Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22, MARZ 1977 Minning: ----- r Þorsteinn H. Olafs- son skipasmiður Fæddur 29.4. 1921 Dáinn 12.3. 1977 1 dag er til moldar borinn kunn- ingi okkar og vinur um árabil, Þorsteinn H. Ólafsson, skipa- smiður, Sundlaugavegi 12 hér í borg. Hann andaðist hinn 12. marz s.l. á Landspítalanum eftir erfiða sjúkdómslegu og vonlausa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Þorsteinn var fæddur 29. apríl 1921 og þvi 55 ára, er dauða hans bar að. Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson, útvegsbóndi að Kviabryggju, Grundarfirði, og kona hans, Filippía Þorsteinsdótt- ir. Þorsteinn hóf nám í skipasmíði hjá Slippfélaginu í Reykjavík hf. árið 1942 og vann meira og minna hjá því um árabil. Hann rak sfðan um skeið verk- stæði með öðrum og loks sjálf- stætt í nokkur ár. Þorsteinn giftist 24. september 1950 eftirlifandi konu sinni, Sig- ríði Kristinsdóttur, dóttur gamals Reykvikings, Kristins Magnús- sonar, bakarameistara, sem nú er látinn, og konu hans, Guðrúnu Einarsdóttur, sem er ennþá á lífi og lengst af hefur dvalið hjá þeim. Þetta eru í stórum dráttum ytri þættir ævi Þorsteins, sem var alltof stutt, en hann varð aðeins 55 ára eins og áður segir og féll því í valinn um aldur fram. Þorsteinn var bjartur yfirlitum, fríður sýnum, grannur og spengi- legur, enda vel á sig kominn líkamlega. Hann hafði yndi af ferðalögum, bæði inn til fjalla og fram til fjarða, þar sem hægt var að slappa af frá ys og þys borgarlifs- ins. t SIGURLAUG BENEDIKTSDÓTTIR Garði, Mosfellssveit lést 1 7 mars i New Jersey Magnús Sigurðsson og aðstandendur. t Maðurinn minn og faðir okkar MAREL S.V BJARNASON Hólmgarði 10, andaðist i Borgarspitalanum aðfaranótt 20 marz Sigurást Anna Sveinsdóttir, Margrét I. Marelsdóttir, Sveinn Marelsson t Faðir okkar. GUÐMUNDUR V ELÍASSON vélstjóri, Lækjargötu 14. Hafnarfirði. andaðist i Borgarspitalanum. laugardaginn 1 9 þ m Börn hins látna. t Útför eiginkonu minnar, móður, ömmu og tengdamóður SVÖVU KLÖRU HANSDÓTTUR (fædd ísebarn) Barmahllð 12, fer fram frá Fossvogskirkju, þríðjudaginn 22 marz kl 1 5 00 SigurðurÓ. K. Þorbjarnarson, Lúther Garðar Sigurðsson, Lúther Leifur Garðarson. Geirþrúður Pálsdóttir. Sonur mmn og bróðir. t . BRAGIVALURBRAGASON verður jarðsunginn frá Vesturgötu 55A, Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. marz kl. 13 30 Fyrir hönd aðstandenda. Svanhvlt Knútsdóttir Örn K. P. Söebeck. Systir okkar ÚRSÚLA GÍSLADÓTTIR frá Seljadal, Smyrlahrauni 9, Hafnarfirði. verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirk|u miðvikudaginn 23 maiz kl 2 e.h Blóm afbeðin Ingibjórg Gísladóttir, Guðmunda Glsladóttir og aðrir vandamenn Hann var og slyngur sjóstanga- veiðimaður, en þá íþrótt stundaði hann talsvert með góðum árangri. Var hann hin mesta aflakló og vann til verðlauna á þessum vett- vangi. Þorsteinn var mjög góður fag- maður og lék hvert verk í höndum hans. Að sögn samstarfsmanna hans var honum viðbrugðið fyrir út- sjónarsemi og gott verklag. Þorsteinn var hversdagslega gæfur maður, en þó skapríkur undir niðri, ef því var að skipta. En engum duldist að undir sló viðkvæmt hjarta. Mátti hann ekk- ert aumt sjá og sparaði hann hvorki fé né fyrirhöfn til að geta orðið öðrum að liði, þó að það kæmi niður á hans eigin pyngju. Þorsteinn var og manna greið- viknastur og því gott til hans að leita. Hann hafði næmt auga fyrir því spaugilega