Morgunblaðið - 22.03.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.03.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýndi fyrir nokkru Sölumaður deyr eftir Artur Miller, áhrifa- mikið leikhúsverk, sem farið hef- ur sigurför um lönd og álfur og gjörir miklar kröfur til túlkenda. Með þessu verkefnisvali sækir Leikfélag Akureyrar enn á bratt- ann, sannar tilverurétt sinn sem atvinnuleikhús og kemur til móts við þær kröfur, að mönnum skuli gefast kostur á því að sjá öndvegisverkum heimsbókmennt- anna gjörð skil í norðlenzku strjá- býli. Saga Leiffélags Akureyrar sem atvinnuleikhúss er stutt en við- burðarík. Á fyrstu misserunum kom til alvarlegs klofnings f leik- hópnum, sem m.a. olli þvi, að margir af beztu leikurum Akur- eyrar í gegnum árin kusu að draga sig í hlé. Upp úr því klofn- aði Leikfélag Akureyrar: í minni- hluta varð smáklíka, sem ætlaði sér að láta pílitísk markmið ráða verkefnavali og starfsemi Leik- íélags Akureyrar. Þá varð svo- nefnt Alþýðuleikhús til, sem ekki festi rætur á Akureyri, en hefur fengið þaðan fjárstyrk nú fyrir skemmstu. Síðan þetta gerðist hefur Leik- félag Akureyrar unnið hvern leik- sigurinn af öðrum. Á listahátíð flutti það Glerdýrin við góðan orð- stír, svo að eitthvað sé nefnt. Þá er samvinna atvinnu- og áhuga- leikara með miklum ágætum, sem er forsenda þess, að unnt sé að setja upp leikhúsverk á borð við Sölumaður deyr. 1 Sölumaður deyr deilir höfund- ur þunglega á margt i fari hins almenna borgara velferðaþjóð- félagsins, svo sem yfirborðs- mennskuna og það, hversu mjög hann sækist eftir efnalegri vel- gengni. Þar er hæðst að lögmálum viðskiptalífsins, sem m.a. lýsir sér í þvi, að allt fæst með afborg- unum, og þær vörur eru að sjálf- sögðu beztar, sem mest eru aug- lýstar. Sölumaðurinn, Willy, er nýbúinn að greiða tannlækninum síðustu afborgunina, þegar hann deyr. Og sama daginn og hann er jarðaður, hafði ekkja hans greitt síðustu afborgunina af húsinu. Á hinn bóginn er Sölumaður deyr snjöll og nöturleg ádeila á yfirborðsmennsku og lífslygi. Við kynnumst venjulegum manni, sem hefur látið bugast í harðri samkeppni neyzluþjóðfélagsins og leitar athvarfs i sjálfblekkingu til þess að bæta sér upp ömurleg- an hversdagsleikann. Áður en varir eru þessar skýjaborgir orðn- ar raunveruleikanum yfirsterkari og það svo mjög, að sölumaðurinn Willy hlýtur að tortimast ef þær hrynja í viðtali, sem Matthías Johannessen átti við Arthur Mill- er fyrir 13 árum, er hann spurður, hvernig bandariskir kommúnist- ar hafi tekið Sölumaður deyr. — „sögðu þeir, að það sýndi skipbrot hins kapitaliska þjóðfélags, eins og þeim var svo lagið að nefna það sums staðar í Evrópu?" Því svaraði Arthúr Miller svo: „Já, ég hef heyrt eitthvað um það. Annars eru þeir svo skrítnir fuglar, að ómögulegt er að átta sig á þeim. Afstaða þeirra til mín hefur verið talsvert undarleg. Já, hlægileg. — Þegar Sölumaður deyr var sýnt hér, réðust þeir á það af miklu offorsi i málgögnum sínum, einkum vegna þessu hversu mjög það fjallaði um sál- fræðileg vandamál og þó frekar fyrir þá sök, að sumir „kapitalistarnir" voru ágætisfólk (Charlie) er gat orðið hamingju- samt og náð lífstakmarki sínu (sonur Charlies). Kommúnistar hér ákærðu mig fyrir að láta þess- ar persónur þjóna þeim tilgangi einum að afsaka þjóðskipulag okkar og lýstu því yfir, að enginn gæti verið hamingjusamur í þessu landi“. Herdis Þorvaldsdóttir er leik- stjóri og er aðdáunarvert, hversu