Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 3
Aðalfundur Iðnaðarbankans:
AÐALFUNDUR Iðnadarbanka
Íslands h.f. var haldinn s.I.
laugardag 19. marz á Hótel
Sögu. Heildarinnlán í bankan-
um námu um s.I. áramót 3.524
millj. kr. og höfðu aukist á
árinu 1976 um 872 millj. kr. eða
32,9% Heildarútlán bankans
námu í árslok 1976 2.830 millj.
kr. og höfðu aukist á árinu um
569 millj. kr. eða 25.2% Tekju-
afgangur nam 29.4 millj. kr. og
var samþykkt á fundinum að
greiða 13% arð til hluthafa.
Fundarstjóri á aðalfundinum
var Þórður Gröndal, varaforseti
Landssambands iðnaðarmanna
og fundarritari Gísli Benedikts-
son, útibússtjóri. Fundinn sátu
um 200 hluthafar og meðal
fundarmanna var dr. Gunnar
Thoroddsen, Iðnaðarráðherra.
Formaður bankaráðsins,
Gunnar J. Friðriksson flutti
skýrslu bankaráðs um starf-
semi bankans á s.l. ári. Gerði
hann fyrst nokkra grein fyrir
almennri þróun efnahagsmála
á árinu 1976. Áætlað er að
þjóðarframleiðslan árið 1976
hafi verið svipuð og árið 1975
en að þjóðartekjur hafi aukist
um 3% vegna batnandi við-
skiptakjara. Árin 1975 og 1976
hefur fjárfesting dregist
nokkuð saman og stafar sá sam-
dráttur eingöngu af minni fjár-
festingu atvinnuveganna, en
bæði árin hafa opinberar fram-
kvæmdir aukist. Þá ræddi hann
um stöðu þjóðarbúsins við út-
iönd og sagði, að nettó gjald-
eyrisstaðan hafi batnað á árinu
1976 um 3.500 millj. kr. í stað
þess að rýrna um 6.200 millj.
kr. árið áður. Þá hafi halli á
Frá aðalfundi Iðnaðarbanka tslands h.f. að Hótel Sögu
Heildar-
innlán
hiHikfinQ
jukust um 32,9% árið 1976
viðskiptajöfnuði verið mun
minni árið 1976 en næstu tvö ár
á undan. Þrátt fyrir þennan
bata, þá væri gjaldeyrisstaðan
ennþá neikvæð um 430 millj.
kr. í árslok 1976. Þá ræddi
Gunnar um greiðslubyrði,
þ.e.a.s. vexti og afborganir af
erlendum skuldum, og sagði að
hún hafi numið 14.8% af út-
flutningstekjum árið 1975 og
áætlað væri að hún hafi verið
komin í 17% i árslok
1976.Búast mætti við að á
næstu árum muni greiðslu-
byrðin enn aukast nokkuð, en
það færi eftir ráðstöfun stjórn-
valda nú, hvernig þróunin
verði í lok áratugsins.
Gunnar J. Friðriksson ræddi
því næst um þróun iðnaðar á
síðasta ári og sagði að af fyrstu
tölum um framleiðslu iðnaðar-
ins mætti ráða, að um verulega
framleiðsluaukningu hefði
verið að ræða í mörgum grein-
um. Áætlað væri að heildar-
framleiðsluaukningin í fram-
leiðsluiðnaði hafi numið um
8% Hins vegar hefði hún verið
mun meiri í einstökum grein-
um og mætti þar nefna kex- og
sælgætisgerð. Lauslegar áætl-
anir bentu til þess að afkoma
iðnaðarins á síðasta ári hafi
verið svipuð og árið 1975. Ut-
flutningur iðnaðarvöru tvöfald-
aðist í krónum talið á síðasta
ári, og munar þar mest um
mikla aukningu í útflutningi á
áli, en einnig varð veruleg
aukning í leður- og skinnavöru-
útflutningi og sömuleiðis i út-
flutningi á ullarvörum. Hlut-
fall iðnaðarvöru i útflutningi
landsmanna var á síðasta ári
tæp 24%.
£ Bankamál í
æsifréttastíl
Gunnar J. Friðriksson vék
því næst að umræðum um
bankamál sem því miður höfðu
oft á tiðum verið i æsifregna
stil á s.l. ári. Hann sagði að fá
fyrirtæki ættu jafnmikið undir
trausti almennings komið og
einkabankarnir. í raun og veru
byggðist starfsemi þeirra og
vöxtur á því trausti, sem inn-
stæðueigendur hafa á þeim. Og
þótt heilbrigð gagnrýni væri
eðlileg og nauðsynleg þá gæti
neikvætt umtal og fréttaflutn-
ingur höggvið nærri þessari
lifæð bankanna. Hann ræddi
um svokallað ávísanamál, sem
mikið hefði verið fjallað um í
fjölmiðlum á siðasta ári. Vék
hann sérstaklega að umræðum
um yfirdráttarheimildir
bankanna og til þess að skýra
vinnubrögð í Iðnaðar-
bankanum í þessum efnum las
hann úr bréfi bankans til setu-
dómarans í ávísanamálinu frá
Framhald á bls. 34
Varnarliðið taldi
að lögreglustjóri
gæti veitt leyfið
Málið rætt utan dagskrár á Alþingi í gær
SIGLINGAMÁLASTOFNUNIN
bíður nú eftir skýrslu frá varnar-
liðinu um þann varning, sem
sökkt var í fyrri viku, þ.e. hvell-
hetturnar, sem notaðar eru til
þess að leysa kafbátaleitardufl
frá flugvélum yfir hafi. Voru
þetta notaðar hvellhettur á stærð
við litla spray-brúsa, opnir í ann-
an endann.
