Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 Tótf Islandsmet og ein metjöfnun á sundmeistaramótinu innanhúss EF að Hkum lætur og keppni á sundmótum sumarsins verður eins jöfn og spennandi og var á Innanhússmeistaramóti tslands f sundi, sem háð var I Sundhöll Reykjavfkur nú um helgina, þá má fastlega búast við þvf að mikl- ar framfarir eigi eftir að eiga sér stað f sundfþróttinni Rerlendis á næstunni. Langflestir hinna f jöl- mörgu keppenda eru enn mjög ungir að árum, og fái þeir góða aðstöðu og næga möguleika til æfinga, þá er óhætt að fullyrða að árangur eigi eftir að batna tölu- vert frá þvf sem nú er þó svo að mörg tslandsmet hafi verið bætt stórlega á mótinu. Alls voru sett 12 tslandsmet og það þréttánda jafnað, og auk þess voru sett nokkur met f yngri aldursflokk- um. Keppnisgreinar voru alls 24 og fór mótið fram á þremur dögum. Undanrásir voru vanalega á morgnana, og úrslitin síðan siðla dags. Sjá má af fjölda keppnis- greina að met hafa verið sett í um helmingi þeirra. Sett voru met í öllum boðsundunum og fyrri met í þeim mörg hver stórbætt. Þótt það komi svo ekki fram í úrslitum sem her fylgja þá bættu menn sig að jafnaði mjög frá undanrásum, en bæði í þeim og úrslitum voru sett gífurlega mörg persónuleg met. Það er því nógur efniviður- inn í afreksfólk í sundi hérlendis. Spurningin virðist helzt vera sú hvort þessu fólki skapist nógu góð skilyrði til æfinga og keppni. tslandsmetin Eins og áður segir voru sett 12 íslandsmet á mótinu og hið þrétt- ána jafnað. Ólympíufararnir Þór- unn Alfreðsdóttir og Sigurður Ólafsson, bæði úr Ægi, voru þar eiginlega í algerum sérflokki. Setti þróunn þrjú einstaklings- met auk þess að vera í boðsunds- sveitunum báðum sem settu met. Met sín setti Þórunn í 800 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi og 400 metra fjórsundi. Átti hún sjálf metin í lengra skriðsundinu og fjórsundinu, en þau met bætti hún umtalsvert. Sigurður setti tí- vegis met í 400 metra skriðsundi og jafnaði siðan eigið met f 100 m skriðsundinu. Einnig var Sigurð- ur í báðum sveitunum er settu boðsundsmet. önnur met auk boðsundsmet- anna fjögurra, voru sett af Axel Boðssundsveit Ægis, var ósigrandi á meistarmótinu og bætti Islandsmetin verulega. Alfreðssyni Ægi, bróður Þórunn- ar, I 400 metra fjórsundi, Sonju Hreiðarsdóttur Ægi i 200 m bringusundi og Bjarna Björns- syni Ægi i 200 metra baksundi karla, en eldra metið i þeirri grein átti hinn frægi kappi Guðmundur Gislason. Þórunn og Sigurður f góðri æf- ingu Svo sem sjá má af metaupp- talningunni eru þau Þórunn Alfreðsdóttir og Sigurður Ólafs- son bæði i mjög góðri æfingu, en fyrri met bættu þau mikið. í spjalli við blm. sagðist Þórunn hafa æft mjög vel í vetur, meira en fyrir Ólympiuleikana í Montreal, en þar var hún meðal keppenda. Þórunn sagði að vana- lega næðist betri árangur í 25 metra laug en í 50 metra, og því væri erfitt að segja nokkuð um sumarið að svo stöddu. Sagðist hún ætla að halda áfram að leggja hart að sér við