Morgunblaðið - 06.03.1977, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977
Þórir S. Guðbergsson
Rúna Gísladðttir
50 sm há grastegund í
Afríku, sem kallast
Kikuyu-gras, hefur rætur,
sem ná allt að 10 metra í
jörð niður. Þessar löngu
rætur auðvelda plöntunni
að lifa á löngum þurrka-
tímabilum í Afríku. Rúgur
og hafrar hafa einnig mjög
langar rætur á slíkum
þurrkasvæðum. Hver
planta getur haft saman-
lagða rótalengd allt að
200 metra á mjög litlu
svæði.
Efni til vinnunnar: Poki með venjulegri bómull, veggfóðurlím
(selt i litlum pökkum og leyst upp í vatni), þykkur pappi til að gera
myndirnar á (gætið þess að nota ekki of þunnan pappa, hann vill
vinda sig). Þekjulitir til mála með, en vatnslitir eru einnig
nothæfir. Glært lakk með glans.
Aðferð: Myndin er teiknuð í stórum dráttum á pappaspjaldið
(gott er að byrja á að vinna dýr eða mannsmynd). Síðan er dálítill
skammtur af limi hrærður út í bolla eða skál eftir leiðbeiningum á
pakkanum. Lengjur af bómull eru þvínæst bleyttar í líminu og
lagðar á pappann innan teiknuðu strikanna. Gjarna má gera
myndina nokkuð óreglulega (mishæðótta) — og er hún hefur
verið fyllt út, er hún lögð til þerris (ekki þó á ofn, því að hætt er þá
við að hún ofþorni og vindi sig). Þegar hún er orðin sæmilega
þurr, er málað með fallegum litum yfir, og eftir aðra þurrkun er
loks lakkað yfir allt. *
— Reykjavíkur-
bréf
Framhald af bls. 25
ummæli Karls Schiitz, rannsókn-
arlögreglumanns, þess efnis hve
hlýja og umhyggja í æsku er ungu
fólki nauðsynleg. í samtali við
blaðamann Mbl. lét hann m.a. að
því liggja — og við skulum
geyma þau orð i minni, þegar
við fjöllum um mikilvægi
heimilisins — og þá ekki sízt
samband barna við foreldra
sína og aðra aðstandendur, að
óhamingjusöm æskuár væru
ein helzta ástæða þess, að ung-
mennin fjögur, sem nú hafa játað
á sig stórglæpi, lentu út á ógæfu-
brautinni. Hann svaraði blaða-
manni Morgunblaðsins með eftir-
farandi orðum: „Ef til vill er
ástæðuna að finna þar. Það gildir
sama um Sævar og Kristján Við-
ar, að þeir hafa báóir átt mjög
óhamingjusama æsku. Um tals-
verða áfengisnotkun er að ræða
hjá foreldrum beggja á heimilum
þeirra og þeir voru mjög ungir
þegar þeir voru algerlega á sjálfs
sín vegum, sérstaklega gildir
þetta um Kristján Viðar, hann
vantaði tengsl við fjölskyldu sína
á föðurhlið og í rauninni getur
Kristján Viðar aðeins fundið til-
finningatengsl til ömmu sinnar...
Fimmtán ára gamall var Kristján
Viðar algerlega á eigin vegum,
borðaði yfirleitt á veitingastöðum
og greiddi fyrir með matarmið-
um, sem hann fékk hjá félags-
málastofnun Reykjavfkur.
Sævar er ákaflega ungur, þegar
vandræði koma i ljós í sambandi
við fjölskyldu hans og það leiðir
síðar til þess, að hann er áð
nokkru Ieyti alinn upp á upptöku-
heimilum. Strax i æsku var hann
hættur að sofa heima og stundum
svaf hann útí, undír beru lofti,
jafnvel i mannlausum íbúðum.“
Það sér hver sjálfan sig að fara
út i lífið með þetta veganesti.
Athyglisverðar
umræður
I lokin er svo ástæða til að
klykkja út með tilvitnunum í tvær
konur, sem sagt hafa álit sitt á
skattafrumvarpinu, en þar kveð-
ur við annan tón — og að sum^
----------——''— r
leyti ábyrgari — en oft og einatt i
umræðum um þessi mál. Báðar
eru þessar konur lögfræðingar og
önnur, Ragnhildur Helgadóttir,
er alþingismaður og á langa
stjórnmálareynslu að baki, hin er
Ingibjörg Þ. Rafnar.
Ragnhildur Helgadóttir segir
m.a. f grein hér i Morgunbiaóinu
13. febrúar s.l.:
„Persónulega er ég hlynnt
þeirri hugmynd, sem frumvarpið
byggir á, að sameiginlegum tekj-
um hjóna sé skipt i tvo jafna
hluta til skattlagningar og hjón-
um síðan reiknaður skattur af
hvorum helmingi um sig. Regla
þessi, sem oftast er nefnd
helmingaskiptareglan, mismunar
ekki hinum ýmsu hjónum eftir
þvi hvort unnið er innan eða utan
heimilis, en sá annmarki er meðal
gallanna á núgildandi fyrirkomu-
lagi, 50% frádráttarreglunni.
