Morgunblaðið - 06.03.1977, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977
pJnrgmwM&títt!*
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur'Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Aundanförnum árum
hefur sú grundvallar-
breyting orðið á meðferð
kjaramála, að samtök
verkalýðs og vinnuveit-
enda hafa komið sér upp
hagdeildum og ráðið í sína
þjónustu sérmenntaða
starfskrafta til þess að
fylgjast rrteð þróun efna-
hagsmála. Hin gamla tor-
tryggni sem áður ríkti í
garð tölfræðiegra upplýs-
inga frá opinberum aðilum
er því ekki lengur fyrir
hendi. Þetta þýðir, að bæði
Alþýðusamband íslands og
Vinnuveitendasamband ís-
lands hafa undir höndum
staðgóðar upplýsingar um
stöóu þjóðarbúsins og
möguleika atvinnuveganna
til þess að taka á sig kjara-
bætur. Jafnframt hafa
þessi samtök í sinni þjón-
ustu sérfræðinga, sem geta
sagt fyrir um, hverjar
verða efnahagslegar afleið-
ingar tiltekinna kjara-
samninga t.d. ef gengið
væri að öllum kröfum ASÍ
nú. Af þessum sökum er
hægt að gera meiri kröfur
til málatilbúnaðar beggja
aðila vinnumarkaðarins en
áður var.
Sú sérræðilega þjónusta,
sem ASÍ nýtur nú, veldur
því t.d., að forystumenn
verkalýðssamtakanna
hljóta að gera sér grein
fyrir því, að um tvær leiðir
er að velja í kjarasamning-
unum í vor. Önnur leiðin
kallar óhjákvæmilega á
stóraukna verðbólgu, hin
gefur vonir um að takast
megi að halda verðbólg-
unni í skefjum og jafnvel
minnka hana enn. Með
hliðsjón af þeirri vit-
neskju, sem hlýtur að vera
til staðar hjá forystusveit
verkalýðssamtakanna vek-
ur undrun, að hún hefur
valið þann kostinn, sem
óhjákvæmilega leiðir til
stóraukinnar verðbólgu.
Kröfugerð ASÍ um 56%
kauphækkun á 4. taxta
Dagsbrúnar auk fullra
verðlagsbóta á lægstu laun
og sömu krónutölu á hærri
launataxta þýðir í raun
a.m.k. 80% launahækkun
af þessu tagi kallar óhjá-
kvæmilega á stórfellda
nýja verðbólguöldu. Úr því
að ASÍ hefur valið þann
kostinn er kannski ástæða
til að staldra við og velta
fyrir sér hverjir hagnast
mest á nýrri verðbólgu-
öldu. Er það láglaunafólk-
ið?
Á tímum Viðreisnar-
stjórnarinnar nam verð-
bólgan yfirleitt um 10% á
ári hverju. Þótti sumum
nóg um. Á tímum vinstri
stjórnar konst verbólgan
hins vegar á alveg nýtt stig
og komst yfir 50% á árinu
1974 og áttu kjarasamning-
ar i febrúar það ár ekki
minstan þátt í því. Síðan
hefur verðbólgan farið
lækkandi en nú er bersýni-
lega stefnt að því að auka
hana á nýjan leik. Hinir
almennu sparifjáreigend-
ur hafa orðið einna verst
úti í verðbólgunni. Þeir
hafa orðið að þola nei-
kvæða vexti árum saman
og sparifé þeirra hefur
brunnið upp í báli verð-
bólgunnar. Hvaða fólk er
það sem safnar sparifé í
banka? Það er ekki sizt
eldra fólkið, sem er komið
yfir erfiðasta hjallann í
sínum fjárhagsmálum og
safnar nú fé til efri ára.
Þetta fólk hefur tapað stór-
fé á óðaverðbólgunni und-
anfarin ár og þetta fólk
mun halda áfram að tapa,
ef ný verðbólgualda skell-
ur yfir.
