Morgunblaðið - 06.03.1977, Page 2

Morgunblaðið - 06.03.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6, MARZ 1977 Hárfínar beittar nál- ar í asbestrykinu r Meginhluti asbests notað í Alverinu MORGUNBLAÐIÐ innti Pétur Sigurjónsson forstöðumann Rannsóknastofnunar iðnaðarins eftir því í gær hvort mikið væri notað af asbesti f fslenzkum iðn- aði, en eins og sagt hefur verið frá f Mbl. hafa nokkrir starfs- menn Álversins orðið fyrir óþæg- indum af völdum asbestsryks. Pétur sagði að asbestefni væru langmest notuð i Álverinu, en eitthvert magn væri einnig í notk- un utan verksmiðjunnar. Væri það m.a. í sambandi við hitaein- angrun á hitakötlum og slíkum tækjum, asbestþráður væri notað- ur til þéttingar á asbeströrum í vatnsveitum. Einnig væri asbest i svuntum á ákveðnum vinnustöð- um, hönskum og einnig hefðu as- best þilplötur verið reyndar hér á landi en útkoman var neikvæð. Pétur sagði að asbestið væri að- eins hættulegt í þeim tilvikum sem það þyrfti að saga það þannig að asbestryk myndaðist. I rykinu væru hárfínar beittar nálar og ekki væru nema örfá ár síðan þessari hættu var gaumur gefinn og aðeins tvö ár siðan málið var tekið til alvarlegrar athugunar á Norðurlöndum. Nótarifrildi hjá Færeyingunum FÆREVSKU loðnubátarnir 11, sem stundað hafa veiðar að undanförnu á tslandsmiðum, hafa veitt um 15000 tonn af loðnu, en þeir hafa sem kunn- ugt er leyfi til að veiða 25000 tonn. t gær voiu tveir Færey- ingar á miðunum, Krónborgin og Sigmundur Brestisson. Við ræddum við Agga i Garðastofu, skipstjóra á Krón- borginni, í gær, en þeir voru þá út af Eyrarbakka. „Þetta gengur sæmilega,“ sagði Agga, „við komum í gær- kvöldi og höfum fengið 700 tonn, en skipið tekur 850 tonn. Það er hins vegar allt rifið hjá okkur núna, báðar næturnar, og við erum að gera við sjálfir. Það kom allt of mikið i næturnar og allt rifnaði niður, slitnaði. Við erum með mjög stórar nætur, eina 85 faðma djúpa og 285 faðma langa og hina 60 faðma djúpa og 230 faðma langa. Annars gengur það gott.“ HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar f gærmorgun og lentu þar fjórir bfiar saman. Þrennt var flutt í slysadeild Borgarspítalans, en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ekki talið að fólk hefði meiðst alvarlega. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið vestur Hringhraut og annarri suður Hofsvallagötu. Lentu bflarnir saman, en sá, sem ók vestur Hringbraut kastaðist á tvo bfla, sem biðu á Ijósunum, sem eru á gatmamótunum, en voru á austurleið. Bendir því allt til þess að bfllinn sem var á leið vestur Hringbraut hafi farið yfir gatnamótin á rauðu 'j6si- — Ljósm.: Ól.K.M. Sparilán Landsbankans 560milljónir frá upphafi Séra Gunnþór Ingason mess- ar í Hafnarfjarðarkirkju PRESTKOSNING verður f Hafnarf jarðarprestakalli sunnu- daginn 20. mars n.k. Séra Gunn- þór Ingason, sem sækir um prest- kallið messar f Hafnarfjarðar- kirkju n.k. sunnudag 6. mars kl. 2. Guðþjónustunni verður út- varpað. Senditfðni er 1412 kfló- hertz (212 metrar). Séra Gunnþór Ingason er fædd- ur á Norðfirði 9. september 1948. Foreldrar hans eru hjónin Petrina Franziska Magnúsdóttir, frá Kvívík í Færeyjum, og Ingi Jónsson frá Seyðisfirði, sölustjóri félagsfræði um skeið. Á náms- árum sinum starfaði hann í lögregluliði Reykjavfkur, var fangavörður og gæslumaður á geðsjúkrahúsi. Auk þess hafði hann afskipti af margvíslegum félagsmálum. Að námi loknu vann séra Gunn- þór á hæli fyrir áfengissjúklinga, sinnti löggæslu og starfaði