Morgunblaðið - 28.01.1977, Page 22

Morgunblaðið - 28.01.1977, Page 22
22 MORGUNBLAÐ.IÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 Ketilsprengingin á Akranesi fyrir áramótin vakti bæjarbúa til um- hugsunar um öryggismál sín. Akurnesingar þinga um öryggismál: Óska eftir aukinni löggæzlu og betra öryggiseftirliti Akranesi 27. jan. Þjófurinn möl- braut 5 hurdir INNBROT var framið i verzlan- irnar Kjötmiðstöðina og Matvöru- miðstöðina í fyrrinótt, en þær eru í sama húsi við Laugalæk. Komst þjófurinn inn með þvi að brjóta upp útihurð með járnkalli. Þegar inn kom tók ekki betra við, þar braut hann fimm hurðir i spón með járnkallinum. Virðist þjófur- inn hafa verið búinn að fá nóg þegar hér var komið sögu því hann stal sáralitlu. 32 kr. fyrir kílóið af hörpudiski VERÐLAGSRÁÐ Sjávarút- vegsins hefur ákveðið nýtt verð á hörpusidki, sem gilda á frá 1. janúar til 31. mai n.k. Fyrir hörpudisk sem er 7 cm á hæð og yfir verða greiddar 32 kr. á kíló, og fyrir hörpudisk sem er 6 til 7 cm að hæð verða greiddar 25 kr. á kfló. Verðið er miðað við, að selj- endur skili hörpudiski á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips, og skai hörpudiskurinn veginn á bflvog af löggiltum vigtar- manni á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með, að þvf er segir f fréttatilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Þá er þetta verð miðað við gæða- og stærðarmat Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða og á gæða- og stærðarflokkun að fara fram á vinnslustað. Sýningin Hár 77 á sunnudag SUNNUDAGINN 30. janúar n.k. mun Samband hárskera- og hárgreiðslumeistara gang- ast fyrir sýningu á nýjustu hártízkunni og jafnframt verð- ur sýnt það nýjasta í fatatízk- unni. Verður sýningin í Sig- túni og hefst hún klukkan 15. Um 60 hárgreiðslu- og rak- arastofur taka þátt f sýning- unni og er það meiri fjöldi en áður hefur þekkzt í sambandi við slikar sýningar. Verður þetta stærsta sýning sinnar tegundar, sem sambandið hef- ur haldið fram til þessa. Auk tízkusýninganna mun Dansskóli Heiðars Ástvalds- sonar sýna samkvæmisdansa. Kynnir er Heiðar Jónsson. Tekið er fram í fréttatilkynn- ingu að sýningin sé jafnt fyrir dömur og herra. AÐ TILIILUTAN slysavarna- deildanna og blaðsins Umbrot á Akranesi var haldinn almennur borgarafundur um öryggismál bæjarins hér í Bfóhöllinni f gær- kvöldi. Hann hófst með fundarsetn- ingu Indriða Valdimarssonar, sem er einn af ritstjórum Um- brots. Framsöguræður fluttu: Stefán Teitsson, brunaliðsstjóri, um brunavarnir, Hermann G. Jónsson fulltrúi, um öryggisgæzlu lögreglu, Magnús Oddsson, bæjar- stjóri, um skipulag almannavarna á Akranesi, Helgi Andrésson, eft- irlitsmaður, um rafmagnseftirlit og fleira og Guðbrandur Þor- valdsson, formaður slysavarna- deildarinnar, um Slysavarnafélag íslands og deildina á Akranesi. Margar tillögur og spurningar komu fram á fundinum og stóðu frummælendur fyrir svörum. Til dæmis kom fram, að iögregluliðið er of fámennt til þess að annast umferðaröryggi og umferðartrufl- anir verða vegna anna við önnur verkefni, en umferðarmenning er hér í sérstaklega miklu