Morgunblaðið - 06.03.1977, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.03.1977, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 ' 37 unz eigendurnir seldu fyrirtækið hlutafélaginu 'Búrfelli. Arnþór varð hluthafi og forstjóri fyrir- tækisins. Hann hafði þvi starfað á sama stað I um þrjátíu og níu ár og segir það sina sögu, þvi með Arnþóri er genginn góður dreng- ur í fyllstu merkingu orðsins. Sá sem þessar línur ritar, og flytur um leið kveðjur frá stofn- endum Félags islenzkra kjötiðn- aðarmanna, átti því láni að fagna að eiga Arnþór að vini og sam- herja í yfir 30 ár. Fundum okkar bar saman við undirbúning og stofnun Félags íslenzkra kjötiðn- aðarmanna. Arnþór iagði félaginu til starfskrafta sina að loknum venjulegum vinnudegi og vann að framgangi margra aðkallandi mála m.a. þvi að fá því framgengt að kjötiðnaður varð að löggiltri iðn. Arnþór var í stjórn félagsins frá upphafi, en FÍK var stofnað 5. febr. 1947, til 26. marz 1968, fyrst sem ritari til ársins 1951, og síðan sem formaður. Ennfremur hafði hann um tíma ýmis önnur trúnað- arstörf fyrir félagið, t.d. i laga- nefnd, prófanefnd, fulltrúi i Iðn- ráði og á Alþýðusambandsþingi Arnþór vann einnig heilshugar að öðrum málum, sem til framfara máttu verða í kjötiðnaðinum og fyrir þá sem við hann störfuðu. Kjötiðnaðarmenn kusu Arnþór sem heiðursfélaga sinn. Eins og hér sést naut Arnþór virðingar og trausts, ekki aðeins félagsmanna í FÍJ, heldur einnig og ekki síður annarra starfsmanna á vinnustað. Arnþór var og góður félagi í Odd- fellowreglunni. Erfiðu sjúkdómsstríði er lokið, og harða lífsreynslu við sjúkrabeð Arnþórs hefur Sólveig, börn þeirra hjóna og systir Arnþórs mátt reyna. Ég og stofnendur FlK sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðju. Við munum ávallt geyma minn- ingu hins broshýra og góða drengs i huga okkar. Blessuð veri minning hans. Sig. H. Ólafsson. Arnþór Einarsson er látinn. Mætur maður, vammi firrtur er fallinn í valinn fyrir aldur fram. Barátta hans við sjúkdóm sinn var ströng og langvinn. Hann féll óbugaður og æðrulaus. Svo mikið var viljaþrek hans. Arnþór var fæddur 1. nóvem- ber 1918 að Búðarhóli, Austur- Landeyjum, Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jón- heiður Einarsdóttir og Einar Högnason, bæði ættuð úr Fljóts- hlíð. Arnþór fæddist á fyrsta bú- skaparári foreldra sinna á Búðar- hóli. Hann ólst upp í föðurgarði með systur sinni Arnheiði, sem fæddist fjórum árum síðar en hann, og Ernu Elíasdóttur, sem var um árabil i fóstri hjá foreldr- um hans. Tólf ára gamall missti hann föð- ur sinn og varð þá stoð og stytta móður sinnar, sem hélt áfram búi af ótrúlegri seiglu. Búskapurinn var erfiður, þótt kaupamenn réð- ust til þeirra á sumrin. Ungling- urinn hertist og þroskaðist. Tvær vertíðir réð hann sig í skiprúm i Vestmannaeyjum til að afla bú- inu tekna. Um það má deila, hvort erfðir eða umhverfi valdi mestu um mótun barna. Víst er, að áberandi snyrtimennska, natni og góð- mennska föður hans við menn og skepnur færðust yfir á soninn. Einstaka leikni á tré og járn til- einkaði hann sér í smiðju föður- ins. Að öllu þessu bjó hann siðar I öðru umhverfi og urðu áberandi eiginleikar i fari hans. Þeir voru fleiri skapgerðar- þættirnir, sem mótuðust á æsku- og unglingsárunum. Þar voru einnig þeir, sem drógu dám af móðurinni. Jónheiður var skap- föst, einörð og úrrx-oaauðug í eig- in þágu og