Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
Með Andrési
önd á skíðum
á Akureyri
UM HELGINA fór fram á Akureyri skíðamót, sem kennt var
við hetjuna Andrés Önd. Þátttakendur voru á aldrinum
7—12 ára viðs vegar að af landinu, alls 311 talsins og var
skíðamót þetta meira en helmingi fjölmennara en nokkurt
annað skiðamót, sem hér hefur verið haldið. Á myndinni
sjást nokkrir ungir Akureyringar fylgjast með verðlaunaaf-
hendingunni.
Sff*.
Svava Jakobsdóttir braut trúnað:
Notaði frest til að semja
og flytja frv. um sama efni!
Úrskurður Hæstaréttar:
Bílskúrinn við
Gnitanes 10
fær að standa
FRUMVARP Ranghildar Ilelga-
dóttur o.fl. um afnám skerðingar-
ákvæða (varðandi tekjur maka) í
greiðslu fæðingarorlofs til úti-
vinnandi kvenna í aðildarfélög-
um ASl, var til umræðu í neðri
deild Alþingis í gær. Flutnings-
menn eru úr öllum þingflokkum
utan Alþýðubandalagsins. t fram-
sögu Ragnhildar Ilelgadóttur
kom m.a. fram, að Svövu Jakobs-
dóttur, þingmanni Alþýðubands-
lags, hefði verið boðið að gerast
meðflutningsmaður að frum-
varpinu. Ilefði hún fengið frest
til kvölds þess dags, er frum-
varpið átti að leggja fram, og
jafnframt afhent frumvarpið sem
trúnaðarmál. Þennan frest hefði
hún nýtt til að semja eigið frum-
varp um sama efni að viðbættum
ákvæðum um afnám skerðingar-
ákvæða varðandi atvinnuleysis-
bætur, sem hún hefði síðan lagt
fram á undan því frumvarpi sem
hún hefði haft undir höndum sem
fúnaðarmál. Þetta væri skýring-
Orðsending
frá Barna- og
fjölskyldusíðunni
Barna- og fjölskyldusiðan
óskar eftir að fá sent efni frá
börnum og unglingum — og að
þessu sinni sérstaklega í sam-
bandi við páskana. Mega það
vera teikningar, frásagnir, Ijóð
eða stuttar sögur.
Efnið verður að senda I
þessari viku, merkt: „Barna-
og fjölskyldusíðan, Morgun-
blaðinu1'. Verður síðan valið
úr því sem berst til birtingar í
páskablaðinu.
in á því hvers vegna fram væru
komin tvö frumvörp um sama
efni.
Svava sagði í svarræðu, að hún
hefði ekki fengið nægilega langan
frest til íhugunar um, hvort hún
yrði meðflutningsmaður að frum-
varpi Ragnhildar o.fl., þar eð hún
hefði þurft að ræða það mál í
sínum þingflokki. Því hefði hún
valið þann kost að flytja sjálfstætt
frumvarp og tengja það einnig
æskilegri breytingu á skerðingar-
Gudbjartur
Pálsson bif-
reidastj. látinn
GUÐRJARTUR Pálsson bifreióa-
stjóri lézt á heimili sfnu I fyrri-
nótt, 52 ára að aldri. Banamein
hans er talið hafa verið hjarta-
slag.
Guðbjartur Þórður Pálsson,
eins og hann hét fullu nafni,
fæddíst á Stokkseyri 2. ágúst
1924. Hann hefur stundað ýmis
störf um ævina en fyrst og fremst
bifreiðaakstur. Um tíma var hann
umsvifamikill í atvinnurekstri og
fésýslu og rak m.a. um tíma
bifreiðaleiguna Bílinn. Guðbjart-
ur mun hafa átt við nokkra van-
heilsu aðstríða undanfarið.
(iuðbjartur lætur eftir sig fimm
börn á lífi.
ákvæðum vaðandi atvinnuleysis-
bætur. Hún hefði því engan
trúnað brotið þó að hennar frum-
varp hefði fyrr verið fram lagt,
enda hefði hún tilkynnt Ragn-
hildi ákvörðun sína sama dag og
hún lagði frumvarp sitt fram.
