Morgunblaðið - 10.02.1977, Page 24
24
MORCiUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1977
Alyktun um
kjaramál
MORGUNBLAÐINU hefur borist
svofelld ályktun:
Sameiginlegur fundur sjó-
manna á Hellissandi, Rifi og
Ölafsvík, haldinn í Röst 6, febr.,
mótmælir harðlega þeim sífelldu
kjaraskerðingum sem launþegar
hafa orðið að þola undanfarin
misseri, og telur að ekki verði
lengur við unað.
Fundurinn lýsir furðu sinni yf-
ir, að þrátt fyrir verulegar hækk-
anir á fiskafurðum okkar erlend-
is, skuli ekki vera grundvöllur
fyrir verulegum fiskverðshækk-
unum (á skiptaverði til sjó-
manna) og dregur í efa að svo
skuli ekki vera.
Fundurinn tekur eindregið
undir mótmæli Sjómannasam-
bands íslands um framkomið
skattalagafrumvarp, og telur nóg
vera að gert nú þegar við að
skerða laun sjómanna með lögum,
þó ekki bætist enn við einhver
ólög, en þau lög sem fela það
jafnvel i sér, að frádráttur sjó-
manna skerðist um 25 til 30%
miðað við núverandi lög, telur
fundurinn vera ólög.
Fundurinn álítur að strax og
lög um kjarasamninga sjómanna
renna út, verði að taka kjaramál
sjómanna föstum tökum, og hvika
hvergi frá raunhæfum kjarabót-
um og kannaðar verði allar leiðir
til að ná settu marki að mann-
sæmandi launum fyrir sjómenn.
— Erlendir
Framhald af bls. 2
mönnum, sem ræður því, hvort
hundsvitið nýtur sín eða ekki.
Eins og áður sagði hvatti dr.
Stefón til þess að hingað til
lands yrðu fengnir erlendir
smalar til að leiðbeina í þjálf-
un fjárhunda og jafnframt
mætti styrkja íslenzk bænda-
efni og fjármenn á tilrauna-
búum til ársdvalar á erlendum
fjárbúum með það fyrir aug-
um að kynnast meðferð og
þjálfun fjárhunda og annarri
tækni, sem ástæða væri til að
taka í notkun hér á landi í
sambandi við smölun sauðfjár.
— Bretar
Framhald af bls. 44
Þeir hefðu að sjálfsögðu áhuga
á áframhaldandi veiðum
brezkra togara hér við land og
myndu væntanlega fléttast inn
i viðræðurnar þau áform, sem
hafa verið uppi um að meðlimir
Alþjóðasambandsins i Bret-
landi settu afgreiðslubann á
íslenzkar vörur. ,,Það er aug-
ljóst, eins og ástand fiskstofn-
anna er við landið, að lítið svig-
rúm er til samninga um áfram-
haldandi veiðar Breta og alls
ekkert svigrúm til samninga
um þorskveiðar," sagði Óskar.
„Þá tel ég ekki grundvöll fyrir
því af hálfu Alþjóðasambands-
ins að setja afgreiðslubann á
Islenzkar vörur slíkt mundi
algerlega stangast á við sam-
þykktir, sem gerðar voru á
þingi sambandsins i Hull i
fyrrasumar, þar sem fjallað var
um afstöðu sambandsins til 200
mílna fiskveiðilögsögu."
Óskar ítrekaði að lokum, að
Sjómannasambandið myndi
samt ekki neita að ræða við
Bretana um það sem þeir hefðu
fram að færa.
— Loðna
Framhald af hls. 44
því mörg skip tii Siglufjarðar í
fyrrakvöld og eins til Vestmanna-
eyja. A tímabilinu frá kl. 18 í
fyrrakvöld fram til kl. 21.30 i gær-
kvöldi tilkynntu 30 skip um afla,
samtals 10.180 lestir, og eru þau
þessi: Suðurey VE 130 lestir,
Bergur VE 160 Sóley AR 240,
Loftur Baldvindsson EA 750,
Albert GK 570, Örn KE 540,
Gunnar Jónsson VE 270, Þórkatla
GK 200, Svanur Rf; 320, Stapavík
SI 430, Vonin KE 180, Bjarnarey
VE 130, Oskar Halldórsson RE
380, Grindvíkingur GK 600, Sölvi
Bjarnason BA 210, Arni Sigurður
AK 420, Gullberg VE 580, Helga
RE 270, Asberg RE 380, Kári
Sólmundarson RE 200, Þórður
Jónasson EA 380, Jón Finnsson
GK 560, Vörður ÞH 220, Sæberg
SU 260, Hrafn Sveinbjarnarson
GK 220, Reykjanes GK 250,
Arsæll Sigurðsson GK 200, Bjarni
Ólafsson AK 480 og Bylgjan VE
150 lestir.
