Morgunblaðið - 10.02.1977, Page 2
2
MOHCíUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1977
„Erlendir
smaJarkenni
íslendingum
notkun f jár-
hunda”
— ÞAÐ er ðstæða til að fá til
landsins nokkra smala er-
lendis frá, sem vanir eru að
smala víðáttumikið fjalllendi
með þjálfaða hunda með sér
og fá þá til að dvelja hér ár-
langt og kenna hunda-
tamningu og hundanotkun f
smalamennskum og fjárragi,
sagði dr. Stefán Aðalsteinsson,
búfjársérfræðingur, í erindi,
sem hann flutti á Ráðunauta-
fundi Búnaðarfélags íslands
og Rannsóknastofnunar land-
húnaðarins, er nú stendur yfir
í Reykjavík en f erindi sfnu
fjallaði dr. Stefán um hag-
ræðingarmöguleika í sauðfjár-
rækt.
Dr. Stefán sagði að góður
fjárhundur væri oft á við
marga menn en þeir sem
kynnzt hefðu notkun góðra
fjárhunda innanlands og sér-
staklega erlendis, undruðust
það að sjá íslendinga hlaup-
andi, og ríðandi og geltandi á
eftir kindum uppi um allar
hlíðar með hundinn gjálfrandi
á hælum sér. Til hefðu verið
frábærir fjárhundar hjá stöku
manni hér á landi. — Það er
áberandi, sagði dr. Stefán að
sumir bændur eiga alltaf góða
fjárhunda, en aðrir eignast
aldrei nothæfan hu'nd. Þetta
bendir til, að það sé^ munur á
Framhald á bls. 24.
Fyrstu droparnir úr
lofti frá því 8. janúar
ÞAÐ RIGNDI sunnanlands f gær
í fyrsta sinn frá þvf 8. janúar og
loksins þegar úrkoman kom var
hún engin ósköp eða 0.40 mm frá
þvf árla f gærmorgun til kl. 6 f
gærdag.
„Þessi þurrkakafli sem verið
hefur hér syðra undanfarnar vik-
ur er afar sjaldgæfur en þó ekki
einsdæmi," sagði Markús Á.
Einarsson, veðurfræðingur, í sam-
tali við Morgunblaðið i gærkvöldi.
Hann sagði, að í janúarmánuði
mætti að meðaltali reikna með
um 20 úrkomudögum og um 17 í
febrúarmánuði, þannig að áþessu
sést vel hversu ólíkt veðurfarið
nú er miðað við meðalár.
Eitthvert framhald verður á
rigningunni, því að Markús reikn-
aði með því að það yrði áfram
austan strekkingur og jafnvel
hvassviðri um sunnanvert landið f
dag og rigning. Hitinn var í gær-
kvöldi 5 stig.
Kennarinn og nem-
endurnir fá frí
trúi Reykjavíkurborgar, skýrði
Mbl. frá hafa ekki komið til hlið-
stæð vandamál við skóla þá sem
þeir Viðar og Viggó starfa og
Stefan taldi að einnig hefði tekizt
að hagræða kennslu þeirri sem
Geir Hallsteinsson hefur haft með
höndum í Hafnarfirði, þannig að
þar kæmi ekki til þess að tímar
féllu niður. Hins vegar sagði
Stefan að engin tilmæli hefðu
borzit til fræðsluyfirvalda frá
stjórnvöldum um að leysa þau
vandamál sem upp kynnu að
koma vegna þessarar ráðstöfunar
um að gefa íþróttakennurunum
fjórum leyfi frá vinnu.
Þaö er ekki oft, sem jaðar Skaftafellsjökuls er auri orpinn, en þó er hann það þessa
dagana, eins og sést á þessari mynd, sem Hermann Stefansson tók í gær. í baksýn
er Hafrafell.
Heitt vatn fékkst úr borholu
í grennd Þorlákshafnar
Jötunn situr enn fastur
IIEITT vatn hefur nú fengizt úr
borholu sem verið er að bora við
Bakka 1 Ölfusi fyrir hitaveitu I
Þorlákshöfn. Vatnið fékkst þegar
borað hafði verið niður á um 500
metra dýpi. Vatnsmagn og hiti
Saksóknaraembættið hefur gefið
út ákæru á hendur þremur
mönnum vegna smyglmáls sem
uppvíst varð um á sídasta ári og
einkennt hefur verið með heitinu
Indlands-
hreyfing
stofnuð
HÓPUR áhugamanna hér á
Iandi um mannréttindamál
hefur ákveðið að stofna sam-
tök sem nefnast munu Ind-
landshreyfingin. Tilgangur
hreyfingarinnar er að berjast
fyrir endurreisn mannréttinda
á Indlandi, vekja athygli á'
ástandi þar og styðja samtök í
Indlandi, er berjast fyrir
endurreisn mannréttinda þar
og afnámi einræðis, að því er
segir í fréttatilkynningu
Starfshóps um mannréttindi.
