Morgunblaðið - 22.03.1977, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977
34
— Aðalfundur Iðnaðarbankans
Framhald af bls. 3
20. október s.l. Þar hafði verið
skýrt frá því að allar heimildir i
bankanum væru skriflegar og
viðskiptamenn fengju nú afrit
af slíkum heimildum.
Formaður bankaráðsins
ræddi því næst um þær breyt-
ingar, sem gerðar hefðu verið á
reglum um tékkaviðskipti,
þar sem öll meðferð ávísana
hefði verið hert til muna.
Megin breytingin fælist hins
vegar í þvi að tékkainnheimta
Seðlabankans hefði nú verið
flutt að nær öllu leyti til við-
skiptabankanna.
Þá hefði verð tékkaeyðublaða
verið hækkað verulega í þeim
tilgangi að draga úr útgáfu
smátékka, en því miður væri
kostnaður bankanna við hvern
tékka mun hærri en útselt verð
þeirra.
O Mikill raf-
reiknikostnaður
Gunnar J. Friðriksson ræddi
þvi næst um tekjuafgang
bankans og sagði, að undanfarin
ár hefði tekjuafgangurinn vax-
ið um svipað hlutfall og umsvif
bankans, en á s.I. ári hafi orðið
stöðnun í aukningu tekjuaf-
gangs á sama tíma og innlán
hafi aukist um nær 33%. Gerði
hann að sérstöku umtalsefni
kostnað bankans við þátttöku í
Reiknistofu bankanna. Sagði
hann að fyrri hluta ársins 1976
hafi vélræn ávísanaskipti milli
bankanna hafist í Reiknistofu
bankanna. Mætti segja, að þá
hafi verið náð fyrsta áfanga í
sameiginlegri Rafreiknimiðstöð
allra bankanna, en í upphafi
hafi verið stefnt að því að allar
færslur bankanna yrðu unnar í
Reiknistofunni. Einungis
ávísana- og hlaupareikningar
svo og vaxtaaukareikningar
væru nú færðir fyrir Iðnaðar-
bankann í Reiknistofunni.
Sagði hann að þegar líða tók á
siðasta ár hafi orðið ljóst að
kostnaður við Reiknistofuna
yrði mun meiri en Iðnaðar-
bankinn hefði gert ráð fyrir.
Rafreiknikostnaður bankans
hefði numið á síðasta ári í heild
14 millj. kr. en hefði árið áður
verið um 5 millj. kr. Aukningin
væri um 180%. Bankaráðió
hefði fjallað um þetta mál á
árinu og að hefði einnig verið
tekið upp á fundum formanna
bankaráða allra bankanna. En
þar sem ljóst hafði verið að
þessi kostnaður við Reikni-
stofuna mundi rýra tekjuaf-
gang Iðnaðarbankans um 7—8
millj. kr. á siðasta ári þá hefði
Iðnaðarbankinn lýst því yfir á
aðalfundi Reiknistofunnar, að
hann myndi ekki flytja frekari
vinnslu til Reiknistofunnar
fyrr en sýnt væri fram á að þær
yrðu ekki dýrari þar en ef
bankinn framkvæmdi þær
sjálfur.
Formaður bankaráðsins vék
því næst að ýmsum atriðum í
rekstri bankans á s.l. ári. Fram
kom ,að með hliðsjón af nýju
fasteignamati, hafi bankaráðið
ákveðið að hækka bókfært verð
fasteigna bankans um 90% af
leyfilegri hækkun. Bókfært eig-
ið fé bankans væri því nú 403
millj. kr.
Þá skýrði hann frá því, að
Iðnaðarbankinn hefði nú feng-
ið leyfi til þess að setja á stofn
útibú á Selfossi og væri stefnt
að því að opna útibúið I sumar.
Hefði bankinn fest kaup á hús-
næði við Austurveg 38 á Sel-
fossi, sem væri nýtt verzlunar-
Og skrifstofuhúsnæði. Flutti
hann iðnaðarráðherra sérstak-
ar þakkir bankaráðsins fyrir
mikinn stuðning í þessu máli
en hann hefði einnig á fleiri
sviðum stutt dyggilega við bak-
ið á bankanum frá fyrstu tíð.
Að lokum ræddi formaður
bankaráðsins um þann vanda,
sem verðbólgan hefði i för með
sér fyrir bankann og jafnframt
iðnaðinn I landinu. Því miður
væri ástand og horfur þannig í
dag að ekki væri séð, að þjóðin
skildi nógu vei, hvílíkt böl verð-
bólgan væri og að stjórnvöld
hefðu þann styrk, sem þyrfti, til
þess að stöðva hana. Rætt hefði
verið um lækkun vaxta sem leið
til að draga úr verðbólgu. Því
miður væri lausn vandans ekki
svo einföld, því háir vextir
væru afleiðing en ekki orsök
verðbólgunnar.
