Morgunblaðið - 08.03.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977
7
Jafnari
atkvæðísréttur
Ellert B. Schram flytur,
ásamt 16 öðrum þing-
mönnum Reykvíkinga og
Reyknesinga. tillögu til
þingsályktunar. þar sem
stjómarskrárnefnd er faliS
að leggja fram tillögur til
breytinga á stjórnar-
skránni. sem miði aðjöfn-
un kosningaréttar. Að til-
lögunni standa þingmenn
úr öllum stjórnmála-
flokkum utan SFV.
Mannfjöldaþróun I land-
inu hefur raskað mjög
jafnvægi atkvæðisréttar
eftir búsetu. þann veg, að
nú eru tæplega tvö þús-
und ibúar að baki hvers
kjördæmakjörins þing
manns. þar sem fæst er,
en 8789 þar sem flest er,
samanber meðfylgjandi
töflu. sem er fylgiskjal
með tillögunni.
í Reykjavfk og Reykja-
nesi voru á kjörskrá 1974
samtals rúmlega 77 þús-
und kjósendur. en i öðrum
kjördæmum samtals rúm-
lega 50 þúsund kjós-
endur. eða rúmlega 60%
kjósenda á móti tæplega
40: Rúmlega 77 þús.
kjósenda — eða 60%
þeirra — kjósa 17 þing-
menn en rúmlega 50 þús-
und — eða 40% þeirra
— 32 þingmenn.
Enginn krefst þess að
hér verði komið á fullum
jöfnuði, enda er nálægð
Reykjavikur og Reykja-
ness við stjórnsýslumið-
stöðvar landsins visst
mótvægi gegn fyrrgreind-
um ójöfnuði. Hér hafa mál
hins vegar raskast svo
gífurlega.að ekki verður
lengur dregið. að koma á
viðunandi leiðréttingu.
Kjósendur i mesta þéttbýli
landsins geta ekki til
frambúðar unað því að
hafa þrefalt og allt að
fimmfalt minna vægi i at-
kvæði sinu heldur en kjós-
endur annars staðar á
landinu
Að nýta tak-
markað svig-
rúm rétt
Aðilar vinnumarkaðar-
ins. vinnuveitendur og
verkalýðsfélög, hafa nú
að að skipa hagsýslu-
stofnunum — eða þjón-
ustu —, sem ásamt Þjóð-
hagsstofnun ættu að geta
mælt nokkuð örugglega
það svigrúm. sem til stað-
ar er i þjóðfélaginu til al-
mennra kjarabreytinga,
án þess að raskist veru-
lega það jafnvægi, sem
við nálgumst á ný i efna-
hagsmálum okkar. í orði
kveðnu eru allir sammála
um að þetta svigrúm eigi
að nýta til þess að bæta
kjör láglaunafólks og lif-
eyrisþega, þ.e. þeirra,
sem verst eru staddir.
Spurningin er einfaldleg:
sú: geta launþegafélögin
eða heildarsamtök þeirra
komið sér saman um inn
byrðis skiptingu þessar:
möguleika? Eða verðu
raunin sú, sem oft hefu
verið, að hinir betur settu
sem einnig hafa sterk itöl
i verkalýðshreyfingunni
hrifsi til sin hlutfallslega
hækkanir upp i efstu þre|
launakerfisins. pann veg
að hugsanlegar kjara-
bætur láglaunahópa
hverfi enn á ný i verð-
bólguhitina?
Á að skerða
hlut samneyzlu
í þjóðartekjum?
Hverjir eru möguleikar
ríkisvaldsins til að greiða
ffyrir réttlátum kjarasamn-
ingum? Getur ríkisvaldið
létt á útgjaldaþunga at-
vinnuveganna, svo þeir
verði færari um að mæta
auknum kauppjalds-
þunga? Getur ríkisvaldið
létt á skattabyrði hins al-
menna borgara til aðauka
kaupmátt rauntekna
hans? — Þetta er því að-
eins hægt, að ríkisum-
sviffin verði enn dregin
nokkuð saman, bæði
rekstarþættir og opin-
berar fframkvæmdir. Sam-
neyzlan tekur þegar til sín
það stóran hlut aff þjóðar-
tekjunum, að hún þrengir
verulega allt svigrúm á
sviði kjaramála í landinu.
Enginn staðhæfir lengur
að umtalsverð auðsöfnun
eigi sér stað í íslenzkum
atvinnurekstri, þvert á
móti á hann við ýmsa
rekstrarörðugleika að
stríða. Rlkisumsvifa-
stefnan mætir þvl vaxandi
andstöðu I röðum verka-
lýðshreyfingarinnar. En
menn verða jaffnframt að
gera sér grein ffyrir þvi, að
skerðingu rikistekna hlýt-
ur óhjákvæmilega að
fylgja einhver niður-
skurður í þjónustu og
framkvæmdum. Það er
ekki hægt að eyða þeim
fjármunum í ríkiskerffinu.
sem þegnarnir semja um
að ráðstafa á annan hátt.
T
Nemendur 4. bekkjar gagnfræðaskólans á Akureyri heimsóttu Reykjavfk fyrir skömmu i starfsfræðslu-
ferð. Myndina tók Ijósmyndari Mbl. K.Ó. af hópnum fyrir utan Hótel Esju, en þar gistu norðanmenn.
o
EIGENDUR
OLYMPIA
SKRIFSTOFUVÉLA
Frá 1.1. 1977 höfum við tekið að okkur einkaumboð fyrir
Olympia International AG., hér á landi.
Fullkomin viðgerðar- og varahlutaþjónusta er nú þegar
fyrir hendi á verkstæði okkar.
Allar gerðir OLYMPIA rit- og reiknivéla verða á næstunni
til sýnis og sölu hjá okkur.
o
Olympia Internationat • Biiromaschinen • Biirosysteme
Olympia Werke AG ■ Wilhelmshaven
KJARAIM hf
skrifstotuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8. sími 24140
Smíðið sjálf
Eigum nú fyrirliggjandi 12 mm reyklitaðar
glerplötur í eftirtöldum stærðum:
1 50 X 80 cm, 90 X 90 cm, 60 X 60 cm, 40
X 60 cm, 90 cm hringplötur
Plöturnar eru slípaðar og henta vel sem borð-
plötur eða í hillusamstæður Ótal möguleikar
fyrir hugmyndaríkt fólk.
Kristján Knútsson, umboðsverslun,
Austurstræti 6 sími 2611 3.
Hafnarfjarðar-
prestakall
Stuðningsmenn séra Gunnþórs
Ingasonar hafa opnað skrifstofu
að Lækjargötu 10. Sími —
52544. Opið kl. 5—10 e.h.
Laugardaga kl. 2 — 6 og sunnu-
daga kl. 3 — 7. Stuðningsmenn
sér Gunnþórs eru vinsamlega
beðnir um að hafa samband við
skrifstofuna.
Studningsmenn.
\
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjófheldir
heimsþekkt
framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888
Veislumatur
við vægu ver<
SÉRRÉTTIRNIR
í. DAG ERU:
í HÁDEGINU
Hvítkálsbögglar
með kartöflumauki
Verð kr. 860/-
í KVÖLD
Þverskornar lambakótelettur
með piparsósu,
rjómasoðnum sveppum,
hrásalati og parisarkartöflum.
Verð kr. 1080/-
Þaö er ódýrt aö boröa hja oKkur
Verið velkomin