Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 Jóhannes Sigmundsson er formaður landsmótsnefndar ZSmtm *~m' " "m"fTlRZm''~m'i'• '' S'T <W -*" —t inirTTirTi------ 55. héraðsþing Héraðssambands- ins Skarphéðins var haldið á Hellu dagana 26.-27. febrúar s.l. Var á þingi þessu endanlega gengið frá því að HSK verður umsjónaraðili næsta landsmöts UMFl og verður það haldið á Sel- fossi á næsta ári. Hefur verið kjörin landsmótsnefnd til þess að sjá um undirbúning mótsins og eiga sæti f henni þeir Jóhannes Sigmundsson, sem verður for- maður nefndarinnar, Hjörtur Jóhannsson, Gfsli Magnússon og Már Sigurðsson. Auk þess tilnefn- ir Ungmennafélag tslands einn mann í nefndina. Nokkrar breytingar voru gerð- ar á lögum sambandsins á fundin- um á Hellu, helztar þær að ákveð- ið var að stjórn sambandsins ásamt formönnum allra ung- mennafélaga í sambandinu og for- mönnum fastra starfsnefnda á vegum þess mynduðu sambands- ráð, sem koma skal saman minnst einu sinni á hverju ári, og einnig var stjórn heimilað að kjósa úr sínum hópi þriggja manna fram- kvæmdastjórn. Margar samþykktir voru gerðar á þinginu og má meðal þeirra nefna að þingið mótmælti fram- kominni breytingartillögu á áfengislögunum þess efnis að leyfa bruggun áfengs öls á íslandi og skoraði þing HSK á alþingis- menn að fella frumvarpið. Þá var samþykkt að fela stjórn sam- bandsins að gera könnun hjá sam- bandsfélögunum um þá iþrótta- legu aðstöðu, sem hvert félag býr við í sínu sveitarfélagi, og lýst var yfir eindregnum stuðningi við brúarsmfði yfir Ölfusá við Óseyrarnes, og taldi þingið að þar Krístján Jónsson formaður HSK nýkjörinn Islenzku Evrópumeistararnir þrir I frjálsum fþróttum: Torfi Bryngreis- son, Hreinn Halldórsson og Gunnar Huseby. Svo skemmtilega vill til að peir eru allir I sama félaginu — KR, og eru örugglega ekki mörg félog i Evrópu sem státað geta af þvf að eiga þrjá Evrópumeistara. „Sagði að Hreinn æki strætó sem ég færi með í vinnuna íieima" — AFREK Hreins Halldórssonar á Evrópumeistaramðtinu ( San Sebastian vakti gffurlega athygli f Bretlandi, sagði Sigfús Jónsson, hlaupari úr IR, sem dvelur ytra við nám, I viðtali við Morgunblaðið f gær. — Það var sjónvarpað frá mótinu f Bretlandi, og kúluvarpinu voru gerð enn meiri skil fyrir það að Bretar höfðu gert sér góðar vonir um sigur sfns manns, Geoff Capes. Þegar ég kom f skólann á mánudaginn urðu margir skólafélaga minna til þess að spyrja um hvort ég þekkti þennan Halldórsson, og var ég maður að meiri þegar ég sagði að við værum vel kunnugir. Til þes að krydda þetta dálitið, sagði ég að Halldórsson væri maðurinn sem.æki „strætóum" sem ég færi með f vinnuna á morgnana, og þótti mórgum furðulegt að Evrópumeistarinn væri maður f fullri vinnu. Sigfús sagðist vera óðum að ná sér á strik aftur eftir nokkurt hlé sem varð á æfingum hjá honum vegna meiðsla. Hann tók þátt í vfðavangsboðhlaupi fyrir skömmu og voru þar hlaupnir 5x5 km. Hljóp Sigfús annan sprett fyrir félag sitt og þegar hann tók við var það f 25. sæti. Sigfús hljóp mjög vel og skilaði af sér sem tólfti maður. Tfmi hans var um 14:16 mín. Um helgina tók Sigfús þátt f götuhlaupi f Hollandi, en þangað var honum boðið. Um páskana mun hann einnig taka þátt f nokkrum hlaupum, en koma sfðan heim. ..nnfc u8eed o* inni Mnnif, V.OC ;,<,„¦».