Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 Er „einskismannslandið" úti í hafs- auga orðið að sovézkri herstöð? NORSKI eyjaklasinn Svalbarði er á mörkum Norður-tshafsins, Barentshafs og Grænlandshafs. Flatarmál eyjanna er um 61 þúsund ferkílómetrar. Frá Norðurpólnum að Svalbarða er um 600 kílómetra leið, frá Grænlandsströnd 430 kílómetrar og frá Frans Jósefslandi — eyjaklasa Sovétríkjanna í austri — er um 200 kílómetra leið. Enda þótt Svalbarði sé á mörkum hins byggilega heims og þar hafi lengst af ríkt svokallað lágspennuástand, eru eyjarnar og hafsvæðin í kring þýðingarmiklar, bæði í efnahagslegu tilliti og hernaðarlegu. Vestan við Svalbarða er eina íslausa leiðin frá Múrmansk út á heimshöfin, en í Múrmansk er sem kunnugt er stærsta flotastöð veraldar. Sovétmenn hafa þar að minnsta kosti 400 herskip að jafnaði, og þar af er fjöldinn allur búinn háþróuðum eldflaugaútbúnaði. Flotauppbygging Sovétmanna á þessum slóðum hefur á undanförnum árum ekki einungis miðazt við herskip og kafbáta, heldur hefur mikil aukning orðið í liði allra herdeilda. Talið er, að þarna sé nú bækistöð 300 orrustuþotna og 200 kafbáta, hið minnsta, og er fullvíst að þar af séu kjarnorkuknúnir kafbátar að minnsta kosti 80 talsins. Þýðing Svalbarða og Barentshafs fer sívaxandi Landamæri Noregs og Sovét- ríkjanna liggja saman á 225 kíló- metra löngu belti, og þegar liðs- styrkur ríkjanna við landamærin er borinn saman kemur í ljós, að Noregsmegin eru aldrei fleiri en 200 landamæraverðir og 125 hið fæsta. Sovétmenn hafa þar að jafnaði um 1500 manna lið landa- mæravarða, en sveitir þeirra heyra beint undir KGB. Að baki KGB-sveitanna eru hersveitir sem hafa til umráða um 200 skrið- dreka og 150 orrustuþotur, en þeim til fulltingis er ein hersveit skammt frá Múrmansk og enn ein rétt fyrir sunnan. Þá er við Pechenga landgöngulið, sem flutt getur á vettvang tvær eða þrjár hersveitir með örskömmum fyrir- vara, ef til táðinda dregur. Sambúð Norðmanna og Sovétmanna á Svalbarða Enda þótt yfirráðaréttur Norð- manna á Svalbarða sé ótvíræður samkvæmt alþjóðlegum samn- ingi, sem Sovétmenn eru meðal annarra þjóða aðilar að, gilda þar sérstök ákvæði um nýtingu auð- linda. í samræmi við þessi ákvæði stunda Sovétmenn námagröft á eyjunum auk Norðmanna, en aðr- ar þjóðir færa sér slík réttindi ekki í nyt lengur. Árlega vinna Norðmenn um 500 þúsund tonn af kolum úr jörðu á Svalbarða, og hafa þar að jafnaði um 1000 manns. Sovétmenn vinna þar svipað magn, en hafa þar 2—2500 manns að jafnaði. Þessi mikli munur bendir ótví- rætt til þess að iðja Sovétmanna á Svalbarða sé af öðrum toga spunnin en friðsamleg hagnýting auðlinda. Samkvæmt Svalbarða- sáttmálanum, sem síðar verður nánar vikið að, skulu eyjarnar og fjögurra mílna landhelgi um- hverfis þær um aldur og ævi vera herlaust svæði. 1 þessu sambandi verður að gefa því gaum, að Svalbarði er mjög ákjósanlegur staður fyrir hvers konar fjarskipti og eftirlit með hafsvæðunum í kring, enda hafa Sovétmenn tvívegis eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar lagt það til við Norðmenn að þjóðirnar nýttu eyjarnar fyrir herstöðvar. Þessum tilmælum hafnaði norska stjórnin í bæði skaptin og vísaði í því sambandi til ákvæða Sval- barðasáttmálans um að hernaðar- leg umsvif væru þar óheimil með öllu. Enda þyrfti til að koma sam- þykki annarra aðildarríkja og væri fyrirfram vitað að það feng- ist ekki. Með tiliiti til þessara stað- reynda hlýtur sú spurning að vakna hvort Sovétmenn hafi ekki þegar látið gamlan draum verða að veruleika, og hafi í skjóli námavinnslunnar og annarra ítaka gert Svalbarða að herstöð. Ymislegt bendir til þess að Sovétmenn reki umfangsmikla