Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977
29
Útgafu Búnaðarblaðsins hætt:
„Baendur hafa vanrækt
forystuhlutverk sitt í
umræðum um landbúnað”
samningum í Noregi var samið
um að 16 aurar norskir að ca. 5 kr.
íslenzkar pr. klst. fyrir hvern
launþega gengju til slíkrar ráð-
stöfunar sambands og félaga upp
í sérkröfur. I Finnlandi var sér-
kröfuprósentan 0,2% í samning-
unum 1974. í Svíþjóð er ýmist
tiltekin sérkröfuprósenta eða
ekki í rammasamningnum, sem er
í formi tillögu til sérsamband-
anna. En í öllu falli er gert ráð
fyrir að sérsamböndin haldi sig
innan ramma heildarsamnings-
ins, þótt samkomulag verði um
einhverjar tilfærslur. í Dan-
mörku er upphæð sérkröfufjár-
hæðarinnar yfirleitt ekki tiltekin
berum orðum en liggur þó í loft-
inu.
Samhliða rammasamningsgerð-
inni í Noregi og Danmörku og
beint i kjölfar hennar í Finnlandi
og Svíþjóðar ganga landssambönd
og sérsambönd aðila siðan til
samninga um ráðstöfun sérkröfu-
upphæðarinnar. Það tekur yfir-
leitt fljótt og vel af, því sérkröfu-
upphæðin kemur ekki til útborg-
unar fyrr en samkomulag hefur
tekizt um ráðstöfun hennar. í
Noregi, Svíþjóð og Danmörku fer
fram heildaratkvæðagreiðsla
meðlima verkalýðshreyfingarinn-
ar í heild og er niðurstaðan bind-
andi fyrir öll félög og sambönd
hvort sem þau hafa sagt já eða
nei. 1 Finnlandi ræður hins vegar
niðurstaða atkvæðagreiðslu innan
hvers sérsambands um sig hvort
sambandið er bundið eða óbundið
af samningnum. En i öllum lönd-
unum fjórum gildir sú regla, að
eitt skuli ganga yfir öll aðildarfé-
lög hvers sérsambands en ekki
eins og hér að einstök, staðbundin
státtarfélög geti brotið sig út úr.
Hafi rammasamningurinn verið
samþykktur, er óheimilt að grípa
til vinnustöðvana þótt ágreining-
ur verði um afgreiðslu sérkrafna.
Sérsamböndin láta oft hjá líða að
ganga frá öllum sérkröfum og
skiptingu sérkröfufjárhæða, en
vísa skiptingu fjárins þá til ein-
stakra féiaga eða vinnustaða.
Þannig er reynt að taka nokkurt
tillit til mismunandi óska og að-
stæðna á hinum ýmsu stöðum.
Reglur um
samningagerð
Um þá skipan mála, sem hér
hefur verið lýst, eru ekki í gildi
skjalfestar reglur, ef Danmörk er
undanskilin. Yfirleitt er byggt á
venjum og hefð, skóla reynslunn-
ar. Vitaskuld koma stundum upp
vandamál og deilumál í útfærslu
og framkvæmd þessarar tilhögun-
ar og þess gætir stundum, að
mönnum þyki meðferð og ákvarð-
anir í kjaramálum verða orðnar
of miðstýrðar. En þegar á heild-
ina er litið, er mat manna í þess-
um löndum tvímælalaust það, að
þessi tilhögun sé framför frá fyrri
tímum meira ósamræmis i kjara-
ákvörðunum.
Sú tilhögun kjarasamninga-
gerðar á Norðurlöndum, sem ég
nú hefi lýst, stendur að mínum
dómi langtum framar þvi skipu-
lagi samningamála, sem hér hefur
tíðkast. Þó skal endurtekið það,
sem fyrr var sagt, að framgangs-
máti samninganna á siðasta ári
var stórt spor í rétta átt. En að
mínu áliti er nauðsynlegt að form-
binda reglur um samningagerð-
ina. Að vísu mætti spyrja hvers
vegna það sé nauðsynlegt, þar
sem slíkar formlegar reglur séu
t.d. ekki til að Norðurlöndum að
Danmörku undanskilinni. Því
veldur einkum tvennt. I fyrsta
lagi það, að hefð er komin á fyrir-
komulag samningagerðarinnar í
Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, þótt
ekki sé til að dreifa formlegum
eða bindandi reglum. I öðru lagi
er staða og völd sáttasemjara og
miðstjórn heildarsambanda sterk-
ari í þessum löndum en hér á
landi. Út af fyrir sig má hugsa sér
að formbinding vinnureglna við
samningagerð færi fram hvort
heldur með lögum eða samkomu-
lagi aðila. Vissulega er þörf á að
endurskoða vinnulöggjöfina,
einkum ákvæði, er snerta sátta-
og verkfallsstigið, sem reglur
verða varla settar um nema í lög-
um. Hvað vinnureglur við
samningsumleitanir áhrærir.
væri sannarlega æskilegt, að um
þær gæti tekist frjálst samkomu-
lag, ekki sizt vegna viðtækrar
andstöðu verkalýðshreyfingar-
innar við lögbindingu slíkra sam-
skiptareglna aðila vinnumarkað-
arins. Þetta ætti þeim mun frem-
ur að takast þar sem slíkar reglur
miða að því að treysta heildar-
hagsmuni beggja aðila og þá ekki
síður launþega en vinnuveitenda.