Það er hins vegar annað
fólk, sem hefur grætt stór-
kostlega á verðbólgunni,
enda hefur hún haft í för
með sér umtalsverða eigna-
tilfærslu í þjóðfélaginu.
Þeir sem hafa grætt eru
þeir sem hafa staðið í fast-
eignabraski og stefnt
markvisst að því að hag-
nýta sér verðbólguna til
þess að komast yfir miklar
eignir. Þessir aðilar mundu
halda áfram að græða á
nýrri verðbólguöldu en
sparifjáreigendur og fast-
launamenn mundu halda
áfram að tapa.
Síhækkandi verðlag á al-
mennum neyzluvörum,
sem hefur verið og mun
verða óhjákvæmilegur
fylgifiskur verðbólgunnar
kemur harðast niður á lág-
launafólki. Fyrst þurfa
menn að hafa í sig og á. Ef
eitthvað verður eftir að því
búnu er hægt að hugsa til
annarra þarfa. Allir vita að
þeir, sem við verstan hag
búa, gera ekki meira en að
hafa í sig og á. Verðbólga,
sem veldur stöðugt hækk-
andi verði á neyzluvörum,
kemur því verst við þá.
Hún veldur hinum, sem
hærri tekjur hafa, minni
erfiðleikum. Þess vegna
kemur verðbólgan harðast
niður á láglaunafólki.
Þegar á þetta er litið
verður auðvitað alveg
ljóst, að mesta hagsmuna-
mál láglaunafólks og gamla
fólksins sem á spariféð i
bönkunum er að verðbólg-
an haldi áfram að minnka
og að þannig verði haldið á
kjaramálum í vor, að lág-
launafólki og lífeyrisþeg-
um verði tryggðar veruleg-
ar og raunhæfar kjarabæt-
ur á þann hátt, að verð-
bólgan fari minnkandi en
ekki vaxandi. í ljósi þess,
að síðasta ASÍ-ing taldi að
leggja bæri mesta áherzlu
á að bæta hag láglauna-
fólks vekur undrun, að
kjaramálaráðstefna ASÍ
skyldi ekki taka með allt
öðrum hætti á málum og á
þann veg að líklegt væri aó
verðbólgan færi minnk-
andi en ekki vaxandi i kjöl-
far nýrra kjarasamninga.
ASÍ á að hafa þær hag-
fræðilegu upplýsingar und-
ir höndum, sem gerir því
kleift að marka slíka stefnu
en af einhverjum ástæðum
hefur hún ekki orðið fyrir
valinu. En þá er líka ljóst,
að það er verið að berjast
fyrir hagsmunum ein-
hverra annarra en lág-
launafólks.
Verðbólgan kemur verst við
láglaunafólk og lífeyrisþega
| Reykj avíkurbréf
•Laugardagur 5. marz«
Staða konunnar
í kommúnistaríki
í síðasta Reykjavíkurbréfi voru
rædd málefni andófsmanna i
kommúnistalöndunum austan
járntjalds og þvi ekki úr vegi að
hefja þennan pistil með tilvitnun
i einn þeirra rússnesku andófs-
manna, sem þar var vitnað i,
Evgeni Vagin, og rifja upp það,
sem hann segir um stöðu konunn-
ar í Sovétrikjunum. Vagin sagði
m.a. á blaðamannafundi sovézkra
andófsmanna í Kaupmannahöfn í
febrúarbyrjun s.l., að konan og
móðirin væru litils virtar af
stjórnvöldum í Sovétríkjunum,
m.a. með réttarfarinu. Aðbúnaður
kvenna, sem lentu í fangelsum,
væri mjög slæmur. Nefndi hann
sem dæmi, að konur sem ælu börn
í fangelsi fengju að hafa þau hjá
sér í fjórtán daga, en síðan væru
þau tekin af þeim og yfirvöldum i
sjálfsvald sett hvar þeim væri
komið fyrir. Yfirleitt væru slík
börn endanlega tekin af móður-
inni og komið fyrir á hælum,
Vagin sagði ennfremur, að Sov-
étstjórnin reyndi „óspart að nota
móðurtilfinninguna til að kúga
konur“, og bætti þvi við í sam-
bandi við stöðu sovézkra kvenna,
að ýmsar forystukonur í jafnrétt-
isbaráttu kvenna á Vesturlönd-
um, sem hann kvaðst hafa mikla
samúð með, litu oft á Sovétríkin
sem fyrirmynd að því leyti, að þar
væri staða konunnar önnur og
betri en fyrir vestan, eins og hann
komst að orði, en hann lagði
áherzlu á, að þetta væri á mis-
skilningi byggt.