öngþveiti. Raunar hefur bifreiðum og bif- hjólum fjölgað mjög mikið hér í seinni tíð. Innbrot og þjófnuðum hefur einnig fjölgað mjög mikið. Nú síðustu daga var brotizt inn í íbúðarhús og þaðan stolið sjón- varpstæki, inn í bifreið og þaðan stolið talstöð og fleiru og í sölu- búð og stolið tóbaki og fleiru. Lögreglan hér upplýsti þessi inn- bort strax á næsta degi á öruggan hátt. Hér voru aðkomuunglingar undir áhrifum fíknilyfja að verki. Lögreglan mundi einnig koma umferðarmálum í lag ef hún gæti snúið sér að þeim málum eins og mikil þörf er á. Fundurinn var vel sóttur af áhugasömu fólki, en hefði mátt vera fjölmennari þegar um slík öryggismál bæjarins er að ræða. Vissulega mun þessi fundur hafa bætandi áhrif á þessi mál í fram- tíðinni og raunar gerði hann það fyrirfram, á skipulag almanna- varna, sem gerðist fyrir nokkrum dögum. Fundurinn skoraði á dómsmálaráðuneytið að bregðast fljótt og vel við óskum Akurnes- inga um fjölgun lögregluþjóna hér í bær. Hann skoraði einnig á bæjarstjórn Akraness að efla brunavarnir og alhliða eftirlit og öryggisgæzlu. Júlfus. Rafmagnsnotkun á Austfjörð- um eykst um 20% á ári IJnumar komnar í lag SlÐDEGlS í gær, voru allar raf- Ifnur á Austfjörðurn, utan ein komnar f lag, en það var línan frá Seyðisfirði niður f Brekkuþorp í Mjóafirði. Starfsmenn Rafmagnsveitn- anna reyndu f gær að nota þyrlu Landhelgisgæzlunnar til að kom- ast á bilunarstaðinn og gera við Ifnuna, en urðu frá að hverfa vegna mikillar fsingar. Að sögn Erlings Garðars Jónas- sonar rafveitustjóra Austurlands, þá lauk viðgerð á línunni yfir Oddskarð til Neskaupstaðar á miðnætti í fyrrinótt og hafði við- gerð tekið mun lengri tíma en áætlað var. Snjóflóð hafði fallið á línuna á mjög slæmum stað, Eski- fjarðarmegin. Nota þurfti jarðýtu til að riðja frá staurunum, sem höfðu brotnað til að ná linunni upp. Var mjög erfitt fyrir jarðýt- una að komast þarna að, en um síðir tókst að hreinsa ofan af lín- unni, og eins og fyrr segir, þá lauk viðgerð um miðnætti. Erling Garðar sagði, að nú væru loðnubræðslurnar á sunnanverð- um Austfjörðum að fara í gang og nú mætti engin lína né vél bila og vonuðust menn að svo yrði. „Við keyrum Lagarfossvirkjun ekki með fullu afli til þess að hafa vatnsborðið sem hæst í Lagar- fljóti. Ef einhver dísilvél bilar, getum við aukið afl Lagarfoss- virkjunar nokkuð mikið, og má því segja að mikið öryggi sé af þessu og ólíkt meira öryggi en við höfum búið við undanfarna vet- ur.“ Þá sagði hann að erfiðlega gengi að fullnægja raforkueftir- spurninni á Austfjörðum, því mörg síðustu ár hefði notkunin aukist um 20% milli ára. Leiðrétting í LOKASETNINGUNNI fyrir of- an neðstu greinaskil í fyrsta dálki i grein Steingríms Kristinssonar í blaðinu 27. jan. átti að standa: „... að úr þessu tilraunamagni, um 2000 málum, hafi komið fyrsta flokks mjöl og lýsi“. í blaðinu var misritun, stóð 200 mál. Kvikmyndafram- leiðandi myrtur Hollywood, 27. janúar. Reuter. Kvikmyndaframleiðandinn Laurence Merrick var skotinn til bana til dag á bilastæði við kvikmyndaverið, sem hann átti i Hollywood. Ekki er vitað hver banamaður hans var. Merrick, sem