Morgunblaðið - 06.03.1977, Page 7

Morgunblaðið - 06.03.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 7 Við skildum síðast við Pét- ur i hallargarði æðsta prests- ins. Nú skulum viðfylgja honum fram á veginn eftir að hann gengur út úr þeim garði, skirður eldskírn iðrun- a r og tá ra. Afneitun hans þessa ógn- þrungnu örlaganótt hafa menn skoðað einn allra sorg- legasta þátt Píslarsögunna, en mun það að öllu rétt? Var ekki hrösunin og sú iðrun, sem hún vakti, aflvakinn að þeim stórvirkjum, sem hann siðar vann? Hefði hann orðið sá maður sem hann varð, ef hann hefði ekki hrasað? Skoðum feril hans eftir þessa nótt, trúardjörfung hans, þrek hans, jafnvel á hættulegustu stöðum og frammi fyrir hættulegustu mönnum, til að flytja mál mannsins, sem hann hafði í veikleika sínum áður afneit- að. Skoðum óttaleysi hans við að taka á sig fangelsanir og kvalir. Benda ekki við- brögð hans margsinnis síðar til þess að þá hafi hann séð fyrir sér myndina úr hallar- garðinum, augun sem horfðu til hans úr hallarglugganum? Stærsta guðshús kristninn- ar ber nafn Péturs, og þegar inn er komið í þann volduga helgidóm og horft er upp í hvolfþakið mikla, eitt af meistaraverkum byggingar- listar allra alda, blasa við með risastórum gullstöfum orð Jesú: „Þú er Pétur — klettur — og á þessum kletti vil ég byggja kirkju mina." En kletturinn var maður, svo veikur að hann brást meistara sínum i sárri raun hans. Nafn Péturs er víðar letrað, það er gullletri skráð á spjöld sögunnar. En hefði svo orðið, ef augnabliks hrös- un hefði ekki orðið honum eldskírn, sem hóf i hærra veldi þann manndóm, sem með honum bjó? Hvað e um mig og þig þegar við hrösum? Verður hrösunin okkur ævilöng áminning um veikleika okk- ar, ekki áminning til uppgjaf- ar og bölsýni, heldur áminn- ing sem vekur í okkur krafta, sem áður sváfu. „Þekktu sjálfan þig," kenndi gríska spekin. Af hrösuninni á maðurinn að læra að þekkja hjarta sitt bezt. Vitaskuld hrösum við öll, en verður hrösunin til þess að þoka okkur hæðum hins heilaga lífs nær? Snerta ekki þessar spurnir meginmál þess uppbygging- arstarfs, sem góðir menn eru að vinna I þágu þeirra, sem vímugjöfum ýmsum hafa orðið að bráð? Mörgum hefur opnað leið út af þeim refil- stigum að minnast þess, trúa því að augað sem leit til Hrösun Heilagt líf Péturs í hallargarðinum liti enn til hvers mannsbarns, sem hrasar, ekki ásakandi, heldur fyrirgefandi, ekki af- sakandi allt en með skilningi á því sem stríðirá vilja hins breyzka barns. Ef sú mynd brennir sig þannig í hjartað að hún byggi upp en brjóti ekki niður vilja þinn eftir hrösun eða hrasanir, hefur „hús þitt brunnið til batn- aðar". Ég veit ekki , hvort nokkur rithöfundur með dýpri sið- gæðisvitund en Einar H. Kvaran hefur haldið á islenzkum penna á þessari öld. Drottinn minn, hvílíkur munur og á þeim léttúðar- óþverra, sem lesendum er þrásinnis boðinn í dag. Þó urðu margir sárhneykslaðir af þessum orðum í einu af skáldritum Kvarans: „En Guð er líka í syndinni ." Er hún fyrir utan áhrifasvæði Guðs? Hvilíkt bull! Er hún inn i mannlífið komin vegna þess að Satan bar sigur af hólmi í viðureigninni við Drottin? Var ekki Guð með þeim hætti „i synd" Péturs i hallargarð- inum, að hann gat