fjarskiptastarfsemi á Svalbarða. Stöðugt aukast tæknilegar fram- kvæmdir þeirra á eyjunum, og þeir leitast stöðugt við að flytja þangað fleiri „starfsmenn“. Ýtni, yfirgang- ur og ögranir Bækistöðvar Rússa á Svalbarða eru í Barentsburg. Þar er flug- völlur sem í seinni tíð hefur orðið tilefni nokkurra ýfinga. Þegar fimmtíu ár voru liðin frá gildistöku Svalbarðasáttmálans heimsótti Trygve Bratteli, þáver- andi forsætisráðherra, eyjarnar. Sótt var um lendingarleyfi fyrir þyrlu Brattelis, en Rússar höfn- uðu þeirri málaleitan, sem þó var ekki annað en formsatriði eða kurteisisvottur. Bratteli varð æf- ur af reiði, og ákveðið var, að þyrlan skyldi lenda eins og ekkert hefði í skorizt. Þá bar það til á Þorláksmessu í fyrra, að hópur rússneskra kvenna birtist fyrirvaralaust með mikinn farangur. Norðmenn mót- mæltu þessari óvæntu fjölgun, en látið var I veðri vaka að hér væru á ferð eiginkonur sovézkra náma- verkamanna, og væri ætlunin að þær dveldust um tíma á Sval- barða. Norðmenn voru hins vegar þeirrar skoðunar, að Rússar væru að bæta við tæjtnimenntuðum starfskrafti, og svo fór eftir mikið þóf, að konurnar urðu að fara sömu leið og þær komu. Enn eitt dæmið um ásælni Rússa á Svalbarða er, að ekki ails fyrir löngu hittust þeir á mann- fagnaði Oddvar Nordli, forsætis- ráðherra Norðmanna, og' sendi- herra Sovétríkjanna í Ösló, Kiri- chenko, tengdasonur Gretchkos sáluga, sem til skamms tíma var sendiherra hér í Reykjavík. Kirichenko spurði ísmeygilega hvort Nordli vildi ekki koma bráðum í vináttuheimsókn til Barentsburg. Nordli varaði sig á gildrunni og svaraði hvass í bragði, að hann legði ekki í vana1 sinn að fara í vináttuheimsóknir til síns eigin lands. Á hernaðarsviðinu hafa Sovét- menn einnig beitt Norðmenn þrýstingi og ögrunum. Með tilliti til skiptingar hafsvæða í sam- ræmi við ný viðhorf á alþjóðavett- vangi er Barentshaf bitbein Norð- manna og Sovétmanna. Til að sýna mátt sinn og gera Norð- mönnum um leið ljóst hvaða hags- munir séu í húfi hafa Sovétmenn aukið mjög hernaðarumsvif sín á Barentshafi á því ári, sem nýlega er um garð gengið. Þeir hafa hvað eftir annað efnt þar til eldflauga- æfinga, sem jafnan fara fram handan þeirrar línu, sem Norð- menn hafa viljað marka í samn- ingaviðræðum. Þarna stunda Sovétmenn hernaðaræfingar á umdeildu svæði um leað og samningaviðræð- ur eiga sér stað, og það bendir eindregið til þess, að þeir vilji draga á langinn eins og hægt er að komast að niðurstöðu um skipt- ingu þessara hafsvæða. Þá hefur vakið athygli að í æfingum þess- um skjóta Sovétmenn aðeins á loft eldflaugum, sem úreltar eru með öllu, og styrkir það þá skoð- un, að æfingarnar séu í ögrunar- skyni, enda gefur augaleið au svæði færu þeir ekki að gera til- raunir með ný og háþróuð vopn. Svalbarða- sáttmálinn Þegar rætt er um samskipti Norðmanna og Sovétmanna á Svalbarða er hinn alþjóðlegi sátt- máli, sem undirritaður var I kjölf- ar Versalasamninganna árið 1920, lagður til grundvallar. Þegar sátt- málinn var undirritaður hafði um langt skeið ríkt óvissa um yfirráð á Svalbarða, og þetta ástand hafði orðið tilefni margháttaðra vand- ræða og misklíðar, þar eð margra þjóða menn lögðu þar stund á veiðar og námagröft. Upphaflega undirrituðu sátt- málann níu þjóðir, — Norðmenn, Danir, Frakkar, Italir, Japanir, Hollendingar, Bretar, Svíar og Bandaríkjamenn, en allar þessar þjóðir áttu hagsmuna að gæta á eyjunum. Sovétmenn undirrituðu sáttmálann ekki að þessu sinni, þar eð Moskvustjórnin hafði ekki hlotið viðurkenningu sáttmála- ríkjanna. I sáttmálanum var ákvæði um að fleiri ríki gætu gerzt að honum aðilar, og auk þess var sérstakt ákvæði um að Sovétmenn skyldu hafa sama rétt