Morgunblaðið - 10.02.1977, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRL AR 1977
Evrópubikar í víðavangshlaupum:
ÍR-INGAR í 17. SÆTI í
AFAR STERKU HLAUPI
15. Evrópubikarkeppnin í víðavangs
hlaupum fór fram í bænum Palencia
á Spáni um síðustu helgi Kepptu þar
18 félagslið frá jafnmörgum þjóðum
um titilinn Evrópumeistari félagsliða
í víðavangshlaupum. Fyrir íslands
hönd keppti lið ÍR en liðið varð að
gera sér að góðu næstsíðasta sætið í
sveitakeppninni, en hlaup þetta var
mjög sterkt. Sigurvegari í hlaupinu
varð silf urmaðurinn frá Montreal,
Carlos Lopes frá Portúgal, og lið
hans sigraði einnig í sveitakeppninni
eftir harða keppni við spánska liðið.
Alls voru 72 keppendur i hlaupinu
sem var 10 kílómetrar Sigfús Jónsson
varð fyrstur íslendinganna, í 49 sæti.
Ágúst Ásgeirsson í 61 sæti. Hafsteinn
Óskarsson í 67 sæti og Gunnar Páll
Jóakimsson í 68 sæti Ekki voru teknir
timar nema á fyrstu þremur
keppendum Sigfús mun þó hafa verið
um 700 metrum á eftir Lopes sem fékk
tímann 30:03 mín , en Ágúst var svo
tæpum 200 metrum á eftir Sigfúsi Af
þessu bili má ráða að þeir Sigfús og
Ágúst hafi hlaupið nokkuð vel þótt þeir
séu aftarlega í hlaupmu
Aðspurðir segjast ÍR ingar nokkuð
óánægðir með keppmsbrautina sem
hlaupm var, því hún var í engu lik þv?
sem þeir hafa þurft að æfa við í vetur
og ekkert á við það sem Spánverjar
höfðu sagt í boðsbréfum sinum Braut-
in byggðist upp á rúmum 6 hringium
sem voru nánast eitt allsheriar forar-
svað allan tímann. Eru slíkar aðstæður
þó það sem jafnan viðgengst í erlend-
um víðavangshlaupum, en hlaupararn-
ir segjast ekki hafa aðstæður hér heima
til að búa sig sérstaklega undir keppni
á slikum brautum, en hinir erlendu
keppendur hafa það að |afnaði Ekki
bætti það úr skák að áður en þetta
hlaup fór fram höfðu farið fram 3
hlaup og fór það mjög illa með upphaf
legu leiðina sem sýndist ekki eins
slæm í fyrstu og raun varð á
Hlaupið var miög spennandi fyrir
áhorfendur sem voru um 10 þúsund
að sögn mótshaldara auk þess sem
hlaupinu var sjónvarpað beint en þessi
íþróttagrein er sú vinsælasta á norður-
hluta Spánar Fyrirfram var vitað að
keppnin myndi fyrst og fremst verða á
milli þeirra Lopes og Spánverjans
Mariano Haro sem hl|óp á „heima-
velli" Ekki brugðust þeir heldur áhorf-
endum og að sögn ÍR-mganna var
mikil stemmning meðal þeirra Var
Haro sem er mikil hetja í heimabæ
sínum. ákaft hvattur en það dugði ekki
því á síðasta kílómetra tryggði Lopes
sér afgerandi sigur í hlaupinu. Þá var
alltaf spenna í keppninni um önnur
sæti í hlaupmu og komu keppendur
miög þétt inn. Beztum árangri Norður-
landabúa náði Norðmaðurinn Knut
Kvalheim sem varð 9 i hlaupinu
Finninn Seppó Heleníus (Kalott-
sigurvegari í 3000 m hindrun á
Laugardalsvellinum sl sumar) varð
14 og Lars Martin Kaupang frá Noregi
í 20 sæti
Félag Lopes, Sporting Club.
