Morgunblaðið - 06.03.1977, Side 48

Morgunblaðið - 06.03.1977, Side 48
Al <;i,ysi\<;asimi\n KR: 22480 JHorönnbI«t>ií) al<;lysi\<;asímiw er: 22480 Biorgunblnöiíi SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 Erró. Erró sýnir á Lista- hátíd 1978 MYNDLISTARMAÐURINN Erró, Guðmundur Guómunds- son hefur staófest vió fram- kvæmdastjórn Listahátíóar aó hann muni sýna verk sfn á Listahátíð 197». Davíð Odds- son, formaóur framkvæmda- stjórnar listahátíðar, sagði í viótali við Mbl. í gær aó listahátfó hefði skrifað Erró og óskað eftir sam- starfi vió hann um sýn- ingu á verkum hans á Listahátfó 1978 og nú hefur Erró svaraó og þegió þetta boó. Davíð sagöi aó Erró hefði ýms- ar hugmyndir varðandi nýjungar um tilhögun sýningarinnar, en vildi aö ööru leyti ekki greina frá þeim, þar sem þær væru á athugunar- stigi. Davfó sagði einnig aó fleiri listamönnum hefði verið skrifað og boðin þátttaka f iistahátfó, en ekki væri nánari fréttir af því aó svo stöddu. UM SÍÐUSTU áramót nutu 58% fslenzkra heimila upphitunar frá hitaveitum, sem sparaði lands- mönnum um 234 þúsund lestir af olfu. Hafði hitaveituhlutfallið þá aukist úr 46% árið 1972. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir að allt að 10% heimila bætist við þannig að f árslok 1978 verði hlut- fallið orðið 68% og um miðjan næsta áratug verði hitaveituvæð- ingu lokið og þá verði 77% heimila með slfka upphitun, en hin 23% flest með rafhitun þann- ig að þá verður nær úr sögunni að olfa verði notuð til húshitunar hér á landi. Það mun spara kaup á tæpum 400 þúsund lestum af olfu árlega miðað við ef öll heimili væru olfukynt. Þetta kom fram í samtali sem Mbl. átti við Jakob Björnsson orkumálastjóra fyrir skömmu. Þegar olíukreppan skall yfir hertu sveitarfélögin mjög á áætlunum sfnum um að reyna að koma upp hitaveitu og beiðnum um rannsóknir fjölgaói mjög hjá orkustofnun. 1974 voru keyptir hingað tveir nýir borar til að anna hinni auknu eftirspurn, Jötunn, sem getur borað niður á 3,6 km dýpi, og Narfi, sem kemst niður á 1—1,5 km. Kostaði Jötunn 2 milljónir doilara í innkaupi frá Texas f Bandaríkjunum, en Narfi 700 þús. dollara, sem er milli 5—600 milljónir á núgildandi gengi. Komu báðir borarnir hingað til lands 1975. í febrúar það ár samþykkti Alþingi lög um söluskattsstig til að greiða niður olíu, en hluti af fjáröfluninni rann í orkusjóð til að stuðla að nýtingu innlendra orkugjafa í stað olfu. Þessi ráðstöfun ger- breytti stöðu orkusjóðs og getu til að styðja við bakið á sveitarfélög- um og fékk sjóðurinn þannig 300 milljónir króna árið 1976, en til samanburðar má geta að upphæð- in 1974 var 12 milljónir kr. Jakob Björnsson sagði að með þessari ráðstöfun hefði orkusjóó- ur getað hækkað lán sitt til sveitarfélaganna úr 40% i 60%, sem kom sér auðvitað mjög vel og jókst eftirspurn sveitarfélaganna svo mjög að Orkustofnun á nú fullt í fangi með að anna öllum þeim verkefnabeiðnum, sem fyrir liggja. Mjög erfitt er að bora árið um kring vegna veðráttunnar að vetrinum, sem stóreykur kostnaóinn við borun, t.d. norðan- lands. Auk borananna sagði Jakob að jarðhitadeild orkustofnunar hefði stóraukið starfsemi sfna við leit Skjálftavirkni „SKJÁLFTUM fjölgar og