Morgunblaðið - 10.02.1977, Síða 28

Morgunblaðið - 10.02.1977, Síða 28
28 MOHCiUNBLAÐIÐ. FIMMTUDACiUR 10. FEBRUAR 1977 Baldur Guðlaugsson: Hér fer á eftir erindi, sem Baldur Guölautjsson flutti á ráðstefnu Stjórnunar- félags Islands um gerð kjarasamninga í Ölfusborgum 27.-28. jan. s.l. Meira skipulag, samræmi og sanngirni Ef peningar yxu á trjám, ef óumdeilt væri hversu stór hluti þjóðartekna ætti að ganga til at- vinnuveganna og hversu mikið til launþega, ef upp væri tekinn full- kominn launajöfnuður eða ef fullt samkomulag væri um það hver vera skyldi innbyrðis launa- hlutföll einstakra starfsgreina og einstakra starfshópa, væri kjara- samningagerð varla miklum erfið- leikum undirorpin og þá hefði þessi ráðstefna sennilega verið óþörf. En peningar vaxa ekki á trjám, engin viðurkennd eða al- gild regla er til um það hvernig skipta skuli þjóðarkökunni milli launþega og atvinnuveganna, um algjöran launajöfnuð sýnist sitt hverjum og samkomulagi um inn- byrðis launahlutföll einstakra starfsgreina og starfshópa er ekki til að dreifa. Þess vegna er gerð kjarasamninga jafn margþætt og margslungin og raun ber vitni og þess vegna erum við hér saman komin. Þeir, sem nærri kjarasamning- um hafa komið, vita mæta vel, að þar getur svo sannarlega reynt á þrek, þrautseigju og þolinmæði þátttakenda. Oft á tíðum hafa menn á tilfinningunni að miklum tíma og kröftum hafi verið sóað til lítils. Í vinnustöðvunum fara iðulega mikil verðmæti forgörð- um, bæði launþegum og vinnu- veitendum til tjóns. Þrátt fyrir þetta eru allir aðilar vinnumark- aðarins á einu máli um, að hinn frjálsa samningsrétt beri að varð- veita; að láta verði vinnuveitend- ur og vinnuþiggjendur um að semja um kaup sín og kjör án of mikilla afskipta ríkisvaldsins. Nauðsynlegt að samhæfa kjara- samninga almennri efnahagsstefnu Að vísu er deginum ljósar, að kjör launþega og raunar lands- manna allra mótast ekki einvörð- ungu af ákvæðum kjarasamninga og upphæð útborgaðra launa. Stefna þings og stjórnar í skatta- málum, húsnæðismálum, heil- brigðis- og tryggingamálum, menntamálum og fjölmörgum öðrum málaflokkum, auk al- mennrar efnahagsstjórnar, ræður ekki minnu um raunkjör manna, en umsamdar * launagreiðslur. Þess vegna þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart, þótt samtök Iaunþega meti fyrirheit um að- gerðir í slíkum málum til jafns við launahækkanir, enda ígildi kjarabóta. A sama hátt er ofur eðlilegt, að atvinnurekendur taki mið af stjórnvaldsaðgerðum, sem snerta atvinnurekstur, svo sem stefnu í lána-, vaxta- eða skatta- málum, og óski stundum yfirlýs- inga ríkisvaldsins um tilteknar ráðstafanir, áður en gengið er til samninga um kauphækkanir, sem ella yrðu atvinnuvegunum ofviða. Þetta er þeim mun óhjákvæmi- legra hér á landi, sem stefna hins opinbera hefur ætíð gert frjálsum atvinnurekstri erfitt uppdráttar og haft í för með sér stöðuga vöntun á rekstrarfé og þróunar- möguleikum. Þótt aðilar vinnumarkaðarins geri sér ljósa grein fyrir því að nauðsynlegt sé að samhæfa kjara- samninga almennri efnahags- stefnu, á slíkt ekkert skylt við allsherjar kjaraskömmtun hins opinbera. Slíka ríkisfjorsjá vilja bæói launþegar og vinnuveitend- ur forðast. En til þess að svo megi verða þurfa aðiiar vinnumarkað- arins vitanlega að koma sér sam- an um leiðir til að gera kjarasamninga þannig úr garði að þeir fái staðizt i reynd og ekki þurfi stöðugt til að koma íhlutun eða aðstoð ríkisvaldsins. Ella kynni þróunin að verða sú, að samningagerð yrði af okkur létt í eitt skipti fyrir öll. Skipulag kjarasamningagerða í ólestri Víkjum þá að meginefni þessa erindis — heildarsamningum og samningum einstakra aðila. Ég skal ganga hreint til verks. Ég hef sannfærzt um það af fenginni stuttri en þó nægilega langri reynslu og afskiptum af samningamálum, að skipulag kjarasamningagerðar hér á landi sé í hinum mesta ólestri og valdi bæði launþegum og vinnuveitend- um í heild stórskaða. Verkalýðs- hreyfingin er saman sett af fjöl- mörgum smáhópum, sem hver um sig getur farið sínar eigin leiðir