Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 15 arí Indlandi . . . Kosningarnar í Indlandi. . . Kosningarnar í Indlandi . . . Kosningarnar í lndlandj IndiraGandhi lét af virkri þátttöku i stjórnmál- um um 1950 til að helga sig félags- málastörfum. Það var Narayan, sem er þekktur undir stöfunum „JP" sem hratt úr vör herferðinni gegn Indíru 26. júní 1976 eftir að hún hafði verið sek fundin um kosningasvik. Hann og Desai voru tveir fyrstu mennirnir, sem hand- teknir voru i dögun morguninn, sem neyðarástandinu var lýst yfir. Báðir hafa unnið þrotlaust, þrátt fyrir háan aldur og alvarleg- an nýrnasjúkdóm JP, að þvi að sameina lýðræðisflokkana fjóra í stjórnarandstöðunni. Það var Janata einnig mikill styrkur er Jagjivan Ram, landbúnaðarráð- herra i stjórn Indíru, sagði sig úr flokknum skömmu fyrir kosning- ar og stofnaði flokkinn Kongrss fyrir lýðræði, sem mun á nýju þing starfa með Janata sem ein heild. Ram sem er 69 ára að aldri er leiðtogi 80 milljón Indverja „hinna ósnertanlegu", sem f átæk- astir eru og lægst settir í þjóð- félagsstiganum í landinu. Þessar 80 milljónir Indverja urðu hvað mest fyrir barðinu á Sanjay, syni Indíru, meðan neyðarástandið var í gildi, því að hann var helzti hvatamaður vönunarherferðarinnar og eyðingar fátækrahverfa, en þetta tvenna olli mikilli skelfingu meðal fátækra í landinu. Telja stjórnmálafréttaritarar að er upp verði staðið muni aðgerðir Sanjays hugsanlega taldar helzta ástæðan fyrir fylgishruni Kongressflokksins. Þegar þetta er ritað liggja úr- slitin i Indlandi ekki fyrir, þótt flest bendir til að stjórnarand- staðan fái hreinan meirihluta á þingi. Talsmaður Indíru lýsti í kvöld yfir að hún myndi segja af sér á morgun. Fari hins vegar svo að Kongfessflokkurinn haldi meirihluta þarf Indira ekki að segja af sér embætti næstu 6 mánuði, þrátt fyrir að hún hafi fallið og innan sex mánaða yrðu haldnar aukakosningar i kjör- dæmi hennar. Rae Bareli. Ef hún sigraði í þeim kosningum gæti hún haldið áfram sem forsætis- ráðherra. DESAI FORSÆTISRAÐHERRA ? Sigri stjórnarandstaðan mun nýr forsætisráðherra ekki kjörinn fyrr en á fimmtudag eftir þriggja daga viðræður Janata og flokks Rams, en stjórnmálafréttaritarar telja vist að formaður Janata og opinber leiðtogi, Morariji Desai, verði einróma kjörinn. Talsmenn Janata hétu í kvöld stuðnings- mönnum sínum að reyna að ganga frá stjórnarmynduninni án ill- vigra átaka og deilna. Erfitt er að segja fyrir um hvað gerist, en stjórnmálafréttaritarar segja að Framhald á bls. 46 Fernandes: magnaði gagnrýni sfna á Indriru Gandhi fyrir það að ætla að koma á rfkis- erfðum f landinu. Neyðarástandslögin gerðu það hins vegar ómögulegt að gagn- rýna Sanjay opinberlega. Hann hafði sjálfur forystu i vönunar- herferðinni og herferðinni fyrir hreinsun fátækrahverfa í stór- borgum. Báðar herferðirnar mættu andstöðu almennings og áttu ásamt neyðarástandslögun- um stærstan þátt i ósigri Kon- gressflokksins. Margir frambjóðendur stjornar- andstöðunnar notuðu ksoninga- baráttuna til að ráðast á Sanjay Gandhi og þegar fréttist i síðustu viku að honum hefði verið sýnt banatilræði var stjórnarandstað- an fljót að fullyrða, að hann hafi sett árásina á bíl sinn á svið til að ávinna sér samúð fólks. Þess i stað varð hann byrði fyrir Kongressflokkinn og fréttamenn álita að honum eigi ekki eftir að skjóta aftur upp í stjórnmálum — ekki næstu árin að minnsta kosti. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐEVU r> Al'GJ.YSlXGA- SÍMINN Eli: 22480 Sat í fangelsi - vann stórsigur N.vju-Delhi 21. marz— reuter. FORMAÐUR flokks sósfalista, George Fernandes, var kjörinn á þing í dag með 300.000 atkvæða meirihluta, þó að hann gæti ekki tekið þátt f kosningabaráttunni þvf hann hefur setið í fangelsi sfðan f júnf í fyrra. Vann Fernandes þingsæti sitt f kjördæminu Muzzafarpur f Biharrfki úr höndum frambjóðanda stjórnar Indiru Gandhi, Nitexhwar Prasadh Singh, sem setið hefur á þingi í 25 ár. Fernandes, sem er 47 ára gamall og þekktur verka- lýðsleiðtogi, vildi upphaf- lega að sósfalistar tækju ekki þátt f kosningunum, þar sem hann hélt að þær væru settar á svið. Hann sagði af sér sem formaður flokksins f mótmælaskyni við þátttöku hans f kosningunum. Hann fékkst þð til að taka afsögn sfna til baka tveimur dög- um síðar og bjóða sig fram. Fernandes var ekki lát- inn laus eins og svo margir aðrir leiðtogar stjórnar- andstöðunnar, þegar Indira Gandhi boðaði til kosninganna og beið hann þess að réttarhöid hæfust yfir honum vegna ákæru um tilraun til að steypa stjórninni af stóli. Þúsundir stúdenta og lögfræð- inga ráku kosingabaráttuna fyrir hann. Lýstu þeir honum sem bar- EPC áttumanni gegn kerfinu. Þeir söfnuðu í kosingarsjóði með því að bursta skó og selja te. Móðir hans, 66 ára gömul, en tveir aðrir synir hennar, Michael og- Lawrence, sitja einnig i fangelsi, fór til Muzzafarpur og talaði á fundum fyrir hans hönd. Fernandes öðlaðist frægð eftir að hafa stjofnað verkfalli járn- brautarstarfsmanna 1974. Hann lét sig hverfa þegar farið var að handtaka andstæðinga stjórnar- innar eftir að Indira Gandhi lýsti yfir neyðarástandi 26. júní 1975. Hann var handtekinn ári siðar og var ákærður ásamt öðrum fyrir að hafa gert tilraun til að steypa stjórninni af stóli með valdi. Eiginkona hans, Leila, og ungir synir ferðuðust um Evrópu og Bandaríkin til að afla honum stuðnings og Amnesty International reyndi án árangurs að fá hann lausan. Narain: Var aldrei í vaf a um sigur Nýju-Delhi 21. marz — Reulir RAJ Narain, sem sigraði Indiru Gandhi í kosningunum, var aldrei í neinum vafa um að því kæmi að hann bæri sigur- orð af henni. Honum tókst það loks í dag þegar hann vann þingsæti hennar í Rae Bareli með 177,729 at- kvæðum gegn 122,517, sem féllu í hlut Gandhi. Narain, sem er 60 ára, er hreinskilinn og harður sósíalisti. Honum var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði en þá hafði hann verið í haldi í 20 mánuði samkvæmt neyðar- ástandslögunum. „Ég var hafður I einangrun og missti 14 kíló, en ég er eins ákveðinn og sterkur og áður. Eg er tilbúinn til að berjast við hana," sagði hann þegar hann losnaði úr f angelsinu. Narain var sjálfur ábyrgur fyrir að hafa komið af stað at- burðarás sem leiddi til þess að Gandhi kom á neyðarástandi. Hann neitaði að sætta sig við kosningatölur í síðustu kosningum, en þá sigraði Indira Gandhi með 110,000 atkvæða meirihluta og kærði hann hana fyrir kosningasvik. Tveim vikum eftir að dómstóll í Allahabad sakfelldi Gandhi fyrir kosningasvik lýsti hún yfir neyðarástandi. Hæstiréttur breytti síðan þessum úrskurði. Narain var alltaf viss um að sigra Indiru Gandhi í Rae Barelie þó svo að hún hefði haldið þing- sætinu síðan 1967 en áður var það i höndum eiginmanns hennar heitins, Feroze Gandhi. Framhald á bls. 46 EEEEESSEEEEEEEEEEEEEEEEEEESEEE m Ijósa og prent staf ir ^MlCff, 12 STAFIR 2 m\\i SJALFV. o/o GRANDTOTALg i E E I E I I KR. 34.100 | EPC reiknivélar, án Ijósa med minni og sjálfv. oioreikn. kosta frá SHRIFSTDFUUELflR H.F. %m*^' Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.