Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1977
33
Niðurstaða bandarískar rannsóknar:
NATO gæti naumast risið
undir „aðild,, kommúnista
Bandarísk rannsókn, er fór
fram á vegum háskólanna í
Cambridge og Miami, hefur
leitt í ljós, aö aðild kommúnista
að ríkisstjórnum Frakklands og
Italíu leiddi að líkindum til
þess að þessar þjóðir segðu sig
úrNATO.
Tvær rannsóknarnefndir
voru settar á laggirnar til þess
að athuga þessi mál, niðurstaða
þeirra var sú þegar
kommúnistar hefðu náð fót-
festu í NATO mundu þeir róa
að því öllum árum að veikja
traust ríkisstjórna sinna á gildi
bandalagsins,
Nefndirnar halda því einnig
fram að fullyrðing kommúnista
um að Sovétríkin hafi engin
áhrif á stefnu þeirra eigi við
lítil rök að styðjast einkum er
varðar erlend malefni.'
I skýrslunni er og dregin í efa
einlægni frönsku og ítölsku
kommúnistaflokkanna þegar
þeir heita þvi að helga sig lýð-
ræðislegri stjórn í löndum sín-
um og endurbótum á stjórnar-
skrám þeirra. Þá eru menn
vantrúaðir á að flokkarnir hafi
skyndilega breytzt úr uppreisn-
aröflum í ábyrga aðila er treyst-
andi sé til þess að eiga hlut-
deild í ríkisstjórnum lýðræðis-
ríkja.
Ströng afstaða
Báðar þessar rannsóknar-
nefndir njóta mikils trausts en
þær hafa áður látið í ljós
fremur neikvæða afstöðu til
„detente“ stefnu Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna og einnig
lýst vantrausti á kommúnista
að því er varðar afvopnunarvið-
ræður milli þessara ríkja.
Höfundar skýrslunnar,
James Dougherty og Diane
Pfaltzgraff, hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, eftir að hafa
grandskoðað stöðu stjórnmála á
Italíu og í Frakklandi að mögu-
leikarnir séu allmiklir á að
Nato frá Evrópukommúnistum,
þ.e. Vestur-
Evrópukommúnistum, einkum
þó í Frakklandi og á ítalíu.
Bent er á langvarandi og djúpa
andstöðu franska kommúnista-
flokksins gagnvart Nato og að
því megi telja sennilegast að
flokkurinn krefjist úrsagnar úr
Nato komist hann til valda. Nái
það fram að ganga mun Nato
verða fyrir þyngra áfalli en lík-
legt er að bandalagið rísi undir.
I skýrslunni er og vikið að
þvíað ítalski kommúnista-
flokkurinn hafi nýlega lýst
þeirri afstöðu að hann sé reiðu-
búinn til þess að taka aðild
ítalíu að Nato „sem sjálfsögð-
um hlut“. En þrátt fyrir það,
segir í skýrslunni, líta franskir
kommúnistar á aðildina sem
„neikvæða og ógnun við frið og
öryggi landsins". Þá má ekki
gleyma fyrri yfirlýsingum
þessara sömu aðila um nauðsyn
þess að losa Evrópu undan
„amerískum yfirráðum“, en
einmitt þau ummæli gefa skýra
mynd af afstöðu þeirra til Nató.
Útkoman yrði því líklega að
lokum verða algjört uppgjör.
Neikvætt
hlutleysi
I skýrslunni er því haldið
fram að hvort sem kommúnista-
flokkarnir í samsteypustjórn
kjósi að kollvarpa bandalaginu
með því að vera áfram aðilar að
því eða veikja pólitísk áhrif
þess með því að hóta úrsögn, þá
sé það víst að þeir muni vinna
að því að: 1. gera lítið úr þörf á
hervörnum í heimalöndum
sínum; 2. vera mótfallnir hvers
konar hernaðarsamvinnu
Evrópulanda; 3. berjast fyrir
„andbandarískum" hugsunar-
hætti i löndum sínum.
Þessar aðgerðir munu að
lokum krefjast algerrar endur-
skoðunar á þeim skilyrðum sem
góðum samskiptum við Moskvu
vilji þeir halda velli. Fyrir utan
allt þetta, heldur skýrslan
fram, er aðalatriðið að
kommúnistaflokkarnir í
Vestur-Evrópu hafa tekið að
sér að stofna bandalag þar sem
sovétríkin halda óskoruðum
yfirráðum. Samkvæmt
skýrslunni mundi þetta að
lokum þýða að kommúnista-
flokkar Frakklands og Italíu
gætu ekki þjónað hagsmunum
sinna eigin ríkja án fhlutunar
frá Sovétríkjunum. Þessu mót-
mæla kommúnistar þó harð-
lega.
Að lokum er reynt að brjóta
til mergjar möguleika Banda-
ríkjanna til þess að halda
Natósamstarfi áfram komist
kommúnistar til valda í Frakk-
landi og á ítalíu. Möguleikarnir
eru:
1. Samsteypta Nató og banda-
rískra aðila í bandalagsríkjun-
um er stuðlar að þvi að minna
bera á beinum aðgerðum frá
Nató. En þetta myndi líkast til
ekki gera annað en seinka
upplausninni lítillega.
2. Hvetja til úrsagnar þeirra
ríkja sem eru undir
kommúnistiskum áhrifum.
