Morgunblaðið - 22.03.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 22.03.1977, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 197f „Er ekki eðli- legra að hið opin- bera geriþað?” Iumræðuþætti I sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum var fjallað um skipulag slysavarna og björgunarmála, en þrenn félagasamtök, sem byggð hafa verið upp af áhugamönnum bera hita og þunga af starfi á þessu sviði. Það eru Slysavarnafélag Islands, Flugbjörgunar- sveitin og Hjálparsveit skáta. Slysavarnafélagið er þeirra elzt og stendur dýpstum rótum f þjóðlffi okkar tslendinga. Flugbjörgunar- sveitinni og Hjálparsveit skáta hefur vaxið fiskur um hrygg á sfðari árum og unnið merkilegt starf að björgunarmálum. 1 umræðum þessum varpaði fréttamaður, sem umræðum stjórnaði, fram þeirri spurningu, hvort ekki væri eðlMegra að „hið opinbera" sæi um slysavarnir og björgunarmál. Þessi spurning var f eðlilegu samræmi við þann hátt, sem hér hefur tfðkast, þegar rætt hefur verið f fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi um málefni, er varða almannaheill, að ýmist er spurt hvort „hið opinbera" geti ekki unnið meira starf á tilteknu sviði eða þess er krafizt að „hið opinbera" láti hcndur standa fram úr ermum eða kvartað er undan of litlum fjárveitingum frá „hinu opinhera", eins og þar sé um að ræða botnlausan sjóð, sem endalaust er hægt að ganga í. Nú er sá hugsunarháttur, sem lýsir sér f slfkum spurningum og kröfugerð, á undanhaldi. Rauði þráðurinn f umræðum manna á meðal er einmitt sá að draga beri úr opinbera bákninu, að gera þurfi ráðstafanir til þess að styrkja stöðu einstaklingsins gagnvart kerfinu, að fella beri niður margvfslegar hömlur, sem kerfið hefur sett á svigrúm og athafnafrelsi einstaklinganna og ekki sfzt að draga beri úr þeirri hlutdeild, sem hið opinbera hefur tekið sér f sjálfsaflafé einstaklinga og bæta Iffskjör almennings á þann hátt, enda er vafa- laust hægt að draga mjög verulega úr margvfslegri opinberri þjónustu og umsvifum án þess að það komi niður svo nokkru nemi á Iffsgæðum. Nei, nú er kominn tfmi til að hætta að bera fram spurningar á borð við þá, hvort eðlilegra sé að hið opinbera sjái um hitt og þetta. Nú eigum við að spyrja hvað er hægt að fella niður f umsvifum opinberra aðila? Hvaða þjónustu er hægt að leggja niður eða draga úr ? Hvaða atvinnurekstur, sem nú er f höndum opinberra aðila er hægt að afhenda einstaklingum og samstarfsfélögum þeirra? Hvaða ráðstafan- ir þarf að gera til þess að fólk, sem telur sig órétti beitt, geti vænzt þess að fá ákvörðun mála sinna fyrir dómstólum á skemmri tfma en einum áratug? Til hvaða verndarráðstafana þarf að grfpa til þess að einstakl- ingurinn haldi hlut sfnum gagnvart kerfinu og friðhelgi einkalffsins verði varðveitt I þess orðs fyllstu merkingu. Hvað getum við bætt kjör launþega f kjarasamningunum f vor mikið með róttækum niðurskurði á rfkisútgjöldum og opinberri skattheimtu eins og Alþýðusamband tslands hefur lagt til? Allt eru þetta spurningar og umræðuefni, sem brenna á vörum almennings f landinu. Kannski f fyrsta skipti f marga áratugi. Það fer ekki á milli mála, að stjórnmálamennirnir, sjálfsagt til þess hvattir af almennri kröfugerð um opinbera þjónustu og umsvif, hafa gengið lengra en góðu hófi gegnir f þeim efnum. Þeir hafa seilzt of langt f buddu almennings og afleiðingin hefur orðið sú, að risið hefur alda andstöðu og mótmæla við of mikla opinbera fjárheimtu og afskiptasemi af Iffi einstaklingsins. Stjórnmálamenn verða