Morgunblaðið - 10.02.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1977
21
Kosningarnar í Danmörku:
Berlingur og ólöglegt
verkfall póstmanna
geta ráðið úrslitum
Bernstein
Bernstein
neitar að
stjórna í
Pragborg
New York, 9. febrúar. Reuter.
BANDARlSKI hljómsveitar-
stjórnandinn Leonard
Bernstein, hefur hafnað boði
um að stjórna á tónleikum f
Prag, vegna meðferðar tékk-
nesku stjórnarinnar á baráttu-
mönnum fvrir mannréttindum,
að sögn umboðsmanns hans.
Bernstein, sem áður var
stjórnandi fílharmóníuhljóm-
sveitar New York, átti að
stjórna flutningi Pragfil-
harmóníunnar á Missa
solemnis. eftir Beethoven f
maí 1978. Sagði umboðsmaður-
inn að ákvörðun Bernsteins
stafaði af afstöðu tékkneskra
stjórnvalda til forvígismanna
mannréttindayfirlýsingar '77.
Kaupmannahöfn 9. febrúar — frá frétta-
ritara Morgunblaðsins, Lars Olsen.
TVÆR vinnudeilur geta haft
meiri áhrif á kosningarnar
þriðjudaginn 15. febrúar en yfir-
lýsingar stjórnmálamanna. Báðar
deilurnar eru I samgöngugrein-
um. Nýjasta deilan, sem er ólög-
legt verkfall póstmanna, getur
haft mest áhrif á úrslit kosning-
anna. Póstmenn sem eru laus-
ráðnir, lögðu niður vinnu á aðal-
pósthúsinu i Kaupmannahöfn i
lok siðustu viku eftir að einum
þeirra hafði verið sagt upp störf-
um. 1 gær breiddist verkfallið út
til tólf annarra pósthúsa i Kaup-
mannahöfn.
Póstmennirnir, sem um er að
ræða, sjá um að fiokka póst. Þar
sem Kaupmannahöfn er miðstöð
póstsamgangna, hefur verkfallið
það í för með sér að tveir þriðju
hlutar alls pósts í Danmörku eru
ekki flokkaðir, heldur hrúgast
upp. Þetta hefur meðal annars
þau áhrif, að utankjörstaða-
atkvæði ná ekki fram til talning-
arinnar á þriðjudagskvöld, held-
ur liggja i haugunum hjá póst-
inum.
Embættismenn póststjórnar-
innar hafa tekið afstöðu gegn
verkfallinu og hafa að vissu
marki tekið að sér flokkunarstörf,
en útburður er þó mjög óregluleg-
ur. Póstmennirnir hafa marg-
sinnis áður gert verkfall og talað
er um að verkföllunum sé stjórn-
að af litla maoistaflokknum,
„Kommúnistiska verkamanna-
flokknum", sem ekki má rugla
saman við hinn opinbera danska
„Kommúnistaflokk Danmerkur",
sem er Moskvusinnaður. Póst-
mennirnir eru að mestu leyti hús-
mæður og stúdentar, sem drýgja
tekjur sínar með lausavinnu.
Hin deilan stendur um iokun
stærsta morgunblaðs Danmerkur,
Berlingske Tidende, sem kom út í
um 130.000 eintökum á hverjum
degi. Sunnudaginn 30. janúar, í
miðri kosningarbaráttunni, lokaði
útgáfustjórnin fyrirtækinu og
sagði 1.000 prenturum, smiðum
og rafvirkjum upp störfum.
Prentararnir höfðu neitað að fara
eftir nýrri vinnutilhögun, sem
meðal annars hafði í för með sér
lengri vinnutima og lægri laun.
Auk þess hafði stjórn Berlingske
hus áform uppi um að segja um
Kosningabaráttan I
fullum gangi.
Kosningabaráttan f Dan-
mörku er nú að nálgast
hámarkið. Stjórnmála-
mennirnir fara vfða um
landið og heimsækja
vinnustaði og stofnanir.
Þessi mynd sýnir Anker
Jörgensen, forsætisráð-
herra, þegar hann kom f
heimsókn á elliheimili í
Hilleröd. Sýnir myndin
hann færa einni vistkon-
unni blóm en hún hafði
verið sósfaldemókrati f
102 ár að eigin sögn.
Líklegt er talið, að fyrsta skrefið í
ráðagerðum Smiths verði að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu meðal sex
milljóna blökkumanna Rhódesíu og
sérfræðingar í Salisbury spá Abel
Muzorewa biskupi sigri i slíkri
þjóða ratkvæðagreiðslu.
Muzorewa hefur hins vegar neitað
að taka þátt í beinum viðræðum við
Smithstjórnina þótt hann sé
einangraður þar sem tveir aðrir helztu
leiðtogar blökkumanna, Joshua
Nkomo og Robert Mugabe, hafa stofn-
að með sér bandalag sem þeir kalla
Föðurlandsfylkinguna
Vitað er að Smith telur Bandarikja-
menn hafa ómissandi hlutverki að
John Vorster
síðast 1 1. september og Henry
Kissinger þáverandi utanrikisráðherra
tók þátt i þeim viðræðum sem leiddu
til svokallaðrar ..Kissingeráætlunar'
um myndun meirihlutastjórnar á
tveimur árum. Smith samþykkti þá
áætlun, blökkumenn höfnuðu henni og
siðan hafnaði Smith málamiðlunartil-
lögu Ivor Richards, formanns Genfar-
ráðstefnunnar.