Hvað Italíu varðar myndi þetta
hafa alvarlegar pólitískar af-
leiðingar, sérstaklega vegna
mikilvægis hernaðarlegu lands-
ins.
3. Einangra innan Nato þau
ríki þar sem hagsmunir ríkis-
stjórnar fara ekki saman með
hagsmunum annarra aðildar-
ríkja.
4. Brottvísun hinna
kommúnistisku ríkisstjórna —
en ekki landsins. Þetta myndi
halda opinni leið til endur-
nýjunar samninga við komandi
ríkisstjórnir.
5. Að lokum, tvíhliða
samninga um varnir við þau
Evrópuríki sem kjósa að ganga
að þeim — en það þýddi að
Nató yrði leyst upp sem þjóða-
Eftir
Robert
Siner
Varnarmálaráðherrar NATO-ríkja þinga í Brússel
kommúnistar komist til valda í
löndum þessum, ekki með bylt-
ingu, heldur kosningum og lík-
legast sem aðilar í samsteypu-
stjórnum með kristilegum
demókrötum á Italíu og sósíal-
istum í Frakklandi.
Það er álit höfunda skýrsl-
unnar að núverandi ástand í
stjórnmálum og efnahagslífi
landanna leiði sterkar líkur að
því að þannig muni úrslitin
verða. Þeir taka einnig ákveðna
afstöðu á móti þeim er taka
auknum völdum kommúnista
með ró g líta svo á að meirihlut-
inn í samsteypustjórnunum,
kristilegir demókratar og
sósíalistar í Frakklandi, geti
haldið þessum „kommúnisku
lærisveinum“ sínum í skefjum
nógu lengi til að koma inn hjá
þeim trú á lýðræðislega
stjórnarhætti.
Skýrslan leggur þunga
áherzlu á að varast beri bjart-
sýni og aðmaumast sé að vænta
jákvæðrar afstöðu gagnvart
bandalagið setur um þátttöku
Atlantshafsríkja í Nató. I marg-
nefndri skýrslu er fullyrt að
sameiginleg yfirlýsing; þessara
tveggja kommúnistaflokka er
gerð var heyrinkunn í Moskvu
1975 hafi verið sett fram sem
tálbeita fyrir væntanlega kjós-
endur í heimalöndum flokk-
anna og hafi tilgangurinn verið
að sýna fram á samstöðu þeirra.
Ennfremur er tálið í skýrslunni
að þetta bendi til að utanríkis-
stefna flokkanna tveggja sé
ekki frábrugðin þeirri sovésku.
Hliðarverkanir
sjálfsstjórnar
Skýrslan segir að „sjálfs-
stjórn" frönsku og ítölsku
kommúnistaflokkanna sé mjög
takmörkuð vegna fjárhagslegra
skuldbindinga þeirra gagnvart
Sovétríkjunum og öðrum
ríkjum Austur-Evrópu, einkum
þó þeirra ítölsku. Þeir eru því
nauðbeygðir til þess að halda
bandalag. Slíkir samningar
myndu skipta Evrópu í þrjá
hluta. Fyrsti hlutinn hefði
ríkisstjórnir er störfuðu með
Bandaríkjunum. Annar hlutinn
væri bundinn Bandaríkjunum í
viðskiptum, en væri ekki f
varnarbandalagi með þeim og
mögulega væru einnig í þeim
hluta hálfhlutlausar ríkis-
stjórnir. Og að lokum sá þriðji
en í honum væru algjörlega
hlutlaus ríki og meðal þeirra þá
einnig þau er hefðu
kommúnista í stjórnum sínum.
Bandaríkin hafa varað við
þeim aivarlegu afleiðingum
sem geta hlotizt af því að
kommúnistar nái aðild að ríkis-
stjórnum Frakka og ítala og
var fyrrverandi utanríkisráð-
herra þeirra, Henry Kissinger,
óþreytandi við að benda á
þessar staðreyndir.
En frekari aðgerðir á þessu
sviði eru ekki á valdi Banda-
ríkjanna eru lokaorð skýrslu
þessarar.
. . & . .
SKIPAUTGCRB KIKISINS
m/s Baldur
fer frá Reykjavik fimmtudaginn
10. þ.m. til Breiðafjarðarhafna.
Vörumóttaka til hádegis á
fimmtudag.
Orkla spónplötur
. w
A sérlega hagstædu verái
vegna tollalækkana um sJ. áramót
8 m m 124 x 250 cm
10 m m 124 x 250 cm
12 m m 124 x 250 cm
12 m m 122 x 2 74 cm
19 m m 124 x 250 cm
22 m m 122 x 250 cm
25 m m 124 x 250 cm
Ö/l verð ár
á kr. 1 160 pr. stk.
á kr. 1240 pr. stk.
ákr. 1350 pr. stk.
á kr. 1 710 pr. stk.
á kr. 2050 pr. stk.
á kr. 2300 pr. stk.
á kr. 2620 pr. stk.
söluskatts
W TIMBURVERZLUNIN VOLUNDURhf
Skeifunni19, Klapparstig 1,
símar 85244 og 1 8430.
^SENDING
Kommóður
Hilluveggir
Ólituð fura
Skrifborð
Brúnbæsað
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
irumarkaðurinn hf.
aúla ia.( Sími 86112.