nágrannanna í Land- eyjum. Þessa kosti sótti sonurinn og þeir urðu honum drjúgt vega- nesti I forystustörfum hans siðar — og einnig I veikindum hans. Árið 1937 brá Jónheiður búi og fluttist til Reykjavikur í leit að þroskavænlegum störfum fyrir börn sín. Enginn vafi lék á því að hugur Arnþórs stefndi fyrst til smiða en hvergi var lærlingsstarf að fá í miðri kreppunni. Hjá fyrirtækinu Garðari Gísla- syni bauðst starf við kjötvinnslu þess, Búrfell. Kjötiðn var þá ekki lögfest hérlendis en stjórnandi þar var þýzkur kjötiðnaðarmaður, sem tók Arnþór i nám. I byrjun styrjaldarinnar var yfirmaður hans tekinn i gæzlu. Setti hann Arnþór inn í yfirmannsstarfið áð- ur en hann hvarf nauðugur brott. Um sjö árum síðar er kjötiðnin lögfest og Arnþór er meðal þeirra r /■ Asa Asgríms- dóttir — Minning MÁNUDAGINN 7. marz verður til moldar borin frú Ása Ásgríms- dóttir, tengdamóðir min. Ég vil með þessum fáu línum votta henni þakklæti mitt fyrir þær ánægjustundir sem við höfum átt saman. Frá mínum fyrstu kynn- um við Ásu hefur hún alltaf verið mér sem önnur móðir. Man ég eftir mörgum gleðistundum, sem við höfum átt saman, enda var hún mjög glaðvær kona og hafði yndi af góðum félagsskap. Ása var fædd 14. október 1899 í Reykjavik. Foreldrar hennar voru Ásgrímur Gunnarsson og Sigríður Bjarnadóttir. Þegar hún var á fyrsta ári lézt faðir hennar og bróðir og var Ása skírð við kistu föður síns og má segja að snemma byrjuðu máttarvöld örlaganna ð herja á tilveru henn- ar. Ása var ung sett i fóstur hjá Stefáni Jónssyni og Kristínu Jó- hannsdóttur, sem bjuggu i Ráða- gerði í vesturbænum. Talaði hún oft um þessi öðlingshjón, sem reyndu af beztu getu að gleðja hana, fæða og klæða þótt efnin væru mjög litil, og bar fyrir þeim virðingu og þökk fyrir það sem þau reyndu að gera fyrir hana. Árið 1917 giftist Ása Ásgeiri Sigurðssyni skipstjóra, átti hún með honum fimm börn, eru nú tvö þeirra á lífi, Ásgrlmur og Sigriður. Árið 1961 fór m/s Hekla í Norðurlandaferð og var Ása þá með manni sínum. Átti þetta að verða hans siðasta ferð sem skip- stjóra því að hann var 67 ára gamall og ætlaði að hætta sjó- mennsku, þar sem hann var kom- inn á eftirlaunaaldur. í Stafangri voru þau stödd og maður hennar rétt búinn að halda ræðu i hófi þar, þegar Ásgeir hné niður við hlið hennar og var allur. Var þetta að sögn viðstaddra mjög átakanleg sjón. Var Ásu boðið að fljúga heim til Islands með lík manns sins. Hún afþakkaði það boð og sagði að hún væri viss um að maður hennar vildi koma heim með skipi sínu þótt hann stæði ekki við stjórnvölinn. Hún var mjög þakklát Hannibal Valdi- marssyni fyrrv. ráðherra og konu hans, sem sýndu henni alveg sér- staklega mikla alúð í þessari erfiðu ferð, að öðrum ólöstuðum. Nú þegar við kveðjum Ásu í hinzta sinni með miklum söknuði, sem tengd vorum henni, verð ég að minnast á Sigriði dóttur henn- ar sem hefur verið hennar stoð og stytta á alla lund frá þvi að Ásgeir, maður Ásu, lézt. Söknuð-< ur Sigríðar er mikill og bið ég guð að styrkja hana i framtíðinni. Guð blessi minningu Ásu. Tcngdadóttir Mig langar aðeins fáum orðum að kveðja vinkonu mína Ásu Ásgrímsdóttur og þakka henni fyrir allt það góða og bjarta sem ég kynntist i fari hannar, sem oft gefur manni svo mikinn styrk þegar á reynir í lífinu. Á slíkum stundum sem þessum hlýtur hug- urinn að leita til þess liðna, og mér er sérlega minnisstætt þegar ég um 12 ára gömul sá