Blaðafulltrúi varnarliðsins
Howard Matson, sagði að varnar-
liðið hefði fengið leyfi lögreglu-
stjórans á Keflavíkurflugvelli til
þess að flytja hvellhettubrúsana
frá þeim stað, sem þeir voru á, til
þess að sökkva þeim í sjó. Við
fengum leyfi frá þeim yfirvöld-
um, sem við álitum hin réttu, en
verið getur að um mistök hafi
verið að ræða frá okkar hendi.
Samt sem áður stóðum við I þeirri
trú, að við værum að gera rétt —
sagði Matson.
Það magn, sem varpað var í
sjóinn, vó rúmlega 19 tonn, að
sögn Matsons og hann kvað það
algjörlega skaðlaust. í þessum
hvellhettubrúsum hefði hvorki
verið sprengiefni né eiturefni.
Mál þetta var tekið til umræðu
á Alþingi í gær, er Gils
Guðmundsson alþingismaður
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár:
Hvorki varnarmálanefnd né
varnarmáladeild var kunnugt um
flutninga né losun í sjó á úrgangi
frá varnarliðinu, sem hér er um
spurt, og hefur þessari gjörð þeg-
ar verið mótmælt við varnarliðið
og óskað eftir ítarlegri greinar-
gerð um málið, sem væntanleg er
í dag, sagði Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra, á Alþingi i
gær,
í svari ráðherra komu fram öll
þau efnisatriði, sem greint var frá
i frétt Morgunblaðsins í gær um
þetta mál, bæði um hvers konar
hylki hér er að ræða hvar þau
voru sett i sjó; ennfremur að haft
var samband við lögreglustjóra-
embættið á Keflavikurflugvelli
um flutning út af vellinum og að
íslenzkur starfsmaður varnarliðs-
ins hafi haft samráð við land-
helgisgæzluna um það, hvar
mætti henda farminum fyrir
borð. Hylki þessi voru og sögð
skaðlaus og ekki valda neins kon-
ar tjóni á lífriki sjávar.
Ólafur Jóhannesson, dómsmála-
ráðherra, kvaddi sér og hljóðs, og
gat þess, að ekki hefði verið haft
samráð við landhelgisgæzluna um
þetta mál, að sögn forstjóra henn-
ar.
Báðir ráðherrarnir tóku fram
að mál þetta yrði rannsakað nán-
ar en frekari frásagnir og
vamstur væri rétt að biða með unz
greinargerð varnarliðsins væri
fram komin.
Loðna finnst á ný við Hroll-
augseyjar og Hjörleifshöfða
Á laugardagskvöld fann Gfsli
Árni RE mikið af loðnu við
Hrollaugseyjar og fyllti báturinn
sig þar á örskömmum tíma og fór
með aflann til Hornaf jarðar.
Siðan hefur lítið veiðzt á þessu
svæði, en þó munu einhverjir
bátar hafa fengið smáslatta þar.
Þá fannst loðna við Hjörleifs-
höfða og Kötlutanga á sunnudags-
kvöld og fékk t.d. Kap 2. fullfermi
þar, og tveir bátar fengu góða
veiði þar í gær. Ekki er enn ljóst
hvort þessi loðna er búin að
hrygna en sýni voru væntanleg til
Reykjavikur i gær.
Eftirtalin skip hafa tilkynnt um
aflasíðan ásunnudagskvöld:
Freyja RE 200 lestir, Hilmir KR 260.
Albert GK 420, Kap 2. VE 580, Helga RE 270,
Ársæll SigurOsson GK 200. Eldborg GK 450,
Sæberg SU 100, Andvari VE 150, Skógey SF
130, Svanur RE 200, Vonin KE 100, Þórður
Jónasson EA 360, Keflvfkingur KE 220,
Gunnar Jónsson VE 310, Vörður ÞH 100, og
Sæbjörg VE 290 iestir.
VORTÍZKA
GLÆSILEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR!
TÍZKA SEM TÖFRAR!
— Og allt getið þér sniðið og saumað sjálfar —
Svona bjart og fagurt er
tízkuvorið í „NEUE MODE":
Smekklegur khakifatnaður,
tízkuklæðnaður við allra hæfi,
nýstárleg pils og blússur, þægi-
leg og klæðileg útiföt, aðlað-
andi samkvæmiskjólar og
sportlegur hversdagsklæðn-
aður — allt hið nýjasta, sem
vortízkan hefir upp á að bjóða
getið þér auðveldlega sniðið og
saumað sjálfar upp úr „NEUE
MODE".
Marz
fæst nú
Marzhefti „NEUE MODE"
stærðunum 36 til 52 og handa
byrjendum auk þess tvær
myndskýrðar saumáleiðbein-
ingar með sérlega handhægum
sniðaörkum.
Ef þér hafið ánægju af að sníða
og sauma fatnað yðar sjálfar,
þá verður sú ánægja margföld
með notkun „NEUE MODE";
-hefti„NEUE MODE"
á öllum útsölustööum