En við4skulum fara varlega og
sízt af öllu að ímynda okkur að
allt sé með felldu i þessum efnum
hjá okkur, þó að staða konunnar á
islandi hafi frá aldaöðli verið
betri en í flestum löndum öðrum,
eins og m.a. kemur fram í fornri
islenzkri sagnaritun og Grímur
Thomsen hefur manna bezt bent
á i ritgerð, þar sem hann gerir
úttekt á stöðu konunnar með hlið-
sjón af Grikklandi og íslandi til
forna og dregur ályktanir sínar af
þvi, hvernig um hana er skrifað i
fornum klassískum ritum þessara
landa. islenzkar konur hafa
aldrei verið þrælar eða ambáttir
með þeim hætti, sem gerzt hefur
viða um lönd — og er þvi miður
enn raunveruleg staða hennar,
jafnvel í ríkjum, sem telja sig til
menningarríkja, án þess að
ástæða sé til að tíunda þau hér.
En í framhaldi af því, sem sagt
var, að við skyldum íhuga okkar
mál vandlega, er ástæða til að
minnast þess, að mikilla kvenna
er oft og einatt síður getið en
merkra karla og störf þeirra oft
vanmetin, þvf miður. Það var
t.a.m. athyglisvert, að lesa minn-
ingargrein eftir Jóhann Friðriks-
son um Björn Ó. Pétursson for-
stjóra, sem birtist hér í blaðinu
nýlega ásamt öðrum minningar-
greinum um þennan merka at-
hafnamann, sem stóð framarlega í
sinni stétt og lagði ótrauður á
brattann. En hann hafði merka
konu sér við hlið, sem lifir mann
sinn, og Jóhann Friðriksson segfr
m.a.: „Það er alkunna, að jafnvel
afburðakona týnist stundum gjör-
samlega almenningi vegna þess
hvað störf hennar eru hljóðlát.
Oft vill líka eiginkonan gleymast,
þegar mannsins er getið, en hver
er það annar en konan, sem stend-
ur að baki manns sins? Er það
ekki eiginkonan, sem oft hefur
úrslitaáhrif á það, hvort eigin-
manninum nýtast hæfileikar sín-
ir, jafnvel hvort maðurinn verður
að manni eða ekki? Er það ekki
-fyrst og fremst konan, sem skapar
heimilið og elur upp börnin?"
Heimilið
í Morgunblaðinu 9. október s.l.
var m.a. rætt um heimilið og
skattana og vitnaó í ágætar for-
ystugreinar í Tímanum, þar sem
minnzt var á gildi og mikilvægi
heimilisins og m.a. bent á niður-
stöður athugana, sem gerðar hafa
verió i Svíþjóð, þar sem uppeldis-
fræðingar leggja nú höfuðáherzlu
á, að börnin mótist mest á fyrstu
árunum og þess vegna sé það
hvað brýnasti þáttur uppeldisins
að búa vel að ungbörnum. Tíminn
kallaði heimilin m.a. „mikilvæg-
ustu stofnun þjóðfélagsins“ og er
Morgunblaðinu ljúft að taka und-
ir það eins og áður. í fyrrnefndu
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins var bent á, að i siðustu kosn-
ingum var það eitt af höfuómál-
um kosningabaráttunnar, að for-
eldrum yrði sköpuð bætt skilyrði
til að geta hlynnt betur að börn-
um sínum á fyrstu árum uppvaxt-
ar þeirra.
