Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977
31
— Mann-
réttindi 77
Framhald af bls. 1.
ræðuefnið á fundi ríkisstjórna
Evrópu í Belgrað 15. júní, þar
sem þróun „detente" og annarra
skyldra mála á Helsingforsráð-
stefnunni verða rædd.
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið gagnrýndi í dag meðferð stjórn-
ar Tékkóslóvakfu á leiðtogum
„Mannréttinda 77“ og sagði f yfir-
lýsingu: „Við vekjum athygli á að
þeir sem undirrituðu yfirlýsing-
una taka skýrt fram að hér sé
ekki um stjórnmálalega anstöðu-
hreyfingu að ræða.“ Vísaði ráðu-
neytið til Helsingforssáttmálans,
þar sem öll ríki, sem hefðu undir-
ritað hann, hefðu heitið að vernda
og virða mannréttindi og grund-
vallarfrelsi til handa öllum þegn-
um.
Blöð f Tékkóslóvakíu héldu í
dag áfram herferð sinni á hendur
andófsmönnum og var greinilegt,
að verið var að undirbúa lands-
menn undir að andófsmenn yrðu
sendir úr landi. Voru m.a. birtar;
myndir og viðtöl við verkamenn,
sem lögðu til að andófsmenn yrðu
settir um borð í „vináttulang-
feróabiT' og sendir til vina sinna
kapitalistanna.
— Tillaga EBE
Framhald af bls. 1.
fram þennan 44 þús. lesta afla, ef
skipafjöldinn yrði ekki takmark-
aður.
Hugsanlegt er talið að Bretar
neiti að samþykkja tilboðið, þar
sem ekki var orðið við kröfum
þeirra um að sérstaklega yrði
minnst á eigin fiskveiðilögsögu
þeirra, en hinir sendiherrarnir
sögðu að ekki kæmi annað til
mála en að um sameiginlega leyf-
isveitingu yrði að ræða. Hátt á 2.
hundrað sovézk, pólsk og a-þýzk
fiskiskip hafa verið að veiðum
undan ströndum Bretlands og
EBE-ríkjanna undanfarið.
— Moyers yfir-
maður CIA?
Framhald af bls. 1.
Heimildir í Washington
hermdu hins vegar að nokkrir
helztu ráðgjafar Carters hefðu
lagt til að Moyers fengi starfið.
Sem kunnugt er hafði Carter út-
nefnt Theodor Sorensen, fyrrum
ráðgjafa Kennedys forseta, í
starfið, en hann dró sig í hlé, er
sýnt var að skipun hans myndi
mæta mikilli andstöðu í banda-
ríska þinginu. Sögðu heimildirnar
ákveðna ástæðu fyrir því að ríkis-
stjórnin vildi ekki skýra frá út-
nefningunni, en vildu ekki segja
hver ástæðan væri.
— Aðkallandi
Framhald af bls. 21
lítill. Eg get nefnt sem dæmi að
þegar landbúnaðarráðuneytið
óskaði eftir því að við allar
graskögglaverksmiðjurnar á ár-
inu 1975 að þær hæfu iblöndun
á fitu í graskögglana, gátum við
ekki fengið fituna á því verði,
sem erlend fóðurblöndunarfyr-
irtæki fengu fituna á til þess að
blanda í fóður og flytja það
aftur til íslands og selja það
hér í samkeppni við íslensku
graskögglana, sagði Páll.
Páll sagði að lokum, að ríkis-
valdið hefði með lögum frá
1971 tekið að sér að hafa for-
göngu um framtíðarþróun á
þessari framleiðslu en ættu
þessi mál að fá á sig eðlilegt
skipulag, þá yrði að endurskoða
þessi mál öll í heild sinni. —
Bændur sjálfir verða að fá að-
stöðu til að sinna þessari fram-
leiðslu, sem annarri landbúnað-
arframleiðslu, en ríkið annist
þetta ekki eitt í framtíðinni,
sagði Páll að lokum.