að þekkja sinn vitjunartfma. Núverandi rfkisstjórn, sem tók við þrotabúi vinstri stjórnar og hefur átt erfitt uppdráttar f glfmunni við efnahagsvandann á þriðja ár, mundi afla sér mikilla vinsælda með þvf að taka tillit til þeirra sjónarmiða, sem nú eru uppi hjá hinum almenna borgara f þessum efnum. Rfkisstjórnin á nú tækifæri til að taka nýtt frumkvæði og láta kveða við ferskan tón úr stjórnarráðinu með þvf að hefja allsherjarathugun á þvf, hvernig hægt er að stöðva og draga úr hinum margvfslegu umsvifum ríkisbáknsins. Hér þarf róttækt átak, ef það á að einhverju gagni að koma, og hér er um að ræða verkefni, sem fellur saman við gerð kjarasamninga f vor af þeirri einföldu ástæðu, að kjaramálaráðstefna Alþýðusambands Islands hefur hvatt til þess, að einkaneyzla verði aukin á kostnað minnkandi samneyzlu. Þau viðhorf, sem nú skjóta hvarvetna upp kollinum f ýmsum myndum um nauðsyn þess að hemja báknið og auka svigrúm einstakl- ingsins og vernda hann gegn ágangi kerfisins, viðhorf, sem heyrast jafnt frá vinstri sinnuðum sem hægri sinnuðum stjórnmálamönnum, eru f meginatriðum f samræmi við þá grundvallarstefnu, sem mörkuð var á stofnfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir bráðum hálfri öld. Vafa- samt er, að sjónarmið hins almenna borgara hafi nokkurn tfma verið f jafn miklum takt við meginstefnu Sjálfstæðisflokksins og einmitt nú. Og það tækifæri verður Sjálfstæðisflokkurinn að grfpa og hafa forystu um þann niðurskurð á rfkisbákninu, sem vilji almennings stendur til. t vor mun Sjálfstæðisflokkurinn halda landsfund. Ekkert viðfangsefni er verðugra fyrir þann landsfund en einmitt það að fjalla um einstakl- inginn og kerfið, að fjalla Itarlega um hina margvfslegu þætti þeirrar stóru spurningar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins þarf að fjalla um þetta viðfangsefni, og marka ftarlega stefnu, sem orðið getur grund- völlur að stórsókn almennings f landinu fyrir þvi að draga úr þeim opinberu umsvifum, sem nú hvfla eins og farg á þjóðinni og eru orðin lakigtum of þungbær fyrir f járhag hvers einstaklings. V ■■■■!■■ ■■■ ■ mi I IMIII ■ II T ■ ■ ■! ■ Afmælistónleikar til heiðurs Sig- urði Ágústssyni 1 Birtingaholti Sydra-LanKholti 20. marz SIGURÐUR Agústsson f Birtinga- holti varð 70 ára 13. marz s.l. Af þvf tilefni var þeim hjónum Sig- urði og Sigrfði Sigurfinnsdóttur haldið samsæti og afmælistón- leikar að Flúðum föstudagskvöld- ið 18 þ.m. Þar komu fram þrfr kórar, þ.e. Karlakór Selfoss undir stjórn Asgeirs Sigurðssonar, undirleikari Björgvin Valdimars- son og einsöngvari Júlfus Vffill Ingvason. Árneskórinn undir stjórn Lofts S. Loftssonar og Flúðakórinn undir stjórn Sig- urðarAgústssonar, undirleikari Einar Markússon. Þá sungu kórarnir allir saman undir stjórn Sigurðar. Voru eingöngu flutt lög eftor hann. Margar ræður voru fluttar og Sigurði færðar gjafir og honum þökkuð mikil og giftudrjúg störf að tónlistarmálum og ýmis trún- aðarstörf er hann hefur gegnt fyrir sveit sína og hérað. Samkvæmi þetta sóttu á fjórða hundrað manns og var það mjög vel heppnað og hið ánægju- légasta. Sig. Sigm. Sólveig Ólafsdóttir ávarpar hér Sigurð Ágústsson, að baki er Flúðakórinn iiiii iii»ii iikiisii luttnk uimunJtii Ljósm. Sig. Sigm. •»**ar****'* i»'»* **;Í Brezka stjórn- in völt í sessi Atkvæði um vantraust á morgun Svo virðist sem áframhaldandi seta James Callag- hans í embætti forsætisráðherra Bretlands velti á því hvort honum tekst að laða til sín atkvæði nokkurra þingmanna Frjálslynda flokksins eða þingmanna frá Norður-írlandi. Til að halda velii við atkvæðagreiðlsu á morgun (miðvikudag) um vantrauststillögu íhalds- flokksins, verður ríkisstjðrnin að fá stuðning að minnsta kosti fimm þingmanna utan Verkamanna- flokksins. 