Morgunblaðið - 10.02.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 10.02.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977 Alþingi 1 gær: Loðnuveiði Færeyinga samþykkt samhljóða — en á mismunandi forsendum Stjórnarflokkar # Einar Ágústsson utanrfkisráð- herra mælti sl. þriðjudag fyrir tillögu til staðfestingar á samn- ingi milli íslands og Færeyja um gagnkvæmar veiðiheimildir í sameinuðu þingi, sem siðan var samþykkt samhljóða. Samningur- inn kveður svo á, að Færeyingar megi veiða allt að 25.000 smálest- um af loðnu á vetrarvertið 1977 (alls 15 skip, þó aldrei fleiri en 8 í senn að veiðum). íslendingar mega veiða sama magn af kol- munna, innan landhelgi Færeyja, á tímabilinu frá byrjun marz til júniloka 1977 (15 — 17 skip). Ráðherrann vitnaði til ákvæða i texta að nýjum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þess efnis, að geti heimaþjóð ekki fullnýtt einhvern fiskstofn, skuli hún veita öðrum veiðiheimildir. Hann vitnaði og til álits fiskifræðinga, sem væru þeirrar skoðunar, að loðnustofninn þyldi umsamið veiðimagn, auk íslenzkrar veiði- sóknar. Þá vitnaði hann til sér- stöðu Færeyinga sem fiskveiði- þjóðar. Alþýðubandalag • Lúðvfk Jósepsson (Abl) sagði m.a., að segja hefði átt upp öllum veiðiheimildum erlendra aðila í íslenzka þorskstofninn, einnig veiðiheimildum Færeyinga, en þó fyrst og fremst veiðiheimildum V-Þjóðverja (veiða nær eingöngu ufsa og karfa). Hann sagði rangt, að við gætum ekki fullnýtt loðnu- stofninn, til þess þyrfti aðeins samræmingu og skipulag á veið- um og vinnslu. Hann væri því ósammála þeim forsendum, sem utanrfkisráðherra hefði borið fram til stuðnings samningnum. Hins vegar myndu þingmenn Al- Á að lög- festa kaup og kjör? Kjaramál rædd á Alþingi B Stefán Jónsson mæltí i fyrradag fyrir tillögu til þings- ályktunar, sem hann flytur ásamt tveimur öðrum þing- mönnum Alþýðubandglags- ins, þess efnis, að undirbúin verði löggjöf um hámarks- laun. Þar verði kveðið svo á að ekki megi greiða hærri laun hér á landi en sem svarar tvöföldum vinnulaun- um verkamanns, miðað við 40 stunda vinnuviku. Vitnaði hann til fornra ákvæða um skiptingu aflahluta sem for- dæmis, þar sem skipstjóri hefði tvöföld hásetalaun. Þá reglu ætti að lögfesta sem stjórnun I kaupgjaldsmálum og leiðréttingu á launamis- ræmi B Sigurlaug Bjarnadóttir (S) sagði tillöguna samúðar verða. En vafasamt væri, hvort ætti að lögfesta kaup og kjör i landi, eins og lagt væri til með þessari tillögu, sem og tillögu þingmanna Alþýðuflokksins um lág- markslaun. Farsælast væri að tryggja launajöfnuð í frjáls- um samningum aðila vinnu- markaðarins. Hún harmaði, að launamismunur, eins og hann nú væri, hefði verið samningsbundinn, hvað eftir annað og greinilegast í kjara- samningum árið 1974. Þar hefðu launþegasamtök gerst verkfæri í höndum háþrýsti- hópa. Bæta þyrfti laun þeirra lægst launuðu, án þess að hlutfallsleg hækkun (prósent- vís) sigldi upp alla launa- stiga. Öll laun hefðu átt að hækka um sömu krónutölu. H Ingvar Gílason (F) spurði; hvað hefur verið að gerast i launamálum okkar undanfarið? Hvers vegna er daglaunamaðurinn, sem býr við ótryggasta atvinnu, einnig með lægstu launin? Opin heifitrleg umræða um þetta efni gæti e.t.v. vísað veginn útúr því misrétti, sem hér viðgengist. Og víst væri gamla hlutaskiptareglan íhugunarefni, er þessi mál bæri á góma. H Eðvarð Sigurðsson (Abl) sagði launamismun ekki ýkja mikinn hjá tíma-, viku- og mánaðarkaupsmönnum innan ASÍ. Hann segði að vísu til sín þegar til ákvæðis- vinnutaxtanna kæmi. Höfuð- orsökin væri þó annars staðar. Sérhæft vinnuafl, sem ætti atvinnutækifæri utan landsteina, þar sem laun væru miklu hærri, hefði betri tækifæri til að ýta upp kaupi sínu, og hefði nýtt þau með árangri. Það hefði þvi kjaralegt forskot fram yfir verkafólk. Kjör verkafólks væri gjarn- an miðað við launagetu fisk- iðnaðarins, en rekstrarstaða hans væri sögð slæm, af hag- spekingum, þrátt