Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 5 Klukkan 22.00: „Ádeila á meðferð gamals fólks...”— þýzk verðlauna- mynd frá árinu ’74 SÍÐASTI liður á dag skrá sjónvarpsins í kvöld er þýzk kvik- mynd frá árinu 1974, sem ber nafnið LINA BRAAKE Höfundur handritsins er sjálfur leikstjórinn, sem heitir Bernard Sinkel og er I röð fremstu leikstjóra í Þýzkalandi i dag, þ.e. þeirra af yngri kyn- slóðinni en margir telja að þýzkri kvik- myndagerð hafi hrak- að mjög frá þvi á árun- um fyrir strið en þá var mikill blómatimi þýzkr- ar kvikmvndalistar. Kvikmyndin Lina Braake hlaut verðlaun á kvikmyndahátiðinni Í Berlin árið 1975. Með aðalhlutverkin í mynd- inni fara tveir gamal- kunnir þýzkir leikarar, þau Lina Carstens og Fritz Rasp, en hann var frægur á timum þöglu myndanna og er átta- tíu og eins árs þegar hann leikur í umræddri mynd. Eins og áður er getið er ieikstjórinn, Bernard Sinkel, talinn í röð fremstu leikstjóra Þýzkalands i dag ásamt þeim Fassbinder og Werner Herzog. Kvikmyndin Lina Braake fjallar um gamla konu með þessu nafni Hún er áttatíu og tveggja ára, einstæð og býr i leiguíbúð, en er að öllu leyti sjálfstæð og öðrum óháð Hún er neydd til að flytja úr ibúð sinni. þar eð banki einn hefur keypt húsið til niðurrifs og breyting- ar standa yfir á öllu íbúðarhverfinu. Af hálfu bankans er Linu boðið pláss á elliheimili og þykja henni það ill ör- lög. Sækir á hana mikið þunglyndi eftir að á elli- heimilið er komið — en þá verður það henni til „happs' að hún kynnist jafnaldra sínum, manni af nafni Gustav Hárt- jein, og sá er alls ekki af baki dottinn. þrátt fyrir háan aldur Gustav þessi var á sínum yngri Leikkonan Lina Carstens i hlutverki Linu Braake árum fjárglæframaður og bankasvindlari eða „snjall í viðskiptum' eins og einhverjir myndu orða það Gustav segir Linu að það þýði ekkert að sökkva sér í þunglyndi, það eina sem dugi sé að halda áfram á lifa lífinu lifandi og hún eigi um tvennt að velja: að finna einhvern til að láta sér þykja vænt um ellegar einhvern. sem hana langar til að hefna sín á Linu hefur orðið Ijóst að hún hefur sætt harð- ræði af hálfu bankans, sem henni finnst að hafi flutt sig nauðuga af heimili sínu. Hún hygg- ur á hefndir og í sam- einingu ákveður hún og hinn nýi vinur hennar á elliheimilinu að svikja út úr umræddum banka eins háa fjárhæð og mögulegt er Dæmi um það, hve Gustav vinur hennar er enn ern, er. að hann á ennþá i viðskiptum við umheiminn eða fjár- málaheiminn og hefur nóg af „samböndum' — honum hafði sjálfum verið komið á þetta elli- heimili, en af honum hafði verið tekið sjálfs- forræði sökum glæfra- mennsku. Eftir að ákvörðun um fjársvikin hefur verið tekin færist aftur lif og kraftur i Linu Hún fer til dæmis að heimsækja gamla vini og kunn- ingja, og þá sérstaklega vini sina á hárgreiðslu- stofu. sem hún hafði skipt við Þar er einn starfsmaðurinn ítali, en sem kunnugt er, er mik- ið um „farandverka- menn' i Þýzkalandi. það er fólk sem kemur frá suðlægari löndum í at- vinnuleit og er þar oft ast um láglaunafólk að ræða Með Linu og ítal- anum tekst kunnings- skapur og hún ákveður að nota féð, sem hún gerir ráð fyrir að henni og Gustav takist að svikja út úr bankanum. til kaupa á húsi á eyj- unni Sardiniu Þangað geti hún svo flutt ásamt fjölskyldu