Morgunblaðið - 10.02.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.02.1977, Qupperneq 22
22 MORCiUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Réttargæzla og dóma- skipan hafa skipað verulegt rúm í umfjöllun 98. löggjafarþings þjóðar- innar, þess er nú situr. Þetta hefur gerzt með tvennum hætti. í fyrsta lagi með umræðum, sem farið hafa fram í skugga stórra sakamála, er uppi hafa verið með þjóðinni. í annan stað með flutningi stjórnarfrumvarpa, sem miðað hafa að því að koma á nýrri skipan í réttar- gæzlumálum, aðskilja frek- ar en nú er dómsvald í op- inberum málum og lög- reglustjórn, efla og bæta aðstöðu rannsóknarlög- reglu og flýta meðferð sakamála, bæði á rann- sóknar- og dómstigi. Hin fyrri hliðin hefur fengið meiri umfjöllun í fjölmiðl- um og almennri umræðu. Sú síðari mun vonandi skilja eftir sig djúp spor og jákvæð áhrif í réttarfæzlu þjóðarinnar. Af lögum, sem sett voru fyrir áramót á þessum vett- vangi, má m.a. nefna: lög um rannsóknarlögreglu ríkisins, lög um meðferð opinberra mála, lög um skipan dómsvalds í héraði og breytingu á almennum hegningarlögum. Þá má enn nefna stjórnarfrum- varp að lögréttulögum, sem gerir ráð fyrir athygl- isverðri nýbreytni í dóma- skipan, sem léttir verulega á starfsþunga Hæstaréttar og flýtir þann veg meðferð mála fyrir þessum æðsta dómstóli þjóðarinnar. Af fyrrgreindum stjórn- arfrumvörpum, sem öðlazt hafa lagagildi, er Rann- sóknarlögregla ríkisins hið markverðasta. Efnisatriði þeirra laga verða hér lítil- lega rakin. Rannsóknarlög- reglan hefur aðsetur í Reykjavík og lýtur yfir- stjórn dómsmálaráðherra. Hún skal hafa á að skipa sérhæfðu starfsfólki til rannsóknar hvers konar brotamála. Forseti íslands skipar yfirmann hennar, rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, sem fullnægja þarf lögmæltum skilyrðum til skipunar í héraðs- dómaraembætti og hafa aflað sér þekkingar í þeim efnum, er varða rannsókn brota. Rannsóknarlögregla rík- isins hefur með höndum lögreglurannsóknir brota- mála i Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjarnarnesi, Görð- um, Hafnarfirði og Kjósar- sýslu, að því leyti sem þær eru ekki í höndum lög- reglustjóra þar, samkvæmt ákvæðum laga og réttar- reglna. Hún skal og veita lögreglustjórum og saka- dómurum aðstoð við rann- sókn brotamála, hvar sem er á landinu, þegar þeir óska og rannsóknarlög- reglustjóri eða ríkissak- sóknari telja nauðsynlegt. Rannsóknarlögreglustjóri getur og að eigin frumkvæði tekið í sínar hendur rannsókn mála ut- an framangreindra um- dæma, en tilkynna þarf hann viðkomandi lögreglu- stjóra um málið svo fljótt sem verða má. Rannsóknarlögregla ríkisins heldur skrá um myndir og fingraför, sem tekin eru skv. heimild í lög- um, og varðveitir önnur gögn, samkvæmt reglum, er dómsmálaráðherra set- ur. Lögreglustjórar skulu og senda rannsóknarlög- reglu öll slík gögn til varð- veizlu. Sérstakar rann- sóknarlögregludeildir skulu starfa í þeim um- dæmum, þar sem rann- sóknarlögreglan hefur með höndum rannsóknir brota- mála. Deildir þessar skulu annast rannsóknir eftir- greindra málaflokka: brot á umferðarlögum (um- ferðarslys), brot á lög- reglusamþykktum, brot á áfengislögum (önnur en ólögmætan flutning áfeng- is), brota á lögum um til- kynningu aðseturskipta og aðra málaflokka, sem til- greindir verða í reglugerð. Annars staðar starfa rann- sóknarlögregludeildir eftir ákvörðun ráðherra og eftir því sem fé verður veitt til í fjárlögum. Meðal aðalatriða í lögun- um er það, að yfirsaka- dómarinn í Reykjavík er ekki lengur yfirmaður rannsóknarlögreglunnar i Reykjavík. Með því er stig- ið spor í þá átt að aðskilja dómsvald í opinberum mál- um og lögreglustjórn, þótt eigi sé sporið stigið til fulls sé litið á landið í heild. í þessu efni er fylgt fordæmi annarra þjóða um slíkan aðskilnað og er framfara- spor. Sérstök rannsóknar- lögregla, með sérhæfðu starfsliði, viðunandi starfs- skilyrðum, m.a. að því er varðar tækniútbúnað, skiptir og höfuðmáli varð- andi eðlilegan hraða og réttar niðurstöður i rann- sókn mála. Verksvið hinn- ar nýju rannsóknarlög- reglu verður fyrst og fremst meiri háttar afbrot — og sérstakri deild innan hennar er falið að rann- saka ávana- og fíkniefna- mál. Aðalatriði málsins er að sjálfsögðu það, að stefnt er að samræmdum aðgerð- um við rannsókn brota- mála um allt land, m.a. með því að styrkja