fyrir hækkandi afurðaverð. Laun verkamannsins væru siðan notuð sem viðmiðun á marg- vislegan hátt í þjóðfélagskerfi okkar. Þar væri viðspyrnan því meiri. Ef rétt væri að fiskiðnaðurinn þyldi ekki hærra kaup, sem hann dró þó i efa, þyrfti að færa til fjármagn i þjóðfélaginu, ,,því þá tekur einhver of mikið á öðrum vettvangi þjóðlífsins." Það væri þetta kerfi, sem hér ríkti, sem þyrfti að skera upp. Eðvarð varaði við þvi að gera lítið úr frjálsum samningsrétti verkalýðsfélaga eða fela af- komu launþega löggjöf og rikisvaldi i of ríkum mæli. þýðubandalagsins greiða samn- ingnum atkvæði á þeim forsend- um, að við værum helzt aflögu- færir þar sem loðnustofninn væri, og gætum því þar sýnt velvilja i garð Færeyinga og skilning á að- stöðu þeirra. Alþýðuflokkur # Benedikt Gröndal (A) sagði þingmehn Alþýðuflokksins styðja samninginn. Hann vitnaði til ákvæða f texta að hafréttarsátt- mála S.þ., eins og utanríkisráð- herra. Veiðifloti okkar gæti að vísu fullnýtt loðnustofnin en vinnslugeta í landi væri takmark- aðri, enn sem komið væri. Samn- ingurinn styrkti og stöðu okkar út á við og sýndi, að við vildum koma til móts við aðra, þegar og þar sem ástand fiskstofna leyfði. Hins veg- ar væri Alþýðuflokkurinn andvíg- ur veiðiheimildum i þorsk, hvort heldur sem væri til Færeyinga eða annarra. Samtökin (SFV) # Karvel Pálmason (SFV) kvaðst andvígur öllum veiðiheim- ildum í þorsk — og þeim bæri aó segja tafarlaust upp. Hins vegar værum við helzt aflögufærir þar sem loðnan ætti í hlut, þótt við gætum að visu fullnýtt hana einir. Af þeim sökum myndi hann styðja umrædda tímabundna veiðiheimild til Færeyinga. Tillagan var siðan samþykkt með samhljóða atkvæðum. mwncimwnci Tillaga til þingsályktunar: Vinnuvernd og starfsumhverfi ÞINGMENN Alþýðuflokksins hafa lagt fram I sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um vinnuvernd og starfsumhverfi, svohljóðandi: 0 „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta semja og leggja fyrir þingið frumvarp til laga um vinnu- vernd og starfsumhverfi og hafa um það samvinnu við Alþýðusamband ís- lands. Bandalag starfsmanna rikis og bæja Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufélag- anna. ^ Tilgangur laganna verði að trY9gja öllum landsmönnum starfsum- hverfi, þar sem ekki er hætta á líkam- legu eða andlegu heilsutjóni, en vinnu- skilyrði eru í samræmi við lifskjör þjóð- arinnar og tæknilega getu. stuðla að virðingu vinnunnar og starfsgleði 9 Lögin geri ráð fyrir eðlilegum ihlutunarrétti vinnandi fólks varðandi starfsumhverfi sitt, en stefm að því. að verkefni og vandamál á þvi sviði verði sem mest leyst i samstarfi verkafólks og atvinnuveitenda, svo og af samtök um vinnumarkaðarins, allt innan ramma laga og reglugerða Núverandi stofnanir, er gæta öryggis á vinnustöð- um, fái aðstöðu til að annast óhjá- kvæmilegt eftirlit með þvi. að opinber- um kröfum sé fylgt á þessu sviði 0 Þá skulu lögin hafa ákvæði um starfsaðstöðu fyrir fólk. sem hefur skerta vinnugetu. og stuðla að því að þaðfái í sem ríkustum mæli vinnu með heilbrigðum á venjulegum vinnustöð- um. Lögin komi í stað laga um öryggi á vinnustöðum frá 1952 ' H IBb ■ Saumavélin sem eerir alla saumavinnu einfalda er NECCHI NECCHIL YDIA 3 er fullkomin sjálfvirk saumave'l með fríum armi. NECCHIL YDIA 3 er sérlega auðveld ínotkun. Með aðeins einum takka má velja um 17 mismunandi sporgerðir. NECCHIL YDIA 3 má nota við að sauma, falda, þrceða, festa á tölur, gera hnappagöt ogskrautsaum auk sauma sem henta öllum nýtízku teygjuefnum. NECCHI LYDIA 3 vegur aðeins um 11 kg með tösku ög fylgihlutum, og er því einkar meðfcerileg í geymslu og flutningi. NECCHI LYDIA 3 fylgir fullkominn íslenzkur leiðarvísir. 40 ára reynsla NECCHI á íslenzkum markaði tryggir góða varahluta- og viðgerðaþjónustu. Góð greiðslukjör - Fást einnig víða um land. NECCHIL YDIA 3 kostar aðeins kr. 55.875, - Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.