310, íhaldsflokkurinn 278, Frjálslyndir 13, Skozkir þjóð- ernissinnar 11, írski sambands- flokkurinn 10, Velskir þjóðernissinnar 3, Skozki verkamannaflokkurinn 2, Sósíaldemókratar 1 og óháðir 1. Verður rikisstjórnin því að ná samningum við þingmenn frá smærri flokkunum, ef hún á að halda velli, en það getur reynzt erfitt. Þingmenn þjóðernissinna í Skotlandi og Wales, 14 talsins, sem venjulega hafa greitt at- kvæði með ríkisstjórninni, gera það sennilega ekki að þessu sinni. Telja þeir rikisstjórnina hafa brugðizt, þar sem hún hef- ur látið af áformum sínum um aukna heimastjórn þessara landsvæða. Frjálslyndi flokkurinn væri líklegastur til stuðnings við stjórnina, enda tryggði hann valdatöku Verkamannaflokks- ins eftir kosningarnar 1974 með því að neita stjórnarsamvinnu við íhaldsflokkinn undir for- ustu Edwards Heaths. Stuðningur Frjálslynda flokksins við rikisstjórnina nú yrði henni dýrkeyptur. David Steel, formaður flokksins, skýrði um helgina frá þeim skilyrðum, sem Frjálslyndi flokkurinn setur fyrir stuðn- ingi við Callaghan, en þar á meðal eru kröfur um að ríkis- stjórnin falli frá áformum sín- um um frekari þjóðnýtingu, beri fram nýtt frumvarp um aukna heimastjórn í Skotlandi, og vinni að gerbreytingu kosn- Það var Margaret Thatcher, formaður íhaldsflokksins, sem bar fram vantrauststillöguna á föstudag í fyrri viku, og verði tillagan samþykkt við atkvæða- greiðsluna á morgun, verður forsætisráðherrann að biðjast lausnar og boða til nýrra þing- kosninga. Fari svo, er gert ráð fyrir að kosið verði fimrntudag- inn 28. apríl. Vantrauststillagan kom ekki algerlega á óvart. Að undan- förnu hefur Verkamanna- flokknum oft ekki tekizt að ná meirihluta við atkvæðagreiðsl- ur á þingi, en upp úr sauð á fimmtudagskvöld þegar ríkis- stjórnin hætti við að bera fram frumvarp um niðurskurð á opinberum útgjöldum, þar sem ljóst var að það yrði fellt. Atkvæði á þingi (Neðri mál- stofunni) skiptast nú þannig að Verkamannaflokkurinn hefur David Steel James Callaghan ingalaganna. Vilja frjálslyndir hætta við einmenningskjör- dæmi og taka upp hlutfalls- kosningu, er miði við heildar- atkvæðamagn flokkanna. Ef ekki næst samkomulag við Frjálslynda flokkinn, gæti ríkisstjórnin komizt af með stuðningi frá írska sambands- flokknum. Einn talsmanna þess flokks er Enoch Powell fyrrum þingmaður og ráðherra íhalds- flokksins, og hefur hann þegar tjáð sig fúsan til stuðnings, en aðrir flokksmenn virðast hik- andi, og virðast setja það sem skilyrði að stjórnin beiti meiri hörku í baráttunni gegn írska lýðveldishernum. Ljóst er að bæði stjórn og stjórnarandstða verða að smala öllum sínum atkvæðum á þing á miðvikudag, og er undirbúning- urinn þegar hafinn. Átta manna nefrld frá þinginu var stödd á Indlandi í síðustu viku, og var hún kölluð heim um helgina, án þess að hafa lokið störfum sínum þar. Sex þing- manna Verkamannaflokksins voru veikir, og er búizt við að suma þeirra verði að flytja á fundarstað i sjúkrabörum. Reiknað er með að atkvæði verði greidd um vantraustið klukkan tíu . eftir staðartíma annað kvöld, og jafnvel þótt stjórnin haldi velli, telja margir að hún sitji varla lengur en til hausts. (NTB) Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 11 00.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.