á Svalbarða og aðildarríkin, unz þau gætu orðið fullgildir aðilar að sáttmálanum. Það var svo árið 1924, að hvert ríkið af öðru viðurkenndi Sovét- stjórnina, og það sama ár undir- rituðu Sovétmenn sáttmálann. Helztu ákvæði sáttmálans eru þessi: Norðmenn hafa fullan yfirráða- rétt á Svalbarða þar sem ekki koma til undantekningarákvæði í sáttmálanum sjálfum. Sáttmálaþjóðirnar hafa jafnan rétt til hagnýtingar auðlinda á eyjunum og innan fjögurra mílna landhelgi umhverfis þær. Öllum þjóðum skal vera heimill aðgangur að svæðinu. Fé því, sem safnast kann með skattheimtu á Svalbarða, má ekki verja annars staðar en þar. Tekið skal tillit til hefðbund- inna réttinda á Svalbarða þegar sáttmálinn er undirritaður. Svalbarðasvæðið má aldrei nota í hernaðarlegum tilgangi. Skipting Barentshafsins Skipting Barentshafsins hefur að undanförnu orðið aðkallandi úrlausnarefni, að minnsta kosti frá sjónarmiði Norðmanna, og á þessu stigi er erfitt að spá fyrir um endalok þess máls. Norðmenn og Sovétmenn grein- ir mjög á um forsendur slíkrar skiptingar. Vilja Norðmenn að skiptingin verði á grundvelli mið- línureglunnar, sem hlotað hefur viðurkenningu á alþjóðavett- vangi, en Sovétmenn vilja láta skiptalínuna ráðast af svokallaðri póllínu, sem þó á sér enga stoð í alþjóðalögum eða — samningum. Með póllínu er átt við línu, sem dregin er frá norðurpólnum að landamærum ríkjanna á strönd Barentshafsins, rétt við Petsamo. Svæðið, sem þannig er raun- verulega deilt um í Barentshafi, er hvorki meira né minna en 155 þúsund kílómetrar að flatarmáli. Norðmönnum er mikið i mun, að málið verði til lykta leitt með einhverjum hætti sem allra fyrst, og munu ekki frábitnir því að á hinu umdeilda svæði verði tekið upp bráðabirgðafyrirkomulag þar til endanlegur úrskurður fæst á alþjóðavettvangi. Sem hugsanlega lausn á málinu í bili hafa Norðmenn lagt til við Sovétmenn i viðræðum um skipta- línuna, að afmörkuð verði svo nefnd „grá svæði“ á milli miðlínu og póllinu, en hingað til hafa Sovétmenn ekki einu sinni viljað viðurkénna, að í Barentshafi séu svæði, sem deila megi um, þar eð þeir hafi um áratugi aðhyllzt kenninguna um póllinu og hafi margsinnis áréttað þá afstöðu sína. Hverjir eru hagsmunirnir? Hagsmunirnir á þeim svæðum, sem hér um ræðir eru einkum þrenns konar: 1 fyrsta lagi eru það fiskveiði- hagsmunir, með tilliti til tækni- þróunar á sviði fiskveiða á liðnum árum hefur þýðing hinna norð- lægu miða aukizt stórum. I Barentshafi eru auðug loðnu- og þorskmið, auk þess sem þar er að finna talsvert af ýsu og öðrum nytjafiskum. Árlega veiða Norð- menn þar um 250 þúsund tonn af fiski, þar af um 50 þúsund tonn ausian miðlínu, og afli þeirra á þes-jm slóðum er um 10% af ársaflanum í heild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um veiðar Sovétmanna á Barentshafi, en óhætt mun að fullyrða að þær séu langtum meiri en Norðmanna. Þessar þjóðir hafa að mestu setið einar að þessum miðum hingað til, en nú sækja togarar annarra þjóða þangað í auknum mæli, eft- ir að fjöldi ríkja hefur fært fisk- veiðilögsögu sína út í 200 mílur. Ljóst er því, að þegar fiskveiðar eru annars vegar, eru hagsmunir Norðmanna og Sovétmanna í Barentshafi gagnkvæmir. 1 öðru lagi skiptir olían miklu máli, en flest bendir til að gífur- legar olíulindir séu á landgrunn- inu i Barentshafi, þar sem aðstæð- ur bæði til olíuleitar og oliu- vinnslu eru mjög góðar. Sovét- menn hafa reyndar látið i ljos áhuga á samvinnu við Norðmenn um olíuleit i Barentshafi. Ekki er ljóst af hverju sá áhugi er sprott- inn, en Norðmenn hafa ekki sýnt þeirri málaleitan neinn áhuga. Loks^ eru hagsmunirnir í Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.