æfingar, og þarf þvi ekki að búast við öðru en að þessi harða keppniskona bæri sig talsvert í sumar. Aðspurður sagði- st Sigurður ekki æfa eins mikið nú og i fyrravetur, er hann undir- bjó sig fyrir Ólympiuleikana i Montreal. „En sú æfing situr þó ennþá eitthvað í manni,“ sagði Sigurður. Hann sagði ennfremur að framundan væri hálfgert hlé þar til kæmi að mótum sumarsins sem hæfust að ráði í mai og júni. „Þennan tíma mun maður væntanlega nota til að æfa vel. Við munum taka „törn“ í páska- vikunni og æfa þá allt upp i þrisv- ar á dag,“ sagði Sigurður. Ægir mikið stórveldi Það hlýtur að vekja nokkra athygli þegar úrslit mótsins eru skoðuð hve hlutur sundfélagsins Ægis er mikill. Öll þau íslands- met sem sett voru voru sett af sundfólki úr Ægi, en það sem vekur eiginlega meiri athygli er að allir meistaratitlar nema einn eru unnir af sundfólki Ægis. Þá átti félagið gjarnan nokkra sem voru í næstu verðlaunasætum, svo óhætt er að fullyrða að þetta félag er stórveldi sem vart verður hnikað á næstunni. Sennilega er það fleira en eitt sem veldur þess- um góða árangri félagsins, en fullyrða má að stóran þátt í þess- um góða árangri og góðum afrek- um sundfólks þessa félags á þjálf- ari félagsins, Guðmundur Harðar- son. Er Guðmundur án efa okkar langfremsti þjálfari og kunnáttu- maður' um leiðir til afreka i sundi, og er það synd að svona menn skuli ekki vera „þjóðnýttir" af íþróttahreyfingunni. Eitt þeirra oo atrifla,, sero „stmcÍHKw nsfpitegg, afrekum i fþróttum fyrir þrifum er skortur á fólki með góða þekk- ingu til þjálfunar, og leitt til þess að vita að þeir sem búa yfir góðri þekkingu og miklum þjálfunar- hæfileikum verði að starfa að framgangi iþróttanna án þess að fá sómasamlega greitt fyrir erfiði sitt og þolinmæði. Gott skipulag Þetta sundmeistaramót fór í alla staði mjög vel fram. Þá stund sem blm. staldraði við á mótinu var jafnan gífurleg stemming i Sundhöllinni, enda keppni yfir- leitt nokkuð jöfn og hörð og svo hvatti hver sem betur gat sína félaga í keppninni. Mótið gekk mjög greiðlega fyrir sig og eiga starfsmenn hrós skilið. Leikstjórn Siggeirs Siggeirssonar var með miklum ágætum og framsetning Mörg ágæt afrek voru unn- in á sundmeistaramótinu sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Þar tók ljósmyndari Morgunblaðsins Friðþjóf- ur Helgason, þessa mynd af ungum mönnum sem voru að hef ja sund. Það var unga fólkið sem mest bar á í þessu móti, og lofar það sannarlega góðu um fram- tfð fþróttarinnar. hans á úrslitum einstakra sunda góð. Eitt það sem löngu hefur viljað gera mót einstaklings- iþrótta frekar bragðdauf fyrir áhorfendur er skipulag þeirra og tímaröðun keppnisgreina. En þeg- ar keppendur mæta til leiks eins og tilkynnt hefur verið, þá verður auðveldara að ráða við mótin og þau verða siður gloppótt. Allt hjálpaðist að við að gera þetta mót skemmtilegt, þvi mæting var góð og í samræmi við þátttökutil- kynningar, og skipulag mótsins gott. Er óhætt að segja að með þessu áframhaldi og jafnari