í tilverunni, en alltaf var gaman hans græskulaust. Það kom greinilega í ljós í hinni ströngu sjúkdómslegu Þorsteins hve mikla karlmennsku hann hafði til að bera. Hann lét aldrei bugast, en féll fyrir ofureflinu eins og góðum og hraustum dreng sæmdi. Við undirritaðir bræður áttum því láni að fagna að kynnast Þor- steini og kunnum við báðir vel að meta hina ýmsu eðliskosti hans. Hann var góður maður, «n þar sem góðir menn fara eru guðsveg- ir. Þorsteinn var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann átti ágæta konu, sem bjó honum einkar aðl- aðandi heimili, enda undi hann sér bezt þar. Þau hjónin eignuðust einn son, Ölaf Guðmund, sem nú er 14 ára i heimahúsum. Þá áttu þau 2 kjördætur, Guðrúnu 21 árs og Elinborgu 17 ára. Er sár harmur hveðinn að fjöl- skyldu hans við hið ótímabæra fráfall hans. Við vottum eftirlifandi eigin- konu Þorsteins og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðaróskir. Arni og Þormóður Ögmundssynir. Hin langa þraut er líðin, nú loksins hlaustu friðinn, nú allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin Ijóst upprunnin á bak við dimma dauðans nótt. V.B. Þessi orð sálmaskáldsins komu mér í hug, er andlát Þorsteins llnholti 4 Slmar 74477 og 142S4 Ölafssonar bar að. Dauðinn var honum kærkominn eftir langt veikinda- og dauðastríð. í heilt ár barðist hann við veikindi sín, með miklu æðruleysi. Þorsteinn Ölafs- son var fæddur að Kvíabryggju á Snæfellsnesi: Foreldrar hans voru Filippia Þorsteinsdóttir og Ólafur Guðmundsson. Börn þeirra. urðu þrjú, tveir synir og ein dóttir. Faðir Þorsteins andað- ist á bezta aldri frá konu og þrem- ur ungum börnum. Það kom i Þorsteins hlut að ljá móður sinni lið. Eftir lát föðurins fluttist fjöl- skyldan til Stykkishólms. Snemma bar á handlagni Þor- steins og hugur hans beindist til smíða. Með hjálp síns góða föður- bróður, Guðmundar Guðmunds- sonar, heildsala, og konu hans, frú Magnþóru Magnúsdóttur, gekk hann i Iðnskólann í Reykja- vík. Þau tóku hann á heimili sitt, og voru honum sem beztu foreldr- ar. Þorsteinn dvaldi hjá þeim öll sin skólaár, þar til að hann lauk prófi i skipasmíði. Þorsteinn vann í Slippnum hér i Reykjavík i mörg ár, en fór siðan til Noregs til að kynnast nýjungum i iðn sinni. Mesti hamingjudagur í lifi Þor- steins var 24. sept. 1950, er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Sigríði Krstinsdóttur, Magnússonar bakara, hinn góða og trygga lífsförunaut. Hún var hans styrka stoð, sem aldrei brást þessi 27 ár. Þau hjónin ólu upp tvær dætur og eignuðust einn son. I öllu veikindastríði Þorsteins var Sigríði veittur frábær sálarstyrk- ur. Ótalin eru spor hennar á sjúkrahúsið til Þorsteins allan þenna tíma. Hann beið hennar alltaf. Við Sigríði vil ég segja þetta: „eins og maður sáir, mun maður uppskera." Maður trúir því að allt það góða, sem þú hefur sáð, á þessum erfiða tíma, og í lifi þínu, verði þér ríkulega launað. Við kveðjum Þorstein Ólafsson hinstu kveðju i dag. Friður sé með honum. Drottinn, gef þú dauðum ró, hinum líkn, sem lifa. M.S. Þorsteinn H. Ólafsson skipa- smiður lézt 12. marz s.l. Fréttin kom ekki bein á óvart, þar sem Þorsteinn hefur átt við mikil og langvarandi veikindi að stríða. Fædd 6. febrúar. 