Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977 Aætlanir hafa brugðist hrapallega % OLÍAN — Norðursjávar- olían hefur borið hæst í.frétt- um af hafsbotnsvinnslu „svarta gullsins", en Bandaríkjamenn hafa árum saman verið með olíuturna undan ströndum sin- um. saman sólargeislum. Sfðan segja þeir, að þetta sýni, að Bandaríkjamenn viti, að þeir séu á réttri leið. En sú vit- neskja, sem ég hef aflað mér hjá opinberum aðilum, leiðir allt annað í ljós. Æðsti yfirmaður áætlana um nýja orkugjafa, Dr. Robert Hirsch, sem er ábyrgur fyrir billjón dollara fjárhagsáætlun, hefur tekið sólarprógramm sitt Fyrir rúmum þremur árum, 1976, í kjölfar hinna miklu verðhækkana Opec-landanna á olíu, lagði Nixon forseti fram mikla áætlun, sem miða skyldi að því, að Bandaríkin yrðu óháð innflutningi orku 1985. Þegar Carter tekur nú við embætti, mun hann komast að raun um, að í stað þess að markinu ætti að vera náð, áður en tveimur kjötrimabilum lýkur, er það horfið inn í fjarlæga fram- tíð. Þessum þremur árum hef- ur verið varið til að koma upp nýjum vandamálum, fresta ákvörðunum, komast hjá verð- hækkunum, kynda undir vonir um kynjalyf og allra meina bætur og — umfram allt — leyfa orkuneyzlunni að halda áfram að aukast. Plutonium og endurframleiðsla hefur komið í stað margs konar fyrri kvíða út af kjarnorkunni. Frestun á að leyfa kjarnorkuver, sem og frestun á ákvörðunum á flest- um sviðum orkumála hefur dregið máttinn úr framleiðend- um orku og eldsneytis. Neitun á því að leyfa hækkun á orkuverði hefur valdið orku- fyrirtækjum fjárhagsvandræð- um, svo að þau hafa átt erfitt um fjárfestingar, en um leið hefur ekki orðið um neina hvatningu að ræða fyrir neyt- endur, hvað þá þrýsting, til að spara orku. Sérstaklega hefúr sólarorkunni verið haldið fram af ráðamönnum og fé verið veitt rikulega til að kanna þessa „hentugu og óþrjótandi" auðlind, sem gæti ef til vill orð- ið til að bjarga orkumálum bandarísku þjóðarinnar eins og Norðursjávar olian varð bjarg- vættur Breta. Kjarnorkuútflutningur Bjartsýnismenn I orkuiðnað- inum I Washington telja sér nú trú um það, að þegar Carter hafi loks gefizt timi til að glugga I bækurnar, fari ekki hjá því, að hann reki augun í vitleysurnar og mistökin, sem valda því öngþveiti, sem ríkir I stefnu Bandaríkjanna i orku- málum um þessar mundir. - SVIPMYND FRA ORKU- KREPPUNNI'73 — „Sparneytnari" bilar var eitt af lausnarorðum í orkukreppunni þegar Arabarnir skrúfuðu fyrir olíuna. Sumsstaðar komst hesturinn meira að segja aftur á malbikið, eins og á þessari mynd frá Þýzkalandi. En Bandarikjamenn virðast eiga býsna erfitt með að breyta við- horfum sínum til aflmikilla — og orkufrekra — bifreiða. Bretland og önnur iðnaðarríki, hvernig sem áætlunum þeirra um sjálfstæði í orkumálum er háttað, verða að óska og vona, að bjartsýnismennirnir hafi rétt fyrir sér, og að Carter muni, taka að sér þá þróttmiklu for- ustu i orkumálum, sem svo átakanlega skortir í dag. Með bjartsýnismönnum á ég ekki eingöngu við menn I sam- bandi við kjarnorkuiðnaðinn, en varðandi hann eru margir ráðamenn mjög svartsýnir enn í raur og veru, hvað nánustu framtlð snertir. Westinghouse Electric, sem sennilega er eini meiriháttar sölufyrirtæki kjarnorku, þó að það láti illa af útkomu siðastlíðins árs, er lög- sótt skömmu eftir hið mis- heppnaða ævintýri sitt, er það hugðist tryggja sér úranium í framtiðinni. Með bjartsýnismönnum á ég við þá, sem frá óvilhöllu sjónar- miði hafa fylgzt með því í þrjú ár, hvernig stjórnin hefur gert allt, sem hugsanlegt var, til að forðast að horfast í augu við þá staðreynd, að þó að kjarnorka hafi fram til ársins 1973 verið stöðugt meira freistandi, en þó ekki óhjákvæmilegt val i orku- málum, þá hafi hún eftir það verið þjóðarnauðsyn. Frakk- land, Þýzkaland, Spánn og Jap- an viðurkenndu öll þessa stað- reynd. En Bandaríkin og Bret- land gerðu það ekki. Hægt er að sýna fram á, af hverju hér sé um þjóðarnauð- syn að ræða, með þvi að athuga á hvaða stigi tæknilega