ítalans og eytt afgangnum af „æsku' sinni Að sögn þýðanda myndarinnar, Veturliða Guðnasonar, er myndin í alla staði vet gerð og skemmtileg „Nokkurs konar ádeila á meðferð gamals fólks.' eins og hann komst að orði KLUKKAN 21.00 er Krafla á dagskrá f Kastljósi. Umsjónarmaður þáttarins að þessu sinni er EiSur GuSnason fréttamaSur og hefur hann fengiS til Ii8s vi8 sig Vilmund Gylfason til a8 spyrja gesti þá er fram koma I þættinum spjörunum úr. i upphafi Kastljóss flytur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur erindi og greinir frá þeim jarðhræringum. sem eiga sér stað á Kröflusvæðinu. Gpstir þáttarins og þeir. sem spurðir verða, eru Jón G Sólness, formaður Kröflunendar, Ragnar Arnalds alþingismaður sem á sæti I Kröflunefnd, Jakob Björnsson orkumálastjóri og Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðingur frá Orku- stofnuninni. Vilmundur Gylfason mennta- skólakennari Eiður Guðnason fréttamaður. Sevðisfirdi 26. janúar t morgun kom til Seyðisfjarðar nýr skuttogari Gullberg NS 11. Er togarinn 46.5 metrar á lengd, 9.5 metrar á breidd og er smíðaður hjá Storvik mekaniske verksted í Kristiansund í Noregi. Kaupandi skipsins er Fiskvinnslan h.f. Skipið er búið 1500 hestafla MAK-aðalvél, en tvær Ijósavélar eru af Mercedes Benz-gerð. Skrúfuhringur er á skiptinu og meðalganghraði á heimleið var 12.6 mílur. Á heimleið hreppti skipið hið versta veður en reynd- ist í alla staði mjög vel. Skipstjóri a Gullbergi er Jón Pálsson. Vindur eru allar frá Brattvog, ásamt nýrri gerð af átaksmæli fyrir togvíra. Siglingartæki eru frá Decca, tvær 48 mílna ratsjár, miðunarstöð og loran, en fiski- leitartæki eru öll frá Simrad. Fiskilest skipsins er búin fyrir Nýr skut- togari til Seyð- isfjarðar fiskikassa eingöngu og tekur rúma 2000 kassa. Færibönd og önnur tæki á millidekki eru háþrýstiknúin. Togarinn Gullver sem gerður er út frá Seyðisfirði, landaði um 2500 tonnum hjá Fiskvinnslunni á sl. ári, en skipið var frá veiðum í rúma 3 mánuði vegna viðgerðar og endurbóta, sem unnar voru hjá Slippstöðinni á Akureyri, en Gullver var keyptur hingað gamall frá Danmörku. Má segja að með tilkomu nýja togarans sé allvel búið að hráefnisöflun beggja frystihúsanna hér á staðnum. Togskipin Ólafur Magnússon og Þórður Jónasson, sem Norðursíld gerir út eru nú á loðnuveiðum, en þetta nýja skip mun leggja aflann sinn upp að hluta hjá Norðursíld. Héðan var í haust selt til Breiðdalsvíkur tog- skipið Emilie. Loðnuverksmiðjan Hafsíld hefur nú hafið móttöku á loðnu og vonazt er til að tengingu og frágangi nýja ketilsins verði lokið fyrir helgi og verksmiðjan geti þá hafið bræðslu. Loðnuflotinn sem legið hefur hér inni vegna brælu undanfarna daga fór út í kvöld. Sveinn. Úi fiSSJÍn Við höfum fleim engóöanmat DljLlX Notfærið ykkur okkar hagstæðu vetrarverð og gistið í hjarta borgarinnar. Sérstakt afsláttarverð fyrir hópa. SERGSTAÐASTR/tTI 37 SIMI 21011 Úrvalíð Umboð fyrir amerískar, enskar og japanskar bifreiðir. Allt á sama stað er hjá Agli BILASVNING Sýnum ’77árgerðír um helgína Is Galant Lancer Sunbeam Matador JEPPAR: CJ5 Cherokee Wagoneer Opiö laugardag kl.2-6 sunnudag kl. 2-6 Stórsýning á notuðum bilum í portinu um leið. Allt á sama stað Laugavegi 118- Símar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.