0 Raunvextir sparifjár-
eigenda neikvæðir
Rekstur banka væri fólgin í
því að taka við sparifé og
ávaxta það fyrir eigendur þess.
Þetta gerðu bankarnir með þvi
að lána fyrirtækjum og ein-
staklingum þetta fé á lítið eitt
hærri vöxtum og mismunurinn
væri ætlaður til þess að standa
undir þeirri þjónustu, sem
bankarnir veita. Væri hvatinn
til sparnaðar ekki fyrir hendi
t.d. vegna verðbólgu eða of
lágrá vaxta, drægi úr sparnaði
og um leið á framboði á lánsfé.
Bent hafði verið á að raunveru-
legir vextir sparifjáreigenda
hafi verið neikvæðir um allt að
20% þegar alda verðbólgunnar
reis sem hæst 1975. Þá hafi
verið upplýst, að ef sparifé
hafði í lok s.l. árs numið sama
hlutfalli af þjóðarframleiðslu
og það gerði að meðaltali á sið-
asta áratug, væri ráðstöfunarfé
bankakerfisins 40 milljörðum
króna meira í dag en það er.
Þá hafi einnig verið áætlað,
að geta bankakerfisins til þess
að sinna fjármögnunarþörf
atvinnuveganna hafi á s.l. 5 ár-
um minnkað um 30%. Hér bæri
allt að sama brunni og væri
verðbólgan bölvaldurinn. Hún
drægi úr sparnaði og hækkaði
vexti á sama tíma og þörf at-
vinnuveganna fyrir lánsfé færi
vaxandi og geta þeirra til þess
að greiða háa vexti dvínaði.
Hitt væri svo annað mál, að
framleiðsluatvinnuvegirnir
sætu ekki allir við sama borð. Á
siðasta ári hefðu meðalvextir
útlána innlánsstofnana til land-
búnaðar verið 12%, til sjávarút-
vegs 13% og til iðnaðar 17,7%.
Hins vegar hefði Seðlabankinn
nú ákveðið að draga úr þessu
misræmi og tæki breytingin
gildi eftir helgina.
Gunnar J. Friðriksson sagði,
að talsvert hefði að undanförnu
borið á umræðu um nauðsyn
þess, að skattleggja „verðbólgu-
gróða“ atvinnurekenda. Hann
taldi fráleitt að tala um „verð-
bólgugróða" á fastafjármunum,
sem notaóar væru í þágu at-
vinnurekstrar og yfirleitt væru
ekki seljanlegir til annarra
nota, svo sem verksmiðju- og
frystihús. Raunverulegt verð-
mæti fasteignar eykst ekki I
verðbólgunni, heldur er það
mælikvarðinn, krónan, sem
minnkar. Þau einu tilfelli, sem
hægt væri með nokkru sanni að
tala um „verðbólgugróða" væri,
ef eignaöflun væri fjármögnuð
með lánum, sem bera neikvæða
vexti. Rétt væri að benda á, að
fjárfestingalán til atvinnuveg-
anna hafi að undanförnu i vax-
andi mæli verið verðtryggð.
Það væri því hægt að fullyrða,
að þess væri ekki að vænta að
atvinnuvegirnir, og þá síst iðn-
aðurinn, myndu hagnast á fjár-
festingarlánum á næstu árum.
% Tekjuafgangur
29.4 milljónir
Bragi Hannesson, banka-
stjóri, skýrði þvi næst reikn-
inga bankans. Tekjuafgangur
nam 29.4 millj.kr., en var 29.1
millj.kr. árið 1975. Afskriftir
námu tæpum 3 millj.kr. og í
varasjóð voru lagðar 9.7 millj.
kr. Til ráðstöfunar á aðalfundi
voru þvi 16.7 millj. kr.
Reksturskostnaður bankans
nam á árinu 221.8 millj. kr. og
hækkaði frá fyrra ári um 72.3
millj. kr.
Heildarinnlán í bankanum
námu í árslok 1976 samtals
3.523.5 millj. kr. og höfðu auk-
ist á árinu um 871,8 millj. kr.
eða 32.9%. Þetta væri hlutfalls-
lega mest aukning á einu ári í
bankanum síðastliðin 20 ár. Af
aukningu heildarinnlána juk-
ust veltiinnlán um 159.2 millj.
kr. eða 28.4%, en spariinnlán
jukust um 713 millj. kr. eða
34.1%
Heildarútlán bankans námu i
árslok 2.830.2 miilj. kr. og juk-
ust á árinu um 569.2 millj. kr.
eða 25.2%.