— Lítið
ráðstöfunarfé
Framhald af bls. 44
þar á móti, að aukning spariinn-
lána varð mun meiri á árinu en
reiknað hafði verið með. Jukust
spariinnlán hjá viðskiptabönkun-
um um 36,1% á árinu 1976, en á
árinu 1975 hafði aukningin verið
26,6%. Jafnframt skal á það bent,
að þegar á heildina er litið, batn-
aði lausafjárstaða viðskiptabank-
anna litillega á árinu 1976.
Að undanförnu hafa farið fram
viðræður milli bankastjórnar
Seðlabankans, bankastjórna við-
skiptabankanna og formanns
Sambands ísl. sparisjóða um út-
lánastefnuna á þessu ári. Til
grundvallar viðræðunum hefur
legið skýrsla rikisstjórnarinnar
um lánsfjáráætlun fyrir árið
1977, sem lögð var fram í desem-
ber sl. í áætluninni er gert ráð
fyrir, að útlán innlánsstofnana að
frádregnum endurseldum afurða-
lánum geti aukizt um 19% á árinu
1977. Mundi útlánastarfsemi þess-
ara stofnana þá samrýmast þeim
markmiðum í efnahagsmálum,
sem ríkisstjórnin leggur nú meg-
ináherzlu á, en þau eru að minnka
enn hallann á viðskiptajöfnuði
þjóðarbúsins við útlönd og draga
verulega úr hraða verðbólgunnar,
jafnframt því sem tryggð sé full
atvinna og hagvöxtur vakinn á ný
eftir afturkipp síðustu tveggja
ára.
Þeir, sem þátt tóku í framan-
greindum viðræðum, voru á einu
máli um nauðsyn þess, að útlána-
aukningin á árinu i heild fari ekki
fram úr þvi 19% marki, sem sett
er fram i lánsfjáráætluninni.
Jafnframt var það niðurstaða við-
ræðnanna, að rétt sé að skipta
þessu heildarmarkmiði í minni
áfanga innan ársins. I samræmi
við þessar niðurstöður hefur orð-
ið um það samkomulag milli
Seðlabankans og viðskiptabank-
anna, að aukning útlána að frá-
dregnum endurseldum afurða- og
birgðalánum til atvinnuveganna
verði ekki meiri en 6% fyrstu
fjóra mánuði þessa árs. Seðla-
bankinn mun beina þeim tilmæl-
um til allra sparisjóða, að þeir
fylgi sömu stefnu og viðskipta-
bankarnir í útlánum sínum, bæði
á þessu timabili og árinu i heild.
Innlánsstofnanir hafa þegar
veitt viðskiptamönnum sfnum
aukna fyrirgreiðslu á þessu ári,
eins og á sér stað í upphafi hvers
árs. Vegna þess og með tillitr til
þeirrar stefnu, sem nú hefur ver-
ið mörkuð i útlánamálum, munu
innlánsstofnanir því almennt
hafa lítið fé til ráðstöfunar til
aukinna útlána fram til aprílloka.
Jafnframt mun erfið lausafjár-
staða sumra innlánsstofnana setja
útlánagetu þeirra þröngar skorð-
ur næstu mánuðina.
í lok aprilmánáðar munu á ný
fara fram viðræður um stefnuna í
útlánamálum milli bankastjórnar
Seðlabankans og stjórnenda inn-
lánsstofnana í því skyni að
tryggja með samræmdum aðgerð-
um, að útlánastarfsemi þessara
stofnana verði á árinu öllu innan
þeirra marka, sem samrýmast
þeim þjóðhagslegu markmiðum,
seni að er stefnt.
— Takmarkað
bann
Framhald af bls. 1.
greinarmunar. Hann sagði að
EBE gæti beitt valdi sinu gegn
Bretum og írum ef fyrirhugaðar
ráðstafanir þeirra brytu gegn því
grundvallarsjónarmiði EBE að
misrétti mætti ekki beita.