og spennandi keppni, þá er framtíð islenzkrar sundíþróttar björt. — ágás. Úrslit á sundmeistaramótinu (JRSLITIN: 800 M SKRIÐSUND KVENNA: mfn. Þórunn Alfreðsdóttir, Æ tslandsmet 9:51,2 Guðný Guðjónsdóttir, Á 10:43,0 Ólöf Eggertsdóttir, IISK 11:08,5 1500 M SKRIÐSUND KARLA: Sigurður Ólafsson, Æ 17:18,6 Bjarni Björnsson, Æ 17:32,8 Árni Eyþórsson, Á 400 M FJÓRSUND KVENNA: Þórunn Alfreðsdóttir, Æ Íslandsmet 5:24,9 Ólöf Eggertssóttir, HSK 6:03,1 Sigrún Ólafsdóttir, HSK 6:20,1 400 M SKRIÐSUND KARLA: Sigurður Ólafsson, Æ íslandsmet 4:16,0 Árni Eyþórsson, Á 4:25,4 Hafliði Halldórsson, Æ 4:35,0 100 M SKRIÐSUND KVENNA: Guðný Guðjónsdóttir, Á * 1:05,5 Hrefna Rúnarsdóttir, Æ 1:08,2 Hulda Jónsdóttir, Æ 1:10,3 100 M BRINGUSUND KARLÁ: Hermann Alfreðsson, Æ 1:11,6 Guðmundur Rúnarsson, Æ 1:12,3 Steingrfmur Davfðsson. UBK 1:12,3 200 M BRINGUSUND KVENNA: Sonja Hreiðarsdóttir, Æ Islandsmet 2:50,5 Elfnborg Gunnarsdóttir, HSK “:55,5 Þórunn Magnúsdóttir, tBK 2:58,3 200 M FLUGSUND KARLA: Axel Alfreðsson, Æ 2:24,4 Brynjólfur Björnsson, Á 2:31,1 Árni Eyþórsson, Á 2:35,7 100 M FLUGSUND KVENNA: Þórunn Alfreðsdóttir, Æ 1:10,4 Elfnborg Gunnarsdóttir, HSK 1:17,1 Þórunn Guðmundsdóttir, Á 1:20,0 200 M BAKSUND KARLA: Bjarni Björnsson, Æ Íslandsmet 2:23,2 Hugi K. Harðarson, HSK met 14 ára og yngri 2:30,9 Sveinbjörn Gizzurarson, ÍBK 2:33,4 100 M BAKSUND KVENNA: Sonja Hreiðarsdóttir, Æ 1:16,3 Guðný Guðjónsdóttir. A 1:19,8 Sigrún Bjarnadóttir. Æ 1:21.7 4x100 FJÓRSUND KARLA: A-sveit Ægis, tslandsmet 4:19,5 UBK 4:39,2 A-sveit Ármanns 4:41.8 cVlrl AMnM U J 11U UT '4<5 I l A»0 4x100 FJÓRSUNI) KVENNA: A-sveit Ægis, Íslandsmet 5:00,7 Ármann 5:22,9 UBK 5:38.9 400 M FJÓRSUND KARLA: Axel Alfreðvson, Æ Íslandsmet 4:55,6 Árni Eyþórsson. A 5:09,7 Brynjólfur Björnsson, Á 5:13,7 400 M SKRIÐSUND KVENNA: Þórunn Alfreðsdóttir, Æ tslandsmet 4:46.4 Hrefna Rúnarsdóttir, Æ 5:23,4 Sigrún Ólafsdóttir, HSK 5:33,1 100 M SKRIÐSUND KARLA: Sigurður Ólafsson, Æ ísl.met jöfnun 54,9 Bjarni Björnsson, Æ 57,2 Hafliði Halldórsson, Æ 58,2 100 M BRINGUSUND KVENNA: Sonja Hreiðarsdóttir, Æ met 14 ára og yngri 1:19,9 Elfnborg Gunnarsdóttir, HSK 1:22,5 Þórunn Magnúsdóttir. ÍBK 1:24.4 200 M BRINGUSUND KARLA: Hermann Alfreðsson, Æ 2:35,7 Sigmar Björnsson, ÍBK 2:39,2 Guðmundur Rúnarsson, Æ 2:40,1 200 M FLUGSUND KVENNA: Þórunn Alfreðsdóttir. Æ 2:32,2 ErlaGunnarsdóttir, HSK 2:56,5 Þórunn Guðmundsdóttir, Á 2:57,8 100 M FLUGSUND KARLA: Axel Alfreðsson, Æ 1:05,1 Þorsteinn Hjartarson, HSK 1:07,1 Árni Eyþórsson, Á 1:07,4 200 M BAKSUND KVENNA Sonja Hreiðarsdóttir. Æ met 14 ára og yngri 2:40,5 Guðný Guðjónsdóttir, Á 2:49.0 Ólöf Eggertsdóttir, HSK 2:57,8 100 M BAKSUND KARLA: Bjarni Bjönnsson, Æ 1:05,9 Sveinbjörn Gizzurarson, ÍBK 1:10,3 Þorsteinn Hjartarson, HSK 1:10,5 4x100 M SKRIÐSUND KVENNA: A-sveit Ægis. Íslandsmet 4:30,6 SH 4:55,3 IISK 5:04.6 4x200 M SKRIÐSUND KARLA: A-sveit Ægis. Íslandsmet 8:21.3 Ármann 9:12,5 ^P’sve^(^P^bnt»íiioi mieoio öyt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.