1914 Dáinn 14. mars 1977. í dag verður Svava Klara Hansdóttir til moldar borin frá Fossvogskapellu, en hún andaðist hinn 14. mars s.l. eftir erfitt sjúk- dömsstríð. Það var ekki fyrr en í fyrra sumar að við hjón kynntumst þessari sérstöku konu, en þá lá hún í Landsspítalanum i sömu stofu og kona mín. Kynni þeirra urðu mjög kær, en þvi miður allt- of stutt. Svava Klara var fædd í Reykja- vík hinn 6. febrúar 1914 og voru foreldrar hennar Valgerður Ágústa Jónasdóttir og Hans ise- barn. Árið 1936 giftist hún eftir- lifandi manni sinum, Sigurði Þor- bjarnarsyni vélstjóra og áttu þau einn son, Garðar, sem búsettur er í Noregi. Mér virðíst af þeim stuttu kynn- um minum af þessum mætu hjón- um að hjónaband þeirra væri ein- staklega ástríkt og innilegt. í hin- um erfiðu veikindum hennar var Sigurður ávallt við hlið hennar og gerði allt sem I hans valdi var til að létta henni hin erfiðu veikindi. Svava Klara var mjög kvenleg kona og hafði næmt auga fyrir fögrum hlutum, en það sem mér fannst þó mest einkennandi í fari hennar var hin létta lund, lífs- gleði og óbugandi kjarkur. Það að kynnast slíku fólki er ómetanlegt Nú þegar vor er í lofti, sjór sléttur og gömlu veiðifélagar Þorsteins farnir að hugsa til hreyfings, farnir að taka stengurnar fram og liðka hjólin — þá er vinur okkar Þorsteinn horfinn á braut yfir móðuna miklu. Hann kemur þvi ekki meir með okkur á sjóinn. Það skarð verður vissulega vandfyllt. Hugurinn hvarflar um tuttugu ár aftur í timann þegar við á sólbjörtum sumardegi hittumst fyrst úti á miðjum Faxaflóa í glimunni við þann gula. Síðan þá höfum við farið saman i óteljandi veiðiferðir og tekið þátt i ótal sjóstangaveiðimótum i Vest- mannaeyjum, Akureyri, Grinda- vik og Grundarfirði en það voru heimaslóðir hans. Ávallt var hann mjög fengsæll veiðimaður og hlaut margar viðurkenningar og verðlaun á veiðimótum. Sem félagi var hann einstakur. Alltaf mátti reiða sig á hann. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd þegar undirbúa þurfti veiðimót eða veiðiferðir. Á veiðiferðum á sjónum var hann einnig sá sem allir gátu leitað til. Ef einhver missti slóða eða sökku eða flækti hjólið var kallað í Þor- stein. Alltaf hafði hann tima til að aðstoða og ávallt kom hann þann- ig útbúinn að hann gat miðlað öðrum. Þannig mannkostamaður var hann. Ýmsir ókunnugir kynnu að halda að þetta væri of- mælt en ég veit að hinir fjöl- mörgu veiðifélagar hans í gegn- um árin eru mér fyllilega sam- mála. Þorsteinn var maður hógvær og litillátur en gat á glöðum stund- um verið hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Þorsteinn var lærður skipa- smiður og vann við það lengst af ásamt almennri trésmiðavinnu. Hann var vandvirkur og hagur smiður enda alltaf eftirsóttur til vinnu og vann sér traust allra sem hann vann hjá. Eiginkona Þorsteins var Sigrið- ur Kristinsdóttir og voru þau alla tíð mjög samstillt í einu og öllu enda bar heimili þeirra vott um þann hlýleik og innileik sem þar réð ríkjum. Við þökkum honum af alhug samfylgd liðinna ára og sendum dýpstu samúðarkveðjur til konu hans og fjölskyldu. Magnús Valdimarsson. Fólk sem getur varið skaplétt og miðlað öðrum af hugrekki sinu og ekki látið á sér finna þótt það viti að hverju stefnir. En slík virtist mér Svava Klara vera og er við hjónin heimsóttum hana aðeins þrem dögum fyrir andlátið, þá vildi hún fullvissa okkur um að enn væri kjarkur hennar óbugað- ur. Við þökkum Svövu Klöru sam- veruna og sendum eftirlifandi manni hennar og syni innilegar samúðarkveðjur. Halldór Björnsson. Minning: Svava Klara Hansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.