rannsóknir slíkra mála utan Reykja- víkur, þar sem tækni og sérþekkingu kann að skorta, og stuðla að fljót- virkari rannsóknum. En fyrst og síðast ber þó að leggja áherzlu á að styrkja siðferðiskennd og löghlýðni landsmanna, stuðla að fyrirbyggjandi félagslegum aðgerðum varðandi brotamál, þann veg, að þjóðfélagsaðstæður ýti ekki undir brotahneigð einstaklinganna. Sterk lög- gæzla, öflug siðferðis- kennd, félagslegt réttlæti og manneskjuleg meðferð brotafólks þurfa að haldast í hendur til að fulls réttlæt- is sé gætt og mannleg ham- ingja og velferð skipi önd- vegið í viðleitni okkar. Rannsóknarlögregla ríkisins Ævilangt fangelsi er hámarksrefsing sam- kvæmt Menzkum lögum Aldrei verid dæmt 1 meira en 16 ára fangelsi frá stofnun Hæstaréttar árið 1920 VEGNA rannsókna á hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sem leitt hafa f ljós aðild a.m.k. tveggja ungmenna að hvarfi þeirra beggja, aflaði Mbl. sér upplýsinga um hver væri hámarksrefsing samkvæmt nú- gildandi hegningarlögum og hver væri harðasta refsing, sem dæmd hefur verið samkvæmt sömu lögum. Kom f Ijós, að hámarksrefsins hefur frá árinu 1928 verið ævilangt fangelsi, en fram til þess árs var dauðarefs- ing formlega í lögum, sam- kvæmt upplýsingum Baldurs Möllers ráðuneytisstjóra, enda þótt henni hafi ekki verið beitt f áratugi, þegar hún var afnum- in. Að sögn Baldurs hefur ekki verið beitt hörðustu refsingu, þ.e. ævilöngu fangelsi, a.m.k. frá þvf Hæstiréttur tók til starfa árið 1920 og frá þeim tfma til þessa dags hefur dæmd hámarksrefsing verið 16 ára fangelsi. 1 77., 78. og 79. grein hegn- ingarlaganna segir: — 77. gr. Verði maður, meðan á sama málinu stendur, uppvís að þvi að hafa framið fleiri brot en eitt, skal tiltaka refsinguna fyrir þau í einu lagi, og svo, að þau séu öll tekin til greina, en liggi ævilangt fangelsi við mesta brotinu, er ekki um frek- ari hegningu að ræða fyrir hin brotin. — Refsingu skal að jafnaði tiltaka innan takmarka þess hegningarákvæðis, sem við brotunum liggur, og eigi* þau ekki öll undir sama hegn- ingarákvæði, þá innan tak- marka þess hegningarákvæðis, sem þyngsta hegningu setur. Þó má eftir málavöxtum þyngja refsingu svo, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar. Dómstólunum skal þó heimilt, þegar maður er dæmdur sam- tímis fyrir mikið brot og annað, sem að tiltölu er lítilræði eitt, að beita jafnvel lægsta stigi þeirrar refsingar, sem við meira brotinu liggur. — Liggi mismunandi tegundir refsivist- ar við brotunum, skal beita þeirra, sem þyngri er. — Sé dæmt i einu lagi fyrir tvö eða fleiri brot, er annað eða sum varða refsivist, en hin sektum, er dómstólunum heimilt að dæma sektir jafnframt refs- ingu — 78. gr. Verði maður, em búið er að dæma fyrir eitt brot eða fleiri, uppvis að því að hafa framið önnur brot, áður en hann var dæmdur, skal honum dæma hegningarauka, er sam- svari þeirri þynging hegningar- innar, sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll brot- in í fyrra málinu. Má þá dæma refsivist um skemmri tlma en mælt er i 34. og 44. gr. — Nú verður hegningarauki fang- elsisvist, en fyrri refsingin var varðhald, og skal þá, ef fyrri refsingin er enn ekki úttekin að fullu, valdsmaður sá, sem ann- ast fullnustu refsidóma, breyta því, er eftir stendur af varð- haldsvistinni, i fangelsisvist eftir reglum 79. gr. — 79. gr. Þegar breyta skal refsingu þeirri, sem við broti er lögð, telst 2 daga fangelsi jafnt 3 daga varðhaldi. — Þegar lög heimila aukna refsingu, en hin lögákveðna refsing við broti yrði ekki aukin, nema farið væri út fyrir takmörk þau, sem sett eru hverri hegningarteg- und um sig, skal breyta allri hegningunni í þá hegningarteg- und, sem næst er og þyngri. Takmörk þau, sem sett eru i 34. Cr íslenzku fangelsi. og 44. gr., skulu þá ekki vera þvi til fyrirstöðu, að dæma megi f varðhaldsvist allt að 3 árum og fangelsisvist allt að 20 árum. Samkvæmt upplýsingum Baldurs Möllers ná reynslu- lausnir og náðanir einnig til ævilangs fangelsisdóms. Náðunarvaldið er í höndum for- seta tslands og getur hún komið hvenær sem er á refsitímanum en ákvörðun um reynslulausn er í höndum dómsmálaráð- herra. Samkvæmt lögum er aóalreglan um reynslulausn sú, að henni má beita þegar % refsitimans hafa verið afplán- aðir en eftir helming refsitfm- ans í sérstökum tilvikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.