Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 47 Sveitarstjórnarkosningarnar í Frakklandi: Parfs — 21. marz — einkaskeyti AP til Morgunblaðsins. HÖFSAMIR og hægri sinnaðir stjórnmálaleiðtogar i Frakk- landi viðurkenndu f dag að þeir yrðu að breyta um aðferðir f stjórnmálabaráttunni ef takast ætti að koma í veg fyrir að bandalag sósfalista og kommúnista kæmist til vanda eftir þingkosningarnar sem fram eiga að fara f marz að ári. „Við verðum að fara varlega í sakirnar," sagði Jaques Chirac, fyrrverandi forsætisráðherra, en hann vann kosningarnar um borgarstjóraembættið í Parfs, og er það einn af örfáum kosingasigrum stjórnmála- flokkanna f sveitastjórnar- kosningum. „Við getum unnið kosningarnar 1978, en við verð- um að þekkja andstæðinga okk- ar betur en við gerum' nú, og hef ja sams konar sókn á hend- ur þeim og þeir hafa notað gegn okkur," sagði Chirac enn- fremur. Chirac sagðí þó ekki eins og ýmsir aðrir stjórnmálamenn, sem eru nálægt miðju í frönskum stjórnmálum, að sig- ur vinstri manna í yfir 70 af hundraði meiriháttar borga og bæja í Frakklandi sýndi að sú stefna að hræða Frakka með sívaxandi samneyzlu skrifstofu- veldi og minnkandi ein- staklingsfrelsi ef vinstri menn næðu völdum í landinu, hefði ekki orðið affarasæl. Bæði Chirac og Raymond Barre voru mjög eindregnir gegn aukinni samneysiu i kosningabarátt- unni. Alexandre Sanguinetti, fyrr- verandi leiðtogi gaullista, segir greinilegt, að sifellt dragi úr ógnvekjandi áhrifum kommúnismans á franska kjós- endur, og hafi tekizt að sann- færa þá um ástandið í Austur- Evrópu muni aldrei komast á í Frakklandi. Jean-Pierre Fourcade, ráð- herra í stjórn d'Eastings, telur að verulegur hluti þeirra kjós- enda, sem áður hafi verið fylgj- andi forsetanum og umbóta- stefnu hans, hafi nú sveigzt aft- ur til vinstri. Það sé einmitt þessi líopur, sem ráða muni úr- slitum í kosningunum árið 1978, og and-kommúnískur áróður og slagorð muni ekki hafa úrslitaáhrif á afstöðu hans. Raymond Barre forsætisráð- herra vill ekki skýra úrslitin með því að stjórninni hafi. mis- tekist að hafa hemil á verð- bólgu, atvinnuleysi og stjórnun meiriháttar mála í landinu, heldur sé ástæðan missætti stjórnarflokkanna. Hins vegar telur forsætisráðherrann ekki horfur á að hægt sé að jafna þann ágreining á næstunni, sér- staklega ekki þar sem þeir Jacques Chirac og Giscard d'Eastingséu annarsvegar. Kosningarnar hafa orðið per- sónulegur hnekkur fyrir Giscard d'E:sting. Auk þeirra 155 borga, sem nú eru komnar undir yfirráð vinstri manna, féll iðnaðarráðherra Frakk- lands Michel d'Ornano, en það var forsetinn sjálfur, sem stóð fyrir því að hann bauð sig fram í borgarstjórnarkosningunum i Paris. Víðast hvar í landinu hefur raunin orðið sú, að þau Simamynd AP. Chirac kátur — Jacques Chirac, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, fagnar sigri f borgarstjórakosningunum f Parfs f aöalstöðvum flokks sfns á sunnudagskvöld. Fremst á myndinni er eiginkona hans. Getum unnið 1978 með því að nota baráttuað- ferðir andstæðinganna — segir Chirac hinn nýi borgarstjóri Parisar öfl innan stjórnarflokkanna, sem styðja stjórnina af heilum hug, hafa orðið undir af því að flokkarnir hafa ekki staðið saman gegn einingu vinstri flokkanna. Heimildir innan ríkis- stjórnarinnar telja liklegt að forsetinn muni skipta um ýmsa ráðherra á næstunni í því augnamiði að styrkja stjórnina. Ennfremur telja þessir heimildarmenn líkur á þvi að d'Easting muni taka upp nýja stefnu í lánamálum innan skamms og veita meira fé til þeirra landsvæða þar sem at- vinnuleysi er sérstakt vanda- mál. t grein á forsíðu segir rit- stjóri Le Monde i dag, að stjórn- arflokkarnir verði að