Stofnfundur verður haldin i
Norræna húsinu nk. föstudag
og hefst hann kl. 14.
Vegna
viðtals við
Ólaf Finsen
Vegna viðtals Morgunblaðsins
við Ólaf Finsen og þeirra uppíýs-
inga, sem þar koma fram, vil ég
taka fram eftirfarandi:
Það er rétt, sem Ólafur Finsen
segir, að frímerkjasafn hans og
hlutabréfin voru ekki seld heldur
tekin sem trygging vegna gjald-
þrotaskipta Vátryggingafélagsins
hf. og eru nú i vörzlu sakadóms
Reykjavíkur. Bið ég Ólaf Finsen
•velvirðingar á þessum missögnum
í grein minni.
Kristján Pétursson
hafa hins vegar ekki verið mæld
enn sem komið er.
Á ður hefur verið borað á þess-
um slóðum en með misjöfnum
árangri. Þannig var það fyrsta
„flaska í vasann“. Tveir hinna
ákæröu eru tollverðir og auk þess
bryti á farskipi. Málið var sent
sakadómi Reykjavíkur í lok
síðustu viku, að því er Bragi
Steinarsson, fulltrúi saksóknara,
tjáði Morgunblaðinu, en þar
verður málið dómtekið. Haraldi
Henrýssyni, sakadómara hefur
verið falið málið.
Með erfðaskrá dagsetti 12.
janúar 197G arfleiddi Jórunn
Jónsdóttir frá Nautabúi, fyrrum
ráðskona á Vffilsstöðum, Þjóð-
skjalasafn Islands að íbúð sinni
að Eskihlíð 6B í Reykjavík, ásamt
tilheyrandi lóðarréttindum og
öllu er lóðinni fylgir og fylgja
ber. Ibúðin er fjögur herbergi og
eldhús og reiknast 4,88% af hús-
eigninni Eskihlfð 6, 6A og 6B. Frá
þessu er skýrt f nýútkomnu
fréttabréfi frá menntamálaráðu-
neytinu. 1
Dánargjöf þessi er gefin til
minningar um einkason Jórunn-
ar, Ingvar Stefánsson skjalavörð
við Þjóðskjalasafn íslands, en
hann andaðist 30. april 1971.
Gjöfinni fylgir það skilyrði, að
henni verði varið til útgáfu sagn-
fræðilegra heimilda, einkum úr
skjölum þeim, sem varðveitt eru í
Þjóðskjalasafni. Skulu fyrst um
sinn sitja í fyrirúmi skjöl um sögu
Hólastóls á 17. öld.
Með sömu erfðaskrá ánafnaði
Jórunn Þjóðskjalasafninu þær
eftirlátnar bækur Ingvars sonar
síns, sem safnið telur sig hafa not
fyrir.
Jórunn Jónsdóttir andaðist 10.
apríl 1976. Búi hennar hefur nú
verið skipt, og hefur íbúðin ásamt
bókasafni Ingvars, alls um 320
bindum, verið afhent Þjóðskjala-
safni tslands I samræmi við erfða-
skrána. Bækurnar verða geymdar
i Þjóðskjalasafni og hafa verið
verkefni Jötuns, stærsta borsins,
eftir að hann kom til landsins að
bora við Þorlákshöfn en það bar
ekki árangur. Hins vegar hefur
fengizt heitt vatn við Hlíðardals-
skóla og einnig hefur verið borað
í Rifstúni en án árangurs.
Af Jötni er það hins vegar að
frétta, að ekki hafði enn tekizt að
losa hann, þar sem hann er við
boranir á Laugalandi I Eyjafirði.
Að sögn tsleifs Jónssonar, for-
stöðumanns jarðborunardeildar
Orkustofnunar, er þetta með
verri tilfellum af þessu tagi, en
borinn hefur nú verið fastur I um
vikutima. Borinn hefur festst
með þeim hætti, að hrunið hefur
úr veggjum holunnar ofan til og
sagði ísleifur að fyrirstaðan nú
væri aðeins á neðstu tíu
metrunum. Komið hefur fyrir að
borar hafi festst svo að hætta hef-
ur orðið við frekari boranir og
byrja á nýjan leik.
merktar sem minningargjöf um
Ingvar með sérstöku bókmerki,
sem safnið hefur látið útbúa.