Síðan tekur Morgunblaðið und-
ir þá fullyrðingu Tímans, að
heimilið sé mikilvægasta stofnun
þjóðfélagsins og i raun og veru
undirstaða allra annarra stofnana
þess. Og Morgunblaðið heldur
áfram og tekur undir þau orð i
forystugrein Tímans, að nú sé eitt
mikilvægasta verkefni þjóðfélags-
ins að styrkja stöðu heimilisins á
ný og samræma hana nýjum og
breyttum tíma. „Þetta verður að
vera eitt aðalhlutverk félagsleið-
toga og stjórnmálamanna á kom-
andi tímum, ef ekki á verr að
fara.“ Og Morgunblaðið heldur
áfram: „Undir allt þetta vill
Morgunblaðið taka, enda hefur
þaó áður — og það margoft — lagt
höfuðáherzlu á mikilvægi heimil-
anna og það vita allir, sem eitt-
hvað hafa ferðazt, að norræn
heimili eru mikilvægari þáttur
þjóðfélags og þjóðlífs en gerist
annars staðar í heiminum. ..“ Og
ennfremur:....og í raun og veru
hafa húsmæður oft orðið eina ör-
eigastétt landsins, svo litla
umbun, sem þær hafa fengið af
hálfu hins opinbera. Húsmóóirin
situr ekki við sama boró og aðrir
þjóðfélagsþegnar, allra sfzt konur
sem úti vinna og fá helming launa
sinna frádráttarbæran, áður en
gefið er upp til skatts. Nú eru
ýmsir farnir að staldra við þessi
atriði og þá ekki sízt konurnar
sjálfar — og leggja áherzlu á mik-
ilvægi húsmóðurstarfsins og
heimilisins í heild, sem mikilvæg-
ustu stofnunar þjóðfélagsins eins
og Tíminn talar réttilega um. Æ
háværari raddir heyrast nú um að
húsmóðirin eigi að sitja við sama
borð og aðrir, jafnvel eigi hún
heimtingu á launum — ekki siður
frádráttarbærum en aðrir, sem
þeirra réttinda njóta. Þeir, sem
vinna að heimilisstörfum eiga
ekki síður að njóta þess en þeir,
sem önnur störf vinna, hvort sem
þeir eru húsmæður eða ekki, því
að í sumum tilfellum annast karl-
ar heimilisstörf og í enn öðrum
einstætt fólk, sem verður að sinna
heimili sínu ásamt störfum utan
þess, eins og raunar fjöldi ís-
lenzkra kvenna. Það hlýtur að
vera unnt að finna einhverja rétt-
láta og sanngjarna viðmiðun, þeg-
ar ný skattalög verða nú innan
tíðar lögð fram, því að enginn vafi
er á því, að núverandi skattalög
eru að kippa stoðunum undan
heimilunum og vinna að því að
draga konur burt frá heimilis-
störfum.
Þeir, sem annast um börn sfn og
sjá um uppeldi æskunnar, eiga að
njóta þess til fulls, við eigum að
leggja áherzlu á að konum verði
gert kleift að vera með börnum
sínum og annast uppeldi þeirra
eins og menn eru nú farnir að
hallast að, jafnvel í þeim löndum,
þar sem félagslegar hreyfingar
hafa sett þjóðfélagið meira og
minna úr skorðum og stórlega
veikt stöðu heimilanna.“
Þá hefur Morgunblaðið einnig '
skrifað sérstaka forystugrein um
mikilvægi heimilanna og lagt
áherzlu á, að þeir, sem annast
uppeldi barna á heimilum eða
önnur þau störf, sem þar eru
nauðsynleg, eigi að fá fyrir það þá
umbun og hljóta raunar þá virð-
ingu, sem þessu mikilvæga starfi
hefur fylgt hér á landi frá alda-
öðli. En jafnframt á auðvitað að
tryggja rækilega, að þær konur,
sem úti geta unnió, hafi tækifæri
til þess og séu ekki bundnar á
bása af félagslegum eða öðrum
ástæðum.