— Læsti hurðum
Framhald af bls. 3
hefðu séð hann aka út af Kefla-
vikurflugvelli og þar væri
erfiðara að felast en viða ann-
ars staðar.
Að lokum minnti Matson á að
nauðsynlegt væri að vernda
réttindi Barba Smith eins og
annarra. Þvi hefði fjölmiðlum
ekki fyrr verið greint frá rann-
sókn málsins og enn væri ekki
hægt að segja frá þeirri rann-
sókn i smáatriðum. Væri það
ekki samkvæmt bandarískum
lögum og gæti eyðilegt málið,
það vildi enginn og þvi hefði
ekki fyrr verið greint frá því
hvernig flóttann bar að hönd-
um.
Barba Smith hefur verið hér
á landi siðan I júni 1974. Var
hann áður I herþjónustu á
Spáni og lenti þar ekki í úti-
stöðum við yfirvöld eða lög að
því að Matson sagði. Frá því að
hann kom hingað til lands hef-
ur honum verið refsað innan
Keflavíkurflugvallar fyrir að
hafa eiturlyf i fórum sínum og
einnig fyrir óvirðingu við yfir-
menn. Hvorugt brotið var þó
talið alvarlegs eðlis.
— Aukið öryggi
Fratnhald af bls. 18
þeirra manna, sem hafa löggildingu til
ökukennslu í dag Þeir verði starfs-
menn (og eigendur) ökuskóla, en for-
stöðumenn ökuskóla gefi eftirleiðis út
kennsluvottorð Hins vegar er Ijóst að
herða verður kröfur til menntunar öku-
kennara og gera það að skilyrði, að
þeir, sem leggja ætla stund á öku-
kennslu í framtíðinni sæki námskeið
og hljóti starfsreynslu. áður en þeir fái
löggildingu. Má sem dæmi nefna, að í
Noregi verða ökukennaranemar að
sitja á skólabekk í eitt ár áður en þeir
gangast undir ökukennarapróf.
Ef frumvarp þetta verður að lögum
verða því allir þeir, sem taka ætla
almennt bifreiðastjórapróf, að sækja
nám í ökuskóla Rétt þykir að minna á
það lofsverða framtak Ökukennarafé-
lags íslands. sem starfrækt hefur
fræðslumiðstöð fyrir ökunema um ára-
bil í Reykjavík. Ökunemar eru hins
vegar ekki skyldugir til að sækja nám í
fræðslumiðstöðinni, en þeir. sem sótt
hafa fræðslu þangað, hafa átt kost á
4—5 kennslustunda umferðarfræðslu.
í 6. gr. frv. er gert ráð fyrir viðbótar-
málsgr. við 67 gr. núgildandi umferð-
arlaga um fébótaábyrgð og vátrygg-
ingu. Ef vanræksla á notkun þess ör-
yggisbúnaðar (þ e. öryggisbelta og
hjálma, sem þessi grein vísar til) leiðir
til þess, að viðkomandi þess vegna
hljóti meiðsli í umferðarslysi, þá vakn-
ar sú spurning, hvort vanrækslan skuli
höfð til hliðsjónar, þegar metin er eigin
sök, og hvort hún ætti þá að leiða til
lækkunar fébóta Nordisk
Trafiksikkerhedsrád komst að þeirri
niðurstöðu í skýrslu sinni, að slíkt
skyldi ekki vera. Það væri ósanngjörn
afleiðing lagasetningar, sem fyrst og
fremst er ætlað að tryggja öryggi veg-
farenda í umferðinni Rétt þótti, að
sama viðhorf gilti í íslenskum lögum
um þetta efni.
Það er von flutningsmanna, að þetta
lagafrumvarp fái jákvæða og skjóta
afgreiðslu þingsins, þannig að þær
umbætur á íslenskri umferðarlöggjöf,
sem það felur í sér, komist sem fyrst til
framkvæmda.