Portúgal, sigraði í sveitakeppninni í
öðru sæti varð svo heimaliðið, og v-
þýzka liðið Quelle Furth varð svo
þriðia Norðmenn komu mjög á óvart
með að hreppa fimmta sætið. en
brezka liðið Gateshead varð t d ekki
nema í 8 sæti þótt Bretar séu mjög
vamr keppni við slíkar aðstæður á
þessum árstíma Fyrir Gateshead
munaði þó miklu að lið þeirra var án
Brendans Foster og Dennis Coates sem
báðir eru meðal fremstu langhlaupara í
heimi ÍR-ingar urðu sem áður segir i
1 7 sæti í sveitakeppninm. á eftir þeim
kom lið Austurríkis. Með smáheppni
hefðu þeir ef til vill orðið framar þvi
rétt á undan urðu sveitirnar frá Skot-
landi og Danmörku. Svíþióð og Finn-
landi Segiast ÍR-ingar sennilega hafa
staðið sig miklu betur og orðið framar í
sveitakeppninm hefði hlaupið farið
fram á þurrum velli eða beinni braut-
um. því við þær aðstæður sem keppt
var við hefðu þeir komið lítt þreyttir að
marki. þar sem þeir gátu næstum
aldrei náð upp rytma i hlaupinu þar
sem allur tíminn fór ' að þræða forar-
polla og að taka beygiur sem allar voru
miög krappar í brautinni, en aldrei var
um að ræða að hlaupið væri beint
meira en 300 metra i emu Torfærur
Framhald á bls. 24.
Ólafur II. Jónsson f bafáttu við Vestur-Þjóðverja. Á hann mun mikið reyna f AusturrlKi.
ROÐURINN VERÐUR ERFIÐURIAUSTURRIKI
- en ísl. landsliðið á tvímælalaust góða möguleika
AUSTLR-Þýzkaland og
Tékkóslóvakfa eru einu lióin sem
telja mð örugg um art komast
áfram úr B-
heimsmeistarakeppninni I hand-
knattleik, I A-keppnina sem fram
fer í Danmörku að ári. eftir því
sem erlend blört sem fjallart hafa
um B-keppnina í Austurríki
virrtast sammála um. Er talirt art
baráttan f B-keppninni verrti
geysilega hörð, og um þart fjailart
art bersýnilega muni rirtlaskipt-
ingin í heimsmeistarakeppninni
hleypa verulegu Iffi f handknatt-
leikinn f mörgum löndum. Nú fái
slökustu lirtin keppinauta við sitt
hæfi í heimsmeistarakeppninni,
og leggi kapp á art færast milli
rirtla erta deilda, ð sama hátt og lirt
leggi mikið í sölurnar til þess að
falla ekki nirtur.
I A-heimsmeistarakeppninni,
sem fram fer i Danmörku eftir ár,
munu leika sextán lið, og er þegar
vitað um sjö þeirra. Það eru þau
sex sem urðu í efstu sætunum á
Olympíuleikunum í Montreal s.I.
sumar: Sovétríkin, Rúmenía, Pól-
land, Vestur-Þýzkaland, Júgó-
slavia og Ungverjaland, og Dan-
mörk sem gestgjafi í keppninni.
Sex lið komast síðan áfram úr
B-keppninni í Austurrfki, og að
auki leika svo í A-keppninni eitt
lið frá Asíu, eitt frá Ameríku og
eitt frá Afríku.
B-keppnin
I B-keppninni í Austurríki leika
tólf lið og hefur þeim þegar verið
skipað í riðla. Verða riðlarnir
þannig: A-riðill: Tékkóslóvakía,
Sviss, Búlgaría
B-rirtiil: Svíþjóð, Austurríki,
Frakkland,
U-riðiIl: Austúr-Þýzkaland,
ísland, Portúgal
D-rirtill: Spánn, Noregur,
Uolland.
Leikir þeirra liða sem eru í A-
riðli munu fara fram í Krem og
SUdstadt. Liðin í B-riðli leika í
Graz, liðin í C-riðli í Klagenfurt
og liðin í D-riðli leika í Schwaz og
Innsbruck.