taka upp nýja stefnu á næstunni eigi þeim að takast að halda völdum í landinu. „Þeir verða að sjálfsögðu að sameinast — finna sameigin- legan málefnagrundvöll, og hætta að lýsa því yfir að breyt- inga sé þörf í þjóðfélaginu án þess þó að skilgreina hvers kon- ar þjóðfélag þeir vilji koma á. Helzta vandamálið er að gera sér grein fyrir hvaða framtið Vesturlönd geta boðið þegnum sinum og hvaða hugsjónum unga kynslóðin, sem þarf að horfast í augu við verðbólgu, atvinnuleysi og brenglað verð- mætamat, á að keppa að gera að raunveruleika. Stjórnir Evrópurikjanna þurfa nú hvar- vetna að greiða það gjald, sem er afleiðing af skorti þeirra á hugmyndum og hæfileikum til að sjá fram í tímann," segir í forsíðugreininni. Úrslitatölur kosninganna frá franska innanrikisráðuneytinu sýna, að vinstri menn hafa auk- ið fylgi sitt frá þvi í siðustu sveitarstjórnarkosingum árið 1971 47.4 af hundraði í 51 af hundraði í þeim borgum lands- ins, sem telja 30—100 þúsund ibúa. Enn liggja úrslit i landinu öllu ekki fyrir, en þó er ljóst, að vínstri flokkarnir hafa unnið ótviræðan meirihluta i kosningunum. Brezhnev hótar Bandaríkjastjórn Moskvu 21. marz — Reuter Sovétleiðtoginn Leonid Brezhnev ásakaði i dag Bandarfkin um afskipti af innanrfkismálum Sovét- rfkjanna og sagði að and- ófsmenn, sem nytu stuðnings bandarfsku stjórnarinnar, væru hand- bendi og fulltrúar heims- valdastefnunnar. Brezhnev var auðsjáan- lega að svara stuðnings- yfirlýsingum Carters Bandarfkjaforseta við málsvara mannréttinda f kommúnistarfkjum, og sagði hann að sambúð rfkjanna gæti ekki haldið áfram að þróast til hins betra ef ekki linnti afskipt- um Bandarfkjamanna. Brezhnev sagði þetta i ræðu á 16. þingi sovézkra verkalýðs- félaga i Kreml, og benti á að at- hafnir andófsmanna beindust gegn ríkinu og því vörðuðu þær við lög. Fréttamenn segja að þetta sé harðasta ræða Brezhnevs siðan tilraunir hófust til að slaka á spennunni á milli Sovétríkjanna og Bandarikjanna fyrir 7 árum. Hann sagði að helzti þröskuldurinn á vegi batnandi sambúðar væru „tilraunir opin- berra aðila i Bandaríkjunum til að hafa afskipti af innanríkismál- um Sovétríkjanna." An þess að nefna Carter beint sagði Brezhnev: " Við munum ekki þola afskipti nokkurs aðila af innan- rikismálum okkar af nokkru PóUand: Fékk 9 ár — nú í hungurverkfalli Varsjá 21. marz Reuter VERKAMAÐURINN Czeslaw Chomicki, sem dæmdur var til nfu ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sfna f óeirðunum f Radom f júnl-mánuði s.l. ætlar að hefja fimm daga hungurverkfall f dag. Þetta er f fjðrða skipti, sem Chomicki efnir til slfks hungurverk- falls sfðan hann var dæmdur. Honum var gefið að sök að hafa borið eld að bækistöðvum pðlska kommúnistaflokksins f Radom, en hann játaði aldrei á sig sakar- giftir. tilefni. Batnandi sambúð við slik skilyrði er óhugsandi." Nú eru aðeins sex dagar þar til Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Moskvu, en það eru fyrstu beinu samskiptin á mitli stjórnar Carters og leiðtoga Sovétríkjanna. Brezhnev minnti áheyrendur sina á komu Vance og sagði: ,,Við skulum sjá til hvaða boðskap hann mun flytja okkur," en hann benti á að hann hefði ekki orðið var við nein merki frá stjórn Carters um vilja til að bæta sambúð ríkjanna. Brezhnev setti afstöðu Banda- rikjamanna til mannréttinda ekki i beint samband við viðræðurnar um takmörkun kjarnorkuvopna, Salt-viðræðurnar, en fréttamenn segja að innihald ræðunnar hefði verið það, að erfitt gæti orðið að endurnýja Salt-samninginn frá 1972 sem rennur út i pktóber, ef Bandarikjamenn drægju ekki Ur baráttu sinni fyrir mann- réttindum. Carter Brezhnev

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.