— Mál Abou
Daoud
Framhald af bls. 17.
saman i7. janúar. Of langt þangað
til. Hann er kallaður saman 11.
janúar. Talsmaður ríkisstjórnar-
innar lætur þessi orð falla: „Jafn-
vel þó dómstóllinn verði jákvæð-
ur, þá mun stjórnin i nafni mann-
réttinda og við þessar aðstæður
hafna framsali.“
Á þriðjudag gefur ákærudóm-
stóllinn brottfararleyfi. Daoud er
fylgt út á Orly-flugvöll. Og hann
heldur til Alsír.
Klukkan 11 þennan sama morg-
un kemur sendinefnd ekkna
íþróttamannanna á fund sendi-
herra Frakka, Jean Herly, í Tel-
Aviv. „Hann kvaðst skilja málstað
okkar," lét ein ekkjan, M. Jean
Herly, hafa eftir sér, eftir að hún
afhenti sendiherranum bréf til
franska forsetans Valéry
Gisgards d’Estaing, með beiðni
um að réttlæti yrði látið ráða. En
kl. 17, þegar orðrómur hefur bor-
ist um að Abou Daoud hafi verið
sleppt, kemur frú Romano fram í
sjónvarpi og segir: „Frakkland
metur olíu meira en blóð. Sendi-
herrann ætti að snúa strax heim
til Frakklands."
Á sömu stundu er utanríkisráð-
herrann, Ygal Allon, að stíga í
ræðustól í þinginu. Nokkrum
mínútum áður hafði ráðuneytis-
stjóri hans borið honum fréttirn-
ar. Abou Daoud er frjáls ferða
sinna. Hann hafði hringt úr þing-
inu til sendiherra ísrael i París,
sem ekki gat þó staðfest fregnina.
„þeir eru í feluleik við mig,“ segir
Mordekhai Gazit. „Ég er hræddur
um að það sem við óttuðumst
mest, sé orðið að veruleika." Gazit
hafði grunað síðan á þriðjudags-
morgun að farið væri á bak við
hann. Oljós svör fengust í utan-
ríkisráðuneyti Frakka og dóms-
málaráðuneytinu, og þar reyndu
menn að fojyðast spurningar. Um
hádegið hafði Allon gengið frá
tveimur ræðum: Önnur þeirra
gerði grein fyrir málinu, hin var
árás á Frakka. Kl. 16.45, þegar
ráðherrann steig í ræðustólinn í
þinginu, var það árásarræðan,
sem hann flutti. Aldrei á sínum
embættisferli hafði hann verið
svo æstur. „Franska stjórnin hef-
ur fallið á prófinu, þar sem hún
þurfti að velja milli minnsta hug-
rekkis og mesta heigulsháttar."
Einn stjórnarandstæðingurinn
kallaði fram i: „Kallið heim Gazit
sendiherra.” Og ráðherra svaraði:
„Ég þakka gott ráð.“ Skömmu
seinna er svo ákveðið að kalla
sendiherra ísráels heim til við-
ræðna.
„Þrátt fyrir þetta viðbragð
Frakka, mun ísrael halda áfram
að berjast gegn hryðjuverka-
mönnum og morðingjum ísraels-
manna hvar sem þörf krefur,"
sagði forsætisráðherra ísraels við
fréttamann Express.
(Roger-Xavier Lanteri)
MEGRUNARLEIKFIMI
\ '
Nýtt námskeið
Vigtun — Mæling —- Gufa
Ljós — Kaffi — Nudd
Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka
daga kl. 1 3—22.
Gallabuxurnar
margeftirspurðu
ný komnar, verð aðeins kr. 2.270.—
Útsalan heldur áfram.
Andrés,
Skólavörðustíg 22 A, sími 18250.
1
Skíóadeild Í.R.
Hið árlega þorrablót deildarinn-
ar verður haldið að Seljabraut
58, 1 1 febrúar kl. 7.
Stjórnin
SENDING
Kommóður
Hilluveggir
Ólituð fura
Skrifborð
Brúnbæsað
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
© Vörumarkaðurin n hf. I
ÁRMÚLA1A. Sími 86112.