þau hjónin fyrstu sem öðlast réttindi. Hann er einn stofnenda Félags is- lenzkra kjötiðnaðarmanna og for- maður félagsins i 20 ár af 30 sem það hefur starfað. Þótt nokkur tilviljun hafi ráðið starfsvali er kjarni málsins sá að Arnþór gekk til starfsins heill og óskiptur eins og það hefði verið hans fyrsta köllun. Hann hafði sterkan starfsmetnað, kom mörg- um lærlingum til sveins og lét sér annt um eftirmenntun kjötiðnað- armanna. Sem stjórnandi sýndi hann f senn hlýju og tillitssemi gagnvart starfsfólki sínu samfara þvi að vera markviss og einbeitt- ur I að reka fyrirtækið vel. Árið 1945 kvæntist Arnþór eft- irlifandi konu sinni Sólveigu Kristjánsdóttur. Tveimur árum síðar reistu þau sér hús i Kópa- vogi í tvíbýli með systur hans og mági. Þar bjó og móðir hans til dauðadags. Eftir tfu ár var húsa- kosturinn orðinn þröngur og varð að ráði að Arnþór og Sólveig yfir- tækju allt húsið. I heimilislifi hans kom eljusemi hans einnig fram. Viðhald og stækkun hússins að Kópavogsbraut 2 tók drjúgan tima en einnig ræktun og viðhald þeirrar stóru lóðar, sem fylgdi húsinu. Þar var ekki staðar numið. Arn- þór var einlægur náttúruunnandi og ferðaðist víða um Iandið og stundaði útilíf með fjölskyldu sinni. Einstakt athvarf utan þétt- býlis bjuggu þau sér ásamt systur og mági þar sem var sumarbústað- ur i Skorradal. Athafnasemin og sköpunarlöngunin fékk þvi ekki síður útrás á heimilinu en vinnu- stað. Börn Arnþórs og Sólveigar eru Erna Jóna fædd 1948, Kristján fæddur 1951 og Auður fædd 1961. Þau standa nú við hlið móður sinnar þegar faðirinn hlýtur hinstu hvílu. Fjölskylda mín öll flytur ástvinum hans dýpstu sam- úðarkveðjur. Minningin um drenginn góða lifir. Við kistulagn- inguna var nýfæddu barni Krist- jáns gefið nafnið Arnþór. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Lífið heldur áfram. Þórir Einarsson. VEGNA þrengsla f blaðinu í dag verða tvær greinar um Arnþór Einarsson að biða birtingar til þriðjudags. saman á götu. Glæsilegri hjón var vart að finna á götu í Reykjavfk i þá daga, en maður Ásu var hinn nafnkunni skipstjóri Ásgeir Sigurðsson hjá Rikisskip. Ekki hvarflaði það að mér þá, að ég ætti eftir að kynnast þessum elskulegu hjónum. En sú varð raunin á og þakka ég þeim ævi- löng kynni. Þegar ég heimsótti Ásu á spitalann siðustu dagana var ég oft i vafa um hver hefði verið huggarinn slikur var styrk- ur hannar. Það er sárt að sjá á eftir góðri vinkonu en meiri harmur hlýtur það að vera börn- um hennar og tengdabörnum og votta ég þeim mina dýpstu samúð á þessari stundu. Sigríði dóttur Ásu sendi ég sérstakar þakkir fyrir elskulegheit og vinsemd í minn garð. Og bið ég guð að gefa þeim huggun harmi í. Ég kveð Ásu með þessum fátæklegu orð- um og þakka henni fyrir allt. Sigrfður Árnadóttir Pétur R. S. Olsen — Minningarorð Pétur R.S. Olsen fæddist á Vidnes við Syllefjorden i Vanylv- en f Noregi 21. april 1901. For- eldrar hans voru Ole Rasmusen og Karolina P. Bergsted, valmetn- ir bænadahöfðingjar. Hann var yngstur 7 systkina, alinn upp við algeng sveitastörf jafnhliða sjósókn á heimamiðum, þar til hann fór sem kyndari f millilandasiglingar. I Noregi fæddist honum sonur 1926, Tryggve Endalen. Kona hans er Lis Endalen. Þau eiga tvö börn og eru búsett í Ski í Noregi, en hann gegnir framkvæmda- stjórastörfum í Osló. Pétur kom fyrst til Islands sem beykir á síldararum Norðmanna hér, eða nánar tiltekið 1924. Til