Bundin innstæða i Seðla-
bankanum var um s.l. áramót
828.2 millj. kr. og jókst á árinu
um 242.5 millj. kr. Bindiskyld-
an var hækkuð í byrjun árs
1976 úr 23% i 25% af innláns-
aukningu bankanna. í lok árs-
ins var lausafjárstaðan gagn-
vart Seðlabankanum neikvæð
um 16.8 millj. kr.
Bókfært verð fasteigna bank-
ans er nú 403.2 millj. kr. Eigið
fé bankans er nú 366.5 millj. kr.
og nemur það 10.4% af heildar-
innlánum i bankanum.
Bragi Hannesson skýrði þvi
næst frá starfsemi veðdeildar
bankans, en frá stofnun hennar
hafa lán deildarinnar verið
samtals 387 að fjárhæð 159.8
millj. kr.
Að lokum vék Bragi Hannes-
son að stöðu bankans við Seðla-
bankann og sagði, að heildar-
fyrirgreiðsla Seðlabankans til
iðnfyrirtækja fyrir milligöngu
Iðnaðarbankans hefði í árslok
1976 verið 195 millj. kr„ en á
sama tíma var nettó innistæða
bankans í Seðlabankanum 811
millj. kr. Það væri stefna
Iðnaðarbankans að reyna að
forðast að skulda Seðlabanka á
viðskiptareikningi, enda
myndi það stofna afkomu
Iðnaðarbankans í hættu, þar
sem refsivextir Seðlabanka eru
1% af hæstu skuld á 10 daga
fresti samkvæmt nýjustu regl-
um.
Aðalfundurinn samþykkti að
greiða 13% arð til hluthafa og
leggja 11.3 millj. kr. I varasjóð.
Þá samþykkti aðalfundurinn
að fela bankaráði að ákveða út-
gáfu jöfnunarhlutabréfa i árs-
byrjun 1978 í samræmi við
heimild ríkisskattstjóra þá.
# Iðnlánastjóður lánaði
740,7 milljónir.
Pétur Sæmundsen, banka-
stjóri, gerði því næst grein fyrir
starfsemi Iðnlánasjóðs árið
1976. Samtals voru veitt á árinu
289 ný lán að fjárhæð 740.7
millj. kr. Árið áður námu lán-
veitingar 530.9 millj. kr. Uti-
standandi lán i árslok námu
samtals 1.947 millj. kr. Eigið fé
sjóðsins var í árslok 1.429 millj.
kr. Pétur Sæmundsen skýrði
þvi næst útlánakjör sjóðsins og
ræddi að lokum um útlánagetu
hans á þessu ári. Gert væri ráð
fyrir að hún myndi vaxa meira
en nokkru sinni fyrr og verða
um 1.250 millj. kr. Hins vegar
hefði eftirspurnin eftir lánum
einnig vaxið gífurlega.
Dr. Gunnar Thoroddsen,
iðnaðarráðherra ávarpaði því
næst fundarmenn og færði
bankaráði bankastjórn og
starfsmönnum bankans þakkir
fyrir vel unnin störf á liðnu ári.
Hann ræddi um framtíðarhorf-
ur bankans og taldi, að tvennt
skipti einkum mestu máli. 1
fyrsta lagi hvernig bankanum
tækist að afla sér fjármagns
með auknum innlánum og þar
gengdi fjölgun útibúa verulegu
hlutverki. í öðru lagi nefndi
hann endurlán Seðlabankans
til iðnaðar en þar mætti gera
betur en hingað til. Þá vék ráð-
herra að Iðnlánasjóði og sagði
að hagur hans hefði verið
traustur á s.l. ári þótt útlána-
geta hans mætti vera meiri.
Rlkissjóður hefði þrefaldað
framlag sitt til sjóðsins á s.l. ári
úr 50 millj. kr. I 150 millj. kr.
I bankaráðvoru kjörnir:
Gunnar J. Friðriksson, Sigurð-
ur Kristinsson og Haukur
Eggertsson. Varamenn voru
kjörnir: Kristinn Guðjónsson,
Þórður Gröndal og Sveinn S.
Valfells. Iðnaðarráðherra skip-
aði þá Magnús Helgason og Pál
Sigurðsson sem aðalmenn í
bankaráðið og Guðmund
Guðmundsson og Runólf
Pétursson sem varamenn.
Endurskoðendur voru kjörn-
ir þeir Haukur Björnsson og
Þórleifur Jónsson.