lögum samkvæmt og reynt að knýja fram kjarabætur sér til handa án tillits til þess sem í hlut annarra launþega kemur. Stéttar- félögin eru byggð upp á grund- velli þröngt skilgreindra starfs- greina en ekki vinnustaða með þeim afleiðingum að starfsmenn eins og sama vinnuveitenda kunna að tilheyra fjölmörgum mismunandi stéttarfélögum, sem hvert um sig kann að geta átt í kjaradeilum og vinnustöðvunum óháð hinum stéttarfélögunum á staðnum. Af kunna að hljótast síendurteknar rekstrarstöðvanir og verðmætatap sömu atvinnufyr- irtækja. Hér er ekki verið að sak- ast við einn eða ríeinn, heldur einungis lýst staðreyndum. Það er ríkt í íslendingnum að vilja vera sjálfs sín herra og engum háður í athöfnum sínum. Þess vegna eiga tilraunir til samvinnu, samráðs og samræmingar svo erfitt upp- dráttar á öllum sviðum hér á landi. En afleiðingin er óneitan- lega sú í samningamálum, að iðu- lega hafa vinnuveitendur það á tilfinningunni i kjarasamningum við einstaka hópa launþega, að viðkomandi hópar séu fremur í innbyrðis stríði heldur en við vinnuveitendur. Að visu er bæði rétt og skylt að taka fram að til- koma landssambands sérgreinafé- laga og víðtæk samflot verkalýðs- hreyfingarinnar í samningum undanfarin ár hefur haft í för með sér mikla breytingu til batn- aðar. En sú samræming og það samflot, sem þar hefur átt sér stað, hefur staðið völtum fótum, einstök sambönd, félög og hópar hafa oft brotizt út úr þvi og hin staðbundnu stéttarfélög eiga að óbreyttum lögum alltaf síðasta orðið. Kjarninn er því sem hér er ver- ið að reyna að segja er sá, aði of mikið skorti á að eitthvert inn- byrðis samhengi, einhver kerfis- bundin hugsun liggi til grundvall- ar því, sem gert er við samninga- borðið hverju sinni. Þess gætir í of ríkum mæli að handahóf eitt og mismunandi harðfylgi ráði því hvort ein starfsstétt fær helmingi meiri kjarabætur en önnur eða öfugt. Vinnuveitendur hafa oft lýst því yfir, bæði í gamni og alvöru, að þeir kysu helzt að laun- þegahreyfingin legði á borðið frá- gengna skrá um innbyrðis launa- hlutföll hinna ýmsu starfsgreina. Fyrir slíku er víst ekki grundvöll- ur að sinni, þótt frekari tilraunir kunni smám saman að verða gerð- ar til að koma á skipulögðu starfs- mati á einstökum vinnustöðum. En vöntun á samræmdum út- gangspunktum má ekki verða til þess að tilviljanir ráði því hvar menn lenda í launastiganum. Meira skipu- lag, samræmi og sanngirni í kjara- samningagerð Kjarasamningar þannig úr garði gerðir að þeir fái staðizt í reynd staðbundnu stéttarfélög eru í sín- um rétti að hafna öllu samstarfi á viðtækara grundvelli og semja hvert fyrir sig. Það má vera að þeir séu til bæði í vinnuveitenda- hópi og launþega, sem teldu ein- faldast og eðlilegast að hætta allri viðleitni til samstöðu og sam- ræmingar í kjaramálum, samn- ingsaðilar á hverjum stað og i hverri starfsgrein séu þess bezt umkomnir að semja um þau kaup og kjör, sem gilda skuli þeirra í millum. En þess háttar samnings- máti myndi tvímælalaust ýta enn undir það ósamræmi og handa- hóf, sem rætt hefur verið um að framan, enda er reynsla fyrri tíma ólygnust um það. Því hljóta heildarsamtök hvort heldur er launþega eða vinnuveitenda að leggjast gegn því að aftur verði horfið til slíkrar tilhögunar. Ann- ar möguleiki — nú tala ég um fræðilega, ekki endilega fram- kvæmanlega möguleika — væri sá, að heildarsamtökin færu með samningsréttinn í einu og öllu og gerðu heildarsamning um kaup og kjör allra launþega, sem undir þau heyrðu. Slík tilhögun væri að sjálfsögðu langbeztur til þess fall- in að tryggja samræmi í kjara- ákvörðunum, en hætt er við að hún næði seint fram að ganga við óbreyttar aðstæður. Því veldur hvort tveggja skortur á samkomu- lagi innan verkalýðshreyfingar- innar um innbyrðis launahlutföll og rík sjálfstæðistilhneiging ein- stakra manna, svæða og félaga beggja vegna samningaborðsins. Auk þess hljóta alltaf að verða til staðar viss vandamál tengd ein- stökum vinnustöðum, starfsgrein- um eða svæðum, sem illmögulegt og óæskilegt er að heildarsamtök- in reyni að