Tvö efstu liðin í hverjum riðli
komast síðan í milliriðla keppn-
innar sem verða tveir. Þ.e. það
verða fjögur lið í hvorum milli-
riðli. Munu tvö efstu liðin úr A-
og B-riðli skipa annan milli-
riðilinn og tvö efstu liðin úr C- og
D-riðli skipa hinn riðilinn. Stig úr
innbyrðis leikjum liða í forriðlin-
um gilda í milliriðlinum og er
þannig unnt að hugsa sér til
dæmis að Austur-Þýzkaland sigri
ísland í forriðli og hafa Austur-
Þjóðverjar þá þegar tvö stig er
keppnin í milliriðlinum hefst.
Þrjú lið úr hvorum milliriðli
komast síðan áfram og tryggja sér
rétt til þess að Ieika í A-keppninni
að ári en neðsta liðið í milli-
riðlinum heldur hins vegar stöðu
sinni í B-keppninni. Að auki
verður svo keppt um sæti i keppn-
inni í Austurríki, þannig að efstu
liðin í milliriðlunum keppa um 1.
sætið, liðin sem urðu í öðru sæti
keppa um 3. sætið í keppninni o.
s.frv.
Hvaða lið komast áfram?
Sem fyrr greinir er mjög erfitt
að spá um hvaða lið verða sigur-
vegarar í B-keppninni, en augljós-
lega verður gífurlega hart barist
um sætin i A-keppninni.
í A-riðli verður að teljast senni-
legt að Tékkar komist áfram í
milliriðilinn, en sjálfsagt verður
hörð barátta milli Svisslendinga
og Búlgara um hitt sætið og verða
Svisslendingar að teljast þar sig-
urstranglegri.
1 B-riðli eru Svíar og Austur-
rikismenn taldir líklegir sigur-
vegarar í riðlinum. en minna má á
að Frakkar gerðu nýlega jafntefli
við Pólverja í landsleik og eiga nú
ágætu liði á að skipa.
Í C-riðli er sennilegt að Austur-
Þjóðverjar og Islendingar komist
áfram, en fyrirfram má þó alls
ekki afskrifa þann möguleika að
Portúgal blandi sér í baráttuna.
Má minna á að Portúgal bar sigur
úr býtum í C-keppninni, en þar
voru m.a. lið frá Sviss, Frakklandi
og Hoilandi.
í D-riðli má bóka Spánverja
sem örugga sigurvegara en
nokkur barátta verður sennilega
um hitt sætið milli Norðmanna og
HoIIendinga, og verða Norðmenn
að teljast liklegri.
Ef spá sú sem hér er gerð
myndi standast lékju í fyrri milli-
riðlinum lið Tékka, Sviss-
lendinga, Svía og Austurríkis-
manna og í hinum riðlinum lið
Austur-Þjóðverja, íslendinga,
Spánverja og Norðmanna.
Möguleikar íslands
Góður árangur íslenzka lands-
liðsins að undanförnu eykur
bjartsýni manna á að liðinu takist
að komast áfram i keppninni í
Austurriki. Því er hins vegar ekki
hægt að horfa framhjá að þar
verður við ramman reip að draga,
og dálítið annað fyrir okkar menn
að leika í Austurríki eða i Laugar-
dalshöllinni, þar sem þeir eru
dyggilega studdir af þúsundum
áhorfenda.