vár fimmtugur, framleiddi myndina „Manson“, sem er um hippahóp Charles Mansons, sem átti þátt í morðinu á Sharon Tate og fleirum 1968. í myndinni var meðal annars viðtal við þrjár stúlkur úr Manson-fjölskyldunni, vopnaðar rifflum. Leiðrétting HEILDARFJÁRHÆÐ til snjó- moksturs Vegamálaskrifstof- unnar sl. 10 ár sem greint var frá i Mbl í gær, reyndist mis- reiknuð. Fjárhæðin nemur rétt um 3 milljörðum króna en ekki 5 milljörðum, eins og stað- hæft var í fréttinni. Þá misrit- aðist einnig fjárhæðin sem varið var til snjómoksturs árið 1969 — þar átti að standa 222.7 milljónir en ekki 22.7 milljón- ir. Leiðréttist þetta hér með. — Skipastóll Framhald af bls. 2 óviðgerðarhæft vegna kostnaðar og því strikað út 22.12. 1976. Um síðustu áramót voru 8 skip í smíðum erlendis, samtals áætluð 2.885 brl. Þetta voru 6 skuttogar- ar innan við 500 brl., 3 í smíðum í Noregi og 3 í Póllandi. Þá er toll- bátur og lítill fiskibátur úr trefja- plasti í smíðum í Bretlandi. Innanlands voru í smíðum um áramótin 17 skip alls, áætlað sam- tals um 3.291 brl. að stærð. Af þessum skipum eru 8 stálskip (minni en 500 brl.), 1 flutninga- skip (sementsskip), 7 tréskip (50 brl. og minni) og 1 fiskiskip úr trefjaplasti, um 14 brl. að stærð á Skagaströnd. Af fiskiskipastóli heimsins á ís- land nú 19. stærsta flotann af 35 löndum, sem eiga flota sem er 10.000 brl. eða stærri. Rússland á 38.74% af fiskiskipastóli allra landa. Næst kemur Japan með 12.23%, þá Spánn með 7.05%, Bandaríkin með 5.93% og Pólland með 2.97%. ,)Skrá yfir islenzk fiskiskip" er að þessu sinni 278 bls. að stærð og flytur margháttaðan fróðleik um islenzkan skipastól. Birtar eru ljósmyndir af öllum nýjum ís- lenzkum skipum 100 brl. og stærri, sem skráð hafa verið á árinu 1976. — Geller . . . Framhald af bls. 2 8 vinningar, 3. Timman 7V$ v, 4. Kurajica 7 v, 5. Friðrik Ólafs- son 6 v, 6—9. Miles, Nicolac og Kavalek 5 v, 10. Guðmundur 4 v, 11. Ligterink 3 v. og 12. Barczay 2VS v. Skákir íslendinganna voru tilþrif alitlar, Guðmundur samdi um jafntefli við Böhm í 12. leik og Friðrik samdi um jafntefli við Kavalek í 14. leik. Gena Sosonko er 33 ára gam- all. Hann bjó áður í Leningrad í Sovétríkjunum. Hann fluttist til Hollands árið 1972 og hefur frami hans á skáksviðinu orðið skjótur. Árið 1973 varð hann hollenskur meistari, árið eftir alþjóðlegur meistari og í fyrra varð hann stórmeistari. Hann er fyrsti Hollendingurinn sem ber sigur úr býtum í þessu kunna skákmóti sfðan árið 1963, þegar stórmeistarinn Donner varð sigurvegari. Enda þótt íslenzku skák- mennirnir ynnu ekki til mikilla verðlauna á þessu skákmóti hafa þeir aflað sér vinsælda hér í Hollandi og við bjóðum þá velkomna aftur. Friðrik hefur keppt hér i Hollandi i 20 ár við sívaxandi vinsældir. Það sást vel þegar hann hélt upp á af- mæli sitt á miðvikudaginn, hve vinsæll hann er, það sýndu m.a. gjafirnar sem hann fékk. í flokki alþjóðlegra meistara hafði Rússinn Kupreichik mikla yfirburði, hlaut 9!4 vinn- ing af 11 mögulegum, og vann sér þar með rétt til þátttöku í stórmeistaraflokknum næsta ár. Van den Sterren Hollandi varð annar með 8 vinninga og Daninn Christiansen þriðji með 6 vinninga. 