allt stefnir í sömu átt og áður en landið seig sfðast,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur f samtali við Morgunblaðið f gær. Landið við Kröflu var þá orðið allmiklu hærra en það var, er sfðasta sig hófst og kvað Páll ómögulegt að segja hvað myndi gerast eða hvenær eitthvað gerð- ist. Frá þvf klukkan 15 f fyrradag og til hádegis f gær urðu 63 jarð- skjálftar á svæðinu, þar af 5 af styrkleikanum 2,5 stig á Riehter- kvarða. Menn fundu engan skjálftanna. Um 70 manns eru nú á Kröflu- að nýjum hitasvæðum. Leitar- tæknin hefði þróast mjög með bættum aðferðum við jarðeðlis- fræðilegar mælingar. 1975 voru víða gerðar mjög umfangsmiklar kannanir, viðnámsmælingar og jarðeðlisfræðilegar rannsóknir, sem leiddu í ljós þrjú ný svæði, sem gáfu góðar vonir á Norður- landi, við Laugaland í Eyjafirði, þar sem þegar hefur náðst góður árangur, Fnjóskadal og Ljósa- vatnsskarði. Öll þessi svæði fund- ust með nýjum aðferðum, en fram til þess tíma hafði stytzt verið talið að leiða heitt vatn til Akur- eyrar úr Reykjahverfi í S- Þingeyjarsýslu. Þá var einnig unnið að rannsóknum á Vestfjörð- um, Vesturlandi og Austfjörðum 1975 og 1976 og hafa rannsóknir á eykst stödugt svæðinu. Flest ' er starfsfólk Kröfluvirkjunar, en stefnt er að því að unnt verði að gangsetja fyrstu vélina í virkjuninni i aprfl- mánuði. Þá eru einnig nokkrir starfsmenn frá Orkustofnun og jarðvfsindamenn á staðnum. Sam- kvæmt upplýsingum Hallgríms Pálssonar hjá Kröfluvirkjun er vinnan í stöðinni f fullum gangi og lætur enginn bilbug á sér finna. Þá kvað hann allt gert til þess að fólk væri viðbúið ef til einhverra tíðinda drægi. Jón Illugason, formaóur al- mannavarnanefndar Mývatns- sveitar. sagði í samtali við tveimur fyrstnefndu stöðunum þegar gefið vonir um árangur og nægilegt vatn t.d. fundist í Súg- andafirði. Þá eru taldar góðar horfur á árangri fyrir Borgarnes, Akranes, Stokkseyri og Eyrar- bakka og þegar hefur fundist nægilegt vatn fyrir Þorlákshöfn. Hvað vafasvæðin snertir sagði Jakob að á þeim lista væru Grundarfjörður, Stykkishólmur, Hvolsvöllur, Hella, Isafjörður, Bolungavík, Flateyri, Súðavfk, Hofsós, Svalbarðsströnd og Egils- staðir. Ef ekki tekst að finna heitt vatn fyrir þessa staði munu þeir að öllum lfkindum fá rafhitun og eftir u.þ.b. 10 ár mun olíunotkun til húshitunar aðeins verða um 5% af heildarþörfinni. Morgunblaðið, að nú væri vakt allan sólarhringinn uppi í fjallinu og ef eftirlitsmenn sæju þaðan einhverjar breytingar, myndu þeir gefa viðvörun þegar í stað. Þá er síminn á svæðinu opinn allan sólarhringinn. Tvær jarðýt- ur eru komnar á staðinn og halda þær vegum opnum. í fyrrakvöld var svokallaður Kfsilvegur rudd- ur og vegum í Mývatnssveit er haldió opnum. Þá hafa öll við- vörunarkerfi almannavarna verið yfirfarin. Eins og áður sagði voru jarð- skjálftar, sem fram komu á mæl- um frá klukkan 15 í fyrradag til hádegis í gær, 63, en það þýðir að um 80 kippir mæiast á sólarhring. Landið hærra við Kröflu 1 gær en fyrir síðasta sig Beðið löndun- lítil veiði MJÖG lítið loðnumagn veiddist í fyrrinótt eða aðeins 660 lestir og stafar það af því að allur flotinn var yfirfullur af loðnu og var ýmist á siglingu til löndunar