Gundelaeh ítrekaði áskorun
sína um „evrópska lausn“ á fisk-
málunum og varaði við því að ef
ekki næðist samkomulag um sam-
eiginlega fiskveiðistefnu óttaðist
hann að upp kæmi svipuð staða og
„milli eins aðildarlands banda-
lagsins og íslands". Með þessu
itti hann greinilega við þorska-
stríðið sem hann kallaði „bölvað
klúður“.
Jafnframt ftrekaði Gundelach
andstöðu sína við 50 milna einka-
lögsögu sem Bretar og írar vilja
og kvað þá hugmynd andstæða
Rómarsáttmálanum. Hann taldi
þá hættu fyrir hendi að svipaðar
hugmyndir kæmu fram á öðrum
sviðum.
Þótt utanríkisráðherrar Efna-
hagsbandalagsins næðu að mestu
leyti samkomulagi um aðgerðir til
að stemma stigu við eyðingu fisk-
stofna á miðum bandalagsins full-
nægði samþykkt ráðherranna þó
ekki algerlega kröfum Breta og
íra og ráðherrar þeirra tilkynntu
að stjórnir þeirra mundu upp á
eigin spýtur gripa til frekari að-
gerða.
Brezki utanríkisráðherrann,
Anthony Crosland, sagði á blaða-
mannafundi að bráðabirgðasam-
komulagið um fyrstu verndarað-
gerðir ætti eftir að fá staðfestingu
dönsku rikisstjórnarinnar. Ráð-
herrafundurinn, sem stóð i 13
klukkustundir, snerist að miklu
leyti um deilur þriggja landa,
Bretlands, Irlands og Danmerkur.
Embættismenn segja að margir
ráðherrar hafi hvatt sendinefndir
íra og Breta til að grípa ekki til
einhliða aðgerða, en þær svöruðu
því til að ekki væri annarra úr-
kosta völ.
Danska stjórnin var hörð á því
að gefa í.engu eftir Bretum, ekki
sizt með tilliti til fyrirhugaðra
kosninga á fimmtudag i næstu
viku, að sögn embættismanna.
Þar sem ekkert samkomulag
náðist á vettvangi EBE ætla Bret-
ar upp á eindæmi að takmarka
veiðar á einni fisktegund, spær-
lingi, í brezka hluta fiskveiðilög-
sögu bandalagsins. Segja Bretar
að við veiðar á spærlingi sópist
upp mikið magn af ókynþroska
bolfiski.
Aðgerðir íra miða að því að
takmarka stærð veiðiskipa á sín-
um miðum og ákveða fjarlægð
veiðisvæða þeirra frá ströndinni.
Garret Fitzgerald, írski utanríkis-
ráðherrann, sagði að mikill þrýst-
ingur heimafyrir neyddi stjórn
sína til einhliða aðgerða.
Meðal atriða samkomulagsins
eru takmarkað bann við síldveið-
um í Norðursjó, og strangari
ákvæði um möskvastræð við veið-
ar á ákveðnum fisktegundum.
Crosland sagði á blaðamanna-
fundinum að Sovétmenn fengju
að halda áfram veiðum á miðum
EBE „í skynsamlegan lágmarks
dagafjölda", þó að veiðar þeirra
séu I raun ólöglegar siðan i gær.
Þetta er til að þeir fái tíma til að
meta stöðu sína, sagði Crosland.
Þó að Rússar hafi látið í ljós
áhuga á langtímasamkomulagi við
EBE hafa þeir ekki hirt um að
sækja um veiðileyfi, en reglur um
þau tóku gildi í gær. Sagði Cros-
land að ef þeir sæktu ekki um
veiðiheimildir innan veitts tíma-
frests mundu EBE löndin láta
reglur bandalagsins koma til
framkvæmda. Hann neitaði þó að
segja hvernig bandalagið hygðist
fara að þvi. „Aðferðirnar eru
trúnaðarmál," sagði hann.
— Blak
Framhald af bls. 43
dæmis aðeins einn skiptimann.
Híns vegar áttu leikmenn Stíg-
anda sinn langbezta leik í vetur
og var gaman að sjá hve baráttu-
glaðir og ákveðnir þeir voru og ef
þeir ná að sýna svona góða leiki
það sem eftir er af þessu keppnis-
tímabili er aldrei að vita nema
þeir nái að vinna leik og haldi
jafnvel sæti sinu í 1. deildinni.
Bezti maður Stíganda var
Björgvin Eyjólfsson, sem er mjög
útsjónarsamur og baráttuglaður,
auk þess sem hann stjórnar spili
liðs síns mjög vel.