1 kvennafl»kki varð. Alexandra sigurvegari með 9!4 vinning og Hartston varð önnur með 8!4 vinning. — Waldheim til Kýpur Framhald af bls. 1. Miðausturlönd. Makarios og Denktash hittust i dag í fyrsta skipti i 13 ár til að ræða framtið Kýpur og ræddust við i skrifstofu finnsku S.Þ. frið- argæzlusveitanna á eynni í tæpar þrjár klukkustundir. Þeir höfðu ekki hitzt síðan í desember 1963 þegar innbyrðis átök Tyrkja og Grikkja á eynni brutust út sem á endanum leiddu til innrásar Tyrkja 1974 og skiptingar eyjar- innar. Viðræður fulltrúa deiluað- ila hafa legið niðri frá þvi i febrú- ar sl. Viðræðurnar í dag eru árangur ítrekaðra tilrauna rikis- stjórna í V-Evrópu til að koma þeim á, ásamt tilmælum frá Carter Bandaríkjaforseta i síð- ustu viku. Bandamenn á Vestur- löndum leggja mikla áherzlu á að leysa Kýpurmálið, sem er helzta deiluefni Tyrkja og Grikkja og hefur veikt mjög austurvæng Atl- antshafsbandalagsins. — Spánn Framhald af bls. 1. því yfir i morgun, að ráðstafanir þessar væru gerðar af því að stjórnin væri staðráðin í að hvika hvergi frá lýðræðisstefnu sinni. Þrátt fyrir tilraunir stjórnarinnar til að róa þegnana ríkti mikill ótti i landinu og löggæzlumenn stóðu vörð um heimili og skrifstofur helztu forystumanna vinstrisinna. Leiðtogi jafnaðarmanna, Garcia Lopez, sagði í viðtali við Reuter- fréttastofuna í gær, að hann óttað- ist mjög það sem framundan væri, ofbeldið bæri óhugnanlegan keim af atvinnumennsku og minnti helzt á leiki á skákborði. Annars virtust leiðtogar stjórnarandstöð- unnar ekki mjög áhyggjufullir yf- ir ráðstöfununum, enda hefur rík- isstjórnin gert þeim ljóst að þing- kosningarnar í vor og lýðræðis- þróunin í heild sé í húfi. Ríkisstjórnin beið i kvöld enn eftir svari frá vinstri öfgahreyf- íngunni GRAPO, sem rændi Oriol, forseta rikisráðsins; fyrir 6 vikum, við tilkynningunni í gær um hugsanlega náðun allra póli- tlskra fanga fyrir kosningarnar í maí eða júní. Samtökin höfðu lof- að að sleppa Oriol ef stjórnin gæfi formlegt loforð um náðun allra pólitískra fanga. Var talið álita- mál hvort GRAPO myndi túlka yfirlýsingu rikisstjórnarinnar sem formlegt loforð. GRAPO sagði hins vegar ekkert um hvort Quilis hershöfðingja yrði sleppt ef almenn náðun yrði tilkynnt. Lögreglan í Madrid byrjaði í dag að láta leiðtoga öfgafyllstu hægriflokkanna lausa í dag, en þeir voru handteknir á sunnudag eftir að stúdent var skotinn til bana í mótmælaaðgerðum vinstri- manna. Meðal þeirra, sem sleppt var úr haldi í dag var Mariano Covisa lögfræðingur, leiðtogi hinnar herskáu hægrihreyfingar, „Skséruliða Krists konungs.“ Hann sagði að engin formleg ákæra hefði verið lögð fram á hendur sér. Stjórnmálafréttaritarar sögðu i dag, að ef hægrimenn í landinu stefndu að þvi að tefja fyrir lýð- ræðisþróuninni með aðgerðum sínum hefðu þeir að nokkru leyti náð markmiði sinu með því að knýja stjórnina til að banna mót- mælaaðgerðir, en þær voru leyfð- ar á sl. ári eftir að bann við þeim hafði verið í gildi á 40 ára valda- tímabili Francos.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.