Þorleifs á Háeyri við Eyrarbakka réðst hann kaupamaður árið 1928 og var þá alkominn hingað til landsins. Eftir þaó var hann um tima kyndari á togurum frá Reykjavfk. Islenzkan ríksi- borgararétt fékk hann 1/9 1933. Okkar kynni í fyrstunni voru aðeins þau, aó veturinn 1929—30 urðum við vinnufélagar i nokkra daga við lýsisbræðslu. Undraðist ég stórum, hvernig þetta norska hálftröll handlék léttilega lýsis- tunnurnar. Önnur samskipti átt- um við svo ekki í áratugi. Þó vensluðumst við á þann hátt, að hann kvæntist Ingibjörgu Gunn- arsdóttur frá Eyrarbakka, en hún var systir Axels mágs mins. Bjuggu þau Ingibjörg og Pétur I farsælu hjónabandi á Eyrar- bakka þar til Ingibjörg andaðist árið 1957. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar vegavinnustjóra, búsett- an á Eyrarbakka, hans kona er Inga Kristín Guðjónsdóttir; og Óla Carlo, vaktstjóra hjá Slökkvi- liði Reykjavíkur. Hans kona er Halldóra Steinsdóttir og búa þau i Reykjavík. Það var sumarið 1961 að Pétur hitti mig á vinnustað. Ég hélt, að hann væri í einhverju viðskipta- stússi og varð því ekki Htið undr- andi og ánægður, þegar hann sagði mér, að þau ætluð.u að fara að gifta sig, Þórunn systir mín og hann. Það urðu ekki orðin tóm, þvi nokkru síðar flutti hann alkominn til Reykjavíkur og strax eftir giftingu þeirra 19. des 1961 stofnuðu þau heimili í nýrri eigin íbúð við Hvassaleiti. Stundaði hann eftir það vinnu hjá Slipp- félaginu í Reykjavík meðan heilsa og kraftar entust. Það þarf skapharðari og kald- lyndari menn en mig, svo að hon- um vökni ekki um brá við á sjá vin sinn, sem hann þekkti fyrrum sem frábæran mann að likams- þreki, glaðværð og traustri skap- gerð, helsjúkan, þrotinn að kröft- um og bugaðan af þjáningum. Það er þvi mér og öðrum huggun harmi gegn að þjáningafullu hel- stríði Péturs er nú lokið. Þess vegna getum við vinir hans, vandamenn og ástvinir syrgt hann með þakklátum huga fyrir það, að nú þarf hann ekki lengur að líða og minnst hans sem hins góða, trausta og glaðværa drengs manndómsáranna, sem aldrei lét deigan siga á meðan kraftar ent- ust I harðri Hfsbaráttu við slys, sjúkdóma, dauða og aðrar ver- aldarinnar plágur. Ég kveð hann með trega og þakklæti fyrir okkar góðu kynni og minnist margra góðra rabb- stunda er við áttum saman og ég hlýddi á hugljúfar minningar hans um. ættland sitt, uppruna sinn og æsku, fjörðinn, fjöllin, búskap, þjóðhætti, ættingja, æskuvini og ótal margt fleira, sem honum var kært. „Oft má af máli þekkja, mann- inn hver helzt hann er“, margt af því tali hans jók álit mitt á per- sónuleika hans og mannkostum og væri þvi mjög frásagnarvert i minningu hans, en ekki veit ég, hvað af því ég mætti segja í hans þökk, því að úr mínum penna kynni þá margt að hrjóta, sem honum fyndist oflof um sig og væri honum mjög á móti skapi, enda átti þetta aldrei að verða annað en fáein kveðjuorð mín til hans að leiðarlokum. Lýk ég þeim með hlýrri hluttekningu til allra ástvina hans. ,, , Karl Stefánsson. LOKAÐ mánudaginn 7. marz 1977 vegna útfarar HALLDÓRS P. DUNGAL BAKARAMIÐSTÖÐIN Lokað vegna jarðarfarar ARNÞÓRS EINARSSONAR, framleiðslustjóra verða kjötvinnsla og afgreiðsla vor að Skúla- götu 22 og skrifstofa á Vatnagörðum 6, lokuð frá kl. 1 2 mánudaginn 7. marz n.k. „ , , . . Burfell h.f. Lokaö verður frá kl. 11 Á morgun vegna jarðarfarar. Kjötvinnslan Búrfell h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.