Morgunblaðið - 22.03.1977, Page 19

Morgunblaðið - 22.03.1977, Page 19
19 —MORG-U-Í4BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1977 - HORT — SPASSKY — HORT — SPASSKY — HORT — | Skák I.jósm. Mbl. Ol.K.Mag. og Frióþjófur. HORT leikur kóngspeðinu fram um tvo reiti og bardaginn er hafinn. Eftir fimm klukkustunda baráttu er leiknum lokið og meistararnir slappa af. Hort er glaður en Spassky hryggur yfir úrslitunum. „Er maðurinn vit- lausaðmætaekkií köflóttu peysunni" yfir skákina en Hort sat sallaró- legur eins og hann biði eftir upp- gjöf á hverri stundu. Þegar Spassky sá að hann átti ekki eftir nema 3 mínútur til að leika 6 siðustu leikina skildi hann að ieikurinn var tapaður. Hann stöðvaði skákklukkuna styrkri hendi og rétti Hort hana siðan til merkis um uppgjöf. Hort tók þétt- ingsfast í höndina á Spassky og gleðibros færðist yfir andlitið. Og áhorfendur, sem fylgst höfðu með skákinni með öndina í hálsinum, klöppuðu Hort lof í lófa. Hann hafði náð langþráðu takmarki, hann hafði lagt Spassky að velli í fyrsta skipti og nú þarf Spassky að sækja á brattann. Þessi úrslit geta haft ýmsar af- leiðingar í för með sér og þau geta dregið einvigið á langinn. Ef kapparnir verða jafnir eftir 12 skákir, leika þeir tvær skákir til viðbótar og síðan tvær og tvær þar til hrein úrslit fást. Einar S. Einarsson skáksambandsforseti lýsti því yfir í veizlu hjá borgar- stjóra á föstudaginn að fjárhags- grundvöllur einvígisins væri tryggður. Einar sagði á sunnudag- inn að þetta stæðist nema einvígið drægist mjög á langinn, þá gæti dæmið breyzt. Ellefta skákin verður tefld á þriðjudaginn og hefst hún klukk- an 17. Þá hefur Spassky hvítt og nú er það hans að sækja. Væntan- lega verða tvær siðustu skákirnar miklar baráttuskákir og er viss- ara fyrir áhorfendur að mæta tímanlega. SKAKSAMBAND GENS UNA SUMUS ÍSLANDS framsókn og fæ óhindrað að spila á ritvélina þeirra og jafnvel líka að nota pappír merktan Timablaðinu Sumir hér inni líta mig óhýru auga og segja þetta vera ágæta sönnun um ástarsam- band maddömunnar og ihaldsins Nú er af sem áður var: ,,Allt er betra en íhaldið' 0 tempora o mores sagði Cicero forðum í ræðu sinni, sem við lásum i fimmta bekk M A hjá Þórarni heitnum Björnssyni Sumir hafa orð á því að þessi skák líkist dansi eftir Smetana hinum tékkneska. Mikið af lifi í henni, hneigingar og beygingar og alls kyns tilbrigði. Björninn dansar af mikilli kúnst enda þaulæfður eftir þrádans í diskótekum borgarinnar Samþykkt er með öllum atkvæðum gegn einu að senda Hortinu blómvönd ef honum tekst að leggja Ijómð að velli í þessari skák Einn situr hjá, nafn ekki gefið upp, enda atkvæðagreiðslan leynileg Grandi — Vogar Ég veit ekki hvort sönn er sú saga sem flýgur hér um loftið en ég læt hana samt flakka og ef einhver véfengir, þá er ég reiðubúinn að geta heimildarmanns. Ég minntist hér fyrr í þessum stúf minum á boð borgarstjóra. þar sem gleymdist að bjóða okkur sem puðum hér dag hvern í lok téðs boðs stóð fyrir utan strætisbill merktur Grandi- Vogar og að sjálfsögðu þyrptust veislu- gestir inn i hraðreiðina, höfðu hátt og sungu ..Kátir voru karlar " o.s.frv. Sem vagninn rennur framhjá