Helmingaskiptareglan er' og i
samræmi við þær grundvallar-
hugmyndir um hjúskap, að jafn-
ræði sé með eiginmanni og eigin-
konu, enda er þeim ætlað eftir
hjúskaparlögum að bera byrðar
að jöfnu. Lög gera ráð fyrir að
hinni gagnkvæmu framfærslu-
skyldu geti hjón fullnægt, annað
hvort með vinnu sinni á heimilinu
eða öflun tekna utan þess. Eðli-
legt er, að reglur um skattlagn-
ingu hjóna séu í samræmi við
reglur um fjármál hjóna að öðru
leyti.
Hjón hafa valfrelsi um fyrir-
komulag fjármála sinna. Þau ættu
einnig að hafa nokkurt valfrelsi
um fyrirkomulag skattlagningar.
Þótt helmingaskiptareglan sýnist
í flestum tilfellum vera jafnhag-
stæð fjárhagslega og hagstæðari
en sérsköttun, eru þó ýmis hjón,
sem fremur mundu kjósa slðar-
nefndu leiðina. Hjón þyrftu því
að geta valið hvorn kostinn sem
er. Ýmsir aðilar, svo sem Banda-
lag háskólamanna, jafnréttisráð
og Kvenréttindafélag íslands
hafa komið meó skynsamlegar
ábendingar um sérsköttun af sér-
aflafé með tilfærslu og fullnýt-
ingu persónufrádráttar. Sú leið er
ágæt svo langt sem hún nær, en
verndar sfður en helmingareglan
hag þeirra, sem lökust hafa kjör-
in. Helmingaskiptareglan mundi
hins vegar ekki aðeins fullnýta
ersónufrádráttinn, heldur og
möguleika neðra skattþrepsins
samkvæmt frumvarpinu.
Áður en lengra er haldið vil ég
nefna nokkur einstök atriði, sem
ég tel að þurfi að breyta f hinum
nýju hugmyndum um skattlagn-
ingu hjóna og framkvæmd á
henni.
1. Hjón þyrftu að geta valið
hvorn kostinn sem er, helminga-
skiptaregluna eða sérsköttun af
séraflafé með fullnýtingu per-
sónufrádráttar.
2. Fjárhæðir heimilisafsláttar,
barnabóta og barnabótaauka
þyrftu að vera nægilega háar til
að fólk legði raunverulega í þann
kostnað, sem fylgir vióunandi um-
önnun heimilis, ef bæði hjón
vinna úti.
3. Heimilisafsláttur þyrfti að
miðast við tekjuöflun á skattárinu
fremur en vinnumánaðafjölda
eins og frumvarpið gerir ráð fyr-
ir. Rökin fyrir þessu eru fyrst og
fremst eðli okkar atvinnuiifs, þar
sem fólk leggur stundum nótt við
dag f skorpuvinnu, oft árstíða-
bundinni.
4. Barnabætur verði jafnháar
með öllum börnum. Það er ein-
faldara og sanngjarnara.
5. Nöfn beggja hjóna séu skráð
á skattframtalið og tilkynningar
samkvæmt því, ef helminga-
skiptareglan er notuð. Það er
sjálfsögð kurteisi gagnvart skatt-
borgurum og styrkir vitundina
um það, að hjónin séu talin jafn-
réttháir aðilar í því sameiginlega
fyrirtæki þeirra, sem hjúskapur-
inn og heimilisrekstur þeirra
er...“
Ingibjörg Þ. Rafnar segir m.a. í
grein, sem birtist einnig hér í
blaðinu 1. marz s.l.:
„Um þessar mundir virðist
rfkja nánast algjör samstaða um
að afnema beri hina svokölluðu
50% reglu við skattlagningu
hjóna. Er þá næst að líta til þess,
hvaða valkostir eru fyrir hendi í
þeim efnum, og hafa aðallega þrir
verið nefndir: algjör sérsköttun,
sérsköttun með millifærslu á
ónýttum persónuafslætti og helm-
ingaskipti. Ljóst er, að afnám
50% reglunnar hefur í för með
sér aukna skattbyrði á þeim heim-
ilum, þar sem bæði hjónin eru
tekjuhá (vinna fyrir háum tekj-
um), — hvaða kostur sem valinn
er. Það hefur viljað brenna við í
umræðum um skattamálin að
undanförnu, að fólk beri saman
áhrif helmingaskiptareglunnar,
eins og hún kemur fram í skatta-
lagafrumvarpi þvf, sem nú liggur
fyrir Alþingi, og það fyrirkomu-
lag á skattlagningu hjóna (50%
afsláttur) sem nú gildir, og sér-
sköttun af sumum talin einföld
lausn. Að sjálfsögðu verður að
bera saman áhrif valkosta þeirra,
sem fyrir hendi eru, ef 50% regl-
an er afnumin.