}•* :i» Uvr,.i væri um að ræða nauðsynlega samgöngubót fyrir allt héraðið. Við stjórnarkjör hurfu allir fyrri stjórnarmenn úr stjórninni. Komu fram fjögur framboð í for- mannssætið og hlaut Kristján Jónsson frá Selfossi flest atkvæði. Aðrir í stjórn voru kjörnir þeir Kristján Ágústsson, Hreinn Erlendsson, Páll Björnsson og Finnbogi Jóhannsson, en í vara- stjórn eiga sæti þeir Helgi Stefánsson, Valmundur Gíslason og Heiðar Ragnarsson. SKOLAMOT KSÍ STJÓRN Knattspyrnusam- bands íslands ákvað nýlega að knattspurnumót skólanna skyldi framvegis fara fram i október ár hvert. Reynslan hef- ur sýnt, að ekki er alls kostar heppilegt að leika á vorin, bæði vegna ástands valla og eins og ekki síður vegna anna skóla- fólksins við lestur og próf. Knattspurnumót skólanna 1977 fer því væntanlega fram í október. Lilja Guðmundsdöttir. Ulja önnur bezta á Norður- löndum í 800 m innanhúss SEM kunnugt er náði frjáls- fþróttakonan Lilja Guðmunds- dóttir úr iR þeim glæsilega árangri að verða bæði norskur og finnskur meistari f frjálsfþrótt- um nú nýverið. Sigraði Lilja f 800 metra hlaupi á meistaramótum þessara landa, og varð auk þess f þriðja sæti f 1500 metrum á finnska mótinu. Er þetta ekki svo Iftil kynning á fslenzkum frjáls- fþróttum f þessum löndum, og áreiðanlega á þessi góði árangur eftir- að verða frjálsfþróttafóiki til góðs. f tilefni þessa glæsilega árangurs spjallaði Mbl. stuttlega við Lilju. „Ég er auðvitað mjög ánægð með árangurinn á þessum mótum," sagði Lilja í spjallinu. „Fyrir norska mótið reiknaði ég alls ekki með sigri, þar sem ég hef aldrei verið neitt sterk í innan- hússkeppni. Einhvern veginn startaði ég hratt í því hlaupi, og fyrr en varði vissi ég ekki fyrr en ég hafði forystu. Nú, ég reyndi bara að halda minu striki og hlaupa eins hratt og mögulegt var án þess þó að springa eða stífna upp. Það var svo nokkuð mjótt á munum í markinu, því ein norsk stúlka kom upp að mér í lokin, en ég náði að komast aðeins fram úr er við fórum yfir markið. Það var ólýsanleg tilfinning sem fór um mig þegar ég gerði mér það ljóst, að ég hafði sigrað. Ekki gekk ég sigurviss til leiks á finnska mótinu i Abo, því ég vissi að finnskar stúlkur voru betri en norskar í millivega- lengdahlaupum. Ég var bara hörð og ákveðin í að reyna allt hvað ég gæti, og bæta timann frá Noregi, þvi ég þóttist engu hafa að tapa en hins vegar allt að vinna. 1 stuttu máli gekk hlaupið svipað fyrir sig og í Noregi. Ég tók strax forystu og hljóp vel, því fyrstu 400 metrarnir voru á 62,5 sek. án þess að ég fyndi nokkuð fyrir því. Mér fannst ég vera létt og hélt áfram að pressa þær sem fylgdu eins og ég gat. Það var því engin eftir þegar 600 metrar voru búnir. Þá var ég laus frá þeim sem fylgdu eftir, og í markinu skildu um 6 metrar. Það var skemmtilegt að ná betri tíma en I Noregi, en verst var að vita ekki að vallar- "imetrÖ)Jiir ekki nema V4 siákuiTriu IU' betra en ég náði, þ.e. 2:09,2 mín. Við vorum 10 I hlaupinu I Finn- landi, og sú sem vaTð önnur hljóp á 2:10,6, en á bezt utanhúss um 2:05 mín. Ég hef að visu sigrað þá manneskju áður í Kalottkeppnun- um, en hún heitir Aila Wirkberg. Hún kvartaði eftir hlaupið um að byrjunarhraði minn hefði sprengt sig. Bætti metið um 'A mfnútu í 1500 metra hlaupinu daginn eftir fannst mér ég vera nokkuð þreytt I fótunum, og skipti mér ekkert af hraðanum í fyrstu. Við hlupum 5 I fremsta hópnum og var hraðinn frekar hægur. Ég reyndi svo að keyra upp seinni hluta