Hjá stúdentum léku allir langt
undir getu nema Halldór Jónsson
og er það vist að stúdentarnir
verða að sýna talsvert betri leiki
ef þeir ætla að berjast við Þrótt-
ara um efsta sætið í mótinu.
Leikinn dæmdi Torfi Rúnar
Kristjánsson og voru báðir aóiiar
mjög óánægðir með dóma hans,
og töldu þeir að mjög mikils mis-
ræmis hefði gætt i þeim.
Þá var einn leikur í 2. <deild á
milli b-liða Víkings og Þróttar og
lauk honum eins og áður sagði
með sigri Víkings, 3—2 (18—16,
12—15, 9—15, 16—14 og 15—13).
HG.
— Skotar gáfu
Framhald af bls. 23
keppni er 8 timar, að meðtöldum
þeim tima sem fer í það að senda
leikina, en sá timi kemur ekki
fram á klukkum keppenda. Að
sjálfsögðu er nauðsynlegt að hafa
allfjölmennt starfslið á keppnis-
stað til að tryggja snurðulausan
gang keppninnar.
Fjórtán þjóðir tilkynntu þátt-
töku sína í þessari fyrstu
Ölympíukeppni, og hefur verið
ákveðin eftirfarandi timaáætlun:
1. umferð: 1. jan.—30. apríl 1977
2. umferð: 1. júní—30. sept. 1977
3. umferð: 1. nóv.—31. jan. 1978.
Úrslitakeppni: 1. mars — 31.
maí 1978.
Samkvæmt drætti áttu þessi
lönd að keppa saman i 1. umferð
(það fyrrnefnda hefur hvitt á
oddatöluborðum):
Island — Skotland, Finnland —
Pólland, Ástralia — Guyana, Sví-
þjóð — Noregur, Frakkland —
Portúgal, V-Þýzkaland —
Holland, en Sovétríkin og A-
Þýzkaland sitja yfir, en tvö lönd
urðu að gera það i 1. umferð til
þess að fá fram 2—4—8 kerfi i
útslættinum.
— Sovézku
geimfararnir
Framhald af bls. 1.
Tass segir, að Gorbatko og
Glazkov muni halda áfram rann-
sóknum og tilraunum sem geim-
fararnir Boris Volynov og Vitaly
Zholobov stunduðu í Salyut-5 í
júlí og ágúst í fyrra.
Blaðið Rauða stjarnan gaf í
skyn i dag að geimfararnir
mundu reyna að slá geimdvalar-
met Rússa sem er 63 dagar og sett
1975.
— Haavik undir
smásjá 1966?
Framhald af bls. 1.
öryggislögreglan hefði Gunvor
Haavik grunaða um njósnir.
Kemur það einnig fram í yfir-
lýsingunni að þáverandi utan-
ríkisráðherra, John Lyng,
dómsmálaráðherra, Elisabeth
Schweigaard Selmer, og
varnarmálaráðherra, Otto
Grieh, neita að hafa haft
nokkra vitneskju um þetta mál.
Mörg blaðanna héldu því
fram í dag að ástæðan fyrir því
að frú Haavik var flutt til i
utanríkisráðuneytinu 1961, en
Jens Evensen, þáverandi
deildarstjóri og núverandi haf-
réttarráðherra, bar ábyrgð á
þeirri breytingu, væri að hún
ætti í ástarsambandi við Sovét-
mann, líklega bílstjóra sovézka
sendiráðsins í Moskvu. Þetta er
hins vegar ekki talin vera hin
opinbera ástæða, því í yfirlýs-
ingu, sem forsætisráðuneytið
gaf út í gær, segir að ákvörðun
Evensens um að flytja Gunvor
Haavik hefði byggzt á persónu-
legu mati hans á starfsgetu
hennar og vinnutilhögun.