vetrar- langt sem lýðháskólakennari. Séra Gunnþór hefur tekið þátt í alþjóðlegu starfi kirkjunnar. Hann dvaldist um tíma á Norður- írlandi og kynntist þar vandamál- um unglinga frá óeirðasvæðunum í Belfast. Síðan f október 1976 hefur séra Gunnþór verið settur prestur í Staðarprestakalli, Súg- andafirði. LANDSBANKI íslands hefur frá upphafi þess, er hann gaf við- skiptavinum sfnum kost á svo- kölluðum sparilánum, veitt sam- tals um 560 milljónir króna í sparilán. Fjöldi veittra lána um sfðastliðin áramót var um 6.400, en þær sparisjóðsbækur, sem stofnaðar hafa verið f tengslum við þennan lántökurétt hafa frá upphafi verið 11.485. Þessi spari- lánaþjónusta Landsbankans var tekin upp f september 1972. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunlbaðið fékk frá Lands- bankanum, voru innistæður í sparisjósbókum tengdum rétti til lántöku samtals 167,4 milljónir króna, en útlán vegna sparilána á sama tíma námu 308,2 milljónum, þannig að útlán umfram innlán námu 140,8 milljónum króna. Frá því í október 1973, er fyrst skapaðist réttur til lántöku, hefur bankinn veitt sparilán samtals 560 milljónir, stofnaðir hafa verið 11.485 sparisjósðreikningar tengdar rétti til lántöku og fjöldi veittra lána frá upphafi til ára- móta er um 6.400. Mismunur á fjölda stofnaðra reikninga og veittra lána orsakast af þrennu. í fýrsta lagi hafa ekki allir aðilar enn öðlast rétt til lántöku, í öðru lagi hafa ekki allir aðilar, sem þegar hafa hlotið lántökuheimild, nýtt hana, og í þriðja lagi hafa verið brögð að því að fólk hefi tekið út sparifé sitt, hvort sem það hefur öðlast rétt til lántöku eða ekki. Eins og áður segir hóf Lands- bankinn þessa þjónustu í sepstember 1972 og að sögn bank- ans hafa þessi lán mælzt vel fyrir meðal almennings. Fyrirmyndin að þessum lánum er sótt 1 banka á Norðurlöndum, en þar hefur fyrirkomulag sem þetta notið mikilla vinsælda í fjölda ára. Markmið þessarar þjónustu er einkum að veita þeim, sem temja sér reglubundinn sparnað, mögu- leika á láni á einfaldan og þægi- legan hátt, enda hljóta þeir, sem temja sér reglusemi í viðskiptum, traust bankans umfram aðra — segir í plöggum, sem Morgunblað- ið fékk frá Landsbankanum. Lán- in, sem óháð eru annarri lána- fyrirgreiðslu bankans, hafa verið endurgreidd áberandi vel og telst Gunnþór Ingason. heildverslunarinnar Kristján Ó. Skagfjörð h.f. Séra Gunnþór lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands með góóri fyrstu einkunn 1974. Hafði hann jafnframt numið 5 í gæzlu RANNSÓKNARLÖGREGLU- MENN í Reykjavík og einnig í Kópavogi hafa að undanförnu haft til rannsóknar töluvert við- tæk þjófnaðarmál. Þótt þjófnaðir þessir og innbrot séu ekki mjög stór í sniðum, hafa þau þó reynzt töluvert snúin í rannsókn en eftir því sen næst verður komist er um þrjá aðskilda þjófaflokka að ræða. Nú sem stendur sitja fimm menn úr einum þessara þjófa- flokka í gæzluvarðhaldi. Guðmundur H. Garóarsson um fæðingarorlofsmálið: ,,Konan haldi launum sín- um sem einstaklingur” EINS OG komið hefur fram í Morgunblaðinu túlkar stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs svo lög um fæðingarorlof, að konur eigi ekki rétt á þessum sérstöku orlofsgreiðslum, hafi maki þeirra tekjur, sem eru umfram 1.450 þúsund krónur á ári. Guðmundur H. Garðarson alþingismaður, annar með- flutningsmanna að tillögunni um fæðingarorlofið, sagði 1 við- tali við Mbl. I gær, að þetta hefði aldrei verið ætlun lög- gjafans, að fæðingarorlof væri bundið tekjumarki — tilgang- ur