leiða til lykta. Eftir stendur þá að reyna að finna ein- hvern skynsamlegan meðalveg milli þessara tveggja höfuðþátta, þ.e. fyllsta samningsréttar ein- stakra stéttarfélaga annars vegar og fyllsta forræðis heildarsamtak- Rammasamningur — sérkröfur Alkunna er, að tímafrekasta og torveldasta viðfangsefni kjara- samninga síðustu ára hefur verið að flokka sundur og tryggja sam- ræmi í afgreiðslu svokallaðra al- mennra krafna annars vegar og sérkrafna hins vegar. Til lítils er að gera sameiginlegan ramma- samning, ef síðan er undir hælinn lagt hvað um semst í sérviðræðum einstakra sambanda og félaga. Þess vegna hafa vinnuveitendur fyrir sitt leyti lagt áherslu á, að samningum um sérkröfur væri lokið áður en aðalsamningur væri undirritaður. Þetta tókst í febrúarsamningunum á síðasta ári og má áreiðanlega öðru frem- ur þakka það úthlutun sérkröfu- prósentunnar svokölluðu, sem var nýmæli í samningagerð hérlendis. Til þess að skýra ögn nánar við hvað er átt þegar sagt er, að á það skorti að innbyrðis samræmi eða samhengi sé í kröfugerð og hvers vegna svo mikil áherzla er á það lögð að ljúka samningum um sér- kröfur á undan rammasamningi, má taka sem dæmi umfang sér- krafna nokkurra sambanda og fé- laga í síðustu kjarasamningum. Þessar kröfur voru af margvísleg- um toga spunnar og oft er ákaf- lega erfitt að „verðleggja“ þær, ef svo má að orði komast. En með þeim fyrirvara og í trausti þess að þeir, sem neðarlega eru á blaði, freisti þess ekki að gera bragar- bót í næstu samningum, má skv. afar lauslegri áætlun segja að sér- kröfur nokkurra starfsgreina hefðu haft efirfarandi meðaltals- útgjaldaauka í för með sér fyrir vinnuveitendur og viðkomandi starfsstétta, þegar frá hafa verið taldar hinar almennu launakröf- ur Alþýðusambandsins og svo- kallaðar sameiginlegar sérkröfur; 1. Mjólkurfræðingafélag íslands = 49,6% 2. Félag Isl. kjötiðnaðarmanna = 49% 3. Múrarasamband íslands = 38,1% 4. Samband byggingamanna = 21% 5. Verkamannasamband íslands = 20,6% 6. Málm- og skipasmíðasamband íslands = 14% 7. Iðja, félag verksmiðjufólks = 12,75% Hér skulu ekki nefndir til fleiri, en nókkrir sérhópar fóru enn hærra í kröfum sínum og ýmsir innan framantalinna hópa áttu að fá í sinn hlut meiri hækk- anir en meðaltalinu nemur. En þótt ekki sé athuguð nema fram- angreind upptalning ein, þá kem- ur í ljós, að sá hópurinn, sem lengst gekk í sérkröfum sínum krafðist fjórum sinnum meiri kjarabóta heldur en sá hógvær- asti, að sjálfsögðu án nokkurrar samræmdar áætlunar eða stefnu verkalýðshreyfingarinnar í heild. Það er einmitt gegn svona ósam- ræmi og ósanngirni sem ég tel, að samtök vinnuveitenda og laun- þega í þeild hljóti að vinna. En hvaða skipan samningamála gæti horft til úrbóta í þessum efnum? Einstök félög eða heildarsamtök Að sjálfsögðu væri hægt að skipa samningamálum með ýms- um hætti. Eins og áður er að vikið, veita núgildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur hverju einstöku stéttarfélagi samningsréttinn, þannig að hin anna hins vegar. Eins og fyrr seg- ir er tilkoma landssambanda sér- greinafélaganna spor í rétta átt en ófullnægjandi þó eins og nú standa sakir. Það sama gangi yfir öll aðildar- félög sérsambanda 1 þessum efnum má margt læra af frændum okkar á Norðurlönd- um. Þar hafa aðilar vinnumarkað- arins staðið frammi fyrir sömu vandamálum en þróunin alls stað- ar orðið í sömu átt. Stéttarfélögin, sem byggt eru upp á grundvelli vinnustaða og landssambönd þeirra og vinnuveitendur í við- komandi starfsgreinum leggja fram kröfur sínar. Heildarsam- tökin flokka þær síðan niður í almennar kröfur og sérkröfur og taka því næst upp samningaum- leitanir, sem með eða án atbeina sáttasemjara, með eða án vinnu- stöðvana, lyktar með gerð ramma- samnings. í rammasamningum aðila norska og finnska vinnu- markaðarins eru yfirleitt bein ákvæði um tiltekna prósentu eða fjárhæð, sem úthlutað er til ein- stakra landssambanda og félaga og ætlað er að ganga upp í sérkröfur. í síðustu heildarkjara-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.