— Framleiðir nákvæm-
ar eftirlíkingar af
íslenzkum vörum
Framhald af bls. 48
lopapeysur auk þess, sem fyrir-
tækið rekur prjónastofu og eru
þar ýmist sjálfvirkar eða hálf-
sjálfvirkar prjónavélar. Þá hefur
Stopi nú sett upp prjónastofur í
Puerto Rico og á Irlandi. Frá Ála-
foss keytpi Stobi, að sögn Péturs
Eiríkssonar i fyrra um 40 tonn af
ullarbandi til vélprjóns og innan
við 10 tonn til að láta handprjóna
úr. Alls voru flutt út frá íslandi í
fyrra 361,5 tonn af ullarlopa og
ullarbandi. Mikill hluti fram-
leiðsluvara Stobi er eins og áður
sagði auglýst sem vara framleidd
úr 100% íslenzkri ull, en vitað er
að fyrirtækið kaupir auk íslenzku
ullarinnar einnig ull frá Noregi
og Irlandi.
Morgunblaðið náði í gær tali af
tveimur íslendingum, sem fylgd-
ust með sýningunni í Bella Center
og spurði þá álits á hvaða áhrif
framleiðsla danska fyrirtækisins
Stobi kæmi til með að hafa á sölu
Islendinga á ullarvörum á erlend-
um mörkuðum í framtíðinni.
Thomas A. Holton hjá fyrirtæk-
inu Hildu h.f. sagði að það sem
vakið hefði mesta athygli Islend-
inganna hefði verið að fram- -
leiðsluvörur Stobi væru nákvæm
eftirlíking þeirra vara, sem
íslenzku fyrirtækin hafa verið að
selja á erlendum markaði. Sagði
Thomas að Stobi hefði i mörg ár
selt vélprjónaðar peysur með
færeysku mynstri en úr islenzk-
um hespulopa auk handprjónaðra
peysa. Allar framleiðsluvörur
Stobi væru auglýstar sem islenzk
vara svo sem undir orðunum
„1100 ár á Islandi" og kostum
íslenzku ullarinnar er lýst en ein-
hvers staðar er með smáu letri
komið fyrir að varan sé framleidd
í Danmörku eða Puerto Rico. Að-
spurður, hvort einhver trygging
væri fyrir því að þetta væri al-
gjörlega islenzk-ull, sagði Thomas
að engin trygging væri fyrir þvi.
Fram kom hjá Thomas að Stobi
er nú einnig farið að nota íslenzk
mynztur í flikur sinar og það
hefði komið Islendingunum alveg
sérstaklega á óvart að sjá þarna á
sýningunni vélprjónaða ullar-
jakka frá Stobi, sem væri
nákvæm eftirliking þeirra jakka
sem framleiddir hefðu verið á
Blönduósi og víðar og reynzt
hefðu sú íslenzk ullarvara, er bezt
hefði selzt erlendis. Nú auglýsti
Stobi sína jakka sem islenzka
vöru, þó svo að starfsmaður fyrir-
tækisins á sýningunni í Bella
Center hefði viðurkennt að þeir
væru úr norskri uli. Sagði
Thomas að verðið, sem Stobi
hefði boðið þessa jakka á, væri
iægra en það verð sem íslenzkir
aðilar þyrftu að bjóða sina vöru á
úti.
— Það er vissulega erfitt á
þessu stigi að segja til um hvaða
'ahrif framleiðsla þessa fyrirtækis
kann að hafa á útflutning okkar á
ullarvörum en ég get nefnt það,
að einn : ðili, sem er stór kaup-
andi í Bandarikjunum á Islenzk-
um ullarvörum, keypti á sýning-
unni af Stobi en ekki af íslenzku
aðilunum eins og hann héfur gert.
Seljendur íslenzku ullarvaranna
erlendis sem margir hafa lagt í
verulegan kostnað við að kynna
þær, kvarta sáran undan, þvf að
íslenzkar ullarvörur séu fram-
leiddar annars staðar en á Islandi.
Ég fæ ekki annað séð en við verð-
um að athuga okkar gang vel i
þessu máli, sagði Thomas að lok-
um.
Jón Arnþórsson, sölustjóri hjá
Iðnaðardeild SlS, sagði að sér
fyndist í hæsta máta óeðlilegt að
Islendingar væru að keppa við
sjálfa sig á erlendum mörkuðum
með þeim hætti og nú væri gert,
þar sem væri framleiðsla danska
fyrirtækisins Stobi. Sagði Jón að
Stobi seldi vörur sínar undir því
yfirskini að þetta væri allt fram-
leitt úr íslenzkri ull og þannig eru
sérstakir eiginleikar íslenzku
ullarvaranna notaðir til að kynna
vörur þessa danska fyrirtækis.
