Morgunblaðið - 06.03.1977, Side 33

Morgunblaðið - 06.03.1977, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 33 „Big Band 77” á jasskvöldi ^ NÆSTA jazzkvöld á vegum félagsins Jazzvakningar verður í Giæsibæ mánudaginn 7. mars og hefst klukkan n(u. Þar gefst mönnum kostur á að heyra í splunkunýrri stórhljðm- sveit undir stjðrn gamalreynds hlásara. Kapparnir fela sig á bak við skemmriskfrnar nafnið „Big Band 77“. Það segir ekki mikið og verður tfminn að leiða f Ijðs hverjir eru þarna á ferðinni. Sfðan munu Viðar Alfreðsson og Gunnar Ormslev leiða saman hesta sfna, þá Trompet og Tenðrsaxa. Þeim til fulltingis verða Kristján Magnússon á pfanð, Ifelgi Kristjánsson með bassa og Guðmundur Steingrfms- son á trommur. Þeim sem minnast Kristjáns frá árunum upp úr 1950, þegar hann var pfanðleikari KK- sextettsins, er það sérstakt ánægjuefni að hann skuli vera farinn að sveiflast aftur eftir nær tveggja áratuga hvfld. Félagið Jazzvakning var stofnað til að klæða laufi eina grein á fslenska menningar- meiðnum, og er óhætt að segja að starfið hafi blðmstrað f vetur. Ný- lega gekkst félagið fyrir umfangs- mikilli jazzkynningu f samvinnu við Menningarstofnun Bandarfkj- anna, og laugardaginn 12. marz n.k. er ráðgert að Áskell Másson haldi tðnleika f Norræna húsinu. (Fréttatilkynning frá Jasvakningu.) hverja plötu sem seist í tfu þús- und eintökum, þá þætti það frek- ar fréttnæmt, ef plata fengi ekki gullhúð á sig í viðurkenningar- skyni fyrir sölu. En ef tekið er tillit til íbúatölu, þá reynist afrek þeirra Ríó-pilta vera næstum þvf heimsmet — hlutfallslega. Að selja tfu þúsund plötur á íslandi er það sama og að selja tfu milljón plötur í Banda- ríkjunum eða tvær og hálfa milljón platna f Bretlandi eða Þýzkalandi. Og það getur Slag- brandur fullyrt, að sfík stórsala er nánast einsdæmi í þessum löndum. I.ftum betur á tölurnar þeirra f Ríó. Tvær piötur þeirra hafa seizt i vfir tíu þúsund eintökum, eða naTri því ein plata á hverja tultugu landsmenn. Nú hafa ts- lendingar þá áráttu að stofna heimili og gizkar Slagbrandur á að þau séu einhvers staðar á milli fjörutíu og fimmtiu þúsund að tölu. Og þar sem alls hafa selzt um 52 þúsund plötur og segulbönd með tónlist Rió, þá sýnist aug- Ijóst, að ein Rfó-plata komi á hvert heimili f landinu, ef jafnt er útdeilt. (Hefur þú fengið þinn skerf?) Slik útbreiðsl: er hreint ótrúleg og ekki nema von, að sjálfur dómsmálaráðherra lands- ins telji sig vel sæmdan af að sjást f fylgd með slikum „þjóðsöngvur- um“ sem Ríó-piltarnir eru. í Bandarikjunum eru til ýmsir mælikvarðar til að leggja á plötu- sölu, þegar farið er að huga að gullplötuúthiutun. Þar er til dæmis algengt að veita gullplötu, þegar plata hefur náð milljón dollara sölu. En þá er tekið mið af þvf verði sem plötuútgefendur mæla með sem smásöluverði, gjarnan sex — sjö dollurum (12—1400 krónur íslenzkar,) enda þótt fjöimargar plötubúðir selji plöturnar á lægra verði f harðri samkeppninni. ~Þannig þarf plata ekki að seljast nema i Í60 þúsund eintökum eða svo, til að fá gullplötu. En þetta sam- svarar 160 platna sölu á Isiandi og þvkir engum mikið. Ef um tveggja platna albúm er að ræða, á helmingi hærra verði, þá nægir að liðlega 80 þúsund albúm selj- ist, til að gullplöturnar séu dregn- ar fram. En annar mælikvarði er til, að veita gullplötu fyrir milljón platna sölu. Raunar eru Banda- rfkjamenn oft svo flottir á þvi, að þeir veita platfnumplötur í stað gullplatna þegar þessu marki er náð. En milljón plötur seldar f Bandaríkjunum, þar sem íbúarnir eru þúsund sinnum fleiri en hér á landi, samsvara þúsund plötum seldum á íslandi og það telst harla slök sala, ef íslenzk plata nær þvi marki ekki. Raunar er útgáfukostnaður slíkur, að íslenzkar plötur þurfa yfirleitt að seljast i tvö — þrjú þúsund eintökum til þess eins að útgáfan standi undir sér. Og fæstum út- gefendum þætti ástæða að fara að verðlauna plötur eingöngu fyrir að ná því að standa undir sér. Bretar eru heldur nizkari á gullhúðunina en Bandarikjamenn og halda sig líka við milljón plöt- ur sem viðmiðunarmark, en þar sem íbúatala Bretlands er liðlega fjórðungur af íbúatölu Bandarfkj- anna samsvarar þetta þvi, að hálf þriðja, milljón platna yrði að selj- ast í Bandarikjunum til að farið yrði að huga að gullplötum. En þá væru islenzkir plötuútgefendur — hlutfallslega — rétt að ná endunum samgn í útgáfunni, með 2.500 plötur seldar. Nei, aðstæður allar hér á landi eru þannig, að Slagbrandi virðist við hæfi að veita ekki gullplötur fyrr en tfu þúsund eintaka sölu er náð. Það er nefnilega ekki svo sjaldan sem þvi marki er náð. Rfó hefur náð því með tvær plötur, Framhald á bls. 38 Knattspyrnudómaranámskeið hefst mánudaginn 7.3 '77 kl. 20.30 í Félags- heimi Vals. K.R.R. K.D.R. HIÍSBYGGEJNDUR-Einanpnarpiast Afgreiöum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæöiö frá mánudegi-föstudags. Afhendum vöruna á hyggingar- stað, viöskiptamönnum aö kostnaöarlausu. Hagkvæmt verö og greiösluskilmálar við flestra hæfi Jl tíwl 93-7370 kv*M i hclyirsfwl <3-7335 IMOMtK veggstrigi i náttúruiegum titum 90 sm breidd PIOMilíH korkveggklœöning i veggfóöursformi 90 sm breidd BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI 8 SHVU.41000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.