— Friðrik
Framhald af bls. 3
2. Guðmundur Sigurjónsson
2470
3. Ingi R. Jóhannsson...2440
4. Ingvar Ásmundsson....2415
5. Jón Kristinsson.......2415
6. Björgvin Viglundsson ....2405
7. Haukur Angantýsson...2390
8. Ölafur Magnússon .....2385
9. Helgi Ólafsson .......2380
10. Björn Þorsteinsson ..2370
11. Magnús Sólmundarson ..2350
12. Jón L. Árnason ......2330
13. Margeir Pétursson ...2325
14. Benóný Benediktsson .... 2320
15. Júlíus Friðjónsson ..2330
16. Jónas Þorvaldsson ...2310
17. Kristján Guðmundsson .2300
— íþróttir
Framhald af bls.42
voru margar og breytilegar en miklar
rigningar dagana á undan gerðu þær
mjög óárennilegar. Urðu menn t.d. að
stökkva skurð sem reyndist nokkrum
Ijár í þúfu, en flestir keppenda fengu
einnig slæma útreið í miklum forarpolli
sem menn urðu að vaða í einu horninu
í brautinni. Urður flestir fyrir þvi að
leggjast þar flatir einu sinni eða oftar,
áhorfendum til mikillar skemmtunar
— Skattstjórar
Framhald af bls. 3
is. Sagði hann i upphafi, að þar
sem hann væri ekki enn búinn
að fá þetta bréf, vissi hann ekki
hvað kæmi til með að standa f
þvi. „Við á skattstofunni i
Hafnarfirði vinnum eftir regl-
um frá ríkisskattstjóra og ég
geri ráð fyrir að starfsfólk á
öðrum skattstofum geri það
Hka.“
„Ég veit ekki hvernig nýju
skattalögin munu virka ef þau
verða samþykkt, en í fljótu
bragði sýnist mér þau ætla að
verða örðugari í framkvæmd.
Það er þýðingarlitið að sam-
þykkja ný lög, ef kerfið verður
eftir sem áður jafnt þungt i
vöfum og skattstofurnar jafn
mannfáar og þær eru“ sagði
Sveinn.
— Tass svarar
með árásum
Framhald af bls. 1.
ið sagði þegar Alexeyev var vísað
úr landi að ákvörðunin hefði
verið tekin vegna brottvisunar
George Krimsky, fréttaritara AP í
Moskvu. Zamayatin minntist ekki
á Krimsky sem var sakaður um
gjaldeyrissvik og njósnir.
Fyrr í dag birti Tass stutta frétt
um blaðamannafund Carters for-
seta án þess að minnast á ummæli
hans um mannréttindi og sagði
hann hefði lagt mikla áherzlu á
gerð nýs samnings um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðar.
I Washington er sagt um fund
Carters að hann hafi fallið frá
þeirri afstöðu Henry Kissingers
fyrrverandi utanrikisráðherra að
vinna verði að þvi að áfram miði i
öllum málum sem snerti sam-
skipti risaveldanna þar sem þau
séu öll nátengd. Þetta sást á þvi
að Carter sagði að hann væri viss
um að gagnrýni á Rússa i mann-
réttindamálum stofnaði ekki i
hættu tilraunum til að stöðva víg-
búnaðarkapphlaupið.
— Prófgögnum í
Soweto brennt
Framhald af bls. 1.
beita hörku gegn nemendum sem
sæjust á götunum meðan þetta
útgöngubann væri I gildi.
Fjöldahandtökum barna hefur
verið hætt í Soweto síðan Visser
varð lögreglustjóri. I dag sakaði
hann nemendur um svik við sig
þar sem hann hefði gert allt sem í
hans valdi stæði til þess að þeir
gætu stundað nám sitt truflunar-
laust. Hann sagði að fjölmennt
lögreglulið yrði á verði á götunum
á morgun en færi ekki inn i skól-
ana.
Herskáir nemendur stóðu fyrir
óeirðunum sem fóru fram sam-
tímis í mörgum skólum og sögðu
nemendum sem voru i prófi að
þeir sóuðu tímanum til einskis.
Við Orlando-skóla, aðalvigi her-
skárra nemenda, beitti lögreglan
kylfum til að fjárlægja 2.000 nem-
endur úr byggingunni og táragasi
þegar nemendurnir söfnuðust
saman fyrir utan. Við annan skóla
beitti lögregla táragasi til að
dreifa 1.000 nemendum og þar
var einn nemandi handtekinn fyr-
ir að stjórna mótmælagöngu.
Herskáir nemendur telja að of
mikill timi hafi farið til spillis
þegar skólar voru lokaðir vegna
óeirða i fyrra til þess að próf geti
farið fram. Þeir segja einnig að
ekki hafi verið gengið að mörgum
fyrri kröfum þeirra, m.a. kröfu
um afnám kynþáttaaðskilnaðar i
skólum og kröfur um að fangels-
aðir nemendur verði látnir lausir.