Skúla- túni 2 kemur maður á kjóli og hvítu stökkvandi út á götuna baðandi út öllum öngum. Auðvitað varð strætóinn að stoppa og var þar kominn einn af yfirmönnum borgarinnar, en þau mis- tök höfðu orðið, að vagninn sem átti að sækja fyrirfólk í Skúlatún flæktist af gömlum vana inn i Höfða og tíndi upp veglausa skákfélagsstráka, sem voru þar i reiðuleysi Ekki fylgir sögunni hvort þetta mál verður tekið fyrir hjá borgráði, en að Alfreð Þorsteinsson hafi fullan hug á að gera athugasemd vegna misnotkunar á strætisvögnum borgarinnar. Vitlaust gefið Klukkan er rúmlega fimm og hillir enn undir jafntefli og þeir sem lengst eru komnir eru búnir að setja upp fýlusvip Skáksambandsmenn anda léttar þvl nú ætti að aukast mögu- leikarnir á þvi að þessum ósköpum Ijúki fyrir sumarmál Auðvrtað gæti ein- vigið hæglega staðið fram á sumar, ef Hort vinnur þessa skák og i kjölfar þess vinnings komið ca 50 jafntefli Maður veit aldrei hvað kemur uppá I þessari skákkúnst og að þvi leyti er hún lik fótboltanum Nú er kominn hingað i blaðamanna- herbergið Ingvar menntaskólakennari Ásmundsson og fer mikinn Ingvar er hress og matimatiker, lærifaðir hans Margeirs skákmeistara Bragi á Dagblaðínu er fundinn en hann hefur ekki sést hér í sérfræðinga- herberginu siðan leikurinn hófst og nú er klukkan að halla i sex. Einhver sá flugfreyju bregða fyrir i dyrunum i sömu mund og Bragi rak inn nefið, en engin ástæða til að ætla annað en þar hafi hendingin ein ráðið Nú harðnar leikurinn og dansinn er stiginn hraðar og nú a ekki að semja um ótimabært jafntefli Menn eru farnir að viðra þá hug- mynd að næsta einvigi hér i Loftleiða- sölum verði á milli Sigurjóns blaðafull- trúa Skáksambandsins og aldurs- forseta starfandi blaðamanna hér Sig- urðar hjá fréttastofu hljóðvarps Aðstoðararmenn verða fyrir Sigurð Gunnar Steinn og Högni Torfason fyrir Sigurjón Aðgangur ókeypis Sprennandi 22 leikjum er lokið og Sfrassky hugsar fast Alls staðar þrengsli varla hægt að komast á klóið til að pissa Gamli fótboltakappinn Björn Fr sýslu- maður hefur komið með sveifluna að austan. Leikurinn æsist Horteraðhafa hann Spassky stynur nokkrar mínútur. nei örfáar og Spassky sýr sér i hálf- hring i stólnum réttir Hirtinum hönd- ina Hort ruglaður uppgefinn úttaugað- ur en glaður Lófatak Leiknum er lokið og kapparnir standa jafnfætis Ég læt skáldið Stein tala síðustu orðin til rúss- neska Ijónsins um leið og ég sendi tékkneska birninum hamingjuóskir „Og þótt þú.tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið b. ÞAÐ var mikið fjölmenni á einviginu á sunnudaginn og spenna i loftinu. Blaðamaður tók nokkra mótsgesti tali og spurði þá nokkurra spurninga um einvígið: Sögulegast þegar Hort f£11 á tíma Ingvar Ásmundsson, mennta- skólakennari og skákmaður: — Þetta einvigi hefur fyrst og fremst verið átakaeinvigi og það hefur reynt mjög á taugakerfi beggja Það sögulegasta i einviginu til þessa var þegar Hort féll á tima í þriðju skákinni. Spassky tók þá meiri áhættu en eðlilegt mátti teljast og það var mjög áhrifamikið augna- blik þegar Hort fór yfir timamörkin Kapparnir hafa teflt misvel en fyrst og fremst skynsamlega Ég átti von á þvi að