þær tvær tegundir orkugjafa séu, sem almennt er talið að komið geti í stað kjarnorku. Þær eru sólarorkan og breyting kola í „gervi“-eldsneyti. Fyrst skulum við líta á sólarorkuna, hina „hentugu og óþrjótandi" auð- lind, sem Þjóðþingið hefur lof- að svo mjög sem og andstæðing- ar kjarnorkunnar. Árið 1970 varði bandaríska stjórnin $100.000 til sólarorku- mála. Framlagið 1977 verður einhvers staðar á milli $160 milljóna (tillaga forsetans) og $290 milljóna (sem Þjóðþingið hefur fallizt á). Áhugamenn um sólarorku í Evrópu benda á þessi framlög og á þá staðreynd, að banda- ríska stjórnin hafi þegar lagt fram fé til byggingar 10 mega- vatta „orkuturna" til að safna til rækilegrar endurskoðunar og dregið fram í dagsljósið stað- reyndir, sem sólskinsmönnum hlýtur að verða erfitt að kyngja. Hann viðurkennir, að hann taki nokkra persónulega áhættu, hvað starfsferil sinn snerti, vegna þeirra „sem dýrka sólguðinn", en hann hafi lagt niðurstöður sinar fyrir „dóm- nefnd“, „kviðdóm“, — þ.e. nefnd sérfræðinga, sem forset- inn hafi skipað. í stuttu máli valda þessar niðurstöður því að hann sé mjög alvarlega efins i hag- kvæmni orkuvinnslu frá sól með þeim tvenns konar aðferð- um, sem menn hallast mest að nú. Takmark áætlunar hans núna varðandi orkuturnana er að framleiða rafmagn, sem mun kosta um $1.000 Kw. Það felur í sér, segir hann, að röðin af speglum til að taka við sólar- geislunum að viðbættum stýris- útbúnaði og eftirlitskerfi verði að kosta innan við $500 per Kw. — og í rauninni innan við $100 fermetra. Það sem veldur hon- um áhyggjum í sambandi við slikt markmið, er, að „tiltölu- lega einfaldir hlutir eins og um- ferðarskilti á vegum“, sem eng- in ljósfræðileg vandamál eru samfara og ekki þarfnast neinnar stjórnar, kosta þegar $100—150 á fermetra. Dr. Hirsch hefur reynt að um- reikna þau dæmi, sem orku- málastofnunin glímir við, i raunhæft raforkuverð. „Þó að öllum spurningum varðandi horfur á þvi, að takmarkinu yrði náð, því sem nú er keppt að, þá dygði það hvergi nærri. Kostnaðurinn yrði alltof mik- ill.“ Framhald á bls. 27 Ongþveitið í orku- málum Bandaríkjanna Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON SAGA. Tlmarit sögufélags. XIV 231 bls. tsafold, 1976. Þetta fjórtánda hefti Sögu er fjölbreytt að vanda. Hefst það á ritgerð eftir ungan sagn- fræðing, Ásgeir Guðmundsson, er hann nefnir: Nazismi á tslandi. Saga Þjóðernishreyf- ingar tslendinga og Flokks þjóðernissinna. Ritgerð þessi er greinagóð svo langt sem hún nær en ekki laust við að nokkur auglýsingabragur sé að fyrir- sögninni. Þvi — eins og fram kemur I ritgerðinni — voru ekki líkt því allir félagar í Þjóðernishreyfingu tslendinga nazistar, og sumir alls ekki. Raunverulegir nazistar (eða þeir sem töldu síg vera það) voru hér sárafáir og hafa lík- lega flestir hallast að stefnunni fyrir misskilning. Nazisminn var alþýsk öfgastefna, sprottinn upp af sérstæðu og timabundnu ástandi þar i landi Mynflllst eftir VALTY PÉTURSSON Merki- leg sýning Hjá Helga Einarssyni við Skólavörðustíg er eins og stendur merkileg sýning á myndlist eftir þroskahefta. Það eru bæði börn og fullorðnir, sem verk eiga á þessari sýn- ingu, og þar getur að líta ýmis- legt, sem ætti að verða til skiln- ings á stöðu þessa fólks í því þjóðfélagi, er það lifir í. Það er Björg Sveinsdóttir, forstöðu- kona á Loftinu, sem mestan þátt hefur átt í að koma þessari sýningu á framfæri Hún hefur algerlega séð um val verka og safnað þeim saman af mikilli natni og skilningi á málefninu. Hafi hún miklar þakkir fyrir að hafa komið jafn skemmtilegri sýningu á laggirnar og raun ber vitni. Ég verð að játa, að sjald- an hef ég séð eins fjörmikla og blossandi myndlist, eins og sjá má nú á Loftinu. Listamennirn- ir hafa engar hömlur né löggild sjónarmið til myndlistar. Þeir eru algerlega óháðir þeim heimi, er við lifum og hrærumst í. Hér er fólk, sem er á annarri bylgjulengd en almenningur yfirleitt ef svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.