Taldi hún því tanglega á sig
hallað í málflutningi Ragnhildar
varðandi umræddan frumvarps-
flutning.
Fjöldi þingmanna tók þátt í
þessari umræðu, þ. á m. Eðvarð
Sigurðsson og Guðmundur H.
Garðarsson. Umræðu var ekki
lokið klukkan langt gengin sjö i
gær og búizt var við kvöldfundi
um málið. Á mælendaskrá var
m.a. Ragnhildur Helgadóttir.
Þessi umræða öll verður lauslega
rakin efnislega á þingsíðu
Morgunblaðsins siðar.
HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp
dóm f Gnitanesmálinu svonefnda.
Féll dómurinn á þá lund að
héraðsdómur skuli vera órask-
aður. Þetta þýðir, að bifreiða-
geymsla við húsið Gnitanes 10 í
Reykjavík fær að standa en ríkis-
saksóknari hafði ákært eiganda
umrædds húss til að sæta brott-
námi bifreiðageymslunnar af lóð
sinni.
í ákæru ríkissasóknara sagði,
að umrædd bifreiðageymsla bryti
í bága við ákvæði byggingasam-
þykktar Reykjavikur hvað
varðaði flatarmál og hæð.
Staðsetning hennar og afstaða
hennar til hússins bryti einnig í
bága við skipulagsuppdrátt og
skipulagsskilmála og að siðustu
að hún skerti rétt ibúa Gnitaness
Spassky sýndar
kvikmyndir frá
einvíginu 72
Kemur Fischer?
MORGUNBLAÐIÐ hefur fregn
að, að Skáksamband tslands hafi
undir höndum nýjar og áður
ósýndar kvikmyndir frá heims-
meistaraeinvfginu milli Fischers
og Spasskys árið 1972. Mun vera
ætlunin að sýna þessar myndir f
fyrsta skipti næstkomandi mið-
vikudag fyrir stórmeistarana
Spassky og Hort, aðstoðarmenn
þeirra og fslenzka blaðamenn.
Það mun hafa verið aðeins á
fárra vitorði að Chester Fox tók
upp allar einvígisskákirnar í
heimsmeistaraeinvíginu og að til
séu filmur af öllum skákunum að
undanskilinni hinni fyrstu. M.a.
munu þessar filmur sýna vel við-
brögð Bobby Fishers, þegar
Lothar Smidt yfirdómari til-
kynnti honum að hann væri orð-
inn heimsmeistari.
Eins og fram kom á sínum tíma,
var Bobby Fischer boðið af Skák-
sambandinu hingað til lands í til-
efni þess að 5 ár eru liðin frá
einvíginu hér í Reykjavík. Hafði
Sæmundur Pálsson lögreglu-
þjónn milligöngu í þessu máli.
Ekkert hefur heyrzt frá Fischer,
nema hvað hann mun hafa reynt
að ná sambandi við Sæmund nótt
eina fyrir skömmu. Sæmundur
var þá að sinna skyldustörfum
sínum í lögreglunni og bað eigin-
kona Sæmundar fyrir skilaboð til
Fischers að hringja seinna, hvað
hann hefur ekki gert.
8 til sólar og birtu og það varðaði
við skipulagslög.
í sakadómi Reykjavikur var
Arnbjörn Óskarsson, eigandi
Gnitaness 10, sýknaður af öllum
kröfum ákæruvaldsins hinn 8.
júlí s.l. Komst dómurinn að þeirri
niðurstöðu, að bygginganefnd
Reykjavíkur hefði gengið of langt
með því að leyfa grunnflöt bif-
reiðageymslunnar eins stóran og
raun varð á en hins vegar taldi
dómurinn ekki unnt að slá föstu
að of langt hefði verið gengið með
hæð bílskúrsins eða afstöðu milli
ibúðarhúss og bifreiðageymslu.