notað hana honum til blessunar og málefni mannsins, sem hann afneitaði? Lokaorð sögunnar í hallar- garðinum eru dapurleg: „Og Pétur gekk út fyrir og grét beizklega", — en framhaldið varð dýrðlegt. Þaðsegirfrá manni, sem sýnir, að syndin sjálf getur orðið brú yfir djúp- ið dökka. Það sýndi fagur- lega, stórmannlega, maður- inn, sem veikur hafði afneit- að meistara sínum áður en loks stóð hiklaus frammi fyrir böðli Nerós, sem krossfesti hann fyrir utan hina fornu borgarmúra Rómar. Þá bar hann með reisn sigursveig píslarvættisdauðans, postulinn, sem hrösuninn hafði lyft upp í hæðir heilags lifs. Margar rökstuddar efa- semdir voru látnar uppi, þeg- ar tilkynnt var frá Vatíkaníu, að fornleifafræðingar hefðu fundið bein postulans þar sem gröf hans er sögð vera undir gólfi Péturskirkjunnar í Rómaborg. Menn eru tregir til aðtrúa vegna þess, hve margt er búið að gera sér að féþúfu í hinni eilífu borg. En í hinu mikla guðshúsi, þar sem hrúgað er saman sundurleitum listaverkum frá ýmsum öldum. og sumt gert af vafasömum listasmekk, er næsta fátt, sem minnir á Pétur annað en eirlíkneskjan stóra, sem nálega var búið að kyssa tána af, þegar ég sá hana síðast. Tjaldið er fallið, leikur harms og gleði er liðinn. En freistandi er að fá að sjá tjaldið aftur dregið frá og nýtt svið birtast. Þarstendur Péturog þiggur sigurlaun fyrir þúsund drýgðar dáðir. Og þar lifir hann þá stóru stund að aftur mætir honum ásjónan, augnatillitið frá ör- lagastundinni i hallargarð- inum, ekki sorgblítt, ekki ásakandi, heldur Ijómandi af gleði. Þá syngur Pétur lofsöng um ríkdóm náðar Guðs, lof- söng um þá miskunn Drott- ins, sem við menn misskilj- um oft en er að leiða mergð sinna breyzku og brotlegu barna gegnum hrösun til heilags lífs. Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir Datsun disel 70 — 77 augablöð aftan. Mercedes Bens 1413 augablöð aftan og framan. Mercedes Bens 1413 krókblöð aftan og framan. Mercedes Bens 322 augablöð aftan og framan. Mercedes Bens 322 krókblöð aftan. Scania Vabis L55 og L56 augablöð aftan. Volvo 375 augablöð framan. 2" og 2W styrktarblöð í fólksbíla. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðra- klemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, sími 82944. Nýr Ursus G-360 1 - Ný 65 hestafla vél 2. Ný olíusía 3. Nýr lofthreinsari 4. Nýr, betri vatnskassi 5. Nýr, endurbættur dráttabiti 6. Nýtt endurbætt Ijósakerfi 7. Nýr endurbættur gírkassi 8. Nýir og betri þyngdar klossar 9. Nýtt og endurbætt bremsukerfi 10. Ný og endurbætt kúpling 11. Nýr og betri startari 1 2. Ný og endurbætt handbremsa 1 3. Nýr og betri vinnustunda -mælir 14. Nýr og fallegri litur Sem sagt eldri gerðin var góð, en sú nýja er ennþá betri. Vélaborg hf „ sími 86655 og 86680, Sundaborg 10. Áður útkomnar Saga Borgarættarinnar Svartfugl Fjallkirkjan I, Fjallkirkjan II Fjallkirkjan III Vikivaki Heiðaharmur Ný útkomnar Vargur I véum Sælir eru einfaldir Jón Arason Sálumessa Fimm fræknisögur Dimmufjöll Fjandvinir Gunnar Gunnarsson hefur um langt skeið verið einn virtasti höfund. ur á Norðurlöndum Almenna Bókafélagið, Austurstræti 18. Botholti 6, sími 19707 simi 32620 Ritsafn Gunnars Gunnarssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.