300 prenturum upp störfum. Af-
staða prentara til nýju vinnutil-
högunarinnar varó til þess að
blaóstjórnin vildi ekki lengur
taka ábyrgð á blaóinu. Búizt er
við að um 30—40 milljóna
danskra króna halli verði á
Berlingi í ár, eða um 1 til 1,3
milljarðar íslenzkra króna. Segir
blaðstjórnin þetta meðal annars
stafa af háum launum, en árslaun
prentara hjá Berlingi eru um
130.000 danskar krónur eða tæp-
lega 4.2 milljónir íslenzkra króna.
Prentarar draga þetta í efa.
Framhald á bls. 27
Ian Smith biður um
samþykki Vorsters
Höfðaborg 9 febrúar
Reuter
IAN Smith, forsætisráðherra
Rhódesíu, ræddi í dag við John
Vorster, forsætisráðherra Rhódesiu,
bersýnilega til að reyna að fá hann
til að samþykkja hugmyndir * sínar
um lausn Rhódesíumálsins.
gegna i Rhódesídeilunni og talið er að
hann hafi mikinn áhuga á nýjum
bandarískum tillögum sem geti leitt til
þess að lausn finnist, skærustríðinu
verði aflýst og alþjóðlegum refsi-
aðgerðum aflétt
Fundur Smiths og Vorsters í dag var
haldinn að beiðni hins fyrrnefnda og
var ekki boðaður fyrirfram Þeir hittust
Eftirlaunþegaflokkur
vill fresta kosningunum
Kaupmannahöfn 9. febrúar — NTB
HARKAN eykst I kosningabar-
áttunni ( Danmörku og I dag
krafðist Eftirlaunþegaflokkurinn
þess að kosningunum yrði frestað
f tvær vikur vegna þess að dag-
blaðið Politiken hafði skaðað
flokkinn með fullyrðingum
sfnum.
í opnu bréfi til Ankers Jörgen-
sens, forsætisráðherra, krafðist
flokkurinn, sem er yngsti og
minnsti stjórnmálaflokkur Dan-
merkur, þess að kosningunum
yrði frestað f 10 til 14 daga vegna
greinar í Politiken þar sem segir,
að formaður flokksins, Ejgild
Winther, sé ekki ólíkur Eigil
Kaas, sem stofnaði Framfara-
flokkinn 1972 og seldi flokksnafn-
ið sfðan Mogens Glistrup. Eftir-
launþegaflokkurinn segir að með
lygum sé verið að ómerkja flokks-
formanninn og þvf hafi mögu-
leikar flokksins f kosningunum
verið eyðilagðir. Mun flokkurinn
höfða mál á hendur Politiken og
krefjast 100 þúsund danskra
króna (3.2 milljóna fsl. kr.) f
skaðabætur.
Málgagn a-þýzka kommúnistaflokksins:
Skerðing einstaklings-
frelsis nauðsynleg til að
tryggja mannréttindi
Austur-Berlín - 9. febrúar- Reuter
MÁLGAGN austur-þýzka
kommúnistaflokksins,
„Einheit", heldur þvi fram, að
stundum sé nauðsynlegt að
skerða einstaklingsfrelsi til að
tryggja mannréttindi.
„Mannréttindi eru ekki rétt-
ur hins einstaka manns gagn-
vart þjóðfélaginu heldur réttur
manna f tengslum vió hvern
annan" segir í greininni.
„Ef minnihlutinn verður þess
vegna að sjá á bak frelsi þvf,
sem hann áður hafði til að mót-
mæla meirihlutanum, þá er það
i þágu byltingar öreiganna og
til að veita meirihlutanum
frelsi og þetta er ekki brot á
mannréttindum heldur eru
þetta mannréttindi f raun,“ seg-
ir ennfremur.
Litið er á grein þessa sem
tilraun til að verjast gagnrýni,
sem Austur-Þýzkaland, Sovét-
rfkin og Tékkóslóvakla hafa
sætt vegna meintra brota á
mannréttindum.
Danir setja
vinnslufisk
í bræðslu
London 9. febrúar — AP
BREZKIR sjómenn ásökuðu i dag
Dani um að veiða hundruð þúsunda
lesta af fiski, sem hæfur er til mann-
eldis, og framleiða úr honum fiski-
mjöl. Sex manna nefnd sjómanna frá
Englandi og Wales vitnaði fyrir
nefnd neðri deildar brezka þingsins,
sem kannar fiskiðnaðinn og kvað
Dani ganga á fiskstofna með þvi að
veiða i bræðslu Sögðu þeir að iðn-
aðarveiðarnar hefðu valdið mestu
tjóni á fiskstofnum á Norðursjó. Sem
dæmi nefndu sjómennirnir að á
hverju ári veiddu Danir um 40 þus-
und lestir af góðri lýsu, sem þeir
settu i bræðslu.
Misheppnuð tilraun
til sjálfsmorðs
SLÖKKVILIÐSMAÐUR teygir
sig á eftir Clarence Abbott,
sem stendur á brún f 30 metra
hæð á strfðsminnismerki f
Indianapolis f Bandarfkjunum
f sfðustu viku. Slökkviliðsmað-
urinn, Dan Gammon, náði að
grfpa í Abbott (miðmynd) f
þann mund sem hann var að
renna fram af brúninni. Hinn
slökkviliðsntaðurinn náði f
hinn handlegg Abbotts. Varð
honum bjargað og haldið af lög-
reglu á sjúkrahúsi. Ekki var
gefin upp ástæða fyrir þvf að
maðurinn vildi svipta sig lffi.