Þá taldi dómurinn ósannað að
fullnægjandi birtu nyti ekki á
aðalsólhlið hússins Gnitaness 8 og
byggði það álit á niðurstöðum sér-
fróðra manna, sem kvaddir voru
til að gefa álit á þessu atriði.
Dóm þann í sakadómi Reykja-
víkur, sem Hæstiréttur lét standa
óraskaðan, kváðu upp Haraldur
Henrýsson, sakadómari, og með-
dómendurnir Skúli Norðdahl,
arkitekt, og Páll Hannesson, verk-
fræðingur.
í dómi Hæstaréttar er tiltekið,
að áfrýjunarkostnaður skuli
greiðast úr ríkissjóði og sömuleið-
is laun verjanda ákærða, Bene-
dikts Sveinssonar hrl., krónur 100
þúsund.
Gnitanesmálið hefur vakið
talsvert umtal og blaðaskrif og
hafa eigendur Gnitaness 8, dr.
Bjarni Jónsson og kona hans,
Þóra Árnadóttir m.a. ritað itar-
legar greinar um málið hér 1
Morgunblaðinu.
Fundur utan-
ríkisráðherra
Norðurlanda í
Rvík á morgun
Á morgun verður haldinn I
Reykjavfk fundur utanrfkisráð-
herra Norðurlanda. Að sögn
Harðar Helgasonar, skrifstofu-
stjóra utanríkisráðuneytisins,
verður til umræðu á fundinum
almennt ástand i heimsmálunum
og skipzt verður á skoðunum, en
fundurinn stendur einn dag.
Þessir fundir eru haldnir reglu-
lega tvisvar á ári og var síðast
fundur hérlendis fyrir þremur ár-
um. Fundinn sækja utanríkisráð-
herrar allra Norðurlandanna
nema Finnlands. Á fimmtudag
munu þeir ráðherrar, sem hyggj-
ast dvelja lengur, fara í skoðunar-
ferð til Vestmannaeyja.
w
Eg ætla að vanda mjög
til þessarar sýningar
Erró undirbýr 60-70 verka yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum
MORGUNBLAÐIÐ hafði tal af
Erró, listmálara f París, f gær,
en eins og sagt hefur verið frá f
Morgunblaðinu mun Erró hafa
stóra sýningu á verkum sfnum
á Kjarvalsstöðum á Listahátfð
1978. Erró er nýkominn til
Frakklands frá Thailandi en
þar hefur hann unnið undan-
farnar vikur f vinnustofu sinni
þar.
„Ég er byrjaður að safna
myndunum fyrir sýninguna
heima. Ég ætla að reyna að
koma upp yfirlitssýningu á
verkum frá árinu 1961 til
dagsins i dag og ég reikna með
að sina milli 60 og 70 verk,"
sagði Erró," ég ætla að reyna að
vanda mjög mikið til þessarar
sýningar og útlit er fyrir að á
sama tíma og sýniivgin verður
heima komi út bók ra^eð verkum
minum á vegum Iceland
Review. Það er spennandi ef
bókin kemst út á sama tíma og
sýningin verður.
Annars er ekkert nýtt. Þetia
gengur sinn gang og ég vinn
heilmikið. Framundan er skot-
ferð til Egyptalands. Ég ætla að
sigla upp Níl með vinum mín-
um, en eftir það verð ég áfram í
París fram í júní þar til ég fer
til Spánar eins og venjulega á
sumrin og þar mun ég vinna í
sumar."
Morgunblaðið hagði einnig
samband við Harald J. Hamar
hjá Icéland Review. Hann sagði
að allt væri komið i fullan gang
með bókina og kvað hann það
álit sitt eftir að hafa kynnt sér
efnið í bókina, að um feikilega
spennandi bókarefni væri að
ræða. Kvað hann stefnt að þvi
að bókin yrði gefin út á Lista-
hátið 1978 og yrði hún bæði
gefin út á íslenzku og ensku, en
alls verða miili 60 og 70 lit-
myndir í bókinni.
Bók um Erró kemur út í Reykjavík á sama tíma