hlaupsins, en i Iokin fóru þó tvær fram úr mér og varð ég þvi í þriðja sæti. En timarnir voru nokkuð jafnir, sú sem sigraði, Sinikka Tyynela, fékk 4:26,2 mín., Aila varð önnur á 4:26,7,4 min. Sú sem varð svo fjórða, Irja Paukkonen, fékk 4:28,4 mín. Ég setti markið á 4:30 fyrir hlaupið, en bjóst hálfpartinn ekki við að ná því, og er ég þvi nokkuð ánægð með timann. Jú, íslandsmetið fauk heldur betur, það var ekki nema 4:57 minútur." Aðspurð sagði Lilja að aðstæður í Finn- landi og Noregi hefðu verið mjög góðar, eða eins og innanhúss- aðstæður gerast einna beztar. Ekki áhugi á EM Þegar Lilja tjáði okkur, að með þessum árangri í 800 metrum væri hún önnur bezta á Norður- löndum innanhúss I ár, spurðum við hana hvort hugurinn stefndi ekki á Evrópumeistaramótið innanhúss. „Nei, ég hef engan áhuga á því, árangur þar skiptir engu fyrir sumarið, sem er mikil- vægara. Miklu frekar hefði ég áhuga á að fá styrk frá Frjáls- íþróttasambandi íslands svo að ég geti farið i æfingabúðir til Júgóslavíu eða ítalíu í lok marz eða byrjun apríl. Það mundi skipta miklu fyrir sumarið að geta æft i smátima við góðar að- stæður. i þessu sambandi langar mig að taka það fram, að ég fékk ekki svo mikið sem einnar krónu aðstoð frá FRÍ við að taka þátt í mótunum í Noregi eða Finnlandi. ÖH fyrirgreiðsla og allur rf0St^Í.Uf^ff^^ðrmrPft var a kostnað felagsins sem ég keppi fyrir hér í Norrköping, IF Tywar Norrköping. Forráðafólk félagsins, Inga Lisa og Stig Jonsson, ásamt þjálfaranum Zicka, hafa reynzt mér mjög hjálpleg í þessu sambandi og jafn- an verið tilbúinn að greiða götu mina, en láta mun nærri að ferða- kostnaðurinn einn á mótin sé um 1000 sænskar krónur." Þjálfarinn bjartsýnn Þegar við spurðum Lilju hvern- ig henni litist á komandi sumar hvað árangur snerti, þá sagðist hún nú ekki beint vilja lofa nein- um sérstökum árangri. „Þó tel ég fullvíst, að ég muni hlaupa 800 metra á um 2:05 mínútum. Þá gæti ég trúað, að ég hlypi 1500 m á um 4:15 minútum, kæmist ég í heppilega keppni. En ég mun leggja mesta áherzlu á 800 metra í sumar og hleyp þvi líklegast meir 400 metra i stað 1500. Ég þarf á meiri hraða á að halda til aó ná öllu betur í 800, að ég held. Það má þó taka fram hér, að þjálfari minn, Zi.cka, virðist bjart- sýnni en ég. Hann er alltaf að telja mér trú um að ég hlaupi á um 2:03 min. i sumar, pg miðar æfingarnar við það. Ætli vonir okkar eigi ekki bara eftir að mæt- ast á miðri leið, þ.e. að ég hlaupi á um 2:04 mlnútum. Annars virðist nokkuð að marka það sem Zicka segir fyrirfram um árangur. Hann sagði mér t.d. áður en ég fór til Óslóar að hann vonaðist að ég hlypi á um 2:10 i Noregi, en ég hljóp á 2:09,9 þar. Þá bjóst hann við að ég væri upp á 4:30 i 1500 í Finnlandi, en mér tókst að fara aðeins undir það, eins og kom fram áðan," sagði Lilja. Leggið hart að ykkur Lilja bað okkur í lok viðtalsins að skila beztu kveðjum til íslend- inga, og sagðist vona að frjáls- íþróttafólk heima legði hart að sér við æfingar, svo að framfarir yrðu i sumar. Er þessum kveðjum hér komið til skila. Það verður fróðlegt að fylgjast með árangri Lilju á hlaupabraut- inni á næstunni, en Lilja segir sitt næsta takmark vera Evrópu- meistaramótið utanhúss 1978. Að- spurð sagði hún að á næstu vikum keppti hún í nokkrum viðavangs- qMÖlaujAum>4ð1ur,1en,Sðl3^mark8Rnn1 Blri um kæmi. ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.