Ef til vill væri heppilegast að gera
slíkt samkomulag til skamms tíma
í upphafi, þannig að af því fengist
nokkur reynsla og endurskoðun
yrði greiðlega komið við. Hvert
ætti svo að vera efni slíks sam-
komulags um leikreglur við
samningagerð?
Atkvæðagreiðsla
um kjarasamninga
Að minu áliti ætti nú á næstu
vikum að reyna að ná samkomu-
lagi um það hvernig staðið skuli
að samningagerð í vor. Semja ætti
um það fyrir hvaða tíma kröfur
þyrftu að vera komnar fram, um
flokkun framkominna krafna í al-
mennar kröfur og sérkröfur og
fyrirkomulag samningaumleitan-
anna. Áður en rammasamnings-
umleitanir hæfust eða á frumstigi
þeirra viðræðna, þyrfti síðan að
freista þess að ná samkomulagi
um afgreiðslu sérkrafna, t.d. með
því að tiltaka einhverja prósentu
eða upphæð, sem landssambönd
eða einstök stéttarfélög og við-
semjendur þeirra fengju til
ráðstöfunar upp í sérkröfur.
Samningum um sérkröfur ætti
svo að Ijúka á undan eða samhliða
lyktum rammasamningsins. Varla
þarf að taka fram hversu æskilegt
væri ef samkomulag gæti tekist
um þá skipan, sem nú gildir víð-
ast annars staðar á Norðurlönd-
um, að heildaratkvæðagreiðsla
yrði látin fara fram um niður-
stöður heildarkjarasamninga og
meirihlutinn látinn ráða og binda
heildina. Þar sem skemmst er
gengið i þessum efnum á Norður-
löndum utan Islands, þ.e. í Finn-
landi, fer ekki fram heildar-
atkvæðagreiðsla, en þar eru
atkvæði greidd sameiginlega inn-
an hvers sérsambands um sig og
er niðurstaðan bindandi fyrir öll
aðildarfélög viðkomandi sam-
bands. Hér hagar aftur á móti
þannig til eins og fyrr er nefnt, að
hvert einstakt stéttarfélag fer
sjálft og sjálfstætt með samnings-
rétt ef það svo kýs, og getur hafn-
að með öllu að hlíta niðurstöðum
heildarkjarasamninga eða samn-
inga viðkomandi sérsambanda.
Þetta skapar stöðuga hættu á
ósamræmi i kjaraákvörðunum og
verður að breytast. Þótt frjálst
samkomulag gæti tekizt um að
leggja kjarasamninga undir heild-
aratkvæðagreiðslu raskar það
ekki lögbundnum rétti hvers ein-
staks stéttarfélags til að hafa
þann hátt að engu ef þvi býður
svo við að horfa og verður þvi fyrr
eða síðar til að koma breyting á
vinnulöggjöfinni að þessu leyti.
Eðlilegast væri og í mestu sam-
ræmi við tilhögun annars staðar á
Norðurlöndum að sáttasemjara
yrði veitt afdráttarlaus laga-
heimild til að ákveða fyrirkomu-
lag atkvæðagreiðslna um kjara-
samninga.
Fastari skipan
Sú tilhögun við gerð kjarasamn-
inga, sem ég nú hef gerzt talsmað-
ur fyrir, myndi að minu áliti
tryggja meira samræmi og sann-
girni í samningagerð og kjaramál-
um en nú er til að dreifa á
samningasviðinu. Að sjálfsögðu
er mér ljóst, að ýmis ljón eru á
veginum. Meðan ekki liggur fyrir
samkomulag um innbyrðis launa-
hlutföll stéttanna, verða margir
starfshópar tregir til að afsala sér
möguleikanum á að næla sér í
stærri sneið af kökunni en í hlut
annarra kemur. En skipulag og
meðferð samningamála af því
tagi, sem hér hefur verið lýst, ætti
hins vegar að stuðla að því að
koma fastari skipan á samsetn-
ingu launastigans, og hlýtur það
að vera í hag öllum aðilum, þegar
til lengdar lætur. Önnur mótbára
gegn nefndri aðferð við kjara-
samningagerð er vafalaust sú, að
Framhald á bls. 27
NOKKUR hópur manna, einkum
úr röðum kennara bændaskól-
anna, ráðunauta og starfsmanna
bændasamtakanna, hefur á
undanförnum árum staðið að út-
gáfu Búnaðarblaðsins. Um þessar
mundir kemur út 1. tölublað af
14. árgangi blaðsins og er þar frá
þvf greint að blaðið hætti að koma
út. Jón Ragnar Björnsson,
ábyrgðarmaður blaðsins, segir I
grein I blaðinu að nú séu fjögur
ár frá þvl að blaðið var endurvak-
ið og urðu áskrifendur þess, sem
svaraði til um H af bændum.