eða beið í höfnum. Dagurinn í fyrradag sló öll met á þessari loðnuvertíð, en þá fengu 65 bátar samtals 19.800 tonn. Heildaraflinn var í gær orðinn 416 þúsund tonn, en sama dag í fyrra höfðu veiðzt 199 þúsund tonn. Veiðin nú er því 109% meiri en hún var í fyrra. Allar löndunarhafnir á suðvest- urhorni landsins voru yfirfullar af loðnu og f Reykjavík t.d. var löndunarbið fram á mánuag. í Vestmannaeyjum höfðu bátar beðið síðan á föstudag og var ekki búizt við að löndun gæti þar haf- izt fyrr en í kvöld í fyrsta lagi. Þrír bátar frá Höfn í Hornafirði, Steinunn, Magnús og Skógey, voru í gær í Eyjum. Talsverður strekkingur var að austan og treystu þeir sér ekki til þess að sigla austur með svo mikinn farm sem þeir voru með. Var jafnvel búizt við því að þeir fengju að losa afla af dekki til þess að þeir gætu farið austur. Ef það yrði ekki hægt, myndu þeir losa i sjó- inn og sigla austur. Flutníngsstyrkur var í gær greiddur til Bolungarvíkur og á Norðurlandshafnir. Fiipm bátar sigldu til Bolungarvíkur, en eng- inn var á leið norður. Veiðisvæðið var skammt úti fyrir Stokkseyri, en tveir bátar fengu afla í fyrri- nótt út af Skeiðarárósum. I Morgunblaðinu í gær birtist listi yfir þá báta, sem höfðu feng- ið afla, er blaðið fór í prentun. Lítil viðbót er við þann lista vegna þess að bátarnir biðu enn allir eftir löndun. í fyrrinótt til- kynntu þó þrír bátar um afla, Reykjanes 160 tonn, Arnarnes 80 tonn og Náttfari 320 tonn. Þá til- kynnti Ársæll Sigurðsson í gær- morgun 100 tonn. Ellefu færeyskir bátar stunda loðnuveiðar samkvæmt samkomu- lagi milli Færeyinga og íslend- inga og höfðu þeir í gær fengið samtals um 15 þúsund tonn. Drengur fyrir bíl DRENGUR á reiðhjóli varð fyrir bifreið á Breiðholtsbraut skömmu fyrir hádegi í gærdag. Drengur- inn var fluttur í slysadeild Borgarspítalans og var þar til rannsóknar, er Mbl. fór í prentun. Talið var að meiðsli drengsins væru ekki alvarlegs eðlis. Beðið eftir löndun í Reykjavfk. Ljósm. öl. K M Tékkaruimu í framlengd- um leik TÉKKAR sigruðu tslendinga í keppni um þriðja sætið f B- heimsmeistarakeppninni f handknattleik f Austurrfki í gær með 21 marki gegn 19, eftir framlengdan leik. Leikur þessi var mjög jafn og geysi- lega spennandi. Staðan f hálf- leik var 8—8, eftir að liðin höfðu skiptzt á forystu f hálf- leiknum. t seinni hálfleiknum náðu Tékkar um tfma 3 marka forystu 12—9, en islendingum tókst að jafna 13—13 og kom- ast sfðan eitt mark yfir. Geysileg spennan var í leiknum á lokamfnútunum, en þá höfðu Tékkar tvö mörk yfir 17—15. En mikil barátta fslenzka liðsins bar árangur og þvf tókst að jafna er leiktím- inn var að renna út, 17—17. Leiknum var þá framlengt í 2x5 mínútur og höfðu Tékkar þá heppnina með sér. islendingum brást þrvfvegis bogalistin í góðum færum og fengu á sig mörk úr hraðaupp- hlaupum. Skoruðu Tékkar 4 mörk gegn 2 f framlenging- unni og unnu þvf leikinn 21 — 19. Mörk íslands í leiknum skoruðu: Jón Karlsson 6, Björgvin Björgvinsson 3, Þórarinn Ragnarsson 2, Þor- björn Guðmundsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Viðar Sfmon- arson 1. Olía til húshitunar hér nær úr sögunni um 1985

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.