Hér gefst þó ekki ráðrúm til
slíks samanburðar, ég ætla aðeins
að gera grein fyrir, hvern kostinn
ég tel að velja beri, og hvers
vegna. Ég vil taka fram, að ég legg
hér ekkert mat á skattalagafrum-
varpið sem slíkt.
Ég er fylgjandi því, að helm-
ingaskiptareglan verði lögð til
grundvallar við skattlagningu
hjóna sem aðalregla, en áfram
verði haldið opnum þeim mögu- .
leika, að hjón telji fram hvort f
sínu lagi (til tekjuskatts). Ég
byggi þessa skoðun mfna á þeirri
staðreynd, aó með hjónum er rík
hagsmunaleg samstaða, bæði
efnahagsleg og félagsleg. Núgild-
andi hjúskaparlöggjöf byggir og á
þvf sjónarmiði í grundvallaratrið-
um. Samkvæmt henni skulu hjón
m.a. njóta verulegs fjárhagslegs
sjálfstæðis og kveðið er á um
skipta skuldaábyrgð þeirra. En
•mikilvægustu og raunhæfustu
lögfylgjur hjúskapar eru þær í
fyrsta lagi, að við stofnun hjú-
skapar myndast fjárfélag með
hjónum, þ.e. hvort hjón um sig
öðlast lögvarinn rétt (hjúskapar-
rétt) yfir öllu því, sem hitt á við
giftinguna eða eignast síðar,
nema um sé að ræða sérgrein. Það
sama gildir almennt um tekjur af
séreign. I öðru lagi stofnast með
þeim gagnkvæm framfærslu-
skylda, þeim er skylt að styðja
hvort annað, gæta sameiginlegra
hagsmuna fjölskyldunnar og
hjálpast að því að framfæra hana
með fjárframlögum, vinnu á
heimilinu og á annan hátt. Fullt
fjárhagslegt jafnræði skal ríkja
milli þeirra.
Hjón og það heimili, sem þau
stofna til, er efnahagsleg og fé-
lagsleg heild, sem hefur með sér
efnahagslega starfsemi, þar Sem
afrakstur vinnu fjölskyldumeð-
lima — hvort sem með henni er
U t J ci * i u wi un
aflað beinna tekna, fjárútgjöld
spöruð eóa annað — kemur heim-
ilinu I heild til góða. Heimilið
nýtur góðs af vinnuframiagi
hjóna. öflun eigna verður fyrir
sameiginlegt átak beggja hjón-
anna, hvort sem um er að ræða
fjárframlag, vinnu eða sparnað. í
fáum orðum sagt, hjónin njóta
góðs af vinnuframlagi hvors ann-
ars, eiga jafna hlutdeild í af-
rakstri vinnu hvors annars. í sam-
ræmi við jafnræðisregluna tel ég
því eðlilegast, að þau eigi jafna
hlutdeild í þeirri þjóðfélagslegu
ábyrgð, sem sú vinna stofnar til.
Hlutdeild í afrakstri vinnu —
hlutdeild I ábyrgð...“
— Morðsaga
Framhald af bls. 15
fyrir þá sem eingöngu hafa
verið á leiksviðinu — að hafa
ekki í raun og veru heildar-
myndina af því sem verið er að
gera. í annan stað getur þessi
eillfa bið milli taka verið þreyt-
andi, en I þessu tilfelli hjálpaði
það mér, að ekkert annað verk-
efni hvíldi á mér þá stundina
þótt það breyttist síðar. En
maður þurfti kannski að hanga
yfir töku I 5—6 tfma fyrir hálfa
mínútu og þótti gott að ná
kannski 2 mfnútum eftir slíka
vinnutörn. Ég segi ekki að það
hafi tekið á taugarnar, en
maður verður að minnsta kosti
að útiloka allan óróleika f blóð-
inu, ef maður ætlar að standa f
þessu.“
Árangurinn: „Um hann ætla
ég ekki að dæma, því að ég er
eiginlega í alveg sömu sporum
og aðrir kvikmyndahúsgestir
sem koma til með að sjá mynd-
ina. Eg hef sjálfur ekki séð
nema brot af myndinni, fáeinar
mfnútur af algjörlega óklipptu
efni, veit þannig ekki hvernig
til hefur tekizt en vona bara hið
bezta. Það er auðvitað ansi
undarlegt að eiga að fara að
horfa á verk sitt upp á tjaldi og
hafa ekki minnstu hugmynd
um árangurinn. Ég bið auðvitað
spenntur en neita því samt ekki
að eftirvæntingin er kvfða
blandin. Hins vegar samfagna
ég Reyni með að þessum áfanga
er náð og vona að þetta verði til
þess að hann geti haldiö áfram
á þessari braut.“ ,. v^ j
I