Ekki hefur enn verið tekin
ákvörðun um, hvernig ibúðinni
verður ráðstafað. Engar skuldir
hvíla á henni.
Auk framangreindra gjafa
hafði Jórunn áður, með gjafabréfi
dagsettu 29. janúar 1972, gefið
Þjóðskjalasafni Islands verð-
tryggð skuldabréf ríkissjóðs 1968,
2. fl., samtals að nafnverði 200
VEGNA yfirlýsingar bankaráðs
Samvinnubankans í Morgun-
blaðinu miðvikudaginn 9. febrúar
og þeirra fullyrðinga, sem þar
koma fram, varðandi viðskipti
hankans við Guðbjart Pðlsson, vil
ég upplýsa eftirfarandi dæmi um
viðskipti þeirra, sem ekki er getið
um af einhverjum ástæðum í yfir-
lýsingu bankaráðsins:
A hlaupareikningi Guðbjarts
Pálssonar númer 3131 við Sam-
vinnubankann kemur fram eftir-
farandi: Þann 11. ágúst 1969 er
yfirdráttarskuld Guðbjarts á þess-
um reikningi krónur 4.028,330,75
en 13. sama mánaðar er greitt inn
á reikninginn með skuldabréfi að
upphæðkr. 1.980.000.00.
NEMENDUR nokkurra bekkja í
Hlfðaskóla hafa orðið að fá frf frá
leikfimitfmum nú um skeið, þar
sem kennari þeirra hefur fengið
starfsleyfi um tíma til að sinna
handknattleik einvörðungu
ásamt öðrum félögum sfnum f
fslenzka handknattleikslandslið-
inu sem eru f starfi hjá hinu
opinbera. Sem kunnugt er undir-
býr liðið sig nú af kappi undir
forkeppni heimsmeistarakeppn-
innar, og rfkisstjórnin ákvað að
styðja við bakið á landsliðinu
með þvf að veita þeim landsliðs-
mönnum, sem hjá rfkinu starfa,
leyfi frá vinnu þar til forkeppnin
er afstaðin.
Kennarinn sem þarna um ræðir
er Þórarinn Ragnarsson, en hann
er einn af sjö landsliðsmönnum
sem starfa innan rikiskerfisins og
einn af fjórum íþróttakennurum
sem í liðinu eru. Hinir eru Geir
Hallsteinsson, Viðar Símonarson
og Viggó Sigurðsson. Að því er
Stefan Kristjánsson, íþróttafull-
Vitni vantar
ÞRIÐJUDAGINN 1. febrúar um
klukkan 8,15 var ekið á gangandi
vegfaranda á Miklubraut, gegnt
húsi númer 42. Norðan götunnar
er biðstöð strætisvagna og ætlaði
maðurinn, sem varð fyrir bifreið-
inni, að ganga yfir nyrðri ak-
brautina. Sjónarvottur er talinn
hafa verið að atburði þessum,
hjúkrunarkona, og er hún beðin
að gefa sig fram við slysadeild
lögreglunnar.
þúsund krónur. Fyrir gjöf þessa
hefur safnið að undanförnu látið
vinna að útgáfu á bréfabók Þor-
láks biskups Skúlasonar. Skulda-
bréfin eru enn í eigu safnsins.
Ennfremur veitti Seðlabankinn
Þjóðskjalasafninu 300 þúsund
króna styrk til útgáfu sagnfræði-
legra heimildarrita árið 1974.
Erfitt er að meta nákvæmlega
til fjár framangreindar gjafir Jór-
unnar, en vafalaust eru þær ekki
undir 10 milljón króna virði.
Þann 21. ágúst 1973 er yfir-
dráttarskuld á sama reikningi
krónur 2.868,468,50 en þann 23.
sama mánaðar er lagt inn á
reikninginn skuldabréf að fjár-
hæð krónur 3,911,125,00.
Fróðlegt væri að bankinn
upplýsti viðskipti, sem fóru fram
á hlaupareikningi Guðbjarts
númer 3131. Vonandi heimilar
Guðbjartur bankanum að leita
upplýsinga um þennan reikning.
Þessar upplýsingar eru kær-
komnar samvinnumönnum,
bændum og öðrum viðskiptavin-
um bankans.
Kristján Pétursson.
3 ákærðir vegna
„flösku í vasann”
Stórgjöf til þjóðskjalasafns frá
Jórunni Jónsdóttur frá Nautabúi
Vegna greinargerðar banka-
ráðs Samvinnubankans