Þrátt fyrir þessa útbreiðslu
reyndist ekki unnt að halda blað-
inu úti fjárhagsiega enda verið
unnið af útgáfustjórninni sem
áhugastarf.
Jón Viðar Jónmundsson,
bændaskólakennai á Hvanneyri,
ritar ritstjórnarrabb og nefnir
það „Umræða eða þögn“. Fjallar
Jón í grein sinni um hlutverk
blaðs eins og Búnaðarblaðsins og
gerir að umtalsefni leiðbeiningar-
þjónustu landbúnaðarins. Orðrétt
segir i grein Jóns: „Ef skynsam-
lega á að starfa að leiðbeiningum
verður leiðbeiningarþjónustan að
vinna eftir skýrt markaðri
heildarstefnu. Aftur á móti tel ég,
að með réttu megi segja að stefn-
an I leiðbeiningarþjónustunni hér
á landi hafi oft á tiðum verið bæði
reikul og óljós. Helsta leiðarljósið
virðist vera að hjálpa hverjum
einstökum bónda að framleiða
sem mest. Þetta er aftur á móti
stefna, sem ég hef átt i vissum
vandræðum með að eygja hið
rétta samhengi I, í ljósi þess að
islenskur landbúnaður byggir i
dag á framleiðslu fyrir fremur
takmarkaðan markað. Það er því
vissum vandkvæðum háð að
stunda leiðbeiningar við slikar að-
stæður og rétt að „hinir ábyrgu
aðilar" annist það að mestu."
Þá gerir Jón að umtalsefni um-
ræður um landbúnaðarmál, sem
átt hafi sér stað að undanförnu og
þá ekki sist á siðum dagblaðanna.
Segir Jón að skrif dagblaða um
landbúnaðinn hafi náð að byggja
upp andstöðu gegn landbúnaði og
svipt hann um leið hluta af þvi
innra trausti, sem hljóti að vera
honum nauðsyn. Um þetta atriði
segir Jón orðrétt: „Ég er þeirrar
skoðunar að bændur beri vissa
ábyrgð á þvi hversu þessi umræða
hefur blómstraö þar sem þeir
hafa að vissu leyti vanrækt sitt
forystuhlutverk. Það á að vera
bænda sjálfra að hafa forystu í
umræðu um eigin málefni, stétt
og stöðu.“ Siðar í greininni segir
Jón: „Þetta vandamál er ekki
leyst með þvi að bændasamtökin
ráði sér blaðafulltrúa. Slíkur aðili
hefur óneitanlega mikilvægu
hlutverki að gegna í beinni upp-
lýsingamiðlun til almennings. En
umræða um framtíðarþróun og
stefnu verður m.a. ætíð að byggja
á vissri gagnrýni á ríkjandi kerfi
og leitun eftir einhverju betra.
Slíkur fulltrúi kerfisins er aftur á
móti verjandi þess og því útilokað
að þaðan eigi að vænta frumkvæð-
is í slíkri umræðu. Það frum-
kvæði getur aðeins komið frá
bændum sjálfum. Þó að stofnana-
og félagskerfi landbúnaðarins sé
áreiðanlega traustara og heil-
brigðara en flest önnur hliðstæð
kerfi verður það þó aldrei það
gott að það megi vera yfir gagn-
rýni hafið."
Glæsileg
tfoótuba
Stereo-samstæða
fyrir aðeins 138.975.
Vegna hagstæðra samninga við TOSHIBA getum við boðið þessa
glæsilegu stereosamstæðu á þessu ótrúlega lága verði.
SM 2900 stereosamstæðan
samanstendur af:
Útvarpstæki með langbylgju, miðbylgju og
PM-bylgju.
Stereo magnara 2x14 vött með öllum tón-
stillum.
Plötuspilara með stórum disk og vökva-
lyftum armi.
Cassettu-stereo segulbandstæki fyrir
Chrome- og venjulegar cassettur.
2 hátölurum sem samanstanda af 16 sm.
bassahátalara og 5 sm tweeter.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞESSA GLÆSILEGU
FJÖLSKYLDUSAMST ÆÐU
Greiðsluskilmálar
IEINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10A
sími 16995.
Útsölustaðir:
KEA — Akureyri
KS — Sauðárkróki
Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík
V.S.P. Hvammstanga
Hljómver, Akureyri
Kjarni Vestmannaeyjum