eða á fslenzku Davfðs- faðir. Andlit þessa foringja Svarta september eri jafn þekkt nafni hans eftir að hafa iðulega birst áj sfðum stðrblaðanna — þar á meðal Express. Arabíu og síðan til Koweit. Abou Daoud gckk í Fatah-samtökin cft- ir sex-daga-stríðið og skipulagði upplýsingaþjónustu palestínu- araba, sem nefnist Rassad. Hann er bardagamaður mikill, sem stjórnaði hryðjuverkum á her- numdu svæðunum og jafnvel í ísrael. í bardögunum í Amman í september 1970 leiddi hann her- flokka Palestínumanna gegn konunghollum Bedúínum. 10. febrúar 1973 var hann handtek- inn í Jódaníu. Sem foringi liðsins reyndi hann að taka með áhlaupi stjórnarsetrið í Amman og að króa í gildru alla ráðherra stjórnarinnar. Þetta er það, sem hann heldur sjálfur fram. Jórdan- ir trúa því hins vegar að hann hafi öllu heldur átt að drepa Hussein konung. Hann var því dæmdur til dauða, en dómurinn mildaður. Skyndilega, öllum til mikillar furðu, birtist Abou Daoud í jórdanska sjónvarpinu. Þar sakar hann Palestínumenn um að bera ábyrgð á borgarastríðinu í september 1970 í Jórdaníu. „Svarti september er ekki til", bætir hann við. „Það er aðeins gervinafn fyrir stjórn Fatah- samtakanna, sem hefur staðið að öllum hryðjuverkunum. Yfir- menn Svarta september eru þeir Abou Youssef og Abou Ayad." Þegar hann er spurður um morðin í Mtinchen, eru skýringar hans alveg jafn „fjarstæðukenn- dar: „Abou Ayad lagði á ráðin um aðgerðirnar í Sofíu. Ég var þá staddur sjálfur í höfuðborg Búlgaríu í vopnakaupaerindum, þegar þangað komu frá Sviss Abou Ayad og Fakhri E1 Omari." Abou Daoud lýsir aftur á móti þátttöku sinni í aðgerðunum af mikilli hlédrægni. „I vegabréfinu mínu var áritun fyrir dvöl í Þýzkalandi. Abou Ayad bað mig um að lána sér það og lét Fakhri E1 Omari hafa það". Þetta vega- bréf var útgefið á nafn Saad Wali, sem næstum því gaf upp hans rétta nafn: EI Silwali. Samkvæmt upplýsingum Abous Daouds var það því vegabrefið hans eitt, sem fór til MOnchen og skildi eftir sig í hótelum langa slóð fram að hinum örlagaríka degi. 5. september. Þessari játningu er sjónvarpað 24. mars 1973. En fyrsta næsta mánaðar slær Svarti september enn. Það gerist kring um kalt borð í sendi- ráði Saudi Arabíu í Khartoum. Atta ungir menn í herbúningum og með hvíta hetti ryðja ser braut inn í boðið klukkan 19 og láta hríðskotabyssurnar gelta. Dipló- matarnir stökkva út um gluggana og klifra yfir garðvegginn. Þeir hugmyndasnauðari og viðbragðs- seinni, læsa sig inni á salernum. Hryðjuverkamenn Svarta septem- ber taka fimm gísla: tvo Banda- ríkjamenn, belgískan diplómata, einn frá Saudi Arabfu og einn Jórdana. Þeir hóta að sleppa þeim ekki nema í skiptum fyrir Bader Meinhoff-hópinn, Sirhan Sirhan, morðingja Roberts Kennedys, tvo fangaða hermenn í ísrael. Og Abou Daoud. Þetta eru gyllivonir. Allar stjórnirnar hafna þessu. Hryðju- verkamennirnir drepa Banda- ríkjamennina tvo og belgíska full- trúann. Og draga síðan úr kröfun- um. En þeir krefjast þess stöðugt að Abou Daoud verði skilað. Er hann þá svona mikils virði? Hann er enn fangi 5. september 1973, þegar Svarti september ræðst á annað sendiráð Saudi Arabíu í París. Og hvers krefjast hryðjuverkamennirnir? Abou Daouds, þrátt fyrir játningu hans. Við dagrenningu rennir Hussein konungur upp að Djebel Amman-fangelsinu í nýja Jagúarnum sínum og klæddur tízkufatnaði frá Pierra Cardin. Hann lætur færa Abou Daoud fyr- ir sig. „Ég hefi ákveðið að láta þig lausan," segir þjóðhöfðinginn, og lætur bera fram te til sátta. Hussein býður Abou Daoud að ganga í leyniþjónustu Jórdaníu. Hann hafnar boðinu. En er samt sem áður látinn laus. Getur maður búist við öðru en Abou Daoud á leið á flugvöllinn i Parts 12. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.