Jón sagði að sér þætti óeðlilegt að
Islendingar seldu úr landi ullar-
band til vélprjóns og nefndi i því
sambandi útflutning héðan á gær-
um, sem stoppaður var vegna þess
að gærur héðan voru notaðar í
vöru til að keppa við vörur héðan.
— Nú hefur danska fyrirtækið
tekið upp þann sið að nota íslenzk
mynztur og stæla algjörlega
íslenzka framleiðslu og við það
bætizt að samkeppnisaðstaða
þessa fyrirtækis og íslenzku fyrir-
tækjanna er allt önnur. Stobi er
rekið úti á landsbyggðinni og nýt-
ur verulegra styrkja af þeim sök-
um. Nú er einnig að koma upp sú
staða hér innanlands að við eigum
að geta notað alla þá ull, sem til
fellur fyrir saum- og prjónastofur
innanlands og því ætti að vera
unnt að stöðva þennan útflutning
á ullarbandi til verksmiðja er-
lendis, sagði Jón að lokum.
Ulfur Sigmundsson, fram-
kvæmdastjóri Utflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins, sagði að hér
væri á ferðinni vandamál sem
vissulega gæti haft veruleg áhrif
á markað fyrir islenzkar ullar-
vörur erlendis. Sagði Ulfur það
von sína, að hægt yrði að leysa
þetta mál á næstunni og bezta
lausnin væri að við hefðum enga
ull til að selja úr landi, hún væri
öll nýtt í innlendum verksmiðj-
um.
Zóphónías Zóphóníasson hjá
Pólarprjón á Blönduósi sagði að
danska fyrirtækið Stobi hefði
aldrei óskað eftir heimild til að
nota þeirra mynztur eða snið á
ullarjakka. Sagði hann að þetta
væru alvarleg tíðindi ef farið
væri að stæla íslenzku framleiðsl-
una og meira að segja framleiða
þessar vörur úr erlendri ull.
Zóphónias sagði að þetta mál
hefði litillega verið rætt við Ála-
foss, sem annast sölu á vörum
Pólarprjóns á erlendan markað
og væntanlega yrði á næstu dög-
um kannað hvort og hvernig hægt
væri að koma i veg fyrir að Stobi
stældi þeirra framleiðslu.
Pétur Eiriksson hjá Álafossi
sagði að starfsfólk Álafoss, sem
farið hefði á þessa sýningu, væri
ekki komið heim og hann ætti þvi
óhægt með að tjá sig um eins*ök
efnisatriði en reynt yrði að kanna
hvort Stobi hefði lagalegan rétt
til að nota mynztur og líkja eftir
framleiðsluvörum héðan. Varð-
1; i í i ot-i* t
andi útflutning á ullarbandi sagði
Pétur, að hærra verð fengizt fyrir
lopann ef hann væri seldur á er-
lendan markað en til verksmiðj-
anna hér heima. Það væri því
ekki um annað að ræða en hækka
verð á lopanum hér innanlands ef
taka ætti fyrir útflutning, en nú
fæst um 40% hærra verð fyrir
lopa erlendis en til verksmiðja
hér. -. » » «i
Yfirlýsing
Við undirritaðir lýsum þvi yfir,
að enginn af prestum þeim, sem
bjóða sig fram við prests-
kosningar í Hafnarfirði n.k.
sunnudag, né neinn þeim tengdur
á nokkurn hátt, stendur á bak við
dreifibréf þaö, sem borið var út í
Hafnarfirði s.l. þiðjudag. Við
væntum þess, að allir sýni dreng-
skap í máli þvi, sem dreifibréfið
fjallar um og að saklausir fái leið-
réttingu mála sinna, eins og reynt
hefur verið margítrekað við rétt
yfirvöld og viðkomandi aðila i 16
mánuði og nú síðast dagana
10.—15. þ.m.
Reykjavík, 17. marz 1977
Carl J. Eirfksson
Halldór Þ. Briem.
Aðalfundur
Bifreiðasmiða
AÐALFUNDUR Félags bifreiða-
smiða var haldinn fyrir nokkru og
var ágætlega sóttur. Formaður
var kjörinn Ásvaldur Andrésson,
en aðrir í stjórn Egill Þ. Jónsson,
Gunnlaugur Einarsson, Guð-
mundur Ottósson og Ólafur Guð-
mundsson.
I »■«»»■» a l f«»n m»l»M • • H»l ••>*••••• « i ttl »»t ■• < •» ll
• H li lul K
• i / «
i-j / i i t . k i