Hort myndi tefla hvassara fyrst hann varð vinningi undir en það hefur ekki gerst fyrr en þá kannski núna i þessari skák og ef Hort vinnur hana, skapast gifurleg spenna i einvíginu Ég hef haft ánægju af öllum skákunum i einvig inu Þetta hefur verið góð tilbreyting og mér sýnist skipulag allt vera mjög gott af hálfu Skáksambands- manna hrakinu og féll á tima Einnig var skákin á fimmtudaginn nokkuð góð Skipulagning einvigisins er ágæt og það er mjög gott að fá skákirnar að utan. Aðsóknin hefur orðið meiri en ég bjóst við og nú vantar okkur tilfinnanlega skákhöll Liklega er bezt að flýta byggmgu Borgar- leikhússins oq tefla þar i framtiðinni Teflir lítið en finnst gaman að fylgjast með Spennandi þrátt fyrir öll jafnteflin Egill Valgeirsson rakari og skák- maður — Ég hef nú ekki komið oft á einvigið en ég hef fylgst vel með þvi í blöðunum Mér finnst þetta hafa veið spennandi þrátt fyrir öll jafn- teflin Maður hefur svo sem átt von á meiri sviptingum en fram til þessa hefur Spassky náð jöfnu án erfiðis- muna Það er mikil tilbreyting i skammdeginu að fá svona einvigi hingað og ekki er það til að skemma fyrir að fá hinar einvigisskákirnar skýrðar Mér finnst aðstaðan góð á Hótel Loftleiðum og sérstaklega er ég ánægður með skýringarnar, þeim hefur verið ábótavant á siðustu stór- mótum. Nú vantar okkur bara skákhöll Sigurður Sigurðsson, fréttamaður og skákséní: — Það er min skoðun að kapparnir Hort og Spassky hafi teflt vel i þessu einvigi en Hort kannski full varfærnislega Það er eins og hann hafi lagst i skotgrafahernarð og bíði eftir þvi að Spassky yfirspili sig. En það hefur Spassky ekki gert og i dag sýnist manni að Hort ætli að láta til skarar skriða. en það kemur væntanlega í Ijós. Fram til þessa hefur 3. skákin verið sú skemmtilegasta .Spassky fórnaði skiptamun og Hort átti bara eitt svar. Hann fann það ekki i tima- Halldór E. Sigurðsson ráðherra. — Ég hef nú ekki komið á nema 4 eða 5 einvigisskákir Ég lærði mannganginn þegar ég var ungur en hef sáralitið teflt siðan þá Mér finnst gaman og mjög spennandi að fylgjast svona með skákunum en ég get -ekkert dæmt um taflmennsku þeirra Spasskys og Horts, en mér finnst þeir þó hafa farið fullrólega i sakirnar Ég held að þetta einvigis- hald sé okkur til sóma og að það verði til þess að auka hróður okkar erlendis og efla skáklif i landinu Reyndar er skáklif hér með miklum blóma og mér þóttu fréttirnar um Friðrik Ólafsson. sem hmgað bárust i síðustu viku, afar ánægjulegar Það er stórkostlegt að skákmanni frá svona litlu landi skuli boðin slik virðingarstaða sem forsetaembætti hjá Alþjóða skáksambandinu Þetta sýnir það mikla traust sem Friðrik Ólafsson nýtur i skákheiminum og þetta er ennfremur mikill heiður fyrir ísland Hefði orðið öðru vísi einvigi ef Spassky hefði fallið á tíma Ólöf Þráinsdóttir. skákmeistari kvenna ■ Reykjavik: — Einvigið hefur verið daufara en ég bjóst við Ég átti von á meiri spennu og meiri baráttu og ég veit ekki betur en skákmeistararnir hafi einmitt lofað hörkuskákum i blaða viðtölum fyrir einvigið Mér finnst Hort tefla eins og hann er vanur, en Framhald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.