Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 17 árum, segja þeir er til þekkja. Það er því eitt af baráttumál- um Tónmenntarkennara- félags íslands að kórstarfinu verði afmarkaður starfs- grundvöllur með ákvæðum um lágmarks kórtímafjöla í stundaskrá grunnskóla. Sagði Egill Frið!eitsson ennfremur að það væri von þeírra sem að þessu fyrsta landsmóti íslenzkra barna- kóra stæðu. að það gæfi góða myneruréttur skólakóra yrði viðurkenndur í reynd. Oðínn Valsson, sem er ellefu ára, syngur með barnakór Húsavtkur. Hann var svo óheppinn að detta á skiðum á Húsavík og fótbrjóta sig réti fyrir landsmótið. Þörf á að gera dulsálarfræð- ina aðgengilega þorra manna MARTIN Johnson prófessor I dulsálarfræði við háskðl- ann í Utrecht í Hollandi hélt í fyrri viku fyrirlestur f boði Félags vfsindadeildar Háskðla íslands. Martin Johnson skipar annað tveggja prófessorsembætta f þess- ari grein f Evrðpu. Mbl. hitti prðf. Johnson að máli og spurði hann lftillega um fræðigrein hans og starf. Prófessorinn sagði, að hann hefði numið í Lundi og byrjað upphaflega i stjörnufræði og náttúruvísindum. Hann starfaði um skeið sem stjörnufræðingur, en sneri sér síðan að sálarfræði og þvl næst dulsálarfræði. Að því námi loknu varð hann lektor í Lundi, en siðar fékk hann aðal- þjálfun í dulsálarfræði á náms- ferðum til Bandaríkjanna. — Fólk hefur yfirleitt heidur takmarkaða þekkingu á dulsálar- fræði. Dulsálarfræðin má segja að fáist einkum við rannsóknir á tveimur tegundum fyrirbrigða. Hið fyrra má kalla dulskynjun, þ.e meðal annars hæfileikann til að sjá fyrir óorðna hluti og at- burði. Hin tegundin er kölluð psychokines, þ.e. að hafa áhrif á hluti með huganum einum saman. Undir þetta fyrirbrigði falla reim- leikar- og hreyfifyrirbæri. — Hefur dilsálarfræði öðlast viðurkenningu almennt sem alvarleg vísindagrein? — Þessu má svara bæði játandi og neitandi. Samtök dulsálarfræð- inga hafa verið starfandi síðan 1959 og hafa þau nú nýverið feng- ið aðild að Bandaríska visinda- félaginu — The American Association for Advancement of Science. — Hlýtur það að teljast viðurkenning á greininni, enda notar hún sömu rannsóknarað- ferðir og skyldar visindagreinar. Þó verður þvi ekki neitað að fáir háskólar hafa viljað styðja við bakið á rannsóknum I dulsálar- fræði. Þar kemur ýmislegt fleira til en að menn efist um hana sem visindagrein, svo sem starfsað- staða skólanna og fleira. Ef við byrjum á Bandarikjunum starfa þó nokkrir sérfræðingar í þessu fagi við háskóla þar í allmörgum rikjum. Rannsóknir sem gerðar eru við flesta þá skóla byggjast að mestu á frjálsum framlögum áhugamanna, en það gildir raunar einnig um ýmsar aðrar vísinda- rannsóknir í Bandarikjunum. Nokkrar viðurkenndar rann- sóknarstofnanir, svo sem i Norð- ur-Karolinu, Virginíu og i Kali- forníu hafa unnið merkt at- huganastarf á þessu sviði, t.d. við Stanfordháskólann. Ef viö snúum okkur að stöðu dulsálarfræðinnar í Evrópu, má Martin Johnson hiklaust segja að hún eigi sterk ítök í Englendingum og fyrsta rannsóknarfélagið af þessu tagi var stofnað þar í landi árið 1882. Aftur á móti hefur heldur dofnað yfir rannsóknum á dulsálarfræð- inni í Englandi á síðustu árum. Kannski fólk telji rannsóknir í þessari grein ekki hafa hagnýtt gildi, ef svo má orða það. Nú þarf allt að vera meira og minna hag- nýtt. Hér á Islandi er svo starf- andi dr. Erlendur Haraldsson, sem vinnur að merkum rannsókn- um. 1 Hollandi er svo sérstök dul- sálarfræðideild við Utrechthá- skóla eins og við höfum vikið að. Við deildina starfa þrir fastir starfsmenn, þar sem lögð er stund á ýmsar rannsóknirá dulskynjun og þar starfar t.d. helzti sam- starfsmaður minn Scybo Schouten sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á dýrum og til dæm- is því hvort hægt sé að finna dulskynjun í músum. í Utrecht eru tveir að búa sig undir að taka doktorsgráðu í greininni. í Frei- burg er Hans Bender einn helztur dulsálarfræðinga og hefur hann og menn hans þar meðal annars lagt sig eftir reimleika- og hreyfi- fyrirbærarannsóknum, þ.e. að kanna hvaða áhrif valda því þeg- ar hlutir virðast breyta um form og lögun án þess :ð sjáanlegar áþreifanlegar skýringar virðist vera á þvi. — Eins og ég vék að í upphafi hefur þorri manna tiltölulega litla raunhæfa þekkingu á dul- sálarfræði. Margt það sem skrifað er um greinina af leikmönnum hef ég hyllzt til að kalla dulsálar- fræðilegt pornó. En það er nauð- synlegt að fá meira af bókum sem skrifaðar eru á aðgengilegu og skiljanlegu máli fyrir almenning til að hann geti kynnzt þessari visindagrein, sagði Martin John- son að lokum. Rabbað vid Martin Johnson prófessor við Utrechtháskóla GRASKOCCIAR Auk venjulegra grasköggla höfum við nú á boðstólum feitiblandaða grasköggla. IFLOKKUR Verö kr: 43.000 00 hvert tonn Meö magnafslætti: 40.000.00 hvert tonn 2.FL0HKUR Verö kr: 38.000.00 hvert tonn Með magnafslætti: 35.400.00 hvert tonn FÓÐUR&FRÆ GUNNARSHOLTI Sími 99-5111 ST0R0LFSVALLARBUIÐ GRASKOGGLA- Hvolshreppi. Rangárvallarsýslu Sími 99-5163 VBRKSMIÐJAN FLATÍY Mýrarhreppi Austur Skaf tafellssýslu Simi um Lambleiksstaði FOÐURIÐJAN ÚLAFSDAL Dalasýslu Simi um Neðri Brunná

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.