Unnt er að setja dæmið um
möguleika íslands upp á margan
hátt. T.d. þannig:
Austur-Þjóðverjar vinna Is-
lendinga og Portúgali í C-
riðlinum og Ísland vinnur
SLASK leikur hér fimm leiki
-og æfir daglega með íslenzka landsliðinu
PÓLSKA meistaraliðið SLASK
var væntanlegt til landsins í gær-
kvöldi og mun það dvelja hér-
lendis í eina viku og æfa með
islenzka handknattleikslandslið-
inu. Verður þetta jafnframt loka-
undirbúningur islenzka landsliðs-
ins fyrir B-
heimsmeistarakeppnina I Austur-
rlki sem hefst nú slðar I
mánuðinum. Mun SLASK-liðið
leika hér opinbera leiki fimm
daga I rört og fara þeir fram 1
Reykjavfk, Akureyri, Akranesi
og Hafnarfirði. Veröur fróðlegt
að sjá hvernig landsliðinu vegnar
I keppni við þetta fræga lið, sem
tvfmælalaust er eitt af betri
félagsliðum I Evrópu. Komst það
t.d. nú f átta-Iiða úrslit f Evrópu-
bikarkeppni félagsliða, en var þá
slegið út af v-þýzka liðinu
Gummersbach, sem að margra
dómi er álitið mjög sigurstrang-
legt f Evrópubikarkeppninni að
þessu sinni.
Með pólska liðinu mun koma
hingað hinn frægi handknatt-
leiksmaður Klempel, en það var
hann sem skaut FH-inga i kaf,
þegar SLASK-Iiðið lék við FH í
Evrópubikarkeppninni s.l. haust.
í SLASK-liðinu eru einnig fleiri
pólskir landsliðsmenn og auk þess
kemur með liðinu markvörður
sem er að sögn Janusar
Cerwinski, íslenzka landsliðs-
þjálfarans, bezti handknattleiks-
markvörður Póllands, en sá gefur
ekki kost á sér f landslið.
Ætlunin er að íslenzka lands-
liðið og Slask-liðið æfi saman einu
sinni á dag, en leiki siðan opin-
bera leiki á kvöldin. Fyrsti leikur-
inn verður í Laugardalshöllinni í
kvöld og hefst hann kl. 21.00. Síð-
an fer SLASK-liðið til Akureyrar
og leikur þar á morgun við úrvals-
lið frá Akureyri, þ.e. úr
félögunum KA og Þór. Á laugar-
dag verður svo aftur leikið á
Akureyri og eigast þá við SLASK-
og íslenzka landsliðið. Á sunnu-
dag verður svo leikur í Hafnar-
firði milli liðanna og loks á Akra-
nesi á mánudagskvöld. Leikurinn
á laugardaginn hefst kl. 16.00, en
aðra daga hefjast leikirnir kl.
20.30.
Portúgal. Röð í riðlinum verður:
A-Þýzkaland 4 stig, ísland 2 stig,
Portúgal 0 stig.
Spánn vinnur Noreg og Holland
í D-riðlinum og Noregur vinnur
Holland. Röð: Spánn 4 stig,
Noregur 2 stig og Holland 0 stig.
Fari þetta eftir, verður staðan
þegar keppni í milliriðlinum
hefst sú, að A-Þýzkaland og
Spánn hafa þegar 2 stig en
Noregur og Island 0 stig. Eftir því
mætti búast við að leikur íslands
og Noregs í riðlinum yrði hreinn
úrslitaleikur um hvort landið
kæmist áfram. En auðvitað getur
ýmislegt annað komið upp í milii-
riðlinum, t.d. það að þrjú lönd
verði jöfn að stigum og ræður þá
markahlutfall hvaða tvö komast
áfram.
AFTUR
SKORAÐI
JÓHANNES
Jóhannes Eðvaldsson lék
með aðalliði Celtic á mánu-
dagskvöld er liðið mætti
Hearts í skozku úrvaldsdeild-
arkeppninni. Átti Jóhannes
ágætan leik og skoraði mark
fyrir Celtic, eins og i leiknum á
laugardaginn. Vann Celtic
leikinn 5 — 1, og hefur liðið nú
hlotið 30 stig i 19 leikjum,
tveimur meira en Aberdeen
sem leikið hefur 21 leik. Aber-
deen lék líka á mánudags-
kvöldið og sigraði þá
Kilmarnock mcð tveimur
mörkum gegn engu. Þriðji
leikurinn í skozku úrvalsdeild-
inni á mánudag var milli Ayr
Utd. og Dundee Utd. og sigraði
Dundee f þeim leik 4—1.