laganna væri að konur héldu launum sfnum sem einstakling- ar. Flutningsmaður tillögunnar var Ragnhildur Helgadóttir al- þingismaður, en meðflutnings- menn voru Pétur Sigurðsson og Guðmundur H. Garðarsson. Morgunblaðið spurði Guðmund í gær, hvert álit hans væri á þessari ákvörðun stjórnar At- vinnuleysistryggingasjóðs. Hann sagði: „Ég er undrandi yfir þessum vinnubrögðum stjórnar At- vinnuleysistryggingasjóðs og Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður. tel, að þessi ákvörðun stjórnar- innar standist ekki þrátt fyrir það að þeir segist hafa leitað til prófessors og byggt ákvörðun sína á niðurstöðum hans og túlkun. Ég hlýt að halda þvi fram, sem aðili löggjafarþings- ins, að túlkun einstakra próf- essora geti ekki orðið þyngri á metunum en túlkun þeirra, sem setja lögin. Það fór ekkert á milli mála, þegar þetta mál var í meðferð Alþingis að hér var verið að setja lög um einstakl- ingsbundinn rétt, rétt konunn- ar til þess að hljóta fæðingaror- lof. Um er að ræða að konan haldi launum sinum sem ein- staklingur.“ Þar sem Guðmundur er for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur var hann spurður að því, hvort félagið hygðist hefja einhverjar aðgerðir til þess að fá þetta leiðrétt eða hvað hann myndi persónulega gera sem meðflutningsmaður tillögunnar i upphafi. Guð- mundur sagði að annað hvort myndi hann taka málið upp á Alþingi ef ekki yrði breyting á þessu eða Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur mundi leita réttar kvenna i þessu máli. Þetta mál varðar allar útivinn- andi konur I landinu — ekki aðeins félagsmenn í VR, heldur mikinn fjölda kvenna I öðrum atvinnugreinum, t.d. i fiskiðn- aði víðs vegar á landinu og á hinum ýmsu stöðum. það til algjörra undantekninga, að lán fari í vanskil. Innstæður á sparisjóðsbókum tengdum rétti til lántöku njóta sömu kjara og fé á almennum sparisjóðsbókum. Spörun verður að vera regluleg í ininnst 12, 18 eða 24 mánuði til að hún gefi rétt til lána, sem hér greinir: Eftir 12 mánaða sparnað, sömu upphæð og svöruð var, hámarks- lán 96 þúsund krónur, sem endur- greiðist á 12 mánuðum. Eftir 18 mánaða sparnað, hálfa aðra hina spöruðu upphæð, há- markslán 216 þúsund krónur, sem endurgreiðist á 27 mánuðum. Eftir 24 mánaða sparnað, tvö- faida hina spöruðu upphæð, há- markslán 384 þúsund krónur, sem endurgreiðist á 48 mánuðum. Lánin ber að endurgreiða með jöfnum mánaðarlegum greiðslum afborgana og vaxta — annuitetslán. Skákeinvígið: Fjórða skák- in tefld í dag í DAG kl. 14.00 setjast þeir Boris Spasskys og Vlastimil Hort f 4. sinn að skákborðinu í áskorendaeínvfgi þeirra f keppninni um heimsmeistara- tiltilinn f skák. Að þremur um- ferðum loknum hefur Spassky hlotið 2 vinninga, en Hort 1. Jafntefli varð f tveimur fyrstu skákum þeirra, en sfðan vann Spassky þá þriðju eftir að Hort hafði fallið á tfma. Teflt er í Kristalsal Hótel Loftleiða. Mun Spassky f dag stýra svörtu mönnunum en Hort þeim hvftu. Háskólakosningar: r Utvarpað frá framboðsfundi KOSNINGAR til stúdentaráðs og háskólaráðs munu fara fram fimmtudaginn 10. mars næstkom- andi. Á miðvikudagskvöldið verður haldinn framboðsfundur i Hátiðarsal Háskóla íslands. Hefst hann kl. 20. Verður nú bryddað upp á nýjung í því sambandi og verður fundinum útvarpað á mið- bylgju 1412 kHz, 212 metrum. Gefst þvi stúdentum sem ekki eiga heimangengt kostur á að hlýða á málflutning af fundinum svo og öðrum þeim sem kunna vilja hlýða á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.