vel henni hefur tekizt að byggja upp góða leiksýningu, ná fram því bezta hjá einstökum leikurum. Marinó Þorsteinsson fer með aðalhlutverkið og leikur sölu- manninn Willy. Ég hef ekki séð hann leika jafnvel og i þetta sinn og er túlkun hans og innlifun í rauninni meiri og betri en hægt er að vænta af áhugamanni, sem er í fullri vinnu með leiklistinni. Konu hans leikur Sigurveig Jóns- dóttir og bætir hér enn einum leiksigrinum við. T.d., verður jarðarfararsenan mér lengi minnisstæð vegna hinnar ein- földu en sterku túlkunar. Syni þeirra leika þeir Aðalsteinn Berg- dal og Þórir Steingrímsson og gjöra margt vel. Jóhann ögmundsson leikur Charlie, vin þeirra hjóna, og bregst ekku fremur en fyrri daginn. Með hlut- verk sonar hans fer Gestur Jónas- son og var túlkun hans eftir- minnileg og sönn og leynir sér ekki, að þar er vaxandi leikari sem hann er. Önnur hlutverk er smærri, en með þau fara Jón Kristinsson. Saga Jónsdóttir, Guð- múndur R. Hreiðarsson, Þórður Rist, Áslaug Ásgeirsdóttir og Anna Jóhannesdóttir. i heild er sýningin mjög góð, hún er í jafn- vægi og eins og áður segir er með ólíkindum, hversu Herdisi Þor- valdsdóttur hefur tekizt að ná fra því bezta hjá einstökum leikur- um. Hallmundur Kristinsson gjörði leikmyndir, sem eru ein- faldar og smekklegar og falla vel að efni verksins. Enginn vafi er á þv, að tilraun Leikfélags Akureyrar til að verða þriðja atvinnuleikhúsið og hið fyrsta utan Reykjavíkur er í þann veginn að takast. Mikið og fórn- fúst starf leikaranna, bæði áhuga- mannanna en einnig og ekki siður hinna, sem fastráðnir eru við rýr kjör, hefur riðið baggamuninn og er þess að vænta, að Akureyring- ar og Eyfirðingar leggi nú leið sina í Samkomuhúsið og samein,- ist um að efla leikhús sitt. Halldór Blöndal. Fyrsta landsmót íslenzkra barnakóra Egill R. Friðleifsson, formaður Tónmenntarkennarafélags íslands, ásamt Herdísi Oddsdóttur, sem stjórnar kór Hvassaleitisskóla, en I honum eru þrjátlu börn, og GuSmundur Guðbrandsson, sem var kynnirá mótinu. Síðastliðinn sunnudag efndi Tónmenntarkennara- félag íslands til fyrsta lands- móts íslenzkra barnakóra í Háskólabiói. Ellefu kórar með 360 nemendum tóku þátt í mótinu og eru kórarnir viðs- vegar að af landinu. Laugardaginn 19. marz hittust kórarnir til æfinga eft- ir hádegi í Háskólabíói og tók Ijósmyndari Morgunblaðsins þá meðfylgjandi myndir. Laugardagskvöldið var síðan efnt til kvöldvöku i Vogaskóla og á sunnudag hófust svo opinberir tónleikar klukkan 13.00. Verður tónleikunum útvarpað einhvern tíma á næstunni. Barnakórarnir ellefu komu fram hver i sínu lagi og einnig sameiginlega. Þá var frum- flutt nýtt lag eftir Jón Ás- geirsson, sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni við kvæði Tómasar Guðmundssonar, „Garð- Ijóð". Að sögn Egils Friðleifsson- ar, formanns Tónmennt- arkennarafélagsins, er mark- miðið með mótinu að efla tónmennt i skólum landsins og örva kórsöng sérstaklega, þar eð kórstarfsemi á viða erfitt uppdráttar. Ekki er gert ráð fyrir kórsöng í stundaskrá grunnskóla, og starfsemin þvi háð velvild og skilningi skólayfirvalda á hverjum stað, sem sum hver hafa lítíð svigrúm. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur áhugi fyrir kórsöng vaxið mjög á síðustu Börn þeirra ellefu kóra, sem taka þátt i landsmóti barnakóra, hinu fyrsta sinnar tegundar hér á landi, rétt fyrir æfingu f Háskólabíói á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.